Morgunblaðið - 23.10.1979, Síða 14
Hjartans
einlœgni
Sovéskt verk í Þjóðteikhúsinu
Þjóðleikhúsið:
GAMALDAGS KOMEDÍA
eftir Aleksei Arbuzov.
Þýðandi: Kristinn Danielsson.
Leikmynd: Jón Benediktsson.
Leikstjórn: Benedikt Árnason.
GAMALDAGS KOMEDÍA er
verk samið af hjartans einlægni,
geðþekkt, jafnvel hugljúft þótt á
köflum sé það einum of ijúfsárt.
Höfundurinn Aleksei Arbuzov er
Lelkllst
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
meðal vinsælustu höfunda Sov-
étmanna, heima og erlendis.
Hann er fæddur í Leníngrad
1908. Frumflutningur Gamal-
dags komedíu fór fram í Lodz í
Póllandi 1975.
Samkvæmt upplysingum um
Aleksei Arbuzov er eftirlætis-
höfundur hans Anton Tsékov.
Greinilega hefur Arbuzov gengið
í skóla hjá Tsekov og haft af því
gagn. Það er til dæmis enginn
hávaði í Gamaldags komedíu.
Þetta er yfirlætislaust verk sam-
ið af næmleik. Höfundurinn tefl-
ir fram tveimur persónum ólíkr-
ar gerðar. Leikurinn gerist í
Riga. Þangað kemur Lídía Vas-
ilíévna til dvalar á heilsuhæli.
Yfirlæknirinn heitir Rodíon
Nikolaévits. Samskipti þeirra
eru efni leiksins. I fyrstu eru þau
eins og milli læknis og sjúklings.
En þegar á líður leikinn verða
þau nánari. Af samræðum
þeirra kynnumst við örlögum
tveggja manneskja sem eiga fátt
sameiginlegt, en þó nógu margt
til að verða vinir.
Þetta hljóðláta verk sem á
sínar veiku hliðar er merkilegt
fyrir það hve höfundinum tekst
vel að koma öllu til skila sem
hann vill segja.Það er afrek út af
fyrir sig að láta tvær menneskj-
ur uppi afsviði halda áhorfend-
um föngnum og vekja áhuga
þeirra. Maður saknar þó ekki
sviptinga og fjölskrúðugs lífs
hinna fjölmennari leiksýninga.
Þá má ekki gleyma því að bak
við jafn einfalda sýningu liggur
mikil vinna. Fyrst skal nefnd
markviss leikstjórn Benedikts
Árnasonar. Leikmynd Jóns
Benediktssonar er skemmtilega
stílfærð. Húsgögn, gluggar tré
eru af ævintýralegum toga, en
mótast af hófsemi sem á vel við.
Lýsing Kristins Daníelssonar
var leikmyndinni styrkur. Það er
mikil birta yfir verkinu í heild
og henni tekst Kristni prýðilega
að miðla.
Verkið er samið með sovéska
áhorfendur í huga. Það er okkur
ljóst þegar yfirlæknirinn fer að
rifja upp átök við hvítliða. Sú
áhersla sem lögð er á stríðið og
missi yfirlæknisins sem kvæntur
var herlækni sem féll í stríðinu
beinir athygli manna frá vanda-
málum heima fyrir. Ekki er
hugsanlegt til dæmis að yfir-
læknirinn hafi misst konu sína í
hreinsunum Stalíns. Stríðið er
staðreynd í lífi allra Sovét-
manna, en það er ekki fjarri því
að einum of langt sé gengið
iþprifjun þess. Höfundurinn ger-
ist of angurvær í meðhöndlun
sinni á hetjum heimsstyrjaldar-
innar.
Ekki skal þó dvalið um of við
aðfinnslur þegar Gamaldags
komedía á í hlut. Best er að
horfa á þetta verk augum sak-
leysis. Þannig kemst maður í
best samband við höfundinn.
Ekki þarf að segja fólki að þau
Herdís Þorvaldsdóttir og Rúrik
Haraldsson séu mikilhæfir leik-
arar. Það er öllum ljóst. Herdís
hefur á undanförnum árum unn-
ið hvern leiksigurinn á fætur
öðrum, síðast eftirminnilega í
Fröken Margréti. í Gamaldags
komedíu leikur hún hlutverk
hinnar lífsreyndu og glaðlyndu
Lídíu og gerir það með þeim
hætti að túlkun hennar ein
myndi nægja verkinu til braut-
argengis. Það er bæði fáguð og
lifandi leiklist sem við fáum
tækifæri til að njóta í meðförum
Herdísar. Hún hefur gott vald á
ísmeygilegum tilsvörum Lídíu.
