Morgunblaðið - 23.10.1979, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979
REGLUR um gæöingadóma hafa á síðustu árum tekið stórfelldum breytingum. Tilkoma spjaldadómanna var þar róttæk breyting en á síðasta
ársþingi Landssambands hestamannafélaga í fyrrahaust voru enn samþykktar nýjar reglur um dómana. í sumar var dæmt eftir þessum nýju
reglum á flestum hestamannamótum og eru skoðanir manna skiptar um ágæti þeirra. Ekki verður í þessum stutta formála reynt að tína til
þau atriði, sem helstum deilum valda enda koma þau vel fram í svörum við þeim fyrirspurnum, sem þátturinn beindi til fjögurra hestamanna
um þessi efni og birtast hér að neðan. Ekki er að efa að reglur um gæðingadóma verða mjög til umræðu á ársþingi L.H., sem haldið verður á
Flúðum um næstu mánaðamót og ekki er ósennilegt að þar komi fram tillögur um töluverðar breytingar á þeim reglum, sem þingið í fyrra
samþykkti.
Þátturinn leitaði til fjögurra hestamanna, sem á síðustu árum hafa haft veruleg afskipti af gæðingakeppnum ýmist sem knapar eða
dómarar. Eru það Eyjólfur ísólfsson tamningamaður í Reykjavík, Sigurbjörn Bárðarson tamningamaður í Reykjavík, Sigurður Haraldsson
bóndi í Kirkjubæ og Sigurður Sæmundsson tamninga- og járningamaður í Hafnarfirði. Tvær spurningar voru lagðar fyrir þá en þær eru:
1. Hverjir eru helstu kostir og gallar nýju reglnanna?
2. Er gæðingakeppnin ekki farin að nálgast íþróttakeppnina (fjórgang, fimmgang) full mikið
Fara svör þeirra hér á eftir:
Úrslitakeppnin er tóm
hringavitleysa
Sigurbjörn Bárðarson:
1. Kostirnir eru þeir, að knapinn
ræður í hvaða röð hann sýnir
gangtegundir hestsins. En þegar
dæmdur er vilji fer fulltrúi
dómnefndar á bak. Ef sá gefur
hátt fyrir vilja, þá vegur sú
einkunn það mikið, að hún getur
ráðið endanlegri röð hesta í sæti.
Smekkur manna er misjafn fyrir
vilja, eða hvað flokkast undir
vilja. Getur farið svo, að spennt-
ir hestar, sem sækja stíft í taum
af kvíða, geta fengið bestu ein-
kunn, t.d. ef um úrslitakeppni er
að ræða eins og á Þingvöllum í
sumar. Þá er þetta of löng
sýning og tóm hringavitleysa. I
A-flokki gæðinga voru t.d. riðnir
um 20 hringir í úrslitakeppninni
á velli sem er 300 m, þannig að
þetta er frekar þolreið en sýn-
ingarreið.
2. Kröfurnar eru orðnar þær
sömu og í íþróttakeppni, munur-
inn er aðeins sá, að í forkeppni
fær knapinn að ráða röðun
gangtegunda sem hann sýnir. En
ef um úrslit er að ræða þá er
nákvæmlega sama skipulag og í
íþróttakeppni, því þá verður
knapinn að sýna gangtegundirn-
ar um leið og krafist er.
Nýja kerfið síst
af öllu til góðs
fyrir f jörhestinn
Sigurður Sæmundsson:
1. Kostir eru helstir, að hest-
urinn fær einungis dóm fyrir
þær gangtegundir sem hann
sýnir, einnig það að hann er
krafinn um sýningu á öllum
gangtegundum. Nýja gæðinga-
keppnin er orðin meiri íþrótta-
keppni en áður var. Gallar eru
helstir: Vantar betri samræm-
ingu dómara. Ef sýna á hægra
og vinstra stökk þarf að eyða
einum hring af þremur í stökk.
Síst af öllu er þetta kerfi til góðs
fyrir fjörhestinn, því hann er
krafinn um sýningu í öllum
gangtegundum en gat sleppt úr
gangtegund eða gangtegundum
áður, án þess að það kæmi
verulega niður á einkunn.
2. Segja má að þetta sé orðið
það sama, að vísu hafa menn
frjálst val í sýningaröð gangteg-
unda í gæðingakeppni.
Skemmtilegra að dæma
og
sýna eftir nýja kerfinu
Eyjólfur ísólfsson:
1. Stærsti kosturinn er að nú
eru allar gengtegundir metnar
út af fyrir sig en ekki saman eins
og áður var. Erfiðast er að meta
viljann. Eftir að hafa viljadæmt
með því að fara á bak er ég ekki
viss um að það sé örugg aðferð.
T.d. er mjög misjafnt hvernig
hestarnir eru þegar þeir koma í
prófun. Suma er búið að hita
mikið upp, aðra ekki neitt. Hross
eru á ferðinni allt í kringum
prófunarstaðinn þannig að
stundum er riðið að hestum, en
oftar þó frá hestum. Þetta og
fleira gerir það að verkum að
stutt viljaprófun er ekki örugg.
Mér finnst bæði skemmtilegra
að dæma eftir núverandi kerfi,
og einnig að sýna eftir því. Hægt
er að nota ímyndunaraflið til að
gera sem besta sýningu.
