Morgunblaðið - 06.11.1979, Page 11

Morgunblaðið - 06.11.1979, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 11 Svart: Nunn Stórmeistararnir fengu oft óblíða meðferð á mótinu. Hér fléttar Speelman skemmtilega gegn Nunn: 25. Hxe6! — fxe6, 26. De5+ - Kg8.(Eða 26... .Kh6 27. Hf7) 27. Dxe6+ - Kh8, 28. Hf7 og svartur gafst upp. Hvítur hótar 29. De5+ með máti í næsta leik. I næstu umferð, þeirri sjöundu, bætti Nunn hins vegar um betur: Svart: Large Hvítt: Nunn 21. Bxg6! — hxg6, 22. Hxg6+ - Kf7, 23. Hgxf6+! - Bxf6, 24. Hxf6+ — Kg8, 25. Hg6+ og svartur gafst upp, enda er hann óverjandi mát í næsta leik. Tvö gömul og þekkt nöfn settu skemmtilegan svip á mótið, það voru þeir Penrose, sem um árabil var sterkasti skákmaður Englendinga og John Littlewood. Hér tekur Penrose son kollega síns, Paul Littlewood, illilega í karphúsið. Svart: Penrose. Hvítt: Paul Littlewood Öldungurinn lék nú 12....Rg4!? og lagði þar með sígilda gildru fyrir andstæðing sinn. Paul virtist ekki vel með á eftir MARGEIR PÉTURSSON nótunum, lék 13. Ba2?? í stað 13. g3 og gafst upp eftir Rd4! Ekkert kynslóðabil virði'st vera í brezku skáklífi og John Littlewood tókst að kafsigla Mestel í sérgrein hans, flækjun- um, enda hafði sá síðarnefndi teflt byrjunina helst til djarft. Svart: Mestel Hvítt: John Littlewood 15. Hb4! — Dxa2 (Eitthvað skárra var 15 .... Dxc3+ — 16. Bd2 - Dc6) 16. De2 - Rc6, 17. Re6+ og nú sá Mestel sitt óvænna og gafst upp, því að 17... .Kc8 er hægt að svara með 18. Hxb7! Slysin gera aldrei boð á undan sér í skákinni frekar en annars staðar og í stöðunni hér að neðan gerðist hvíti herforinginn full sókndjarfur: Svart: Watson Hvitt: Hall 14. h5?0 — Bh6! og hvítur gafst upp. Svart: Alcock Hvítt. Knox 26. Hxe5+! - Kf8, 27. He7 - Db5, 28. Dxf6 - IIh7, 29. Hxf7+! - Hxf7, 30. Dh8 mát. Á myndinni tefla þeir Bellin, t.v. og Short úrslitaskákina á brezka meistaramótinu. Á milli þeirra má greina þá J. Littlewood, (t.v.) og Chandler (t.h.). lega fyrir sér hvað gerðist. Ritgerð Þórhalls er aftast í bókinni því höfundum er raðað í stafrófsröð. Eigi að síður á ég von á að forvitni muni reka margan til að lesa hana fyrst. Ekki er þó nauðsynlegt að lesa þessa bók upp á kínversku aftan frá — því fyrsta ritgerðin er ekki síður athyglisverð, Ættland og þjóðerni eftir Arnór Hannibals- son. Séu menn ósammála um kalda stríðið eru meiningar ekki síður deildar um íslensk þjóðern- ismál — sem og þjóðernismál yfirleitt. Arnór ræðir efnið vítt og breytt, flettir ofan af mótsögnum og sýnir ljóslega hvernig viðhorf til þjóðernis hafa breyst með breyttum stjórnarháttum síðustu aldirnar. Kynleg er t.d. sú þver- sögn að samhliða mjög svo vakn- andi þjóðernisvitund íslendinga fyrir aldamótin síðustu skyldu jafnmargir og raun bar vitni flytjast úr landi — til Vestur- heims. «Hvað kom til að svo margir vildu gefa upp þjóðerni sitt og verða kaupþrælar í útlendum efnabræðslum?» spyr Arnór. «Margt hafa íslenzkir sagnfræð- ingar vel gert á sviði vesturfarar- sögu, en þessari aðalspurningu hefur enn ekki verið svarað: Hvaða lífsgildi settu vesturfarar á oddinn, hvaða hugmyndir bærðust í brjósti þeirra þegar þeir ákváðu að taka pokann sinn og ráða sig í annað skipsrúm?» Arnór minnir á að «stjórn- arskrá sú sem enn er í gildi á Islandi er að stofni til stjórn- arskrá Dana frá 1849.» Síðan líða árin og mikið vatn rennur til sjávar og íslendingar taka að draga dám af öðrum: «Um hríð var það í tízku að halda, að þjóðríkisstefna Rússaveldis væri eitthvað betri en aðrar, og var þessi skoðun tengd baráttu al- mennings á íslandi fyrir brauði og betri kjörum. Þessi ömurlega blekking varð að harmsögu heillar kynslóðar,® segir Arnór. Arnór Hannibalsson er sem kunnugt er skólamaður og einn fárra sem þora að tala tæpitungu- laust um íslenska skólakerfið þar sem yfirbyggingin vex frá degi til dags, hver hengilmænan þvælist fyrir annarri, enginn veit neitt og enginn gerir neitt. «Nú síðustu áratugi,* segir Arnór, «hefur verið unnið að því að koma upp mið- stýrðu ríkisskólakerfi, með ein- stefnuakstri að ofan og niður.» Þá upplýsir Arnór réttilega að «þeir sem vilja fara í verknám eru heimskir samkvæmt skilgreiningu ríkisins.» Bókmenntasöguefni er í veru- legum minnihluta í riti þessu sem að líkum lætur. Ekki er það þó með öllu sniðgengið. Til dæmis er þarna þáttur eftir Svein Skorra Höskuldsson sem nefnist Sjálfs- morð og strand. Tvö dæmi um endurtekin minni i sögum Gunn- ars Gunnarssonar. Sveinn Skorri hefur kafað ofan í verk Gunnars Gunnarssonar og kemur fram í þessari ritgerð að Gunnar veitti honum sjálfur stuðning í þeim athugunum meðan hans naut við. Þykja mér niðurstöður Sveins Skorra hinar athyglisverðustu því þarna eru ekki aðeins skýrð til hlítar tvö tiltekin minni heldur gefa athuganirnar hugmynd um hvert Gunnar sótti efni í skáld- verk sín og hvernig hann vann úr þeim. Læt ég svo hjá líða að telja upp annað efni þessarar bókar því ritgerðirnar eru alls tuttugu og fimm — um hin margvíslegustu efni. Nema hvað skylt er að geta sjálfs inngangsins: Á sjötugsaf- mæli Ólafs Hanssonar eftir Bergstein Jónsson. Hann var einn ritnefndarmanna, en með honum voru þeir Einar Laxness og Heim- ir Þorleifsson. Tel ég að þeir hafi unnið verk sitt með prýði. Ritgerðasöfn af þessu tagi eru ekki aðeins mikill heiður fyrir þann sem þau eru tileinkuð, þau eru líka — oft og tíðum, sýnishorn þess besta sem hver höfundur hefur til málanna að leggj° á sínu sviði. Og svo sýnist mér einnig vera hér. Krukkur, bollar og stell frá Höganas Keramik Höganás keramikið er blanda af gamalli hefðbundinni list og ný- tísku hönnun. Það er brennt við 1200°C hita sem gerir það sterkt og endingargott. Höganás keramik má þvo í upp- þvottavél, það er blýfrítt og ofnþol- iö. KRISTJflfl siGGeiRSSon hf LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.