Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 31 Björn hlutskarpast- ur á endasprettinum BJÖRN ÞORSTEINSSON varð efstur á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur 1979, eftir harða keppni í síðustu umferðunum við þá Stefán Briem og Sævar Bjarnason. Þetta hlýtur að hafa verið mjög kærkominn sigur fyrir Björn því að í fyrra varð hann af efsta sæti á mótinu með því að tapa fyrir Sævari í hreinni úrslitaskák í siðustu umferð. Litlu munaði reyndar að sagan endurtæki sig í ár, því að í níundu og tiundu umferð átti Björn einmitt í höggi við þá Stefán og Sævar. Birni tókst að leggja Stefán að velli á sannfærandi hátt i niundu umferð og síðan mættust þeir Sævar í tiundu umferð og lá þá fyrir að þar væri siðasti möguleikinn á því að stöðva Björn. Björn sem hafði svart fékk ágæta stöðu eftir byrjunina, en varð of bráður á sér og staðan snerist skyndilega við. Sævar tefldi hins vegar af óþarflega mikilli gætni i framhaldinu og Birni tókst að bjarga sér eftir að skákin fór í bið með mjög snjallri vðrn. Þessi sigur er enn ein fjöður í hatt Björns, en hann hefur eins og vafalaust flestum skákunn- endum er kunnugt unnið flesta þá titla sem upp á er boðið hérlendis, þ. á m. orðið skák- meistari íslands, nú síðast 1975. Björn hlýtur við þennan sigur sæmdarheitið skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 1979. Síðastliðinn vetur dvaldi Stef- án Briem erlendis við fram- haldsnám og hafa þar væntan- lega gefist fá tækifæri til skák- iðkunar því að í upphafi mótsins virtist hann í lítilli æfingu. í fyrstu umferð tapaði hann t.d. óvænt fyrir Þóri Ólafssyni og það tap reyndist dýrkeypt, jafn- vel þó að Stefáni hafi á tímabili tekist að vinna sex skákir í röð, sem er frábær árangur. Sævari Bjarnasyni tókst ekki að verja titil sinn frá því í fyrra, en má þó vel við þriðja sætið una, því að hann var mjög ófarsæll í biðskákum sínum. Hann átti t.d. mun betri biðstöð- ur gegn báðum Björnunum, en hlaut aðeins hálfan vinning úr þeim tveim skákum. Svipað má segja um frammistöðu Ásgeirs Þórs Árnasonar, Reykjavíkur- meistara. Hann féll t.d. á tíma með unnið tafl gegn Þóri Ólafs- syni. Kópavogsbúarnir Björn Sigurjónsson og Þorsteinn Þor- steinsson mega vel við sinn hlut una, en árangur þeirra hefði þó getað orðið enn betri þar sem þeir töpuðu báðir óvænt fyrir Björn Þorsteinsson, skákmeist- ari T.R. 1979. Braga Björnssyni í síðustu um- ferðunum. Um frammistöðu annarra keppenda í A flokki vísast til meðfylgjandi töflu, en eins og kemur fram á töflunni voru jafntefli mjög fátíð í A flokknum að þessu sinni. Er ekki nema gott eitt um það að segja, enda voru samankomnir í A flokknum að þessu sinni óvenju margir sóknarskákmenn. Keppnin var líka með afbrigðum skemmtileg þegar líða tók að lokum mótsins, sérstaklega minnist ég áður- nefndrar skákar þeirra Björns Þorsteinssonar og Sævars, sem átti athygli áhorfenda óskipta síðastliðinn sunnudag. Úrslit í öðrum flokkum urðu þessi: B flokkur: 1. Róbert Harðarson 8‘/2 v. af 10 mögulegum. 