Morgunblaðið - 23.10.1979, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979
Afsögn Dayans sögð
veikja stjórn Begins
ANDOFSFUNDUR — Klnverjar hópast kringum andófsmann sem
reynir að selja óleyfilegt timarit sem hann gefur út nálægt
Lýðræðisveggnum í Peking. Tuttugu og niu ára gamall, kunnur
andófsmaður, Wei Jingshang, var nýlega dæmdur i 5 ára fangelsi
fyrir áróður sinn gegn „kerfinu“ i timariti sinu.
300 mótmæltu
fangelsun VVeis
Pcking, 22. okt. — Reuter.
UM 300 manns söfnuðust saman i
Peking og mótmæltu réttarhöld-
unum og dómi yfir kinverska
andófsmanninum Wei Jingsheng.
Wei er fyrrum ritstjóri frétta-
blaðs, sem hann kallaði „Könn-
un“. Hann var á þriðjudag dæmd-
ur i 15 ára fangelsi fyrir andbylt-
ingaraðgerðir og fyrir að hafa
veitt útlendingi upplýsingar um
hernaðarieyndarmál í striðinu við
Vietnam.
Mótmælendur hengdu ákæru
saksóknara og vörn Weis á lýðræð-
isvegginn í Peking. Einn fundar-
manna sagði við fréttamenn, að
þeir væru ekki aðeins að verja Wei,
heldur álla kínversku þjóðina. „Nú-
verandi valdhafar brutu klíku fjór-
menninganna á bak aftur, og fyrir
það erum við þakklát. En ef stefna
núverandi valdhafa brýtur í bága
við vilja kínversku þjóðarinnar þá
eigum við rétt á að setja þá af,“
sagði Qi Shi, einn ræðumanna.
Veður
víða um heim
Akureyri
Amaterdam
Aþena
Barcelona
Berlín
Bruteel
Chicago
Franklurt
Genf
Heleinki
Jerúsalem
Jóh.borg
Kaupm.höfn
Lisaabon
London
Loe Angelee
Madríd
Mallorca
Miami
Moekva
NewYork
Óeló
Parie
Reykjavík
Rio de Janeiro
Rómaborg
Stokkhólmur
Tel Aviv
Tókýó
Vancouver
Vínarborg
12 ekýjaó
14 heióekírt
20 akýjaó
20 skýjað
10 heióskírt
16 heióskírt
27 heióskirt
14 skýjað
16 rigning
6 heiðskírt
21 heióskírt
22 skýjaó
11 heiðekirt
20 rigning
14 heióskírt
23 heióskirt
20 skýjaó
23 léttskýjaó
21 skýjaó
27 skýjaó
10 skýjaó
27 lóttekýjaó
-2 léttakýjað
14 skýjaó
9 rigning
30 skýjaó
20 lettskýjaó
8 skýjaó
25 léttskýjaó
21 léttskýjaó
12 skýjaó
18 Mttskýjaó
í vörn sinni í réttarhöldunum
mótmælti Wei því að hafa vitandi
vits veitt útlendingum upplýsingar
um hernaðarleyndarmál. Hann
sagðist hafa heyrt það sem hann
sagði útlendingnum á götu úti.
„Eftir að stríðið við Víetnama
braust út þá var það á allra vörum.
Ekki var hægt annað en að ræða
um það. Hvort upplýsingar þær,
sem ég gaf, voru hernaðarleynd-
armál eður ei vissi ég ekki og hafði
engan möguleika að vita það sem
óbreyttur borgari,“ sagi Wei m.a. í
réttarhöldunum var Wei gefið að
sök að hafa veitt upplýsingar um
nöfn hershöfðingja á vígvellinum,
tölu hermanna og fallinna. Wei
sagðist einnig ekki vera gagnbylt-
ingarsinni. „Meginforsenda fyrir
því að færa Kína til nútímans er að
koma á lýðræði í landinu. Ef
lýðræði verður ekki komið á, þá
nær kínverskt þjóðfélag ekki að
þróast og sósíalísk þróun í efna-
hagslífi landsins verður ekki að
veruleika," sagði Wei meðal annars
í varnarræðu sinni.
ERLENT
Tel Aviv, 22. október. AP. Reuter.
MOSHE Dayan utanríkisráð-
herra ísraels sagði í dag af sér
embætti utanríkisráðherra af
þeirri ástæðu, að honum væri
ókleift að gegna embættinu
meðan aðrir ráðherrar færu
með jafn mikilvæg utanríkis-
mál sem viðræður um sjálfsfor-
ræði Palestínumanna. Gagn-
rýndi Dayan stefnu ísraela í
þeim málum í yfirlýsingu sem
hann birti er hann tilkynnti
afsögn sína.
Til að byrja með mun Begin
forsætisráðherra gegna embætti
utanríkisráðherra, en hann sagði í
gær, að hann hygðist þó útnefna
eftirmann Dayans innan skamms.
Afsögn Dayans er sögð álits-
hnekkir fyrir stjórn Begins og
lýstu leiðtogar stjórnarandstöð-
unnar því yfir í gær, að Begin bæri
að segja af sér þegar í stað, Dayan
væri aðeins sá fyrsti sem yfirgæfi
„sökkvandi skip“.
Þing Israels kemur saman á
morgun eftir sumarhlé og hefur
þegar spurzt út að a.m.k. þrír
stjórnarandstöðuflokkar beri
fram vantrauststillögu á stjórn-
ina. Búist er við að stjórnin standi
af sér vantraustið. Hefur Dayan
sagt að hann hyggist ekki greiða
atkvæði gegn stjórninni, en nánir
samstarfsmenn hans hafa þó gefið
í skyn, að Dayan eigi að öllum
líkindum eftir að reynast Begin
erfiður á þingi. Hefur Begin kallað
Ezer Weizman varnarmálaráð-
herra heim úr ferðalagi til
Egyptalands til að styrkja stöðu
sína í þinginu.
