Morgunblaðið - 23.10.1979, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979
Þorkell Valdimarsson;
Gaf Kjarvals-
stöðum máKirk
eftir Kjarval
NÝLEGA afhenti Þorkell Valdi-
marsson stjórn Kjarvalsstaða
fyrir hönd Reykjavíkurborgar
málverk af Dyrfjöllum eftir Jó-
hannes Kjarval. Myndin er máluð
á tímabilinu frá 1930—35 og
afhenti Þorkell gjöfina á afmælis-
degi listmálarans hinn 15. októ-
ber. Málverkið hangir nú á
skrifstofu listráðunauts Kjarvals-
staða, en fyrirhugað er að mál-
verkið verði sett á sýningu með
öðrum verkum meistarans svo
fljótt sem auðið er.
Formaður stjórnar Kjarvals-
staða, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir,
veitti málverkinu viðtöku.
Júpiter kemur með um 900 tonn til löndunar í Reykjavik, en til hægri á myndinni er Guðmundur, sem verið
____________ var að landa úr. (Ljósm.: Jón P. Ásxeirsson).
Verða veiðarnar stöðv-
aðar við 400 þús. tonn?
Fundur íslenzkra og norskra fiskifræðinga í næstu viku
ENGAR ákvarðanir hafa verið
teknar um stöðvun loðnuveið-
anna, en frá því á miðju sumri
hafa verið veidd um 480 þúsund
tonn úr íslenzka loðnustofninum.
Norðmenn veiddu um 120 þúsund
tonn á Jan Mayen-svæðinu og
íslendingar hafa veitt um 360
Vinstri menn
unnu í 1. des.
kosningunum
í KOSNINGUM til hátíðarnefndar
vegna 1. desember í Háskóla íslands
í gær féllu atkvæði þannig; A-listi
Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd-
enta, hlaut 323 atkvæði. B-listi,
félags vinstri manna, hlaut 499
atkvæði. 29 seðlar voru auðir og
ógildir. Alls kaus því 851 háskóla-
stúdent og er það um 30% kjörsókn.
þúsund tonn. Flogið hefur fyrir
að sjávarútvegsráðherra boðaði
bann við loðnuveiðunum þegar
islenzki flotinn hefði náð 400
þúsund lestum, sem gæti orðið
um mánaðamótin.
Kjartan Jóhannsson sjávarút-
vegsráðherra hefur beitt sér fyrir
fundi norskra og íslenzkra fiski-
fræðinga í Reykjavík í næstu viku.
Sagði hann í gær, að ákvörðun um
takmarkanir á loðnuveiðunum
yj'ði tekin á grundvelli þess fund-
ar.
Jakob Jakobsson fiskifræðingur
sagði í gær, að þessi fundur yrði á
þriðjudaginn í næstu viku. Þar
yrði gerð úttekt á tveimur sameig-
inlegum leiðöngrum fiskifræð-
inganna í sumar, en í þeim voru
gerðar umfangsmiklar stofn-
stærðarmælingar, og einnig Ieið-
angri, sem nú stendur yfir undir
stjórn Hjálmars Vilhjálmssonar.
Jakob sagði í gær, að æskilegra
hefði verið að þessi fundur hefði
verið haldinn fyrr, en það væri
eðlilega þyngra í vöfum með slík
fundarhöld þegar fulltrúar
tveggja þjóða tækju þátt í þeim.
Hann sagði að alltaf hefði verið
gert ráð fyrir því, að ef um
einhverjar breytingar yrði að
ræða frá fyrri tillögum um 600
þúsund lesta hámarksafla í haust
og næsta vetur, yrðu þær gerðar á
sameiginlegum fundi íslenzkra og
norskra fiskifræðinga.
Skoðanakönnun
Dagblaðsins:
Mikið
fylgistap
Alþýðu-
flokksins
SAMKVÆMT skoðanakönn-
un, sem Dagblaðið hefur
framkvæmt og birt var í gær
myndi Sjálfstæðisflokkur-
inn bæta við sig verulegu
fylgi ef Alþingiskosningar
færu fram nú, Framsóknar-
flokkurinn myndi einnig
bæta við sig talsverðu fylgi,
Alþýðubandalagið myndi
tapa örlitlu en fylgishrun
yrði hjá Alþýðuflokknum. í
könnuninni voru 300 manns
spurðir, þar af helmingur á
Stór-Reykjavíkursvæðinu.