2. Björn Árnason 8 v. 3. Helgi Samúelsson 7% v. 4. Ágúst Karlsson 6 v. 5. Jón Úlfljótsson 5 v. C flokkur: 1. Eiríkur Björnsson 8 v. af 10 mögulegum. 2. Hrafn Loftsson Txk v. 3. Einar Þorgrímsson 6XA v. 4—5. Jónas H. Jónsson og Egill Sigurðsson 5 'A v. í D flokki tefldu 32 þátttak- endur 11 umferðir eftir Monrad kerfi. Úrslit urðu þessi: 1. Birgir Örn Steingrímsson 9 v. af 11 mögulegum. 2. Áslaug Kristinsdóttir 8% v. 3.-4. Jón Árni Halldórsson og Lárus Jó- hannesson 8 v. Unglingaflokkur: 1.—2. Lárus Jóhannesson og Arnór Björnsson S'k v. af 9 mögulegum. 3. Jónas G. Frið- þjófsson 6 v. Við skulum nú líta á hina margumtöluðu viðureign þeirra Björns og Sævars úr tíundu umferð. Þessi staða kom upp eftir 26. leik hvíts: Svart: Björn Þorsteinsson 26.... b5? (Svartur hafði byggt upp ágæta stöðu og ekkert lá á. Sterklega kom t.d. til greina að leika 26. ... Hhb8 og síðan a6 og b5 með þeirri hugmynd að drepa aftur með peði á b5). 27. cxb5 - Dxb5+, 28. Kal - c4? HáÚiTMST TR mc, i 3 H 5 í 7 r Pj -i IC // u ✓//V.V. 1. Björn þorsttinsscn,T.R. W'r 1 4 0 4 1 / 1 / 1 / 1 2. StzfÁn 'Br<€r>i,TR. O W/ 4 1 1 1 0 1 l 1 / 1 34 3. daevar Ujarnascn.T. R. 4 4. 4 O 4 / 1 I 1 / 1 8 H sqeir Arna.icn.TR. 1 O 4 G 1 c '4 l 1 / 1 1 .5" Bj'onh $iJurjcnsSOn,TK '4 O 1 1 É 0 / / c c / 1 (oh (j þc"'jteiV)rt Þorjtei,TK O 0 4 G 1 1 4 1 c / 1 é 3 kó'ir Óla-fsscn,TR. C 1 O I O 0 m C 1 1 c 1 4 $ Túl'.US Fri£jór)SSGn,T^N- G c G 4 0 4 i 1 c 1 1 1 5 9. ÞenedAt Tánauc.n,T R. O 0 O C 1 G /-\ Ll É 4 1 0 .34 10. Smqi Bjornsson, T- R. G o O G I 1 ö U u ÉH c 1 34 // Gu&nuncJur AqústssonJR G 0 o G 0 C / 0 0 i m 1 3 12. Tóhann b Tomsson, T.Q O ö 0 G 0 ö 0 ö 1 0 0 m 1 (Önnur mistök, sem leggja hvítum öll vopn upp í hendurnar. Úr því sem komið var var 28. ... Hhb8 nauðsynlegt og staðan er að öllum líkindum í jafnvægi). 29. Re2 - Rd3, 30. Hbl - Da5, 31. Rcl! (Hvítur undirbýr sókn að svarta peðinu á c4). Rxcl, 32. Hhxcl - Hhb8, 33. Hb4! (Sá fyrri af tveimur óvæntum leikjum sem tryggja hvítum vinningsstöðu). Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON Hxb4, 34. cxb4 — Dxb4, 35. Hbl! — Da5, 36. Dxc4+ — kd8, 37. Dc6 — Hc8, 38. Dxd6+ — Ke8, 39. Db4? (Umskiptin hafa verið svo snögg að hvítur sem stendur nú uppi með gjörunnið tafl virðist ekki gera sér fyllilega grein fyrir yfirburðum sínum. Eins og margir áhorfendur sáu, vinnur 39. De6+ — Re7, 40. Bcl! sam- stundis. Endataflið sem nú kem- ur upp, er þó vissulega unnið fyrir hvít, en hins vegar eru tæknilegir örðugleikar nokkrir eins og kemur í ljós). Dxb4, 40. Hxb4 - Hc3, 41. Hb3 - Hc2, 42. Hb2 - Hc3, 43. Bd2? (Það er greinilegt að hvítur hefur talið sig geta unnið skák- ina án þess að hætta neinu. 