Morgunblaðið - 23.10.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979
15
Vilhjálmur G. Skúlason:
Ávana- og fíknilyfjum,
sem mest eru notuð og mest
hætta stafar af, má skipa í
fjóra flokka. Þeir eru sterk
verkjadeyfandi lyf, róandi
lyf og svefnlyf, örvandi lyf og
skynvilluefni. Sum þeirra
eru notuð sem mikilvæg lyf
og fást þá með löglegum
hætti, en annarra er einung-
is hægt að afla með ólögleg-
um hætti vegna þess, að
notagildi þeirra við meðferð
á sjúkdómum og sjúkdóms-
einkennum er líið sem ekk-
ert. Um þau síðarnefndu
hafa heilbrigðisyfirvöld sett
sérstök lög, sem miða að því
Þetta fyrirbrigði er kallað
þol. Einnig fær hann
óþægileg eða jafnvel hættu-
leg fráhvarfseinkenni, þegar
hann hættir að nota lyfið.
Þessi einkenni eru órói, ótti
og skjálfti, sem koma í ljós
fljótt eftir að töku lyfja úr
þessum flokki er hætt. Innan
átta klukkustunda geta kom-
ið ný fráhvarfseinkenni, sem
lýsa sér sem táraflóð, hnerri,
gæsahúð og beinverkir og
síðar geta komið í ljós upp-
sala, sótthiti, lækkun blóð-
þrýstings og vökvatap, sem
getur leitt til dauða.
Sjúklingur gerir allt, sem
Vilhjálmur G. Skúlason.
þessum flokki starfi nú af
benzódíazepínsamböndum
vegna mikillar notkunar
þeirra hér á landi, ef miðað
er við nálæg lönd. Þessi lyf
geta öll í stórum skömmtum
framkallað vímu og vellíðun-
arkennd. Þetta á mjög við
um díazepam vegna þess, að
það skilur hægt út úr líkam-
anum og getur þess vegna
safnazt þar saman.
Örvandi lyf
Sum þessara lyfja finnast í
náttúrunni, en önnur eru
framleidd með efnafræði-
legum aðferðum. Dæmi úr
fyrri flokknum er kókaín,
sem finnst í kókablöðum, er
hafa verið misnotuð af indí-
Á vana- og fíknilyf
að hamla gegn dreifingu
þeirra og vernda einstakl-
inga gegn alvarlegum heilsu-
spillandi áhrifum þeirra.
Sterk verkjadeyfandi lyf
Lyf úr þessum flokki eru
meðal elztu lyfja, sem þekkt
eru og eru sum þeirra unnin
úr jurtaríkinu en önnur eru
framleidd með efnafræði-
legum aðferðum. Dæmi um
lyf úr þessum flokki eru
morfín, heróín, petidín og
metadón. Áður fyrr var
misnotkun þessarra lyfja al-
gengust. Gjarnan hefst slík
misnotkun með þeim hætti,
að sjúklingur fær morfín til
þess að draga úr sárum
verkjum eða að einn ein-
staklingur telur annan á að
reyna það án sérstaks tilefn-
is. Mest hættan við notkun
morfíns er, að fíkn í það
getur myndast á skömmum
tíma, þegar það er gefið sem
stungulyf í venjulegum
lækningaskömmtum. Ein-
kennandi fyrir misnotkun
þessarra lyfja er, að sjúkl-
ingur verður með tímanum
að fá meira magn (tíðari eða
stærri skammta) til þess að
ná sömu verkun (vímu).
Nýjar fugla-
verndarmyndir
FUGLAVERNDARFÉLAG
íslands efnir til fræðslu-
fundar í Norræna húsinu
næstkomandi fimmtudag.
Formaður félagsins, Magn-
ús Magnússon prófessor,
flytur ávarp, en síðan verða
sýndar nýjar myndir frá
brezka fuglaverndarfélag-
inu. Þar á meðal er mynd
um verndun sjaldgæfra
fugla og myndin „Winged
Aristocrats“, sem er um
erni og aðra ránfugla.
Fundurinn hefst klukkan
20.30 og er öllum heimill
aðgangur.
hann getur til þess að ná í
lyfið og komast hjá þessum
einkennum og í vímu og
skiptir hann þá engu, hvort
lyfsins er aflað með löglegum
eða ólöglegum hætti. Þeir,
sem selja ávana- og fíknilyf
með ólöglegum hætti fremja
því bæði lögbrot og tilræði
við líf og heilsu annarra.
Róandi lyf og svefnlyf
Fyrst um 1950 varð
mönnum ljóst, að barbitúr-
sýruafbrigði gætu valdið
ávana og fíkn, en þau höfðu
þá um hálfrar aldar skeið
verið mest notuð svefnlyf og
róandi lyf. Með stórum
skömmtum, sem teknir eru í
langan tíma, geta alvarleg
ávanaeinkenni komið í Ijós. I
þessum flokki er einnig
hætta á líkamlegum ávana.
Þessvegna koma alvarleg
fráhvarfseinkenni í ljós, þeg-
ar töku lyfjanna er hætt.
Oftast koma þessi einkenni í
ljós eftir um það bil 1
sólarhring og ná hámarki
eftir 2—3 sólarhringa. Á
þessum tíma getur sjúkling-
ur fengið krampa, ef frá-
hvarfið skeður of hratt.
