Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 19 BrinvrúnRögmxddsr dóttir— Fædd 25. febrúar 1975 Dáin 11. október 1979. Lífið er oft miskunnarlaust. Litil stúlka leggur sig til hvílu við hlið móður sinnar, sem ann henni meir en orð fá lýst. Langur og strangur vinnudagur er að baki. Eldur kemur upp í húsi þeirra og Brimrún iitla deyr af völdum reykeitrunar. Það er ávallt jafn- erfitt að horfast í augu við ótíma- bæran dauða, sérstaklega þegar barn á í hlut, sem virtist hafa ríkan hæfileika til að lifa lífinu, njóta gleði, vera óhrædd, sýna blíðu og ástúð. En þannig var Brimrún. Ég kynntist Brimrúnu á dag- heimili Kleppsspítala, en móðir hennar vann þar við hjúkrunar- Minning störf. Ég hafði áður veitt þeim mæðgum athygli á götum mið- borgar Reykjavíkur, vegna þeirrar umhyggju og ástúðar, sem móðir- in sýndi þessari litlu telpu. Ég veitti því einnig athygli á dagh- eimili Kleppsspítala að móðir hennar hafði farið fram á það við fóstrur dagheimilisins, að telpan fengi að hvíla sig seinni hluta dags, til þess að þær mæðgur gætu frekar notið samvista að loknum vinnudegi, þegar heim var komið. Brimrún var með frjálslegustu og fjörugstu börnum dagheimilisins og hefur hennar verið sárt saknað af öllum félögum hennar og öðrum fullorðnum, sem kynntust henni. Brimrún var sem lítil ævintýradís, sem varpaði geislum yfir líf okkar. Þrátt fyrir stutt kynni lifir minn- ing hennar meðal okkar og megi minningin um hana gefa móður hennar og eldri bróður þrek til að standa þá þungu raun að hafa misst svo mikið. Helga Hannesdóttir Höfundur Gamaldags kómediu, rússneski rithöfundurinn Aleksei Arbuzov, var viðstaddur frumsýningu á verki sinu i Þjóðleikhúsinu í gær. Hér má sjá Arbuzov og konu hans ásamt ívari Helgasyni skrifstofustjóra Þjóðleikhússins og Sveini Einarssyni Þjóðleikhús- stjóra. Myndin var tekin i skrifstofu Þjóðleikhússins i gærmorgun. TOPPURINN FRÁ DANMÖRKU Bang&Olufsen a/s betta eru toekin, sem prýda listasöfn og heimili umallan heim! Gœdin eru adalsmerki B&O og löngu heimskunn TOPPURINN FRÁ FINNLANDI Þetta eru vinsœlu tœkin frá Fimlandi Gœd~ og verderu mjög hagstœd: Finnskur fyrir- myndar frágangur! TOPPURINN FRA ÞÝZKALAND! Þýzkt hugvit og handverk sameinast hvergi betur en í NORDMENDE Versliðísérverslun með LITASJÓNVÖRPogHUÓMTÆKI Xiapdtei 29800 OjÚOIN Skiphotti19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.