Meðal þeirra sem þegar hafa
verið nefndir sem líklegir arftakar
Dayans eru Yigael Yadin aðstoð-
arforsætisráðherra og Yosef Burg
innanríkisráðherra.
Blöð í ísrael voru mörg á þeirri
skoðun í dag, að afsögn Dayans
veikti stöðu stjórnarinnar mikið
sem væri veik fyrir. Jerusalem
Post sagði í dag, að afsögn Dayans
benti til stöðnunar í stjórn Begins
og ekki þyrfti héðan í frá að búast
við að stjórnin leysti nein vanda-
mál vegna upplausnar sem væri í
röðum ráðherra.
LOKAFUNDUR — Moshe Dayan, utanrikisráðherra Israels, neitar að
ræða við fréttamenn er hann kemur frá síðasta fundi sinum i
israelsku rikisstjórninni. Dayan sagði af sér starfinu sem hann hefur
gegnt í tvö ár. Til hægri er Aryeh Naor ríkisstjórnarritari.
Daglega deyja 20
kambódískir flótta-
menn í Thailandi
Bangkok, 21. október. Reuter.
ALLT að tuttugu kambódískir
flóttamenn deyja daglega á flótta-
mannasvæðunum í Thailandi, að
sögn brezks læknis, sem starfar á
í Afríku eru nú 41
þúsmid sovéskir og
kúbanskir hermenn
neto
í AFRÍKU eru nú 41 þúsund
hermenn frá kommúnistaríkjum.
Aðstoðarutanrikisráðherra
Bandarikjanna, David Newsom,
sagði i dag fyrir nefnd i banda-
riska þinginu að dvöl þessara
hermanna ógnaði hagsmunum
Bandaríkjanna og Afriku. „Hver
sem tilgangur með dvöl hermann-
anna er, þá eru þeir ógnun við
hagsmuni okkar og að okkar mati
ógnun við langtímahagsmuni Afr-
íku,“ sagði aðstoðarutanríkisráð-
herrann.
Hann sagði að af 41 þúsund
hermönnum kommúnistaríkja í
Afríku væru 37 þúsund þeirra
Kúbumenn. Um 2000 sovéskir her-
menn væru í álfunni og af þeim tvö
þúsund sem upp á vantaði væru
a-þýskir hermenn fjölmennastir.
svæðinu. Dr. Jeffery Archer sagði,
að nauðsynlega vantaði matvæli
og læknisaðstoð við hina 150 þús-
und flóttamenn, sem hafa komið
yfir landamærin til Thailands.
Síðustu tvær vikur hafa um 70
þúsund manns flúið yfir landa-
mærin frá bardagasvæðunum. þar
sem vietnamskir hermenn ásamt
hermönnum stjórnarinnar í
Phnom Penh eiga í höggi við
hermenn Pol Pots, fyrrum einræð-
isherra í landinu.
Dr. Jeffery Archer sagði, að
flestir flóttamannanna, sem kæmu
yfir landamærin, þjáðust af nær-
ingarskorti og að malaría og aðrir
sjúkdómar herjuðu á þá. Hernaðar-
yfirvöld á svæðunum segjast reyna
að koma matvælum til svæðanna. í
síðustu viku heimilaði Kriangsak
Chomanan, forsætisráðherra, er-
lendum læknum að fara til svæð-
anna en hingað til hefur thailenski
rauði krossinn séð um allt hjálpar-
starf. Búist er við að á næstu vikum
muni flóttamannastraumurinn til
Thailands enn aukast verulega.
Ég trúi á Jesse Bishop,
ég trúi ekki á guð,”
Morðingiim sem hafnaði tilraun-
um við að fá dauðadómi breytt
í ævilangt fangelsi, er allur
Carson City, Nevada
— 22. október — AP, Reuter.
JESSE Bishop, maöurinn sem
var fundinn sekur um morð, en
hafnaði siðan tilraunum fjöl-
margra við að fá dauðadómi
sinum breytt i ævilangt fangelsi
lét lífið i gasklefanum i Carson
City i Nevada i dag. „Þetta er
aðeins enn eitt skrefið á lífsleið-
inni,“ voru síðustu orð Jesse
Bishop. Skömmu síðar var hann
hlekkjaður við dauðastóiinn i
gasklefanum i Carson City.
Jesse Bishop brosti til eina
blaðamannsins meðal 14 vitna að
dauða hans. „Hann horfði í augu
allra okkar," sagði fréttamaður-
inn, skók síðan höfuð sitt og
þagði. Síðan streymdi gasið um
klefann. Bishop saug upp í nefið.
Augu hans ranghvolfdust, höfuð
hans féll fram á bringuna og hófst
upp aftur. Hann dró aftur djúpt
andann og lokaði augunum, i
síðasta sinn. Eftir nokkra kippi
var allt yfirstaðið — maðurinn,
sem gat sér frægð í Bandaríkjun-
um fyrir að hafna tilraunum til að
fá dauðadómi sínum breytt, var
allur. „Ég trúi á Jesse Bishop, ég
trúi ekki á nein trúarbrögð, ég
trúi ekki á guð,“ sagði Jesse
Bishop við klerkinn, sem kom til
hans í morgunsárið til að vitja
hans.
Opinber mynd af Jesse Bishop,
tekin þegar hann var handtekinn
í Las Vegas i febrúar 1978 fyrir
morð.