Morgunblaðið - 23.10.1979, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 23.10.1979, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979 /pf)\ KAVFINU .O-cvf) GRANI GÖSLARI Auðvitað gleymdi ég ekki eggj- unum — keypti þau íyrst og setti neðst í pokann svo að ég gleymdi þeim ekki! : fÍfhH HÍt- I 4 'í l| l J d ? Tilfinninga- laus heimur? í sumum búðum fær fólk kaup- bæti — og það gerum við hér, líka! _ a Ég ráðlegg þér að taka ofan höfuðfatið! Hvað er að gerast með ungl- inga þessa lands? varð mér hugsað er ég lagði leið mína í eitt kvikmyndahús borgarinnar fyrir skömmu. Þar var verið að endur- sýna kvikmynd sem ég sá fyrir 4 árum, þá 16 ára. Ég mundi glöggt hve mér hafði fundist myndin falleg og tárin trilluðu niður kinnar okkar vinkvennanna með- an á sýningunni stóð. En nú var annað uppi á teningn- um. Um leið og eitthvert atriði myndarinnar snerti tilfinningar áhorfenda, eða hefði getað gert það, tóku unglingarnir meðal áhorfendanna að hlæja. Eitt sinn heyrði ég stúlkuna sem sat við hliðina á mér segja: „Svei mér þá ef ég er ekki að tárast," og svo fór hún að hlæja. Ég hef sjaldan verið talin væm- in en í þetta sinn varð ég hissa, sem og aðrir jafnaldrar mínir í kvikmyndahúsinu, yfir þessari hegðan. Er það virkilega orðið svo að það telst lítilmannlegt að sýna tilfinningar sínar eða er heimur- inn að verða algjörlega tilfinn- ingalaus? Hvað sem hér er á ferð er augljóst að snúa verður við blað- inu hið bráðasta. Eitt er augljóst, að ekkert er hættulegra heimsfriði og náungakærleik en að tilfinn- ingar mannanna gagnvart með- bræðrum sínum, gleði þeirra eða sorgum, dofni. Ein undrandi. • „Róðu betur knár minn karl...“ Ágæti Velvakandi Ég las í dálkum þínum um- sögn Jóns nokkurs Eiríkssonar um BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Það fyrsta, sem við gerum í upphafi spils er að telja slagina. Síðan finnum við leiðir til að fjölga þeim mátulega. Norður gjafari, allir á hættu og a-v hafa alltaf sagt pass. Norður H.W T. 6532 L. 7542 Suður S. Á542 H. Á54 T. ÁK8 L. ÁK8 Samningurinn er þrjú grönd, suður er sagnhafi og vestur spilar út spaða 6. Þú ert nú fljótur að telja slagina í þetta sinn. En hvar og hvernig er best að fá þá, sem á vantar? Innkomuleysið á blindan virðist ætla að verða óþægilegt. Ekki þýðir að reyna að fríspila láglitina til að fá slagina tvo, sem vantar. Og ekki gagnar heldur, að vestur eigi hjartakónginn þriðja því hann neitar eflaust að taka strax á hann og þar með verða aðeins tveir slagir mögulegir á hjartað. Möguleiki okkar liggur í, að COSPER COSPER S\^ Hættu, hættu. — Gestirnir vilja ekki fiskinn — biðja um marineraða síld! skiptingin á höndum vesturs sé þessu lík. austurs og Vestur Austur S. G9763 S. D108 H. G1076 H. K2 T. D9 T. G1074 L. G6 L. D1093 Höfuðmáli skiptir skipting hjartalitarins og við berum okkur þannig að: Eftir að hafa tekið fyrsta slaginn spilum við hjarta- áttu frá blindum. Eflaust lætur austur lágt og það gerum við einnig. Vestur spilar eflaust aftur spaða, sem við tökum og tökum næst á hjartaásinn og þegar kóngurinn kemur fljúgandi verður auðvelt að svína níunni og fá þannig þrjá á hjarta og níu í allt. Það hjálpar ekki vörninni þó austur stingi upp hjartakóngnum við fyrsta möguleika. Við tökum á ásinn og spilum fimminu. Sama er hvað vestur gerir. Láti hann hátt fær hann slaginn og við svínum seinna en annars fáum við á níuna. !