Morgunblaðið - 23.10.1979, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979
Rafbíll Háskólans:
Getur strax komið í stað
bensinbíla í bæjarakstri
er nú lokiö en annar áfanginn
framundan, að kanna hvernig
rafbíll reynist í daglegri notkun og
gera sér grein fyrir framtíðar-
horfum í notkun rafbíla hérlendis.
Háskólaráð samþykkti á sl. sumri
að veita Verkfræðistofnun kr. 4
milljónir til að kaupa rafbíl og var
hann keyptur frá bandaríska
fyrirtækinu Jet Industries Inc.
Var bíllinn undanþeginn innflutn-
ingsgjöldum og tókst Gísla að fá
keyptan bíl af gerðinni Electra
Van 500 ásamt nauðsynlegum
vara- og prófunarbúnaði, en fyrir-
tækið neitaði í fyrstunni að selja
bíl. A fundi með fréttamönnum
kynnti Gísli bílinn og sagði að með
aðstoð Landvéla hefði tekist að fá
fyrirtækið til að láta bílinn af
hendi, en hann væri fyrsti rafbíll,
sem fyrirtækið seldi til útflutn-
— segir
Gísli
Jónsson
RAFMAGNSBlLL sá sem Há-
skólinn keypti til landsins fyrr á
árinu hefur nú verið i notkun
nokkra hrið. en það er Gisli
Jónsson próíessor, sem hefur
haft veg og vanda af því að velja
bílinn og fá hann hingað til
lands.
Hefur Gísli um nokkurra ára
skeið annast rannsóknir á nýtingu
raforku til flutninga í stað inn-
flutts eldsneytis. Fyrsta áfanga
þeirra rannsókna, að afla upplýs-
inga um stöðu raíbíls í heiminum,
Gísli Jónsson við stýrið. Billinn er hljóðlátur að undanskildum lágum
nið þegar honum er ekið og kvað Gisli auðvelt að láta hann fylgja
venjulegum umferðarhraða i bænum.
Rafgeymarnir, sem knýja bilinn
áfram, eru 16 og eiga að endast í
3—5 ár og hafa þá verið endur-
hlaðnir 700—1000 sinnum.
Louis Masterson
RIO GRANDE
I*uif var eins gott að deyja með skammi»yss«
i hcntiinni eíns og aíi íirekka sig í hei...
Nýjar bækur:
Morgan
Kane og
S.O.S.
HJÁ Prenthúsinu eru út-
komnar tvær, bækur, Rio
Grande og Úganda-ævin-
týrið.
Rio Grande er sautjánda
bókin um Morgan Kane og
segir frá viðskiptum hans
við mexikanskan bófafor-
ingja. Úganda-ævintýrið er
önnur bókin í flokki um
Stenger-sveitina, en í henni
eru málaliðar, sem að þessu
sinni taka sér það fyrir
hendur að endurheimta
fjársjóð auðugs Asíubúa úr
klóm Idi Amíns.
„Yið munum gera raflýsingu svo ódýra
að einungLs þeir ríku geti notað kerti".
THOMAS A. EDISON, OKTOBER 1879.
„Við munum gera raflýsingu
svo hagkvæma
að einungis þeir ábyrgðarlausu
haldi áfram að brenna kerti heimsins
í báða enda
44
PHILIPS EINDHOVEN, HOLLANDI
Hinn 21. október
\ 1897, tókst
Edison að koma
fyrir koluðum
bómullar-glóþræði
inni í nærri loft-
tæmdu glerhylki.
Þegar peran var
tengd við jafnstraum
lýsti hún eins og
„kvöldstjarna“. Uppfinningin var skráð í
Bandaríkjunum sem einkaleyfi nr.
223.989, undir heitinu glópera.
Þótt þessi snjalli, 32 ára gamli
uppfinningamaður væri ekki
upphafsmaður raflýsingarinnar,
hafði hann unnið það snilldar-
verk að gera hana raunhæfa og
hagkvæma til almenningsnota.
Ljósbogalamparnir voru of stórir,
klossaðir og orkufrekir fyrir heimili
og skrifstofur.