Hug allra vann hún þegar hún
söng Sirkusljóðið við texta eftir
Bellu Akhamdúlínu.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979
Svipmyndir úr Gamaldags komediu eftir einn kunnasta höfund Sovétmanna Aleksei Arbuzov. Það eru
þau Herdis Þorvaldsdóttir og Rúrik Haraldsson sem hér sjást i hlutverkum Lidiu Vasiliévnu og
Rodíons Nikolévits. Leikmyndir eru eftir Jón Benediktsson.
Mér er tamt að líta á Rúrik
Haraldsson sem túlkanda
dramatískra og erfiðra hlut-
verka eins og til dæmis í verkum
Arthurs Millers. Margt gott hef-
ur hann gert í þeim efnum. En
hér bregst honum ekki túlkun
yfirlæknisins sem í fyrstu er
fremur þunglamaleg manngerð,
en rætist úr þegar við förum að
þekkja hann betur. Rúrik sýndi á
sér nýja hlið og gerði það á
sannfærandi hátt. Karlhlutverk
leiksins er ekki síðra en kven-
hlutverkið frá höfundarins
hendi. Aftur á móti er það ekki
þungamiðjan. Rúrik sýndi okkur
hvernig hægt er að skapa minn-
isstæða persónu úr venjulegum
hverdagsmanni, barnslegum, en
hjartahlýjum.
Þýðing Eyvinds Erlendssonar
er þess eðlis að nauðsynlegt
hefði verið að láta kunnáttu-
mann um íslenskt mál yfirfara
hana. Það er til dæmis ekki
alltaf.ljóst hvort þýðandinn ætl-
ar sér að ná hversdagslegu
orðfæri eða stefna að bókmáli.
Ósamræmi er töluvert í þýðing-
unni, Þetta kemur aftur á móti
ekki að sök vegna þess að Herdís
og Rúrik sigla einhvern veginn
fram hjá helstu skerjunum í
túlkun sinni á textanum.
Kannski má laga þetta, ef leik-
stjórinn gerir sér grein fyrir
jafn sjálfsögðum hlutum.
Þess skal að lokum getið að
höfundurinn, Aleksei Arbuzov,
var viðstaddur frumsýinguna og
var honum vel fagnað. Það var
óvenju góð frumsýningar-
stemmning í Þjóðleikhúsinu á
föstudaginn.
Misþyrmingar á börn-
um algengar hér á landi
— segir Helga Hannesdóttir læknir
„Ég tel að misþyrmingar á börnum séu til hér á landi alveg eins og
annars staðar og þær séu ekkert sjaldgæfari," sagir Helga
Hannesdóttir í samtali við nýútkomið rit Geðverndarfélags íslands,
Geðvernd. í viðtalinu segir Helga ennfremur:
„Eins held ég, að þvi sé likt farið hér á landi og annars staðar, að
foreldrar gefa læknum ekki réttar upplýsingar um meiðsli sem stafa
af misþyrmingum. Álitið er að misþyrmingar eigi sér stað alls staðar,
þar sem mörg börn eru saman komin, jafnt á opinberum stofnunum
sem heimilum." Ilelga segir hins vegar erfitt fyrir þá sem sitja inni
með vitncskjuna, að koma henni á framfæri.
Síðar í viðtalinu er Helga spurð Er eitthvað vitað um tíðni mis-
hvað sé helst til marks um misþyrm- þyrminga?
ingar: — Samkvæmt rannsóknum í Nor-
— Þýðingarmikið er að gera sér
grein fyir því að gruna beri foreldra
eða aðstandendur sérhvers barns,
yngra en þriggja ára, sem komið er
með á slysadeild vegna beinbrots,
marbletta eða meðvitundarleysis.
Helztu einkenni önnur eru: léleg
líkamsumhirða, líkamleg vanþrif,
kvartanir foreldra um, að barnið
þyngist ekki, þrífist ekki eða það
þyngist of mikið. Offita á börnum
stafar oft af því, að foreldrar eru
öryggislausir og þunglyndir og reyna
að bæta sér það upp með því að fita
börnin um of.
egi eru misþyrmingar orsök alvar-
legra meiðsla á 10% allra barna, sem
komið er með á slysadeild. Talið Sr,
að ekki sé meira um misþyrmingar í
einni stétt en annarri.
Henry Kemp, sem er yfirlæknir á
barnadeild í Colorado og heimsfræg-
ur fyrir skrif sín og rannsóknir t
Bandaríkjunum um misþyrmingar á
börnum, álítur, að tilfellum hafi
fjölgað mjög á síðustu 20 árum og
það stafi af aukinni iðnvæðingu. Fólk
þurfti áður fyrr að beita sér meira
við vinnu sína, en það veitti útrás
fyrir reiðitilfinningar. Vélvæðingin
býður ekki upp á slíka útrás.