_Lausnargjald í Persíu Eftir Evel.vn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku 94 minum. Bæði. Ég hef ekki neinn persónulegan áhuga á þessari konu — þar hafið þið einhverra hluta vegna tekið skakkan pól i hæðina. En þar með er heldur ekki hægt að treysta ykkur iengur og þess vegna verða aðrir að taka við af ykkur. — Þú ert að gera vltleysu, sagði Frakkinn. Hann færði sig til svo að Peters mætti sjá að hann væri ekkert á þcim buxun- um að gripa til byssunnar. Ef Peters bæði um að fá annað fólk i þeirra stað liti það tortryggi- lega út fyrir þau. Það myndi enginn trúa öðru en að Banda- rikjamaðurinn hefði verið i sjálfsögðum rétti til þess að láta þau fara. — Ég gerði mistök, sagði hann. — Ég játa það. Ég hefði ekki átt að snerta hana. Biddu til morguns með að ákveða eitthvað. Peters iauk við sigarettuna. Madeieine sagði: — Ég ætia að útvega okkur öllum drykki. Hún fór fram í eldhúsið og kom aftur með vínflösku. Hún skenkti i giösin og rétti þeim. — Við eigum að vera samein- uð, sagði hún. — Við höfum gleymt sameiginlegum málstað sem við viljum að sigri. Minn- umst þess nú. Hún hafði lag á að vera sannfærandi og dramatisk og málflutningur hennar var nú með öðrum brag en fyrr. Þau dreyptu öli á vininu. Peters iofaði engu. Hann skildi þau eftir á veröndinni. Hann varð að velta þessu máli fyrir sér áður en hann tæki ákvörðun. Þetta var undurfagurt kvöld, himinninn rauður og ljómandi og hnigandi sól. Hann sat og horfði út á sjóinn. Árum saman hafði ofbeidi verið eðlilegur þáttur í daglegu iifi hans. Heimurinn var viðurstyggilegt hreiður auðvaidssinna sem hon- um fannst bara gott að hafa getað tekið þátt í að kiekkja á. En síðan Andrew Barnes dó. hafði eitthvað gerzt innra með honum, hann hafði aldrei borið neitt það til neinnar veru, sem kaila mætti hlýju. En frá þeim degi sem Eileen var rænt hefði hann getað skotið hana i höfuðið með köidu bióði og hann hafði ekki fundið til neinnar sektarkenndar, vegna þess hve aðgerðin var ópcrsónuleg i hans augum. En nú hafði veggurinn umhverfis hann, sem hafði verndað hann, hrunið. Hún var ekki lengur eins og dauður hlutur. Hún var manneskja af holdi og blóði og hann hafði haldið lienni fá- klæddri og þjáðri i fangi sér. Hann hefði getað barið Resnais til bana fyrir það sem hann hafði gert Eileen Field. Hann sat enn þegar húmið féll á og reyndi að átta sig á því hvernig þetta hafði allt gerzt. Hugrekki hennar hafði vakið með honum ósjálfráða aðdáun. Og svo hafði hann látið það eftir sér að iáta persónuleg samskipti þróast millum þeirra. Hann hafði talað við hana i stað þess að skilja þegjandi eftir hjá henni matinn og fara út, hann hafði frá fyrstu tið ránsins litið á hana sem manneskju. Þetta var hon- um allt ljóst og hann hafði enga afsökun fyrir að láta slikt gerast. Og nú þráði hann hana — það var til að bæta enn gráu ofan á svart. Hann velti því fyrir sér hvort hún vissi það, hvort hún hefði fundið það þegar hann var að stympast við hana hjá glugganum, að likami hans hafði brugðist honum og langaði til þess að eiga með henni stund. Madeleine hafði svo næma skynjun að hún hafði skilið hvað var að gerast löngu áður en hann áttaði sig á þessu sjálfur. Resnais hafði farið upp í herbergið til að sanna það. Þau höfðu sameinast gegn hon- um, vegna þess að þeim fannst ástæða til að vantreysta honum. Nú vissi hann heldur ekki hvort hann gat treyst sjáifum sér. Friður sá var veikur sem þau höfðu gert millum sin og á sandi byggður, en hann þorði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.