Einnig geta einkenni eins og
\ ‘A
svimi, rugl og skynvillur
komið í ljós. Þau barbitúr-
sýruafbrigði, sem mest munu
vera misnotuð, eru mebúmal,
pentýmal og allyprópýmal.
Önnur lyf í þessum flokki,
sem ekki eru leidd af barbit-
úrsýru, eru mepróbamat,
klóralhydrat, klóralódól
(mechloral), glútetímið
(doriden), metakvalón
(melsedin), klópoxíð (lib-
rium), díazepam (valium,
stesolid), nítrazepam (moga-
don, dumolid) og önnur ben-
zódíazepínsambönd. Svo
virðist, sem mest hætta í
ánum í Suður-Ameríku í
þúsundir ára. Svo virðist sem
misnotkun kókaíns fari vax-
andi. Ávani og fíkn get.a
verið mjög áberandi og erfið
viðureignar og misnotkun
fylgja oft geðræn einkenni.
Ur síðari flokknum má nefna
amfetamín, fenmetralín
(preludin), sem nú er bannað
að selja og dreifa hér á landi,
pemólín (hyton) og metyl-
fenídat (ritalin). Allt eru
þetta lyf, sem verka örvandi
á miðtaugakerfi. Svo virðist
sem misnotkun amfetamíns
erlendis hafi aukizt að mun á
síðustu árum og að notkun
þess ifformi stungulyfs, sem
er hálfu verri en þegar það er
tekið í inntöku, verði æ
algengari. Með þeim hætti
getur myndast ávani og fíkn,
sem er erfið viðfangs og
getur með tímanum leitt til
geðveiki, sem firrir viðkom-
andi allri dómgreind og lýsir
sér sem ofsóknarótti og
stundum skynvillur. Þeir,
sem eru háðir örvandi lyfj-
um, brotna mjög fljótt niður
bæði andlega og líkamlega.
Skynvilluefni
í þessum flokki eru annars
vegar LSD og skyld efni, sem
valda margvíslegum skyn-
villum og geta framkallað
geðveiki og hins vegar
kannabisefni (hass, marí-
júana), sem framleidd eru úr
indverskum hampi. Síðar-
nefndi flokkurinn er sá, sem
um þessar mundir er mest
notaður af unglingum, ef til
vill vegna þess, að á tímabili
voru uppi miklar deilur um
skaðsemi hans. Þessar deilur
hafa gengið mjög niður á
síðari árum, enda hefur það
komið æ betur í ljós, hversu
hættuleg þessi efni eru bæði
beint og óbeint. Þessi efna-
flokkur hefur verið þekktur
og notaður í þúsundir ára og
þarf því varla að fara villur
vegar vegna þess, að ekki sé
komin reynsla á notkun
hans. Þessi efni eru skyn-
villuefni og notkun þeirra
getur leitt til geðveiki. Geð-
ræn einkenni eru að nokkru
háð því magni af efninu, sem
notað er, að nokkru persónu-
gerð þess, sem neytir þess og
að nokkru af því umhverfi,
sem neytandinn er staddur í,
þegar hann neytir efnisins.
Þegar til lengdar lætur, geta
þessi efni svift einstaklinga
öllu frumkvæði. Margir ungl-
ingar hafa prófað þessi efni,
en þeir, sem eru í mestri
hættu eru unglingar, sem
hafa einhverja persónugalla,
oft þeir, sem hafa átt við
vandamál að stíða í uppeldi
eða horfast í augu við erfið-
leika, sem þeir telja sig ekki
umkomna að leysa.
Virka efnið í kannabis
heitir tetrahydrókannabínól.
I maríjúana er magn tetra-
hydrókannabínóls breytilegt
frá 1—2% af þurrvikt „dróg-
ans“ og fer magn þess eftir
vaxtarstað og blöndun með
öðrum jurtahlutum. Hass
inniheldur aftur á móti 4—
10% af tetrahydrókannabín-
óli. Báðar þessar tegundir
eru venjulega reyktar, en
einnig er hægt að drekka
seyði af jurtahlutanum sem
te.
Úrvalbýöuruppávikudvölí
NEWYORK
NEWYOFK
býðuruppáaUt!
Það er varla til sá hlutur sem þú finnur ekki í New York. Hljómleikar, leik-
hús, söfn, götulíf, kaffihús o.fl. o.fl. — allt eins og best gerist. Og þú verður
ekki í vandræðum með að finna hlutina — fararstjórinn sér um það.
Brottför: 26 okt. (Heimkoma að morgni 3.11.)
10. nóv (Heimkoma að morgni 18.11.)
24. nóv. (Heimkoma að morgni 2.12.)
Gist verður á TAFT HOTEL, 51stSTR 7thAVENUE.
Taft Hotel er mjög vel staðsett, rétt við RADIO CITY og
ROCKEFELLER CENTER. öll herbergi eru með baði og sjónvarpi.
Verðið er aðeins kr: 234.000.—. Innifalið í verði er flugfargjald,
gisting í 7 nætur, flutningur til og frá flugvelli og fararstjórn.
ATH: Brottfararskattur kr: 6.700.— er ekki innifalinn í verði.
Við bjóðum þér upp á vikudvöl í NEW YORK,
NEW YORK býður þér upp á allt. . .
FERÐASKRIFSTOFAN
URVAL
VID AUSTURVÖLL SÍMI26900