Morgunblaðið - 23.10.1979, Síða 47

Morgunblaðið - 23.10.1979, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979 47 Þetta gerðist 1977 — Panamabúar samþykkja nýjan Panama-samning í at- kvæðagreiðslu. 1973 — ísraelsmenn og Egyptar samþykkja vopnahlé. 1968 — Fyrsti loftbardagi Egypta og ísraelsmanna síðan í sex daga stríðinu. 1966 — Ráðstefna Johnsons forseta og leiðtoga sex Kyrra- hafsþjóða á Filipseyjum um Víetnamstríðið. 1962 — Rússar vara við hættu á kjarnorkustyrjöld vegna hafn- banns Bandaríkjamanna á Kúbu. 1958 — Rússar lána Egyptum fé til Aswan-stíflunnar. 1956 — Uppreisnin í Ungverja- landi hefst. 1954 — Fjórveldin samþykkja að hætta hernámi Þýzkalands. 1953 — Stjórnarskrá Rhódesíu og Nyaslands tekur gildi. 1942 — Orrustan við E1 Ala- mein hefst með árás áttunda hers Breta á stöðvar öxulríkj- anna. 1917 — Orrustan við Caporetto hefst — Eldskírn bandarískra hermanna nálægt Lunevilie, Frakklandi. 1855 — Bretar senda konungi Burma úrslitakosti. 1764 — Lið Hectors Munros sigrar Nabwah af Oudh við Buxar, Bengal. 1642 — Orrustan við Edgehill. 1641 — Fjöldamorðin miklu á írlandi eftir afhjúpun samsæris gegn Bretum. 1596 — Lið Múhameðs III sigrar lið Maximilians erkihertoga ná- lægt Erlau, Ungverjalandi. 42 f.Kr. — Síðari orrustan við Philippi (Markús Antóníus og Octavius sigra Brútus og Cass- ius). Afmæli — Adalbert Stifter, austurrískur rithöfundur (1805-1868). Andlát — Markús Brútus, framdi sjálfsmorð, 42 f.Kr. = Paul Cézanne, listmálari, 1906. Innlent — Snóksdaisdómur um handtöku Jóns biskups Arasonar og sona hans 1550 = Stjórnlaga- þing kemur saman 1848 = Inn- flutningshöft á „óþörfum varn- ingi“ 1931 = SÍBS stofnað 1938 = Thor Thors skipaður sendiherra í Bandaríkjunum 1941 = Alþing- iskosningar 1949 = BHM stofnað 1958 = „Þór“ strandar á Seyðis- firði 1974 = f. Kristmann Guð- mundsson 1901. Orð dagsins — Gæfan er hlið- holl hinum hugdjarfa — Eras- mus, hollenzkur fræðimaður (um 1466-1536). Heldur Matos innan skamms til Costa Rica ásamt 137 öðrum pól- itískum föngum og um 1,000 ættingj- um þeirra, en Costa Rica hefur veitt fólkinu landvistarleyfi. Að sögn kunnugra er Matos, sem nú er 59 ára, við góða heilsu. Matos er kennari að mennt, og var major í skæruliðahreyfingu Castrós er barð- ist við heri Fulgencios Batista ein- valdsherra á sjötta áratugnum. Að byltingunni lokinni var hann gerður að herstjóra yfir Camaguey-héraði sem var þá mikið sykurræktar- og nautgripahérað. Nokkrum mánuðum seinna fór hann að fetta fingur út í embættisveitingar Castros, en Matos þótti of lítið um að meðlimir í 26. júlí-hreyfingunni væru settir til æðstu embætta í fylkis- og borgar- stjórnum. Af þessum sökum afhenti hann Castro uppsagnarbréf í byrjun október 1959. Var hann handtekinn 20. október. Sakaði Castro hann um Tveir fórust í jarðskjálfta Jakarta, 22. október. AP. AÐ minnsta kosti tveir fórust og yfir 40 slösuðust er jarðskjálfti skók eyjarnar Bali og Lombok á laugardag, að sögn lögregluyfir- valda. Skjálftinn mældist 5,8 stig á Richter-kvarða og átti hann upptök sín skammt undan strönd- um Lombaks. Hundruð bygginga, þar á meðal guðshús, skemmdust í skjálftanum, sem stóð yfir í um 20 sekúndur. samsæri gegn stjórninni og krafðist dauðadóms, en dómarar dæmdu Matos til 20 ára fangelsisvistar. Á tæpu ári hafa 3,200 pólitískir fangar verið látnir lausir á Kúbu samkvæmt samkomulagi við samtök fólks af kúbönsku bergi í Bandaríkj- unum. Innan skamms verða 400 pólitískir fangar til viðbótar látnir lausir. Lischka fyrir rétt íKöln Köln, 22. október. AP. Reuter. RÉTTARHÖLD yfir Kurt Lischka, fyrrum yfirmanni Gestapó í París á styrjaldarárunum, hefjast í Köln á morgun. Hann er ákærður fyrir að hafa látið flytja um 55 þúsund franska gyðinga í útrýmingarbúð- ir nasista. Lischka er nú 69 ára gamall. Ásamt honum verða fyrr- um tveir stormsveitarforingjar dregnir fyrir rétt, Herbert Hagen og Ernst Heinrichsohn. - Árið 1950 var Lischka dæmdur af frönskum dómstóli í ævilanga þrælkunarvinnu. Hann var ekki viðstaddur þau réttarhöld. Búist er við mótmælum í Köln gegn því, hve réttarsalurinn er lítill. Hann tekur