Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 1. grein Hrútur/hrútur 20. marz — 20. apríl Kvenhrúturinn er bæði sjálfstæður, kænn og snjallur, en karlhrúturinn er þó henni fremri — að eigin dómi. Og hann krefst viðurkenningar á því. Frá augna- blikinu, að leiðir þeirra liggja saman upphefst því baráttan, sem umfram allt snýst um að hann sýni að hann sé henni ofjarl. Hann ákveður snemma í leiknum, að þetta skuli henni lærast, ella sé hann farinn. Milli þessara tveggja mun því verða mikill hávaði á stundum, ærsl, grátur og gnístran tanna áður en jöfnuður næst og kyrrð kemst aldrei fullkomlega á. Þrátt fyrir yfirlýsingar hrútskonu um sjálfstæði hefur hún afar ríka þörf fyrir verndun og þá vernd sækir hún til hans. Hún hefur gaman af að gæla við þær hugmyndir að innst inni sé hún bæði ljúf og væn og hún vill að makinn sé sterkur. Honum er eins gott að uppfylla þessa þörf vilji hann ekki sitja uppi með angraða og neikvæða konu. Hrútskonan hefur einnig löngun til að henni sé sýndur skilningur sem kynveru og þessi tvískinnungur sem er meiri hjá konunni í þessu merki en karlinum, getur oft reynzt honum býsna erfiður, þar sem hann hefur mesta til- hneigingu til að láta sem flest snúast um sjálfan sig. Að mörgu leyti gæti virzt svo sem þessir tveir einstaklingar ættu það eitt verulega sameiginlegt að passa oft undur vel saman líkamlega, því að það skiptir hrút verulegu máli. En einnig í því getur og brugðið til beggja vona, vegna þess að bæði eru svo upptekin af sjálfu sér. En hrútsfólk er greint og gætt næmi. Hrútskonan hefur oft lag á því að leyfa hrútnum sínum að trúa því að hún geri sér alls ekki grein fyrir hans viðkvæmari hliðum og virði hún löngun hans til að vera harðskeyttur og töff getur býsna vel tekizt til. Þetta samband getur lánazt og hvorugt þarf að fórna hugrekki, frumkvæði né sjálfstæði. Það tekur þau hins vegar oft býsna langan tíma að finna meðalveginn. Hrútur/naut 20. marz — 20. apríl / 20. april — 21. maí Astarævintýri þessara merkja er nokk- ur upplifun, ekki hvað sízt fyrir hrútinn. Hrúturinn er sannfærður um að honum sé í lófa lagið að fá þennan vinsamlega aðila sem nautið er, til að lúta vilja sínum. Það er fullkominn misskilningur og eins gott að hrúturinn geri sér grein fyrir því fyrr en síðar. Hrútnum hefur jafnan verið svo lýst, að hann sé ákveðinn og fastur fyrir. Nautið er aftur á móti þrjózkast allra í stjörnuhringnum. Á þessu er eðlismunur, sem hvorugt skilur alls kostar. Hrúturinn kemst langtum lengra í samskiptum sínum við nautið með því að brosa og vera vingjarnlegt en ýta á með offorsi. Mikil- vægt er því að átta sig á þessu. Trúlegt er að í brýnu geti slegið millum þeirra meðal annars út af peningamálum, því að nautið er þekkt fyrir aðhaldssemi í peningamál- um. Trúlegt er einnig að þörf hrúts fyrir spennu og stígandi fari óþyrmilega í taugarnar á nautinu, sem er í eðli sínu friðsamt og jarðbundið og á erfitt með að skilja skynditilfinningaupphlaup hrúts. Nautið á því erfitt með að uppfylla tilfinningakröfur hrútsins og það er ljóður á mörgum nautum yfirleitt hversu tak- markaðan skilning þau hafa á tilfinning- um annars fólks, sem ekki eru beinlínis lagðar á borðið fyrir framan það, en hins vegar á nautið ekki í neinum vandræðum með að uppfylla líkamlegar þarfir hrúts- ins. Hrúturinn krefst ákveðins frelsis — stundum óeðlilega mikils miðað við hvað hann vill gefa á móti. Naut er ekki afbrýðisamt út í maka sinn nema raun- verulegt tilefni gefist — og það gefst vissulega. Nautið er hins vegar drottnun- argjarnt og ráskar stöðugt með þá sem nærri honum eru. Hrúturinn er hins vegar afbrýðissamur og stundum að ósekju því að