Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979
10
fyrir rétt
í Prag
eftir MARK FRAUKLAND
Plató kominn á lista yfir
tékkneska andófsmenn!
FYRR í þessum mánuði var
tékkneski heimspekingurinn Jul-
ius Tomin látinn laus af geð-
veikrahæli í Norður-Bæheimi
aðeins þremur dögum eftir að
lögreglan flutti hann þangað.
Að áliti stjórnvalda í Tékkó-
slóvakíu hefur dr. Tomin unnið
það til saka, að hann þráast við að
hætta heimspekistörfum, enda
þótt hann hafi verið sviptur
leyfi til að kenna í háskóla.
Hann sér sér farborða með því að
vera næturvörður við dýragarð-
inn í Prag, en heima hjá sér
heldur hann tvenns konar fyrir-
lestra í fræðigrein sinni, annars
vegar um forna heimspeki og
hins vegar um „Meginreglur
Berkeley biskups". Vesturlanda-
maður nokkur sem nýlega var á
ferðinni í Prag, tók með sér 8
eintök af fyrirlestrum Tomins.
Tomin er einn á báti. Að vísu
undirritaði hann Mannréttinda-
yfirlýsingu ’77, sem andófsmenn í
landinu gengust fyrir og fyrir
bragðið var hann sviptur leyfi
til kennslu. Zdena, eiginkona
hans, er talsmaður Mannréttinda-
yfirlýsingarinnar. En Julius
Tomin fer fram á það eitt að fá
að vera frjáls. Við lögregluyfir-
heyrslur var hann af því spurður,
hverju hann héldi að hann gæti
áorkað til þess að breyta þjóð-
félagskerfinu einn síns liðs og
svaraði hann þá á þá lund, að
hann ætlaði sér ekki að breyta
því. Hann vildi bara fá að lifa,
vinna og hugsa eins og frjáls
maður.
Heimspekingur frá Oxford,
sem hlýddi á fyrirlestra Tomins
fyrr á þessu ári, hefur bent á,
hversu hjákátlegt það er, að
Tomin og nemendur hans skuli
þurfa að taka einhverja áhættu
með því að lesa Plató, heimspek-
ing, sem boðaði alræði, og Berk-
eley, en hann hefur aldrei sagt
eitt orð, sem máli skiptir um
stjórnmál eða siðfræði né nokkuð
skaðsamlegt í víðasta skilningi
þess orðs.
En yfirvöldum í Tékkósló-
vakíu finnst slíkt og þvílíkt á
engan hátt hjákátlegt, ella hefðu
þau ekki látið handtaka annan
stuðningsmann Mannréttinda-
yfirlýsingar ’77, Rudolf Battek.
Hann var handtekinn fyrr í þess-
um mánuði úti á götu í Prag, og
ein ástæðan fyrir því var sú, að
hann var með nokkur eintök af
tímariti vestur-þýskra sósíal-
demókrata, en sjálfur er Battek
gamall sósíaldemókrati.
„Gerræðisleg
athöfn“
Aðeins nokkrum dögum áð-
ur hafði sovézki stjórnmálaleið-
toginn Leonid Brezhnev tekið á
móti alþjóðlegri sendinefnd sósí-
aldemókrata. Ástæðan var sú,
að hann vildi fá þá til að snúast
gegn smíði nýrra kjarnavopna í
Vestur-Evrópu. Og nú vaknar sú
spurning, hvort öryggisyfir-
völd í Tékkóslóvakíu lumi á
einhverri vitneskju um sósíal-
demókrata, sem kæmi sér vel
fyrir Brezhnev.
Sósíaldemókratar í Evrópu
brugðust skjótt við til andmæla.
Willy Brandt, leiðtogi Sósíaldemó-
krataflokksins í Vestur-Þýska-
landi, lýsti yfir því, að hand-
taka Batteks væri gerræðisleg
athöfn sem bæri vott um pólitísk-
an veikleika. Bryti hún í bága við
slökunarstefnuna og yfirlýs-
ingar þær, sem Gustav Husak,
forseti landsins hefði gefið í Bonn
í ársbyrjun.
Battek var látinn laus, en
tékkneski leikritahöfundurinn
Pavel Kohout var dæmdur í út-
legð, m.a. vegna þess að hann
stóð í sambandi við sósíal-
kraftur
öryggi - ending
FYRIR ALLA FLUTNINGABÍLA OG ÞUNGAVINNUVELAR
Caterplllar rafgeymar eru sérstaklega
hannaðir til að þola mismunandi hitastig,
holótta og slæma vegi og mikinn titring eða
högg er skapast við vinnu þungavinnuvéla.
Hafðu samband við Véladeildina og kynntu
þér nánar verð og gæði Caterpillar raf-
geyma.
Með Caterpillar rafgeymi í flutningabílnum
eöa þungavinnuvélinni getur þú setið við
stjórnvölinn og verið algerlega áhyggjulaus
út af rafmagnsmálum.
GjterpiHar, Cat, og (B eru skrásett vörumerki
Laugavegi 170-172, — Sími 21240
ÞAK sumarhús
Notið tækifæriö og fjárfestið í hinum geysivinsælu
ÞAK sumarhúsum á hinu hagkvæma haustverði
°ka ÞAK HF.
Sími 53473, heimasími 72019.
ORNUNARFRÆÐS
STJÓRNUN I
Stjórnunarfélag íslands efnir
til námskeiðs um Stjórnun I í
fundasal félagsins, Síðumúla
23. Námskeiðið verður haldiö
dagana 24. og 25. október kl.
13.30—19, samtals 11 klst.
Fjallað verður um, hvað stjórnun er og
hlutverk hennar, um stjórnarsviðið og
setningu markmiöa og um stjórnun og
skipulag fyrirtækja. Námskeiöið gefur
innsýn í stjórnunarvandamálin. Því er
einkum ætlað aö auka möguleika þátt-
takenda á að Ifta á viðfangsefnin á
einstökum sviðum, t.d. fjármálasviöi,
sölusviöi og framleiðslusviði stjórnand-
ans.
Skráning þátttakenda og nánari upþlýs-
ingar á skrifstofu félagsins, sími 82930.
Hringiö og óskiö eftir aö fá senda
Stjórnunarfræðsluna, kynningarrit um
námskeið félagsins.
Leiðbeinandur:
Hans Kristján
Árnason, rekstrar-
hagfræðingur.
Stefán
Friöfinnsson,
rekstrar-
hagfræöingur.
stjórnunarfélag (sl.