rétt um 100 manns en um 350 gyðingar ætluðu að vera viðstaddir réttarhöldin yfir Lischka. í síðustu viku æíði bandaríski sjóhcrinn landgöngu á Guantanamo á Kúbu. Um 3500 landgönguliðar tóku þátt í æfingunum. The Times kemur aft- ur út fyrir lok nóv. Lundúnum, 22. október. AP. Reuter. ! í DAG hófst stjórn Lundúna- blaðsins The Times handa við að koma blaðinu aftur á götuna eftir 11 mánaða deilur við verka- lýðsfélög. Samkomulag tókst i deilunni í gær og búist er við að The Times og The Sunday Times muni aftur koma fyrir augu Breta fyrir lok nóvember. Deilt var um nýja prenttækni sem fyrirtækið hugðist koma á, en með henni hefði mörgum prentur- um verið sagt upp starfi. Útgáfu- fyrirtækið samþykkti allt upp í 40% launahækkanir en verkalýðs- félögin samþykktu á móti að fækka starfsfólki, og hétu sam- vinnu við að koma hinni nýju tækni á. Enn er þó deilt um hvort blaðamenn fái að skrifa fréttir Sáralítil breyting á fylgi flokka í Sviss Genf, 22. október. AP. Reuter. SVISSNESKIR kjósendur þok- uðu sér heldur til hægri i þing- kosningunum í Sviss um helgina. Endanlegar tölur lágu fyrir i dag. Stjórnarflokkarnir halda yfirgnæfandi meirihluta sinum i neðri deild þingsins — halda 186 þingsætum af 200. Minniháttar breytingar urðu á fylgi stjórnar- flokkanna, sósialdemókratar misstu f jóra þingmenn, radíkalar unnu fjögur þingsæti, Þjóðar- flokkurinn tvö en kristilegir demókratar missu eitt þingsæti. Rétt tæplega helmingur at- kvæðisbærra manna greiddu at- kvæði í kosningunum, eða 49%. Frá stríðslokum hefur kjörsókn stöðugt minnkað og hélt sú þróun áfram í þessum kosningum. í þingkosningunum 1955 var kjör- sókn 52%. Velmegun er mikil í Sviss, verðbólga nánast engin og atvinnuleysi sáralítið. Hirohito Japanskeisari sker upp hrisgrjón við athöfn sem markar upphaf uppskerutim- ans í Japan. Keisarinn rækt- aði hrisgrjónin sjálfur á akri við höll sina. sínar inn á tölvuskerma. Viðræður um það munu standa yfir áfram og á þeim að vera lokið innan 12 mánaða. Búist er við að 650 manns muni missa atvinnu sína með hinni nýju tækni. Þá er enn óleyst deilan um hve margir muni starfa í pressusal. Báðir aðilar féllust á, að óháður aðili dæmdi þar um — og hétu að fallast á niðurstöður hans. Birgdir mat- væla á þrot- um í Mahabad Teheran, 22. október. Reuter. MATVÆLABIRGÐIR eru á þrotum og almennur vöruskortur er farinn að gera vart við sig í Kúrdaborg- inni Mahabad, að því er hin opin- bera fréttastofa írans, Pars, skýrði frá i dag. Skæruliðar Kúrda náðu borginni á sitt vald fyrir helgina eftir harða bardaga við stjórnarherinn en vöru- skorturinn stafar af því, að sveitir stjórnarhermanna sitja um borgina og hafa lokað öllum samgönguæðum að borginni og því berast þangað engar birgðir. Haft var eftir emb- ættismanni í Mahabad í dag, að borgin væri sem draugaborg. Enginn þyrði að vera á ferli á götum úti og stjórnarhermenn hefðu búið um sig í búðum sínum í bænum. MÓÐIR TERESA hlaut í síðustu viku friðarverðlaun Nóbels. Fjöldi fólks í fátækrahverfum Kalkútta fagnaði henni. Á þessari mynd AP sést hvar hún tekur við hamingjuóskum. Fimm manns farast í jámbrautaslysum Dundec, Stokkhólmi, 22. október, AP. AÐ MINNSTA kosti fjórir fórust og yfir 30 slösuðust er tvær íarþegalestir rákust á skammt frá Dundee á austurströnd Skot- lands í morgun. Jafnframt fórst lestarstjóri og 46 farþegar slösuðust er nætur- lestin frá Malmö til Stokkhólms fór út af sporinu skammt frá bænum Nassjö í suðurhluta Sví- þjóðar skömmu eftir miðnætti í nótt. Þrír hinna slösuðu voru sagðir í lífshættu í morgun. Alls voru um 300 farþegar í 14 vögnum lestarinnar, en allir fóru þeir út af sporinu og ultu. Huber Matos laus úr haldi Havana. 22. október, Reuter. ÞEKKTASTI póiitíski fangi Kúbu, Huber Matos, var í gær látinn laus þar sem hann hafði þá afplánað 20 ára fangelsisdóm. Matos var gefið að sök að hafa gert samsæri gegn stjórn Castros með fyrrvcrandi landeigendum á Kúbu. Matos var einn dyggasti stuðningsmaöur Castros á byltingarárun- um og hlaut hann næstæðstu tign i skæruliðahreyfingu Castros.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.