Litlu ljósaperurnar hans Edisons
voru 16 „kerta" og kostuðu aðeins 40
cent stykkið. 1. september 1882
var kveikt á mörgþúsund slíkum ?
perum hjá fyrstu 85 rafmagns ‘
notendunum við Peral Street
í New York.
Edison hafði kveikt hugmyndina að
rafvæðingunni, sem olli framfarastökki
alls mannkyns í iðnþróun, auknum við-
skiptum, heimilisþægindum og öryggi á
götum úti.
Aðeins 5% af orkunotkun iðnaðarþjóða er
til raflýsingar, en vegna þess hve fljótlegt
og auðvelt er að kveikja á henni og slökkva
er hún augljós vettvangur orku-
sparnaðar. 1 orkukreppunni á
árunum 1973 og 1974 fór hugsandi
fólk að íhuga hvaða ljós mætti
slökkva. Eftir meira en 90 ár var
heimurinn hættur að taka raflýs-
inguna sem sjálfsagðan hlut.
GUÐ SÉR FYRIR SÍNUM
Fyrstu árin eftir að Edison gerði
uppgötvun sína, höfðu menn engar
x áhyggjur af orkusparnaði. Kol voru
næg og nýjar olíulindir fundust
í Pennsylvaníuríki árið 1859.
j Sérfræðingarnir sögðu, að ef meiri
J olíu þyrfti, þá væri bara að bora
/ 12 mílur niður í jörðina og þá
fengist nær olía næstu milljón árin.
Guð sæi fyrir sínum.
En framleiðendur ljósaperunnar voru
ekki á sama máli. Edison-rafljósafyrir-
tækið, Peruverksmiðja Philips (sem hóf
keppnina 1891 í Eindhoven, Hollandi) og
önnur framtakssöm fyrirtæki leituð-
ust við að bæta orkunýtnina allt frá
upphafi.
Ekki gátu þó þessi fyrirtæki séð
fyrir, að orkulindir heims myndu
fara þverrandi. Þau gerðu sér aðeins
ljóst að viðskiptavinir þeirra þyrftu að
borga rafmagnsreikningana og að rekstr-
arsparnaður væri þess vegna aðalatriðið
í vaxandi samkeppni.
En hvað sem öðru líður, var aukin
nýtni nauðsynlegur hvati til framleiðslu
stærri og endingarbetri ljósapera.
BARÁTTA ALDARINNAR -
LÚMEN GEGN WATTI -
BIRTA FYRIR ORKU
Eins og lengd er mæld í
metrum, er ljósmagn mælt í
lúmenum og rafmagnsþörfin í
wöttum.
Lúmenið veitir ánægjuna, en
wattið er það sem hún kostar.
Fyrsta pera Edisons gaf ekki
nema 3 lúmen/watt og breytti
aðeins 0,56% raforkunnar í
sýnilegt ljós. Hún var snilldar-
verk, en þó ekki fullkomin.
Með tilkomu Philips-glóperunnar,
með pressuðum wolfram-glóþræði,
árið 1907, meira en tvöfaldaðist
nýtnin, í 1,28% og ljósmagnið varð
8 lúmen/watt. Dregni wolfram-
glóþráðurinn, sem kom fram árið
1909, lýsti jafnskært og jafnhag-
kvæmt, en var auk þess „óbrjótandi".
Þegar Philips fann upp á því árið 1913
að vefja wolfram-glóþráðinn í gorm og
setja argon-gas í peruna í stað þess að
lofttæma hana, jókst ljósmagnið stórlega,
eða í 12 lúmen/watt.
Árið 1933 hækkaði nýtnin enn um
20%, þegar farið var að tvívefja
glóþráðinn.
Sérstakar perur með innbyggðum
speglum veittu enn meiri birtu til
notkunar í sýningargluggum og á heim-
ilum, án nokkurs aukins rekstrar-
kostnaðar. Árið 1959 kom fram alger-
lega ný gerð smápera með glóþræði,
fyllt halogen-gasi í stað eðalgass. Þessar