Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979
15
Ofsótt: Rudolf Battek meö eiginkonu sinni (til hægri) og andófskonunni Ottu
Bednarovu, sem bíöur réttarhaldanna í einum kaldasta klefa fangelsisins, sem
sakborningarnir tíu eru geymdir í. En þótt hún sé sjúk, hefur henni bæöi verið
neitaö um lyf og hlýjan fatnaö.
demokrata í Tékkóslóvakíu.
Framangreind atriði ættu að
varpa ljósi á hugarástand valda-
manna í Prag, a.m.k. sumra
þeirra, sem eru potturinn og
pannan í undirbúningi réttar-
halda, sem eiga að hefjast í Prag
22. okt. n.k. og kynnu að reynast
ein sögulegustu réttarhöldin yfir
andófsmönnum sem efnt hefur
verið til í Austur-Evrópu.
Hinir 10 ákærðu voru allir
handteknir í maí sl. og var þeim
gefið að sök að hafa reynt að grafa
undan ríkinu. Allir eru þeir
meðlimir í nefnd til varnar
þeim, sem lögsóttir hafa verið
fyrir rangar sakir, en nefndin er
eins konar afsprengi Mannrétt-
indayfirlýsingar ’77. Einn
hinna ákærðu, Jiri Dienstieber,
hefur skrifað ýmsar athugasemd-
ir, sem tekist hefur að smygla
útúr Ruzyne-fangelsinu í Prag.
í þessum skrifum kemur fram,
að lögreglan í Tékkóslóvakíu hefur
lagt á sig gríðarlegt erfiði og
fyrirhöfn til þess að draga að
sér sönnunargögn gegn þinum 10
ákærðu.
Ekkert smáræðis
ákæruplagg
Að því er Dienstieber skrifar
hefur lögreglan safnað saman 28
bindum af yfirlýsingum vitna. Þá
hefur lögreglunni tekist að afla
upplýsinga um nálega alla
starfsemi nefndarinnar einkum
vegna þess að nefndarmönnum
láðist áð eyðileggja plögg og
upptökur. Hann telur, að e.t.v.
einn hinna ákærðu hafi látið
bugast við yfirheyrslurnar. Hins
vegar segir hann, að sex þeirra
hafi neitað að bera vitni.
Hann segir, að aðstæðurnar í
fangelsinu séu nokkurn veginn
viðunandi. „Maturinn er stundum
þolanlegur en stundum ógeðsleg-
ur.“ Föhgunum er leyft að
faraút undir bert loft einu sinni
á dag, og þeir mega fá einn pakka
á mánuði.
En samkvæmt upplýsingum,
sem borist hafa síðan, er Otta
Bednarova blaðamaður við mjög
slæma heilsu. Þegar hún var
handtekin átti hún við ýmiss
konar veikindi að stríða, þar á
meðal þráláta lifrarbólgu. Hún er
í einum kaldasta klefa fangelsis-
ins, og beiðni hennar um hlý
föt og meðul hefur verið synjað.
Akveðið hafði verið að rétt-
arhöldin yfir nefndarmönnunum
10 færu fram í júlí s.l. Ein
ástæðan fyrir því, að þeim var ■
frestað, er hugsanlega sú, að
ríkisstjórnir ýmissa annarra
Austur-Evrópuríkja hafa gagn- •
rýnt hinar linnulausu ofsóknir
yfirvalda í Tékkóslóvakíu á
hendur andófsmönnum. Gagn-
rýni þessi hefur að vísu ekki verið
sett fram opinberlega. Það er
aðeins hægt að geta sér til um
afstöðu Rússa. Um þessar mund-
ir eru þeir að reyna að fullvissa
Vestur-Evrópuríki um það, að
slökunarstefnan muni hrífa og
nýr vígbúnaður sé óþarfur. Þess
vegna virðast yfirvöld í Tékkósló-
vakíu ekki fylgja réttum takti að
þessu sinni.
99 Kyniiii að reynast ein sögulegustu réttarhöldin yfir
andófsmönnum sem efnt hefnr verið til í Austur-Evrópu 99
Teppa-og
husgagnasýning
í dag frá 1—6
Litaver — Borgarhúsgögn
Hreyfilshúsinu Grensásvegi
LÖKK Á BÍLINM
BÍLAEIGENDUR, BÍLAMÁLARAR
PARF AD BLETTA EÐA SPRAUTA BÍLINN ?
Dupont lökkin LUCITE og IMLAR eru
gæðavara, margreynd og henta
íslenskum staðháttum.
Gefið okkur upp bílategund, árgerð
og litanúmer. Við afgreiðum litinn
með stuttum fyrirvara.
í Dupont blöndunarkerfinu eru 7000
litaafbrigði möguleg.
Öll undirefni svo sem grunnar, þynn-
ar og sparsl fást einnig hjá okkur.
Síöumúli 32. Sími 38000
INILAR*
LUCITE
Samhjálparsamkoma
veröur í
Kirkju krossins
Hafnargötu 84
í dag kl. 14.00.
Mikill söngur,
margir vitnisburðir.
ALLIR VELKOMNIR
...
Amerísku lúxus gólfteppin er
flæða yfir Evrópu.
Hvers vegna?
• Heatset Jínka Ultrabright nylon er nýtt gerfiefni er
valdið hefur byltingu-. Það gefur mýkt ullarinnar en
styrkleika og endingu er varir.
• Hin silkimjúka skýaða áferð gefur teppúnum sér-
cstaklega aðla^andi útlit.
• Scotchgard meðferð efnisins gefur mótstöðu gegn
ótrúl.egustu .óhreinindum og eykur um leið lífdaga
þess. Þrif er sem leikur einn.
• Heatset Enka Ultrabright nylon gólfteppin eru öll
algjörlegaafrafmögnuð.
• Heatset Enka Ultrabright nylon gólfteppin eru fá-
anleg með Pólyurethane botni er ekki hleypur í
vatni, ekki morknar og molnar og ekki festist við
gólfið. Nýjung sem aðrir munu taka sér til eftir-
breytni.
PARMA BYGGINGARVÖRUR HF
HELLISGÖTU 16 HAFNARFIRÐI SÍMI 53140