Morgunblaðið - 06.11.1979, Side 2

Morgunblaðið - 06.11.1979, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 Framboðslisti sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi:_ Matthías, Ólafur og Salóme í efstu sætum KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi samþykkti í gærkvöldi framboðs- lista flokksins í kjördæminu við alþingskosningarnar í desember. Var listinn samþykktur með öllum þorra atkvæða gegn þremur og nokkrir sátu hjá. Listinn er þannig skipaður: 1. Matthías Á. Mathiesen fyrrv. alþm. Hafnarfirði. 2. Ólafur G. Einarsson fyrrv alþm. Garðabæ. 3. Salóme Þorkelsdóttir gjaldkeri, Mosfellssveit. 4. Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri, Seltjarnarnesi. 5. Arndís Björnsdóttir kennari, Garðabæ. 6. Ellert Eiríksson verkstjóri, Keflavík. 7. Helgi Hallvarðsson skipherra, Kópavogi. 8. Bjarni Jakobsson formaður Iðju, Garðabæ. 9. Eiríkur Alexandersson bæjar- stjóri, Grindavík. 10. Oddur Ólafsson fyrrv. alþm. Mosfellssveit. Álít að auka þurfi vægi atkvæða í Reykja- vík og á Reykjanesi” r — segir Olafur Jóhannesson ÉG ÁLÍT að vægi atkvæða, sér- staklega hér í Reykjavik og á Reykjanesi, þurfi að auka, en ég er þó ekki reiðubúinn til að tjá mig nánar um hvernig það skuli gera,“ sagði Ólafur Jóhannesson, fyrrver- andi formaður Framsóknarflokks- ins, i samtali við Morgunblaðið i gær, er hann var spurður álits á ályktun fulltrúaráðs Framsóknar- félaganna i Vestur-Húnavatns- sýslu. í ályktuninni segir meðal annars: „Fundurinn telur fráleitt að skerða hlutfallstölu alþingismanna úti á landbyggðinni og álítur það hvorki í anda jafnréttis né félagshyggju. Skorar fundurinn á flokkssystkin sín að vinna að stefnubreytingu innan flokksins, þannig að dreifbýl- ismenn verði ekki sviptir enn meiri áhrifum og kjör þeirra rýrð. Nóg hefur verið um fólksflóttann til Reykjavíkursvæðisins á undan- gengnum áratugum." I greinargerð segir að fundurinn telji ekki réttlætanlegt að auka tölu alþingismanna á Stór-Reykja- Oánægja í Siglu- fírði með yöruflutn- inga Arnarflugs Siglufirði 5. nðveraber 1979. MEGN óánægja er nú hér í Siglu- firði með þjónustu flugfélagsins Arnarflugs, hvað snertir flutning á blaðapósti hingað. Þrátt fyrir að hingað hafi verið flogið tvisvar í dag, mánudag, höfum við engin dagblöð fengið síðan á föstudag. Skýringarnar munu vera þær, að mistök hafi átt sér stað á vöruaf- greiðslunni í Reykjavík, en vöruaf- greiðsla Flugleiða afgreiðir vörur fyrir Arnarflug til Siglufjarðar. Siglfirðingar eru sem fyrr segir afar óánægðir með þessa þjónustu og nú er jafnvel svo komið að menn eru farnir að minnast þeirra daga með söknuði er Vængir flugu hingað. — Fréttaritari. víkursvæðinu, þar sem aðstaða til áhrifa á gang þjóðmála er margfalt auðveldari í námunda Alþingis, ríkisstjórnar og ráðuneyta, en úti á landsbyggðinni. Auk þess sem lífskjör almennings, aðstaða til menntunar og atvinnuvals er stór- um betri. Að lokum segir, að verðmæta- sköpun almennings úti á landi sé undirstaða efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar. Því er óeðlilegt að minnka áhrif dreifbýlisbúa og krenkja kjör þeirra, sem stefnt er að, í hóflausum áróðri fjölmiðla höfuðstaðarins. Tóbak hækkar um 18%: Færir ríkis- sjóði tvo millj- arða á ári TÓBAK hækkaði í verði í gær, og nemur hækkunin 18 af hundraði. Við þessa hækkun hækkar pakki af venjulegum