Morgunblaðið - 23.10.1979, Síða 1
233. tbl. 66. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Þýzk sameining
baráttumál Hua
Honn. 22. okt. AP
HUA Kuo-feng forsætisráðherra
hvatti í dag til sameiningar Þýzka-
lands og skoraði á „friðelskandi
þjóðir“ að sameinast gegn „yfir-
drottnunarstefnu“. það er Sovét-
rikjunum.
Hann hrósaði líka Vestur-Evrópu
fyrir að gegna auknu hlutverki í
heimsmálunum í veizluræðu að
loknum fyrsta viðræðudeginum
með vestur-þýzkum leiðtogum.
Hann varaði við „tilhneigingu til
aukinnar ókyrrðar og spennu“
hvarvetna í heiminum og sagði
Vestur-Þjóðverjum að þeir og
Kínverjar stæðu andspænis „sam-
eiginlegu verkefni", það er að varð-
veita heimsfriðinn og berjast gegn
árás og stríði.
Ræða Hua hafði að geyma færri
árásir á Rússa en ræða sem hann
flutti í París fyrir réttri viku þegar
fjögurra landa ferð hans hófst.
Vestur-þýzkir embættismenn, sem
telja sambandið við Moskvu mikil-
vægt, höfðu vonað að hann forðaðist
að snúa heimsókninni upp í kross-
ferð gegn Rússum.
Brezk stjórn í
Rhódesíu boðuð
Londun. 22. uktóber. Rrutrr.
BRETAR kunngerðu i dag fyrirætlanir um að senda landstjúra til
Zimbabwe Rhódesíu til að stjórna landinu um nokkurt skeið meðan
hrundið verður í framkvæmd friðaráætlun scm leiðir til nýrra kosninga og
löglegs sjálfstæðis.
Áætlunin er háð samkomuiagi á Rhódesíu-ráðstefnunni og ef hún verður
að veruleika fær brezka krúnan fyrsta landstjóra í landinu síðan 11.
nóvember 1965.
En víst er talið að tillögurnar
mæti harðri andstöðu allra deiluað-
ila. Jafnvel áður en viðræður hófust
í dag gekk Abel Muzorewa biskup á
fund brezka utanríkisráðherrans,
Carrington lávarðar, og lagðist gegn
fyrirætlunum Breta um að leysa upp
stjórn hans og þingið til að láta
landstjóra stýra landinu.
Jafnframt mótmælti Joshua
Nkomo brezkum ákvæðum um
tveggja mánaða brezka stjórn, en
skæruliðar vilja sex mánaða umþótt-
unatima fram að kosningum, og gaf
til kynna að hann væri mótfallinn
svo víðtækum völdum Breta í land-
inu.
Samkvæmt áætlun Breta verða
yfirmenn öryggissveita Rhódesíu
ábyrgir gagnvart brezka landstjór-
anum og hann mundi taka við
yfirstjórn lögreglunnar til að halda
uppi lögum og reglu.
Tilvonandi landstjóri verður
líklega skipaður fljótlega. Vísað er á
bug útbreiddum bollaleggingum
blaða um að hann verði Harlech
lávarður, fyrrverandi sendiherra í
Washington.
Helmut Schmidt kanzlari tekur á móti Hua Kuo-feng fyrir utan embættisbústað sinn i Bonn.
Litlum breytingum
er spáð í Danmörku
Frá fréttaritara Morgunblaðsins
í Kaupmannahöfn í gær.
„JAFNAÐARMENN fara í stjórn-
arandstöðu ef þeir tapa fleiri en
tveimur þingsætum í kosningunum
á morgun,“ sagði varaformaður
flokksins, Kjeld Oiesen, á fundi
með erlendum fréttamönnum i dag.
Ef engin veruleg breyting verður á
styrkleikahlutföllum er flokkurinn
fús að mynda minnihlutastjórn.
bætti hann við.
Sennilega leiðir þetta til þess að
Íhaldsflokkurinn. Vinstri flokkur-
inn, miðdemókratar og róttækir —
hinn svokallaði fjórblaðasmári —
myndi minnihlutastjórn. En i loka-
umræðum leiðtoga stjórnmála-
flokkanna í danska útvarpinu kom
fram verulegur ágreiningur um
stefnuna i verðbólgumálunum.
Flokkarnir eru þó sammála um að
koma á kaupgjalds- og verðlags-
stöðvun. Leiðtogi miðdemókrata,
Erhard Jacobsen vill undir engum
kringumstæðum samþykkja niður-
skurð á félagslegum styrkjum og
eftirlaunum, atvinnuleysisgreiðslum
og sjúkradagpeningum, en hinir
flokkarnir þrír í fjórblaðasmáranum
eru því hins vegar fylgjandi.
Fjórblaðasmárann skortir mörg
þingsæti til að fá meirihluta. Mog-
ens Glistrup úr Framfaraflokknum
hefur boðið samstarf. í sjónvarps-
umræðunum í gærkvöldi bauð hann
fulltrúum fjórblaðasmárans til
fundar um stjórnarmyndun kl. 14 á
fimmtudag, en Henning Christo-
phersen utanríkisráðherra úr
Vinstri flokknum vísaði boðinu
ákveðið á bug. Erhard Jacobsen og
Poul Schluter úr íhaldsflokknum
voru jákvæðari.
