Morgunblaðið - 06.11.1979, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979
Einn merk-
asti forn-
leifafundur-
inn frá upp-
götvun
Mykenás
Rústir konungshallarinnar við Verginu
Verjnna, N-Grikklandi.
Sumarið 336 f.Kr. var stríðsund-
irbúningnum lokið, — hin „heil-
aga“ herferð bandamannanna
grísku gegn Persum átti að hefj-
ast. Þessi herferð átti að vera
hefnd fyrir innrás Persa, sem
höfðu ráðist inn í Grikkland og
eyðilagt Akropolis í Aþenu fyrir
eitt hundrað og fimmtíu árum
undir stjórn Xerxesar. Um tíu
þúsund manna öflugt framvarða-
lið hafði þegar verið flutt yfir til
Litlu-Asíu. Flest benti til sigurs.
Spurningunni um það hvernig
lyktir herferðarinnar yrðu, lét
kvenprestur véfréttarinnar í Delfi
svara Filippusi Makedoníukon-
ungi II., sem Grikkir höfðu út-
nefnt yfirhershöfðingja sinn, á
eftirfarandi hátt: „Krýnt bíður
nautið, endalokin eru nærri, fórn-
arpresturinn er til staðar...“
Hinn u.þ.b. 47 ára gamli Filipp-
us, þessi svartskeggjaði, marg-
særði stríðsmaður og dugmikli
stjórnmálamaður, sem hafði loks
tekist eftir tuttugu ára langa og
erfiða baráttu að sameina Make-
doníumenn og Grikki, sem sífellt
voru klofnir innbyrðis, og hafði
einnig látið þá kjósa sig ævilangt
sem drottnara og yfirhershöfð-
ingja þeirra, var ekki í vafa um, að
með „krýnda nautinu" væri átt við
Persakonung, og með „fórnar-
prestinum", sem veitti honum
banastunguna væri átt við hann
sjálfan. En áður en Filippus lagði
af stað til að framkvæma bana-
stunguna sem spáð hafði verið, þá
hélt hann margra daga veislu í
Aigai, hinni gömlu höfuðborg
Makedoníu, og bauð þangað skyld-
mennum, vinum og mörgum
stjórnmálamönnum víðsvegar úr
Grikkjaveldi.
Tilefni veislunnar var gifting
dóttur hans Kleopötru og kon-
ungsins úr nágrannaríkinu Epir-
us. Hápunktur hátíðahaldanna
var íþróttakeppni, sem átti að fara
fram í útileikhúsinu.
Þegar Filippus kom til leikhúss-
ins í fylgd með hinum nýja
tengdasyni og Alexander, tvítug-
um syni sínum, réðist einn af
lífvörðum hans svo snöggt að
honum með rýting að vopni, að
fylgdarmenn hans áttuðu sig ekki
nógu snemma á því sem var að
gerast fyrir augum gestanna.
Konungurinn lá dauður á jörðinni,
myrtur, — Filippus II. Make-
doníukonungur, drottnari hinna
grísku bandamanna og — eins og
einn samtímamaður sagði —
„hinn besti meðal allra manna,
hans líka hafði Evrópa aldrei átt“.
Tildrögin óviss
Þetta banatilræði sem breytti
heimsmyndinni, því nú kom Alex-
ander mikli til valda, hefur aldrei
verið upplýst, enda þótt morðing-
inn næðist. Sennilega skýringin af
mörgum er sú, að Olympias, fyrsta
Þar
var
sem Filippus
myrtur
Eftir
Gerhard Prause
Ein höfuðmyndanna af FHippusi: skeggjaður og eineygður.
Gullskrínið sem geymdi bein herkonungsins.
kona Filippusar og móðir Alex-
anders, hafi skipulagt morðið.
Einu ári áður hafði Filippus
rekið hana frá sér, þegar hann
kvæntist Kleopötru Eurydiku.
Með Kleopötru hafði hann eignast
dóttur, og nokkrum dögum fyrir
dauða hans ól hún honum son.
Líklegt má telja að Olympias hafi
óttast að þessi nýfæddi sonur
Filippusar myndi taka við erfðum
eftir föður sinn í stað hins elskaða
sonar hennar Alexanders. Auðvit-
að getur þetta aðeins hafa verið
söguburður við hirðina. Hvað sem
því leið, þá sneri hún aftur til
hirðarinnar eftir að Alexander
hafði tekið við völdum og lét drepa
bæði börnin, sem Filippus hafði
eignast með Kleopötru Eurydiku
og þvingaði hana sjálfa til að
fremja sjálfsmorð.
Allt þetta er þekkt af skrifleg-
um heimildum. Aðeins eitt var
ekki vitað um til skamms tíma:
nefnilega hvar þessi borg Aigai
eiginlega var, þar sem Filippus
var myrtur og hvíldi í grafhýsi.
Um langan aldur höfðu menn
álitið að Aigai hefði verið þar sem
nú er bærinn Edessa, og þannig er
skýrt frá því í öllum handbókum
og alfræðibókum.