vindlingum úr 680 krónum i 800 krónur, og pakki af London Docks vindlum hækkar úr 1000 krónum í 1180 krónur. Ekki mun hafa verið tekin nein ákvörð- un um hækkun á áfengi enn sem komið er að minnsta kosti. Samkvæmt upplýsingum Þor- steins Geirssonar í fjármálaráðu- neytinu mun þessi hækkun færa ríkissjóði um það bil tvo milljarða króna í auknar tekjur á ári, eða um 333 milljónir króna það sem eftir er þessa árs. I frétt frá fjármálaráðuneytinu segir að verð á tóbaki hefi farið lækkandi síðustu áratugina miðað við kaupgjald, og miðað við þá aukningu sem orðið hefur á neyslu tóbaks að undanförnu telur ríkis- stjórnin óeðlilegt að verð á tóbaki fari lækkandi. Verð á vindlinga- pakka sem hlutfali af tímakaupi síðustu áratugina hefur verið sem hér segir: í okt 1950 88% í nóv. 1975 56% í okt 1960 83% í sept. 1978 57% í nóv. 1965 61% í júní 1979 53% í nóv. 1970 57% í nóv. 1979 48% Fljótsdalsvirkjun: Ríkisst jórnin samþykk- ir að láta hraða undir- búningsrannsóknum Fulltrúaráð Framsóknarfélags V Húnvetninga: Óeðlilegt að minnka áhrif dreifbýlis- búa Á FUNDI sinum 30. október s.l. gerði rikisstjórnin svofellda sam- þykkt: „Ríkisstjórnin samþykkir að fela iðnaðarráðherra að láta hraða und- irbúningsrannsóknum að Fljóts- dalsvirkjun og varið verði nauðsyn- legu fjármagni i þvi skyni. Jafnframt samþykkir rikis- stjórnin, að kannað verði, hvaða iðnaðar- og atvinnutækifæri þessi virkjun geti skapað Austfirðinga- fjórðungi, svo og hvaða áhrif hún mundi hafa á hugsanlegan útflutn- ing orku“. Ofangreinda könnun hefur iðnað- arráðherra falið starfshópi þeim, er skipaður var til viðræðna við Færey- inga um athugun á tæknilegum og hagrænum forsendum þess að leggja sæstreng milli íslands og Færeyja. í fréttatilkynningu frá iðnaðar- ráðuneytinu um þetta mál segir ennfremur: Hinn 18. f.m. afturkallaði núver- Austfirðir: Listi sjálfstæðismanna BIRTUR hefur verið framboðs- listi Sjálfstæðisflokksins i Aust- urlandskjördæmi, en hann var ákveðinn á sunnudag í framhaldi af prófkjöri sjálfstæðismanna er fram fór eystra sl. föstudag og laugardag. 1. Sverrir Hermannsson fyrr- verandi alþingismaður Reykjavík. 2. Egill Jónsson bóndi Seljavöll- um. 2. Tryggvi Gunnarsson skip- stjóri Vopnafirði. 4. Þráinn Jóns- son framkvæmdastjóri Fella- hreppi. 5. Júlíus Þórðarson bóndi Skorrastað Norðfirði. 6. Jóhann D. Jónsson umdæmisstjóri Egils- stöðum. 7. Ásmundur Ásmunds- son framkvæmdastjóri Reyðar- firði. 8. Albert Kemp vélvirki Fáskrúðsfirði. 9. Herdís Hermóðs- dóttir húsmóðir Eskifirði. 10. Pét- ur Blöndal framkvæmdastjóri Seyðisfirði. Flugleidir taka 7 millj- arða lán til þotukaupa FLUGLEIÐIR hf. hafa gengið frá lántöku vegna kaupa á nýrri Boeing 727-200 þotu sem félagið á nú i smiðum i Bandaríkjunum. Sigurður Helgason forstjóri und- irritaði lánssamninginn í London í fyrri viku en samkvæmt honum taka Flugleiðir að láni rúmlega 17,8 millj. dollara eða 6,9 millj- arða kr. vegna nýju þotunnar og kaupa á varahlutum. Aðallánveitandi er Scandina- vian Bank Limited í London, sem ásamt Irving-Trust Company lán- ar 57,5% upphæðarinnar. Einnig ábyrgist Scandinavian Bank lán frá Export — Import bankanum í Bandaríkjunum að 42,5% hluta lánsins. Lánstími er tíu ár. Vextir skiptast þannig að af 43,5% lánsins verða vextir 8,75% á ári á lánstímanum en af 57,5% verða reiknaðir millibankavextir í London að