38% þeirra sem spurðir voru
vildi ekki svara eða höfðu
ekki myndað sér skoðun og
tekur Dagblaðið sérstaklega
fram að taka þurfi niður-
stöðunni með varúð.
Ef aðeins eru tekin svör
þeirra sem afstöðu tóku
myndi Alþýðuflokkurinn fá
12,8% atkvæða og 7—8 þing-
menn, tapa 6—7 þingmönn-
um, Framsóknarflokkurinn
myndi fá 21,9% atkvæða og
bæta við sig einum þing-
manni, Sjálfstæðisflokkurinn
myndi fá 43,3% atkvæða og
bæta við sig 6—7 þingmönn-
um og Alþýðubandalagið
myndi fá 21,9% atkvæða og
tapa einum þingmanni.
Sjálfstæðismenn á Vestfjörðum:
Matthías, Þorvaldur og Sigurlaug
skipa efstu sæti framboðslistans
Upplýstu víðtæka
fíkniefnadreifingu
FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis-
flokksins á Vestfjörðum við al-
þingiskosningarnar í desember
hefur verið ákveðinn. Fimm efstu
sæti listans skipa: Matthias
Bjarnason alþingismaður, tsafirði,
Þorvaldur Garðar Kristjánsson al-
þingismaður Reykjavik, Sigurlaug
Bjarnadóttir frá Vigur, mennta-
skólakennari Reykjavík, Einar K.
Guðfinnsson háskólanemi Bolung-
arvik, og ólafur H. Guðbjartsson
húsgagnasmiðameistari Patreks-
firði.
Á fundi kjördæmisráðs Sjálf-
stæðisflokksins á Vestfjörðum um
helgina var ákveðið að efna ekki til
prófkjörs að þessu sinni, vegna
tímaskorts og hættu á samgöngu-
RANNSÓKN er Iangt komin á
umfangsmiklum fíkniefnamál-
um, sem verið hafa til athugunar
hjá fíkniefnadeild lögreglunnar
að undanförnu. Vegna rannsókn-
arinnar sátu átta ungmenni í
gæsluvarðhaldi í lengri eða
skemmri tíma. Lengst sat ungur
karlmaður í fangelsi eða i einn
og hálfan mánuð. Honum var
sleppt á laugardaginn.
Guðmundur Gígja lögreglu-
fulltrúi sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að upplýstur hefði
verið innflutningur á marihuana,
kókaíni og LSD frá Bandaríkjun-
um og hassi, hassolíu og amfet-
amíni frá Evrópu. Hann sagði að
ekki lægju fyrir nákvæmar upp-
lýsingar um magn fíkniefnanna
ennþá, en magn kannabisefnanna
skipti kílóum. Innflutningurinn
hefur staðið yfir s.l. tvö ár en
megnið var flutt inn á þessu ári.
Fíkniefnin fóru öll á markað
innanlands en ekki var nema hluti
þeirra gerður upptækur.
Sjálfstæðisflokkurinn:
5 efstu sæti D-listans
í Norðurlandi vestra
Á fundinum var ákveðið hverjir
skyldu skipa 5 efstu sætin, en stjórn
kjördæmisráðs falið að ganga frá
listanum að öðru leyti þar sem allir
viðkomandi voru ekki til staðar.
Fimm efstu sæti listans skipa:
KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis-
flokksins í Norðurlandskjördæmi
vestra hélt fund á Sauðárkróki
síðastliðinn laugardag til þess að
ræða framboðsmál vegna væntan-
legra Alþingiskosninga. Nokkrar
umræður urðu um hvort viðhaft
skyldi prófkjör, en síðan var ákveð-
ið að sá háttur skyldi ekki hafður á.
Kjörnefnd starfaði á fundinum og
var hcnni falið að gera tillögu um
framboðslista og lagði hún til, að
hann yrði óbreyttur frá síðustu
kosningum, að þvi tilskildu að allir
þeir sem þá skipuðu listann féllust
á að taka sæti á honum nú.
l.Pálmi Jónsson, fyrrverandi alþing-
ismaður, Akri, A-Hún. 2. Eyjólfur
Konráð Jónsson, fyrrverandi alþing-
ismaður, Reykjavík. 3. Jón Ásbergs-
son, framkvæmdastjóri, Sauðár-
króki. 4. Ólafur B. Óskarsson, bóndi,
Víðidalstungu, V-Hún. 5. Þorbjörn
Árnason, bæjarfulltrúi, Sauðár-
króki.