En þá gerðist það, að gríski
fornleifafræðingurinn Manolis
Andronikos, prófessor við háskól-
ann í Þessaloniku, hitti á einn
„þýðingarmesta fornleifafund frá
uppgötvun Mykenás", eins og anm
ar fornleifafræðingur orðaði það. í
þorpinu Vergina, u.þ.b. 55 km
fyrir vestan Þessaloniku og 50 km
fyrir norðan Olympus (og 40 km
fyrir sunnan Edessa) rakst hann á
alveg óskemmt grafhýsi, sem var
undir 13 metra háum og rúmlega
100 metra breiðum skógivöxnum
hól. Að hinum upphaflega inn-
gangi lágu sex metra djúpar
tröppur, en þar eð þær voru
hrundar saman var grafhýsið opn-
að að ofan. Þann 8. nóvember 1977
fór Andronikos ásamt mörgum
öðrum sérfræðingum, sem kallaðir
höfðu verið til, niður í grafhýsið í
gegnum 70 cm stórt op sem gert
hafði verið.
Síðar sagði hann svo frá:
„I margar mínútur vorum við
gersamlega orðlausir: í alveg
ósnertri gröfinni var gnægð gjafa
til hins látna. Þarna voru hlutir úr
bronsi, gulli og silfri, og hafði ég
aldrei séð þeirra líka áður. A
vinstri veggnum gat að líta skjöld
með hlífðarflöt úr bronsi og
stjörnulaga skjaldarmerki Make-
doníu. Þar var einnig þrífótur úr
kopar og par af legghlífum sem
gullhúðaðar voru, tvö sverð og
ýmiskonar ílát. Einnig var þarna
stríðshjálmur, sá fyrsti sinnar
tegundar sem fundist hafði frá
Makedoníu.
Til hægri á gólfinu lágu margir
vasar og gullhúðuð ílát ásamt
ýmsum hlutum til daglegra þarfa
úr leðri og fílabeini. Fyrir miðjum
veggnum stóð líkkista úr marm-
ara“.
Óviðjafnanlegt
Af lögun og stærð kistunnar
mátti ráða, að hún hefði að geyma
krukku með ösku hins látna. En
þegar þeir opnuðu hana, þá bar
fyrir augu þeirra eitthvað, „sem
var ofar öllum ævintýralegum
hugmyndum þeirra, og eitthvað
sem þeir ekki höfðu getað vænst
að sjá, því ekkert sambærilegt
þessu hafði áður þekkst", eins og
Andronikos sagði. í kistunni var
ríkulega skreytt skríni úr skíra
gulli, 40x33x17 cm að stærð. í
skríninu lágu bein hins látna en
engin aska var þar. Yfir beinunum
var krans úr gullnum eikarblöðum
og akörnum, en allt hafði þetta
upprunalega verið hulið purpura-
lituðu klæði, sem að mestu var
horfið og aðeins leifar eftir.
Hinn dáni hlaut því að hafa
fengið svipaða greftrun og Homer
segir um hinar frægu hetjur
Achilles og Hektor: brenndur á
viðarkesti, en ættingjar og vinir
hafa svo tínt saman beinin eftir að
eldurinn var kulnaður og laugað
þau í víni, en síðan hafa þeir „lagt
hin hvítu bein í gullið skrín og
vafið þau í mjúkt, purpuralitað
klæði...“
Þannig voru konungar jarðsett-
ir. Var það e.t.v. konungsgröf sem
fundist hafði í Vergina? Frekari
fundir bentu til þess. T.d. undur-
fagurt, gullið höfuðdjásn, brjóst-
næla úr gulli, gullhringir og aðrir
skrautmunir úr gulli og silfri.
Ennfremur fannst bolhlíf úr járni,
járnhjálmur og járnsverð, en járn
á þeim tíma var ákaflega verð-
mætt, og er þá verið að tala um 4.
öld fyrir Krist. Rannsóknir á
keramikbrotum sem fundust
þarna hafa staðfest þessa tíma-
setningu. Þau eru frá miðri 4. öld
f.Kr., þ.e.a.s. frá tíma Filippusar
II.
Það er flest sem réttlætir þá
kenningu, að Andronikos hafi
þarna rekist á konungsgröf frá
Makedoníu, og má þá nefna hvern-
ig beinunum var komið fyrir,
hinar dýrmætu gjafir, veggmynd-
irnar mörgu sem prýða grafhýsið,
aðallega veiðimyndir, og það hve
oft skjaldarmerki Makedoníu gef-
ur þarna að líta. En hvaða kon-
ungsgröf? Hinn 67 ára gamli
prófessor er sannfærður um að
hafa fundið gröf Filippusar IL og
síðustu konu hans rúmlega 2300
árum eftir að þau voru jarðsett.
Sumir grískir starfsbræður
Andronikosar voru þó ekki reiðu-
búnir að ganga alveg svona langt.
Þá hlyti jú Vergina að vera hin
gamla höfuðborg Makedoníu, Aig-
ai, sögðu þeir, og á það atriði vildu
þeir ekki fallast. „En Vergina er
Aigai", sagði Andronikos og bætti
við: „Eftir nokkur ár verð ég búinn
að grafa upp alla borgina."
Undanfarið hefur hann svo
grundvallað kenningu sína betur,
svo að um vafaatriði er þar varla
að ræða. Rannsókn á beinunum
hefur leitt í ljós að þau eru af
manni, sem hefur verið á milli
fertugs og fimmtugs. Þá fann
Andronikos aðra, nokkuð minni
marmarakistu, sem einnig hafði
að geyma gullskríni, og var sú í
hliðarherbergi í grafhýsinu. í
þessu skríni voru líka bein sem
hreinsuð höfðu verið, ásamt und-
urfögrum myrtussveig úr gulli,
skreyttum skordýra- og fugla-
myndum.
Flmm
höfuðmyndir
Aðalsönnunargagnið er þó gulli
slegna legghlífarparið. Önnur
legghlífin er nefnilega tveimur og