Hvað um andlegar misþyrm-
ingar?
— Þar sem likamlegar misþyrm-
ingar koma fyrir, hafa börnin alltaf
geðræn vandamál. Hins vegar sjást
oft geðræn vandamál hjá börnum,
sem er ekki misþyrmt líkamlega, en
liggja stöðugt undir skömmum og
nöldri eða ruddalegu orðbragði. Mjög
sjaldgæft er, að báðir foreldrar
misþyrmi börnum sínum, en oftast
hafa foreldrar orðið fyrir andlegum
misþyrmingum frekar en líkamleg-
um, níðzt hefur verið á þeim í eigin
uppeldi.
Ilvað einkennir þá forcldra. scm
misþyrma hörnum sinum?
— Oftast er um að ræða alvarlega
skapgerðargalla. Foreldrar þessir
eru bráðir, sjálfselskir, fljótir að
bregðast við og hafa litla stjórn á
reiðitilfinningum og eigin hvötum.
Foreldrar og aðrir, sem beita mis-
þyrmingum, neita því alltaf. Sameig-
inlegt þessum foreldrum er: félagsleg
einangrun og fjárhagserfiðleikar.
Þetta eru foreldrar, sem eiga fáa vini
og hafa lítil félagsleg tengsl. Oftar er
um að ræða feður en mæður, en í
alvarlegri tilfellunum eru það oftar
mæður, sem misþyrma börnum
sínum.
Hvað er samciginlegt þessum
börnum?
— Foreldrarnir hafa ekki ætlað sér
að eignast þau. Þungun var álitin
óheppileg og fæðingu hefur borið að
á óheppilegum tíma. Lág fæðingar-
þyngd og fyrirburðir, sem hvort
tveggja í senn orsakast af streitu
móður um meðgöngutímann. Þessi
börn hafa hærri slysatíðni en önnur,
og dauðatiðni þeirra barna, sem
komast undir læknishendur vegna
misþyrminga, er 5—25% samkvæmt
norskum rannsóknum. Þessi börn eru
oft óskilgetin. Algengasti aldurinn er
innan við fjögurra ára. Enginn
* kynjamunur er.
Hvernig fást upplýsingar um
misþyrmingar hér á landi?
— Hér á landi er ekki beint
tilkynningarskylda um líkamlegar
misþyrmingar, en samkvæmt lögum
um vernd barna og ungmenna hvílir
upplýsingaskylda á borgaranum al-
mennt að gera barnaverndarnefnd
viðvart um hvert það tilvik, sem telja
má, að nefndin eigi að láta sig skipta.
A þetta sérstaklega við, ef einhver
verður þess vís, að barni er misboðið
eða uppeldi þess vanrækt svo mjög,
að líkamiegri eða andlegri heilsu
þess sé hætta búin.
í Bandaríkjunum var tilkynn-
ingarskylda lækna lögfest árið 1966,
alveg eins og ber að tilkynna geðveiki
og vangefni. Tilkynningarskylda
myndi auðvelda læknum hér á landi
að gera eitthvað í slíkum málum.
Aðalvandamá! lækna og annarra
heilbrigðisstétta er afneitun, að trúa
ekki, að þetta geti verið satt og
forðast þvi að spyrja út í það. Ástæða
er til að kanna málið nánar, þegar
misræmi er milli sjúkdómseinkenna
og frásagnar foreldranna við skoðun
á barni. Eða þegar ósamræmi er
milli frásagna foreldranna innbyrðis.
Enn fremur þegar kvartað er um, að
barnið gráti oft, sé ofilýðið, ofvirkt
eða foreldrarnir lendi oft í útistöðum
við það. Vert er að hafa í huga, að
sum einkenni koma ekki í ljós fyrr en
tveim vikum eftir á, t.d. blæðingar
undir beinhimnu.
Rétt sjúkdómsgreining er mikil-
væg, því að börn, sem hefur verið
misþyrmt, fá aðra meðferð en þau,
sem hafa lent í slysi. Þess vegna er
mikilvægt, að tilkynningarskylda
komist á til að auðvelda fólki að fá
aðstoð, svo sem fjölskyldumeðferð,
einstaklingsmeðferð eða hópmeðferð
fyrir foreldra. Einnig myndi það gefa
fólki, sem situr inni með upplýsingar,
tækifæri til að tjá sig um þetta. En
hræðsla við að verða sjálfur fyrir
óþægindum kemur oftast í veg fyrir,
að málin upplýsist, segir Helga að
lokum í viðtalinu.