Samkvæmt síðustu skoðanakönn-
unum virðist Ijóst að íhaldsflokkur-
inn verði sigurvegari kosninganna
ásamt vinstri-sósíalistum og Sósíal-
istiska þjóðarflokknum. Jafnaðar-
menn virðast munu fá sömu þing-
mannatölu, eða 65, íhaldsmenn
munu bæta við sig fimm þingsætum
og fá 20, en Vinstri flokkurinn,
miðdemókratar og kristilegir munu
bæta við sig eða tapa einu sæti hver.
Kjörstöðum er lokað kl. 8 og von
er á heildarúrslitum kl. 11.30 (ísl.
tími>- - Larsen
Kominn heim
Moskvu. 22. okt. AP — Reuter'
ANDREI Kirilenko stjórnmála-
ráðsfulltrúi kom aftur til Moskvu í
gær frá Búdapest þar sem hann var
fimm daga í hcimsókn. Fjarvera
hans frá Moskvu átti mestan þátt i
að kveða niður sögusagnir um að
Leonid Brezhnev forseti væri lát-
inn.
Kirilenko er líklegur eftirmaður
Brezhnevs að dómi sérfræðinga.
Hann er annar af tveimur riturum
miðstjórnarinnar sem taka að sér
störf Brezhnevs í fjarveru hans.
Handtökur við upphaf
réttarhaldanna í Prag
Prax. 22. október. AP. Reuter.
LÖGREGLA handtók rúmlega 10 manns við réttarhöld sex baráttu-
manna mannréttinda sem eru ákærðir fyrir undirróður og voru leiddir
fyrir rétt í Prag í dag.
Andófsmenn sögðu að meðal hinna handteknu væru nokkrir úr hópi
stuðningsmanna sem stóðu handan götunnar við dómshúsið. Einnig var
handtekinn stuðningsmaður inni í byggingunni sem opnaði glugga til
að tala við félaga sina fyrir utan. Agizkanir andófsmanna um tölu
hinna handteknu eru á bilinu 13 til 25. Þeim var seinna sleppt.
Þrír sakborninganna héldu fram inguna 1977, er niðurkomin eða
sakleysi sínu og einn neitaði að
svara spurningum. Seinna hermdu
fréttir að leikritahöfundurinn
Vaclav Havel, kunnasti sakborn-
ingurinn, trotzkyistinn Petr Uhl og
allir hinir sakborningarnir hefðu
haldið fram sakleysi sínu.
Andófsmenn segja að kona Uhls
hafi verið ein hinna handteknu.
Ekki er vitað hvar dr. Jitka
Schanilova, kona eins þeirra sem
undirrituðu mannréttindayfirlýs-
hvort konurnar hafa verið ákærð-
ar.
Yfirvöld í Prag bönnuðu öllum
nema ættingjum að sækja réttar-
höldin og meinuðu seinna frétta-
mönnum, sendiráðsmönnum og
stuðningsmönnum að fara inn í
bygginguna, án þess að gefa skýr-
ingu.
Sakborningarnir eru allir
ákærðir fyrir að vera meðal stofn-
enda samtaka sem var komið á fót
1978 til að hjálpa öðrum andófs-
mönnum. Yfirvöld segja að sam-
tökin hafi verið ólögleg og að
félagar þeirra hafi hjálpað áróðri
er stjórnað sé frá Bandaríkjunum
gegn ættjörðinni.
Sakborningarnir eiga yfir höfði
sér allt að 10 ára fangelsi.
Andófsmenn segja að fyrrver-
andi fréttaskýrandi sjónvarps, Jiri
Dienstbier, fyrrverandi talsms'-'r
mannréttindahreyfingarinnar,
Vaclav Bendam, og frú Dana Nec-
ova, leiðtogi hóps kaþólskra and-
ófsmanna og sjö barna móðir, hafi
haldið fram sakleysi sínu.
Frú Otta Bendnarova, fyrrver-
andi blaðamaður, neitaði að lýsa
sig seka eða saklausa eða að svara
spurningum. Henni var neitað um
leyfi til að lesa yfirlýsingu til að
útskýra neitun sína, en yfirlýsing-
in var látin fylgja gögnum málsins.
Konu Uhls var vísað burt úr
réttarsalnum þegar yfirdómarinn
sagði henni að hún mætti aðeins
skrifa minnispunkta með leyfi
réttarins. Þegar hún bað um leyfi
var henni sagt að þegja og grípa
ekki fram í yfirheyrslurnar.
Sjónarvottar segja að hún hafi
verið dregin æpandi út úr bygging-
unni með báðar hendur fyrir aftan
bak og færð á lögregluvarðstofu.
Meðal þeirra sem fengu ekki að
fylgjast með réttarhöldunum var
Henry Goldman austurrískur full-
trúi Amnesty International.
Réttarhöldin eru einhver hin
mestu sinnar tegundar í Austur-
Evrópu síðan Helsinki-yfirlýsingin
um mannréttindi var undirrituð
1975.
Jiri Dienstbier
Frú Otta Bednarova
Frú Dana Nemcova
Vaclav Havel
Peter Uhl
Vaclav Benda