Oft er aðferðum (kerfinu)
kennt um þegar mistök verða.
Bæði núverandi og því gamia. Að
Hestar
Umsjónt Tryggvi
Gunnarsson
mínu mati er algengara að
framkvæmdin sé í ólestri og
þjálfun dómara ófullnægjandi.
Þessi atriði þarf sérstaklega að
bæta.
2. Ekki er hægt að segja það. í
íþróttakeppni þarf að halda
ákveðinni röð á sýningaratrið-
um, ákveðnum hraða en mis-
munandi eftir gangtegundum.
Strangar kröfur eru um ásetu og
taumhald. I gæðingakeppni er
aftur á móti meira frjálsræði.
T.d. er hægt að velja saman þær
gangskiptingar sem viðkomandi
hestur á auðvelt með, t.d.
brokk—tölt—stökk—töl t
o.sv.frv. byrja á feti eða enda á
feti ef það gengur betur þannig. *
Gæðingakeppnin gerir knapan-
um kleift að skipuieggja sýning-
una alla fyrirfram í samræmi
við það sem hentar hestinum. í
íþróttakeppni þarf knapinn að
laga hestinn að ákveðnu verk-
efni.
Hafi áður þurft að
breyta reglunum þá
er það nauðsyn nú
Sigurður Haraldsson:
1. Kostir nýju reglnanna eru
helstir þeir, að hægara er nú
fyrir dómarann að hnitmiða dóm
sinn og afmarka einkunnagjöf,
þegar hver gangtegund fær
sérstaka einkunn. En hitt kann
að orka tvímælis hvort þessi
aukna skilgreining á hæfileikum
hestsins gefur réttari niður-
stöðu.
Ég tel gallana því miður fleiri
og vil benda á fjóra höfuðgalla,
sem ég tel mjög bagalega, og
byggi þá á þeirri reynslu, sem
fengist hefur í sumar.
Fyrst er að nefna, að kerfið er
mun flóknara í allri úrvinnslu og
þarafleiðandi langdregnara og
þyngra í framkvæmd en áður.
Annað er það, að dómstörfin
hafa að mun færst fjær
áhorfendum þar sem aðeins
meðaleinkunn hvers dómara er
nú sýnd, og raunar hefur mjög
svo takmarkaða þýðingu að sýna
þessa einkunn, því óhugsandi er
annað en yfirfara alla útreikn-
inga ritaranna, sem gerðir eru af
þvílíkri skyndingu, sem með
þarf, ef ekki á að verja óhæfi-
legum tíma til dómstarfanna.
Um það þýðir ekki að deila, að
þessa endurreiknings er þörf
áður en endanleg einkunn er
birt.
í þriðja lagi vil ég minnast á
lokaröðun efstu hesta.
Slík röðun er æskileg, að ég
tel, en fráleit í því formi, sem
reglurnar gera ráð fyrir. Með því
lagi tekur verkefnið alltof lang-
an tíma. Hitt er þó verra að eftir
reglunum er um hreinan endur-
dóm að ræða, en það tel ég ekki
réttu vinnubrögðin.
Mín skoðun er sú að lokaröðun
eigi að vera í því formi, að
dómurum gefist kostur á að sjá
hestana í frjálsri reið nokkra
stund á sýningarsvæðinu og
síðan ákvarði þeir lokaröð hver
fyrir, sig með töluspjaldi, þ.e.
aðeins einni merkjagjöf. Það er
einnig mín skoðun að dómari
eigi ekki að breyta röð hesta frá
sjálfum dóminum nema hann
telji vera augljósa og áberandi
galla á röðun dómsins,
Ég vil svo í fjórða lagi nefna
þá aðferð, sem nú ber að viðhafa
við viljadóm, að einn maður
getur á afgerandi hátt haft áhrif
á hvort hestur dæmist upp eða
niður, hvernig svo sem hinir
fimm dæma. Hefi ég leiðinleg
dæmi um slíkt frá sumrinu, sum
alveg ný af nálinni. Hver trúir
því, að dómur þessa eina sé
svona miklu réttari en hinna
fimm, en auðvitað hefur viljinn
alltaf óbein áhrif á allar þeirra
einkunnir þegar hann kemur
fram í viðbrögðum hestsins í
sýningunni.
Verður ekki niðurstaðan sú, að
við erum komnir í sömu fall-
gryfjuna og áður fyrr, að einn
ræður mestu, hinir samþykkja
hans smekk en fólkið, áhorfend-
ur, fylgist lítið með því sem
gerist?
2. Spurt er hvort gæðinga-
keppnin sé ekki farin að vera full
keimlík íþróttakeppni, og er ekki
óeðlilegt þótt spurt sé.
Það var einn aðaltilgangur
síðustu breytinga á gæðingaregl-
unum, að sögn þeirra sem fyrir
því töluðu, að færa þessi tvö
keppnisform — íþróttakeppni og
hefðbundna gæðingakeppni —
sundur, aðskilja þau betur en
verið hefur. Ég held það sé öllum
augljóst, að árangurinn hefur
orðið alveg öfugur við áformið.
Nú má segja að svolítill blæmun-
ur sé á þessu tvennu, annað ekki.
Það er skoðun mín, að hafi
áður verið breytinga þörf á
umræddum reglum þá sé hún
brýnust nú.