Tel ad ég geti unnið
Reykvíkingum gagn á
þingi jafnframt störf-
um í borgarstjórn
- segir Birgir
ísl. Gunnarsson
MORGUNBLAÐIÐ leitaði til
Birgis ísleifs Gunnarssonar og
innti eftir þvi hvaða ástæður
hefðu orðið til þess að hann
gefur kost á sér í prófkjör og í
framhaldi af þvi hvort það
myndi hafa einhver áhrif á
störf hans í borgarstjórn, sem
oddvita núverandi minnihluta.
Svaraði Birgir ísleifur á þessa
leið:
— Margir hafa spurt mig að
því hvort framboð mitt til
prófkjörs fyrir þessar þingkosn-
ingar þýði það að ég hyggist
hætta þátttöku í borgarmálum.
Því fer víðs fjarri. Ég vil taka
það skýrt fram að þótt prófkjör
og alþingiskosningar færðu mér
þingsæti þá hefi ég ekki hugsað
mér að slaka neitt á í borgar-
málum. Hvorki starf borgarfull-
trúa né þingmennska eru fullt
starf og geta þessi störf því farið
vel saman, enda mörg fordæmi
fyrir því að menn gegni þeim
samtímis. Og ég tel að ég geti
Birgir ísl. Gunnarsson.
unnið Reykvíkingum gagn með
því að sitja á þingi jafnframt
störfum í borgarstjórn. Borgar-
stjórnarkosningar verða ekki
fyrr en eftir 2Ví ár. Mér finnst
alltof snemmt að spá fyrir um
það nú hvað þá tekur við.
Ákvörðun um það verður að bíða
betri tíma.
erfiðleikum. Tillaga um prófkjör
var felld með 28 atkvæðum gegn 22.
Samþykkt var á fundinum að
Matthías Bjarnason skipaði efsta
sæti listans, mótatkvæðalaust. Þá
var kosið á milli þeirra Þorvaldar
Garðars og Sigurlaugar í annað
sætið. Hlaut Þorvaldur Garðar 30
atkvæði, en Sigurlaug 18. Að því
loknu var samþykkt samhljóða að
Sigurlaug skipaði þriðja sætið. Um
skipan fjórða sætis framboðslistans
var kosið milli þeirra Einars K.
Guðfinnssonar í Bolungarvík, og
Ólafs Kristjánssonar í Bolungarvík,
og hlaut Einar 30 atkvæði en Ólafur
12.
Þeir Jóhannes Árnason sýslu-
maður Barðstrendinga og Engilbert
Ingvarsson bóndi á Mýri, er skipuðu
fjórða og fimmta sæti framboðslist-
ans við síðustu kosningar, óskuðu
ekki eftir að skipa þau sæti að
þessu sinni.
Stöðug veiði
alla helgina
STÖÐUG loðnuveiði var alla helgina
og cru sjómenn lítt hrifnir af þeim
umræðum, sem nú fara fram um
stöðvun loðnuveiðanna á næstunni.
Finnst þeim mörgum hverjum, að
meiri loðnu sé að finna nú en oftast
áður og að tillögur fiskifræðinga frá
síðasta vetri standist ekki lengur.
Loðnuaflinn á vertiðinni er nú orðinn
um 360 þúsund lestir, en frá hádegi á
laugardag þar til síðdegis í gær
tilkynntu eftirtalin skip um afla:
LAUGARDAGUR: Ljósfari 580, Arnarnes
600, Skírnir 450, Helga Guðmundsdóttir 740,
Gísli Arni 620, Hilmir 580, Guðmundur 770.
Samtals & sólarhringnum 12 skip með 7330
lestir.
SUNNUDAGUR: Þórður Jónasson 450,
Sæbjörg 590, Jón Finnsson 550, Magnús 530,
Bjf1;! Olafsson 1100, Örn 570, Skarðsvik
600, Gullberg 600, Harpa 570, Bergur 510,
Svanur 650, Kap II 650, Pétur Jónsson 660,
Hákon 650, Keflvíkingur 470, Sæberg 540,
37°. Júpiter 900, Stapavik
o00, Oskar Halldórsson 440. Eldborg 1200.
Oh Oskars 1300, Sigurfari 860. Alls 24 skip
með 15.810 lestir.
MÁNUDAGUR: Húnaröst 570, Hrafn 600,
Bórkur 1030, Huginn 500.