43. Bxa7! leiddi strax til vinnings eftir t.d. 43. ... Hc2, 44. Hb7 - Hxg2, 45. a4 eða 45. d5). Hd3, 44. Kbl - Rf4, 45. Bxf4? (Þessi uppskipti eru byggð á röngu mati á stöðunni sem kemur upp eftir 56. leik svarts. Rétt var því 45. Kc2! og vinning- ur er án efa enn fyrir hendi). exf4! 46. Kcl - He3, 47. Hb8+ - Ke8, 48. Hb7+ - Ke8, 49. Hxa7 — He2, 50. a4 — Hxg2, 51. a5 - g4!, 52. hxg4 - h3, 53. Hh7 - h2. 54. a6 - Ha2 (En auðvitað ekki 54.... Hgl+, 55. Kb2 - hl=D, 56. Hxhl - Hxhl, 57. a7). 55. a7 - IIxa7, 56. Hxh2 - Ha3, 57. HÍ2 (Eftir á var talið að hvítur gæti unnið hér með 57. g5, en svo er þó ekki, því að eftir 57. ... fxg5, 58. Hg2 - Hxf3, 59. Hxg5 — He3 er komin upp þekkt jafnteflisstaða, því að hvíti kóngurinn nær ekki að koma peðunum til hjálpar). Ke7, 58. Kdl - He3, 59. Kd2 - Kd6,60. Kc2 - Ke7,61. Kdl - Kd6. 62. Kd2 - Ke5? (Rétt var 62. ... Ke7, sjá skýringu við 64. leik hvíts). 63. Hfl - Kd6, 64. Hal? (Hvítur á hér furðulega vinn- ingsleið: 64. Hel! — Hxf3, 65. g5! — fxg5, 66. e5+! og nú: 1) 66. ... Kxd5, 67. e6 - Ha3, 68. e7 - Ha2+ 69. Kc3 - ha3+, 70. Kb2! - Ha8, 71. e8=D - Hxe8, 72. Hxe8 — f3, 73. Kc2 og vinnur. b) 66.... Ke7, 67. e6 - Ha3, 68. d6+ - Ke8, 69. Hhl o.s.frv.). Hxf3, 65. Ha6+ - Ke7,66. Ha7+ - Ke8, 67. d6 - He3, 68. He7+ - Kd8, 69. e5 (Bezti möguleikinn hér var 69. He6, en svartur heldur sínu með 69.... Kd7, 70. Hxf6 - Hxe4, 71. Kd3 - He5!) fxe5, 70. g5 - Hg3, 71. Hxe5 - Kd7, 72. Hd5 - He3, 73. Hf5 - Hg3, 74. Hxf4 — Hxg5. Jafn- tefli. NÝ SIGUNGALEIÐ BÆTT ÞJÓNUSTA Viö höfum hafið reglubundnar siglingar á nýrri flutningaleið. 14 daga fastaferðir allan ársins hring milli Larvikur. Gautaborgar, Kaup- mannahafnar og islands. Flutt verður stykkjavara, gámar, kæli- og frystivara. Umboðsmenn okkar á hinni nyju siglingaleið eru: Larvik: P A. Johannessens Eftf Storgaten 50 3251 LARVIK Cable: 'SHIPSN" Telex: 21522 Phone: (034) 85 667 Gautaborg Borlind. Bersén & Co. P.O Box 12113 Kaj 51 S-402 42 Göteborg 12 Cable: Borlinds Telex 2341 Phone: 031/24 3422 Kaupmannahofn: Allfreight Ltd 35, Amaliegade DK-1256 Copenhagen K Cable: Alfragt Telex: 19901 b Alckh Phone:(01) 111214 Að sjálfsögðu bjóðum við áfram reglubundnar ferðir frá eftirtöldum stöðum: Helsinki, Svendborg, Hamborg, Rotterdam. Antwerpen og Goole auk Halifax i Kanada og Gloucester i Bandarikjunum. Komið. hringið, skrifið — við veitum allar nanari upplýsmgar fljott og örugglega SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 Gautaborg f r SVIÞJOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.