Morgunblaðið - 23.10.1979, Side 3

Morgunblaðið - 23.10.1979, Side 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979 LÆÐAN RANDÝ, sem búsett er í Drápuhlið 28, Reykjavík, er fjórtán ára gömul. S.l. föstudag lagðist hún á sæng og kom i heiminn, þó með erfiðismunum, kettlingi. sem að sögn eigenda Randýar, er einhvers staðar á milli 100 og 150 í röð afkvæma hennar um ævina. Samkvæmt upplýsingum fróðra manna i kattamálum, má telja eðlilegt, að eitt kattár umreiknist i 7 mannsár, þannig að Randý er á „mannsmælikvarða" um 98 ára gömul. Kettir verða yfirleitt 10—14 ára gamlir, en þó þekkj- ast dæmi um allt að 17 ára ketti. Það verður að teljast nokkuð vel að verki staðið hjá Randý að standa enn í að fjölga kynstofni sínum á þessum aldri. En þó gerðist það, sökum aldurs henn- ar og viðkomu, að ekki tókst betur til en svo á föstudaginn, að Randý var að vonum hálfslöpp eftir keisaraskurðinn og allt tilstandið. Eún lét þó veikindi sin ekki verða til þess að siðasta afkvæmið hennar fengi verri aðhlynningu en þau önnur sem hún hefur borið í þennan heim, en þau telja á annað hundrað. Ljósm. Mbi. Kristján. 14 ára lœða lœtur ekki að sér hœða þegar kettlingurinn var kominn í heiminn var útséð, að henni myndi ekki takast að koma af sér systkinum hans hjálparlaust. Var þá farið með hana til Brynjólfs Sandholts dýralæknis sem setti hana samstundis á skurðarborðið og skar keisara- skurð. Aðgerðin varð þó nokkru víðtækari, því ásamt því að fjarlægja þurfti tvo andvana kettlinga, varð að fjarlægja leg og önnur líffæri því tengd. Randý var nokkuð hress, er blaðamaður og ljósmyndari Mbl. heimsóttu hana á sængina í eftirmiðdag í gær. Þórunn Elva, eigandi hennar, hafði búið um hana í stórum kassa og þar lá hún með kettlinginn við bringu sér. Sökum umbúða gat litla skinnið þó ekki fundið matgjafa sína, en Þórunn sagðist sjá um að gefa honum mjólk með dropa- teljara. Heimilisfólkinu bar saman um að Randý væri sér- staklega geðgóð og sannkallaður barnavinur og væri hún yndi hvers manns á heimilinu. Spurn- ingu blaðamanns um hvort ekki hefði reynst erfitt að koma öllum afkomendum Randýar fyrir í gegnum árin var svarað neitandi. „Afkvæmin hafa ætíð verið lík henni, hress og mynd- arleg, og það hefur aldrei verið vandamál að finna handa þeim góð heimili." „Þetta er með því elzta sem ég hef fengist við, en læður eru þó furðudrjúgar við að viðhalda stofninum fram eftir aldri," sagði Brynjólfur Sandholt yfir- dýralæknir, er Mbl. spurði hann álits á afkastagetu Randýar. „Ég er mjög ánægður með framför Randýar miðað við þennan ald- ur. Það er þó fyrirséð að hún getur ekki átt fleiri kettlinga því að ég varð að fjarlægja móðurlíf hennar. Randý á því von á rólegu ævikvöldi úr þessu, enda hefur hún vel til þess unnið," sagði hann að lokum. F.P. Eigandi Randýar, ÞArunn, heldur hér á afkvæminu i lófum «ér. Hugmynd er uppi á heimilinu að sklra kettlinginn Bryndjólf I höfuðið á Brynjólfi Sandholt dýralækni. Vinkonur og nágrannar Þórunnar. ayat- urnar Margrét og Stelnunn Blöndal fylgj- ast spenntar með framförum Randýar og kettlingsins. Prófkjör á Austur- landi AÐALFUNDUR Sjálfstæðis- flokksins í Austurlandskjördæmi var haldinn í Egilsstaðaskóla laugardaginn 20. október sl. Á fundinum voru framboðsmálin rædd aimennt. sem og önnur hagsmunamál kjördæmisins. Samþykkt var að hafa prófkjör í kjördæminu og er framboðsfrest- ur til föstudagsins 26. þ.m. Próf- kjörið sjálft fer fram 2. og 3. nóvember. Á fundinum var kjörin ný stjórn kjördæmisráðsins. Formaður var kosinn Jóhann D. Jónsson, aðrir í stjórninni eru Theódór Blöndal, Seyðisfirði, Ragnar H. Hall, Eskifirði, Albert Eymundsson, Höfn Hornafirði, og Bjarni Gíslason, Stöðvarfirði. Tvær holur horaðar við Kröflu? Iðnaðarráðuneytið athugar þessa dagana möguleika á að láta bora 1 eða 2 holur við Kröflu og verður jafnvel ráðist í þessar fram- kvæmdir í vetur. Bragi Sigurjóns- son orkumálaráðherra sagði í sam- tali við Mbl. í gær, að hann væri hlynntur því að skoða mál þetta frá öllum hliðum. Ekkert verður þó gert á svæðinu fyrr en að lokinni þeirri umbrota- hrinu.sem búist er við á næstunni. — Ég hef sagt, að þegar þessi umbrotahrina væri afstaðin, þá væri til skoðunar að endurmeta stöðuna, sagði Bragi Sigurjónsson í gær. — Það ,sem ég hef alltaf verið hræddastur við persónulega, eru umbrotin á svæðinu, sem gera allar framkvæmdir tvísýnar, en einhvern tímann verður að taka áhættuna, sagði Bragi. Ráðherrann sagði, að þótt talað væri um rannsóknarholur, þá yrði eðlilega um vinnsluholur að ræða ef af framkvæmdum yrði og árangur- inn yrði góður. Ljósnt.: RAX. Þessi mynd var tekin síðdegis í gær, er utankjörstaðakosning hófst í Valhöll vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um næstu helgi. Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík: Utankjörstaðakosning hafín Utankjörstaðakosning í prófkjöri sjálfstæðismanna i Reykjavik hófst i gær, og að sögn Sveins Skúlasonar framkvæmda stjóra Fulltrúaráðsins kusu margir þegar fyrsta daginn og virðist rikja mikill áhugi á prófkjörinu. Utankjörstaðakosningin fer fram í Sjálfstæðishúsinu, Valhöll við Háaleitisbraut, annarri hæð. Kosið verður daglega klukkan 17 til 19 til föstudags, en á laugardag verður kosið milli 14 og 17. Hinir eiginlegu prófkjördagar eru síðan tveir, sunnudagurinn 28. október, þegar kosið verður milli klukkan 10 og 20, og mánudagurinn 29. október, þegar kosið verður klukk- an 15.30 til 20. Atkvæðisrétt í prófkjörinu eiga allir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins í væntanlegum alþing- iskosningum, sem náð hafa 20 ára aldri 2. desember 1979 og lögheim- ili áttu í Reykjavík 1. des. 1978. Éinnig félagar í sjálfstæðisfélög- unum í Reykjavík sem náð hafa 16 ára aldri og lögheimili eiga í Reykjavík. Húsmóðir því ekki? Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.