viðbættum 0,75%. Scandinavian Bank í London fær veð í nýju þotunni . Eins og áður hefir komið fram í fréttum verður þessi nýja Boeing 727-200 þota afhent félaginu í maí næstkomandi. Hún er stærri og burðarmeiri en þær Boeing þotur sem félagið á nú og tekur 164 farþega í sæti. Flugvélin verður að mestu notuð á áætlunarleiðum milli íslands og annarra Evrópulanda. Þessi nýja flugvél verður að því leyti frábrugðin þeim Boeing 727 þotum sem félagið á nú, auk þess að vera stærri og burðarmeiri tekur hún eingöngu frakt í lestar og ekki er gert ráð fyrir að farþegarými sé nýtt-til vöruflutn- inga að einhverju eða öllu leyti. Dagbjört fékkköku keflið! ÁÐUR en Magnús L. Sveins- son sleit þingi verslunar- manna í Stykkishólmi um helgina, afhenti hann Dag- björtu Höskuldsdóttur vara- forseta þingsins gjöf, sem hann kvaðst vonast til að kæmi henni að notum í fram- tíðarbaráttunni. Vitnaði Magnús til viðtals við Dagbjörtu í Hlaðvarpa Morg- unblaðsins fyrir skömmu, þar sem Dagbjört svaraði spurn- ingu blaðamanns um það hvort hún biði eftir byltingunni á þá leið, að víst gerði hún það, en myndi þó ekki fara út í hana með búrhnífinn á lofti. „Ætli ég láti mér ekki nægja kökukefl- ið,“ sagði Dagbjört. Afhenti Magnús henni kökukefli að gjöf til þessara nota. Var keflið af plasti gjört og fylgdi sú skýring gjöfinni, frá gefanda, að hann gerði ráð fyrir að keflið yrði að mestu notað á framsóknar- menn og þar sem í þeim hópi ætti hann marga góða vini vildi hann ekki verða valdur að meiðslum í þeirra röðum. Dagbjört Höskuldsdóttir. andi iðnaðarráðherra ákvörðun fyrrverandi iðnaðarráðherra um virkjun Bessastaðaár sem fyrsta áfanga Fljótsdalsvirkjunar. Afturköllun þessi var tekin vegna eftirtalinna atriða: Enn þótti skorta á, að nægilegar rannsóknir hefðu farið fram til ákvörðunartöku um Fljótsdalsvirkj- un. Eigi eru til heimildarlög um Fljótsdalsvirkjun. Heimildarlög um virkjun Bessa- staðaár frá 31/12 ’74 ná aðeins til 32 MW virkjunar og mjög hæpið laga- lega að breyta þeirri virkjun í fyrsta áfanga Fljótsdalsvirkjunar. Alþingi hafði ekki samþykkt nein fjárframlög til Fljótsdalsvirkjunar. Þótt fyrrgreind afturköllun væri gerð, var það ætlað iðnaðarráðherra, að nauðsynlegar rannsóknir varð- andi Fljótsdalsvirkjun héldu áfram án tafar, en við athugun kom í ljós, að það fjármagn, sem á þessu ári var ætlað til slíkra rannsókna var að fullu notað. Varð þá annað tveggja að stöðva rannsóknir þessar á loka- stigi, sem var óæskilegt, eða útvega aukafjárveitingu til þessa verkefnis, og hefur það nú tekist. Stal bíl og ók á hús UM FIMMLEYTIÐ aðfararnótt s.l. sunnudags var Mercedes Benz bifreið stolið, þar sem hún stóð við húsið Austurgötu 11 í Hafnar- firði. Þjófurinn ók bifreiðinni eftir Austurgötunni og yfir Reykjavíkurveginn en brást þá ökufimin og urðu afleiðingarnar þær að hann ók á húsið númer 1 við Reykjavíkurveg. Talsverður hraði var kominn á bílinn og skemmdist hann mikið við þennan árekstur en í húsinu brotnaði rúða og einnig urðu skemmdir á gluggakarmi. Öku- maðurinn var 18 ára Hafnfirðing- ur, sem margoft hefur stolið bílum og var þetta t.d. í þriðja skiptið, sem ^ann stelur þessum sama vörubíl. Hann var undir áhrifum áfengis og ökuréttindalaus, en hann hefur fyrir allnokkru verið sviptur réttindum til þess að öðlast bílpróf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.