Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 23 Það kom ótrúlega snemma í hlut Þorgríms, sem var næstelstur í stórum systkinahópi — að styðja fjármunalítið heimilið til sjálfs- bjargar. Og allt frá fermingar- aldri til æviloka var hann veitandi fjölskyldu sinnar og samfélags. Hörð lífskjör framan af ævi munu hafa sett vissan svip á yfirbragð Þorgríms, sem oft sýndist nokkuð hart, en inni fyrir átti hann sérlega hlýtt hjarta, sem best kom oft í Ijós — þegar smáir áttu í hlut, menn og málleysingjar. Þorgrímur var formaður á litl- um fiskibátum í kringum fimmtíu ár. Kappsfullur var hann mjög á sjónum — og sótti oft á fjarlægari fiskimið en flestir aðrir á opnum bátum, enda mjög fengsæll. En kapp hans var með forsjá, því að bát hans hlekktist aldrei á — þó fast og mikið væri sótt. Bóknám Þorgríms var stutt, aðeins lámarkstími barnanáms- skyldu. En þeim mun meira lærði hann í skóla starfs og anna við þjóðnýtustu störfin — og var mikill og farsæll kennari margra ungra manna, sem með honum voru á sjónum og mótuðust þar til manndóms og þroska. Ekki var Þorgrímur mikill málsskrafs- maður og miklaðist aldrei af eigin verðleikum. En hann átti góða dómgreind — og þann metnað að vera í öllu fremur veitandi en þiggjandi. Ég álít að allir, sem kynntust honum vel, jafnt vanda- menn og aðrir samferðamenn hafi ósjálfrátt borið fyrir honum virð- ingu. Mér er minnisstætt, að Þorgrímur átti sérstakt ástúðar og virðingarheiti hjá yngri ætt- ingjum sínum öllum, sem umgeng- ust hann. Þau kölluðu hann ekki skírnarnafni heldur aðeins frænda í daglegu tali. Þetta heiti, sem hann einn átti sérstaklega — segir sína sögu. Og þó að ég viti ekki um sérstakan ættarskyldleika okkar Þorgríms, þá var hann mér eins og góður frændi, sem ég sakna mikið og stend í þakkarskuld við. Gengið er fallegt æviskeið sér- stæðs persónuleika og heiðurs- manns. Og yfir ævilokum hans var sami hugljúfi manndómsbragur- inn, sem einkenndi líf hans, að gjöra alltaf sitt besta — og að starfa að sönnum bjargræðisstörf- um meðan stætt var. I fögru haustveðri á hafinu út af Stöðvarfirði — þar sem Þorgrím- ur var einn í fiskiróðri við að draga línu á minni bátnum sínum — hætti hjarta hans skyndilega að starfa og ljúfur svefn tók við. Himinn Guðs og haf voru einu vottar að vistaskiptum náttúru- barnsins og drengskaparmannsins Þorgríms Vilbergssonar. Guð blessi okkur minningu hans. Björn Stefánsson. Þorgrímur Vilbergsson, Sætúni Stöðvarfirði lést mánudaginn 15. október 1979. Með Þorgrími er gengin einn stórbrotnasti persónuleiki þess litla samfélags sem spannar Stöðvarfjörð. Það verður ekki sagt um Þorgrím að hann hafi verið fyrir- ferðarmikill á nokkurn máta, hvorki að vallarsýn né til orðs og æðis. Engu að síður var það hverjum manni stórfengleg lífsreynsla að fá að starfa með og kynnast æðruleysi og dugnaði hans. Þorgrímur var af þeirri kynslóð sem upplifað hefur mestu breyt- ingar sem orðið hafa á lífsmáta og lífsskilyrðum þjóðarinnar, hann var næstélstur af tíu systkina hópi, sem ólust upp á þeim tíma þegar eigi flóði af borði allsnægt- anna. Það kom því snemma í hlut Þorgríms að leggja foreldrum sínum lið við að afla lífsviðurvær- is fyrir heimilið. Þeir sem þekkja til uppvaxtar- ára Þorgríms fullyrða að hann hafi lagt ómetanlegt búsílag til + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför: JÓNASAR ÞORBERGS GUOMUNDSSONAR frá Vilborgarstööum í Vestmannaeyjum, Eskihlíö 12 B, Reykjavík Ólafia I. Þorgilsdóttir Oddný Jónasdóttir, Gunnhallur Antonsson, Þorgils Jónasson, Vilborg Bjarnadóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega þeim fjölmörgu er sýndu okkur vináttu og hlýhug viö andlát og jaröarför sonar okkar, fööur og bróöur ÞORVALDAR WAAGFJÖRÐ, Holtsbúö 16, Garöabæ. Bertha og Jón Waagfjörö, Alda Ragna og Tómas, Már Jónsson, Halldór Waagfjörö, Kristinn Waagfjörö, Grímur Rúnar Waagfjörö, Þorsteínn Waagfjörö, Ásta Þorvaldsdóttir, Hjördís Sígmundsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Rósa María Waagfjörö. + Innllegar þakkir fyrir auösýnda samúö í oröi og verki viö andlát og jaröarför elskulegs eiginmanns, fööur, afa og langafa, SÉRA SVEINS ÖGMUNDSSONAR, fyrrverandi prófasts. Sérstaklega þökkum viö sóknarbörnum Kirkjuhvolsprestakalls höföingsskap og rausn. Dagbjört Gísladóttir Guörún Sveinsdóttir Arnór Sigurðsson Ásta Sveinsdóttir Magnús Sigurösson Eiöur Sveinsson Sigríöur Sæmundsdóttir Helga Sveinsdóttir Sigfinnur Sigurösson Guörún Gyöa Sveinsdóttir Guóbjörg Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. síns æskuheimilis, bæði foreldrum og systkinum til góða. Þeir sem horfa heim að Hval- nesbænum sunnan Stöðvarfjarðar undrast oft hvernig þar gátu lifað allt upp í þrjátíu og fimm manns, en tvíbýli var oftast á Hvalnesi. Vart mundi nokkrum manni detta í hug nú á tíð að setja sig niður aórfunni þar sem Hvalnesbærinn stendur, jafnvel þó vísar fram- færslutekjur væri að hafa í næsta nágrenni, hvað þá heldur til að lifa af lands og sjávar gæðum. Ef til vill hefur lífsmunstur þessa tíma hvað frekast mótað þann persónuleika sem genginn er með Þorgrími Vilbergssyni. Á uppvaxtarárum hans voru ekki kjúklingar og hamborgarlæri hversdagsmatur, heldur urðu menn að nýta það sem gafst. Hertur og saltaður fiskur, súrmat- ur, saltkjöt og fuglar var það sem fólkið lifði á, því varð Þorgrímur ungur skytta góð og harðfylginn sjósóknari. Stöðfirðingar fyrr og síðar geyma í minni sínu margar frásagnir sem tengjast starfi hans og lýsa dugnaði og elju. Þessar frásagnir eru ekki eftir Þorgrími hafðar, því það var ekki háttur hans að miklast af eigin verkum, nema síður væri. Þeir sem sjósókn stunduðu sam- tímis Þorgrími undruðust oft hvernig einn mannsheili gat svar- að til þeirra nýtísku siglingar- tækja sem nú eru í flestum bátum. í hálfa öld var Þorgrímur formað- ur á eigin bátum, fyrst á árabát- um og síðar á opnum vélbátum og var svo lánsamur að sigla fleyi sínu ávallt heilu í höfn framhjá margbrotnum hættum í ölduróti hafsins. Tungl, vindar, föll og þoka höfðu ekki truflandi áhrif á vitneskju hans um hvert skyldi halda þegar heim var sótt. Þorgrímur var mikill dýravinur og hafði ávallt kindur með sjó- sókninni. Má með sanni segja um þau störf að þar var ekki kastað til hendi frekar en annarsstaðar, enda bar vænleiki fjár hans glöggt vitni þar um. Við fráfall Þorgríms missa þeir mest sem næst honum stóðu því hann var af heilindum vinur vina sinna. Sama má segja um Stöð- firðinga alla, þeir virtu Þorgrím af verkunum og minnast hans með virðingu og þökk. Traustir skulu hornsteinar hárra sala. í kili skal kjörviður. Bóndi er bústólpi bú er landstólpi, þvi skal hann virður vel. (i.H.) Hafi Þorgrímur þökk fyrir veittar ánægju og samverustund- ir. Guð blessi minningu hans. B.K./G.G. ÞQR HF REYKJAVÍK ÁRMÚLA 11 [^32Siha\ Steypuhrærivélar fyrirliggjandi. fyrirbyggjandi aógerö unnin af fagmönnum! VIÐURKENNT SKOÐUNARKERFI. Vetrarskoðun Heklu byggist á hinu svokallaða V.A.G. kerfi sem er staðlað skoðunar- og viðhaldskerfi og notað á VW og Audi verkstæðum um allan heim. BIFREIÐIN SKOÐUÐ SEM HEILD. Bifreiðin er aldrei betri en veikasti hlekkur hennar. Því tekur markvisst V.A.G. kerfið mið af bílnum í heild í þeim tugum atriða sem yfirfarin eru. Þeim má skipta í þrjá megin flokka: 1. ALHLIÐA SKOÐUN t.d. stýris- og bremsukerfi, kveikju- og bensínkerfi. 2. STILLINGAR t.d. stilling á kveikju, ventlum og blöndungi með sérstöku tilliti til bensínsparnaðar. Ennfremur bremsu- og Ijósastillingar. 3. UPPHERSLA. Verð með söluskatti: Vinna kr. 25.149 Efniskostn. kr. 5.173-10.437 eftir tegund. Innifalið í efniskostn.: Platínur, kerti, ventlalokspakkningar. ís g Vekjum einnig athygli á þjónustu smurstöðva okkar, þar sem aðeins réttar loft- og olíusíur eru boðnar. Það tryggir öryggi og endingu vélarinnar. HEKLAHr Aðgengilegar festingar yfirfarnar. Laugavegi 170-172 Sími 21240 og 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.