Morgunblaðið - 06.11.1979, Síða 13

Morgunblaðið - 06.11.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 13 hálfum cm styttri en hin, og það er vitað, að Filippus var haltur, af því að annar fótur hans var styttri. Auk þess fundust í gröfinni fimm höfuðmyndir úr fílabeini, og reyndist auðvelt að bera kennsl á þrjár þeirra. Þær sýna hinn skeggjaða og eineygða Filippus, en hann hafði særst og misst annað augað af afleiðingum þess. Önnur myndin var af Alexander, u.þ.b. 18 ára gömlum og auðþekkjanleg vegna höfuðburðar hans, og sú þriðja af Olympias, móður Alex- anders. Hinar tvær myndirnar gætu líklega verið af foreldrum Filippusar. Allir dýrgripirnir sem fundust í Vergina eru nú til sýnis í nýju safni í Þessaloniku, ásamt fjölda annarra verðmætra muna úr sögu Makedoníu. Þeirra vegna er vissu- lega þess virði að fara þangað og skoða þá. Á uppgreftrarstaðnum í Vergina er aftur á móti lítið að sjá fyrir ferðamenn. Af ótta við graf- arræningja hefur Andronikos lát- ið hylja staðinn og girða rækilega. Auk þess hefur hann látið setja upp skilti, sem á stendur að myndatökur séu óheimilar. í skjóli þessa alls er svo uppgreftrinum haldið áfram. Enn er meirihluti hólsins óhreyfður, enda þótt fleiri grafir hafi nú verið uppgötvaðar. Dag og nótt gæta varðmenn þess, að enginn reyni á eigin spýtur að komast inn í hólinn, sem Andron- ikos ætlar að geymi grafir margra fleiri konunga Makedoníu og skylduliðs þeirra. Meira að segja þorpsbúarnir, sem aðallega lifa af tóbaks- og bómullarræktun, hafa nú hafist handa um að hindra ferðamenn, svo þeir fá ekki einu sinni að taka myndir af hólnum. Nokkru utan við þorpið og ofan við sjálft svæðið með gröfunum, er þó nokkuð sem vel er þess virði að sjá, þ.e.a.s. rústir stórrar hallar, sem grafnar hafa verið upp. Enski fornmálafræðingurinn N.G.L. Hammond, prófessor í grísku við háskólann í Bristol, var þegar fyrir tíu árum síðan sannfærður um, á grundvelli málfræðilegra athugana, að þetta væri hin forna konungshöll Makedoníu og Aigai hlyti að hafa verið við Vergina en ekki við Edessa. Þessi sannfæring hans varð eiginlega aðalhvati þess að leitað var að konungsgröfum við Vergina. Höllin í Vergina (oftast merkt sem „Palatsia" á landakortum og í ferðapésum) reyndist þó ekki það konunglega aðsetur, sem svo fjálglega er lýst í fornum ritum, og þar sem Filippus bjó og Alex- ander ólst upp með heimspeking- inn Aristoteles sem kennara sinn. Því þegar fyrir daga Filippusar var Áigai hætt að vera höfuðborg í stjórnmálalegum skilningi. Aðal- stjórnaraðsetrið hafði verið flutt norður til Pella, sem lá betur við samgöngum. Um þann stað hafði Sókrates sagt, þegar stungið var upp á því við hann að komast hjá dauða sínum með því að flýja þangað: „Enginn mun nokkurn tíma koma til Makedoníu bara til þess eins að líta konunginn aug- um, hinsvegar myndu margir koma langt að í þeim tilgangi einum að sjá höll hans“. Í Pella (norðan við veginn frá Þessaloniku til Edessa) hefur ver- ið grafið allt frá árinu 1957, en höllin hefur þó enn ekki fundist. Þrátt fyrir það að aðsetur stjórnarinnar var flutt til Pella glataði Aigai ekki þýðingu sinni. Staðurinn hélt helgi sinni og konungar voru áfram greftraðir þar. Hátíðaleikar fóru þar einnig fram eins og áður, m.a.s. eftir að Pyrrhos konungur hafði látið eyði- leggja bæinn, en staðurinn var þó byggður upp á ný. Drottnararnir frá Makedoníu notuðu svo kon- ungshöllina í Vergina sem sumar- dvalarstað. „í Vergina", segir prófessor Andronikos, „hef ég fram til þessa aðeins afhjúpað tindinn af borgarjakanum." „Þessi skúta var smíðuð á konunglegri skipasmíðastöð í Skotlandi. Byrðingurinn er skrúfaður með koparskrúfum, í henni eru hokkinbönd og sviga- bönd. Byrðingur úr pitspane, teak í dekki og yfirbyggingu, öll innrétting úr mahogny. Þessi bátur var smíðaður með góðu hugarfari, annars væri hann fyrir löngu orðinn ónýtur." Blaðamanninum var boðið um borð í súkkulaði-molakaffi. í „messanum" voru rauðbólstraðir bekkir en áklæðið var upplitað. Boðið var upp á rjómakaffi, þvottaklemma var notuð til að loka rjómafernunni, og vöfflur með sultutaui. Jón, Gunnar og Þorsteinn, tengdasonur Gunn- ars, sögðu