ekta naut er í eðli sínu trútt. Nautið er þrjózkt og þvert en samt getur það í samskiptum við hrútinn sýnt aðdáunar- vert umburðarlyndi þó svo að það skilji hann ekki alltaf. En auðvitað má ofgera öllum, meira að segja nauti, þessari hæglætisveru. Fari hrútur rétt að í samskiptum við naut getur hann fengið það til að gera nánast hvað sem er. Barátta milli þessara einstaklinga er allt öðruvísi en milli hrúta innbyrðis vegna þess að þar er meira kapp i spilinu. Barátta hrúts og nauts getur snúist upp í meiri alvöru vegna þess að tilfinningalíf þeirra er svo ólíkt og fer í fáu saman. Þó að nautið sé hagsýnt í hverjum hlut er þó ekki svo að skilja að það sé gersneytt rómantík. Langt í frá. Hins vegar er ekki trúlegt að hrútur sé heppilegastur til að örva þær kenndir hjá því. Hrútur/tvíburi 21. marz — 20. apríl / 21. maí — 21. júní Að mörgu leyti er þetta afar hagstætt samband og hægt að spá því ýmsu góðu. Hrútur og tvíburi deila með sér mörgum sams konar áhugamálum, báðir haldnir ákveðinni hugsjónastefnu innan í sér. Þeir hafa tiltölulega lítinn hug á að sanka að sér peningum og völdum — auðvitað er hrúturinn að vísu þurfi fyrir völd, en hann viðurkennir það ekki og tvíburinn virðir þann feluleik oftast nær — og nokkurt áhugaleysi í samskiptum við annað fólk kann að vera ástæðan fyrir því að tilfinningalíf þeirra og orka sameinast á mörgum snertipunktum. Fátt heldur áhuga þeirra til lengdar. Stöðug tilbreytni og síbreytni er drjúgur þáttur í að viðhalda jákvæðri spennu milli einstakl- inga í þessum merkjum. Að upplagi eru bæði hrútar og tvíburar ærlegt fólk — og hrútarnir þó meira — en þessir aðilar báðir geta blekkt sig svo að það þurrkast stundum út hvar heiðarleik- inn endar og sjálfsblekkingin tekur við. Kannski er það sakleysið í þeim eða fávísin sem fyrirfinnst í báðum, því að sjaldan er meiningin að blekkja nokkurn. Hér hefur reyndar verið talað um tvo aðila en öllu nær væri að nefna þrjá, því að sannir tvíburar eru um margt tvær persónur. Tvíburinn er persónan sem hann er og persónan sem hann vill vera. Og bætist nú inn í þetta kröftugur persónu- leiki hrútsins verður þröngt á þingi. Tvíburar eru oft ákveðnir að upplagi en á annan hátt en hrúturinn. Tvíbura er hugleikið að telja fólk á sitt mál og fórnar stundum töluverðu af sjálfum sér til að ná árangri í því. Hrúturinn býsnast stundum innra með sér yfir því hversu rök tvíbura eru einfeldnisleg og barnaleg — hann veit nefnilega betur og ýfirleitt er hrútur bæði rökfastari og raunsærri en tvíburi. En honum er nokkuð skemmt og fyrirgefur tvíburanum meira en mörgum, vegna þess hve einlægur hann er. Hrúturinn hefur sterka tilhneigingu til að hafa yfirhöndina og tvíburinn ýtir undir það. Það finnst hrútnum hugnanlegt. Tvíburinn er ekki jafn grænn og hrúturinn heldur. En hann lætur það gott heita. Á þessu byggist samband þeirra og framvinda. Hrútur/krabbi 20. marz — 20. april / 21. júní — 22. júlí Krabbar er taugaþanið fólk og gjarnt til geðshræringa. Hrúturinn og allur hans skyldi eiga sam- leið með hverjum? Sú vera fyrirfinnst varla sem ekki hefur nokkuð gaman af því að lesa um stjörnuspádóma, úttekt á hverju merki og þar fram eftir götunum. Hvort sem menn taka þetta nú sem skemmtilegt grín eða í meiri alvöru. Linda Goodman, bandarískur sérfræðingur í stjörnumerkjum, sendi nýlega frá sér mikla bók, þar sem fjallað er einvörðungu um samskipti fólks eftir merkjum, og þó aðallega í ástarsamböndum. An efa vekur efnið forvitni lesenda — líka þeirra sem viðurkenna ekki að þeir hafi áhuga á efninu. Hér kemur fyrsta greinin sem er unnin upp úr bók Lindu Goodman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.