hvor öðrum sögur úr útlandinu og voru gamansamir. „Jæja, ég má ekki vera að þessu," sagði Gunnar og menn fóru til vinnu sinnar. Blaðamaðurinn fékk sér súkku- laðimola og skvetti restinni úr bollanum upp í sig, súkkulaðið bráðnaði í munni hans. í skútunni var baðherbergi þar sem var klósett, vaskur og spegill. Stálvaskur og gaseldun- artæki í eldhúsinu, þarna voru kojur og skápar, allt massíft úr dökkum við, með góðu hand- bragði. Uppi á dekki var Þorsteinn að lakka öldustokkinn; með skozku lakki. „Ert þú í sjálfboðavinnu?" „Hvað heldurðu, ég er ekki hér til að taka peninga, þá væri ég orðinn kolvitlaus. Eg er hér vegna þess að ég er svolítið skotinn í þessari skútu.“ „Ertu hrifinn af seglskipum?" „Mér þykir þetta svo fallegt skip, þú sérð ekki svona fallegar spýtur í húsgögnum í dag. Svo er vindurinn ókeypis, það er gott í olíukreppu." „Ekki hefur veðrið verið vin- sælt í sumar." „Veðrið getur ekki orðið verra, þess vegna getur það ekki annað en skánað.“ „Ertu með bátadellu?" „Eg hélt ég væri kominn með hana, en þeir segja að ég fái hana ekki fyrr en farið verður að sigla." Blaðamaöurinn krotaði í litla stílabók. Hann þakkaði fyrir kaffisopann og spjallið og hjól- aði áleiðis heim, með vindinn í fangið. Á laugardagsmorgni nokkru seinna var blaðamaðurinn í morgungöngu á sjávarkambin- um á Ægisíðunni. Stráin voru byrjuð að gulna og gufu lagði upp frá skolpræsunum, er fjarað hafði frá, gargandi mávar flögr- uðu þar yfir. Á lygnum Skerja- firðinum lónaði risastór segl- skúta. „Þarna er ein af þessum nýju plastskútum. Nei, heyrðu, hvað, þetta er Stormsvalan. Þetta er falleg sjón. Eru allir hættir að búa til eitthvað sem er sólítt og gott, nú til dags?" Hann nam staðar og varð hugsi um stund. „Ef það sem ég skrifa á að standast tímans tönn, verð ég að gera það með góðu hugarfari.“ Hann tók á rás og hljóp við fót; flýtti sér heim í kvisther- bergið þar sem ritvél með grárri yfirbreiðslu beið hans. Asgeir Þórhallsson: Blaðamadurínn og seglskútan Efst: eigandinn, Gunnar, lengst t.v.: Jón á ellefu og Þorsteinn að lakka öldustokkinn. Stormsvalan á þurru Um mitt sumar, á sunnudegi og í norðanátt, var blaðamaður, sem skrifar greinar upp á eigin spýtur og selur blöðum, að slæp- ast inni í Elliðavogi. Rak hann þar augun í gamla seglskútu á þurru landi. Tveir menn voru að vinna við skrokkinn, en byrðing- urinn var úr að hluta, einn var við málningarvinnu um borð. Á jörðinni lágu spænir. „Góðan daginn." „Góðan daginn." „Er verið að gera við?“ „Já, hér er unnið alla daga,“ sagði þrekinn karl með alpahúfu og plokkaði spæni úr handhefli. „Eruð þið að gera upp þessa skútu?“ „Já, það erum við að gera,“ sagði hinn sem var að reka bolta upp í kjölinn. „Þetta hlýtur að vera rosaleg viðgerð." „Ekki er hægt að segja það, miðað við hvað þetta er gamalt. Skipta þurfti um kjölstykkið, í leiðinni endurnýjum við hluta byrðingsins." „Var þetta ekki ógurlegt verk?“ „Við erum nú ekki að súta svoleiðis, manni minn. Við höfð- um kjölstykkið í heilu lagi, þurftum að panta tréð frá Dan- mörku því svo stórt tré var ekki til hér, við strikuðum eftir því gamla, söguðum það lauslega í bandsög, síðan hjó Jón það með exi.“ „Hver er Jón?“ „Eg heiti Jón Ö. Jónasson og rek þessa bátasmíðastöð," sagði þessi með alpahúfuna. „Hann er kallaður Jón á ellefu og er frægur skipasmiður," sagði hinn. „Og hvað heitir þú?“ „Ég heiti Gunnar, við skulum láta það duga.“ „Eigið þið skútuna saman?" „Nei, nei, tveir menn geta ekki átt sömu skútuna. Ég er víst eigandinn," sagði Gunnar. „Hvaða skúta er þetta?" „Þetta er Stormsvalan, maður. Stærsta skúta á landinu; fimmt- án metra löng og mastrið er átján metrar frá þilfari. Smíðuð í Skotlandi árið 1936.“ „Hvað ert þú búinn að eiga skútuna lengi?" „Ég eignaðist hana áramótin 77—78. Þá var hún að grotna niður, allar rúður brotnar, synd að sjá svona fallegt skip skemm- ast af vanhirðu." „Hver er eiginlega tilgangur- inn?“ „Þetta er hraðskreiður ferða- bátur og ég ætla að hafa hann fyrir fjölskylduna, skreppa út líkt og menn skreppa í sumarbú- stað á Þingvöllum. Sá sem einu sinni fær bátadellu losnar ekki við hana, eina ráðið er að vera á kafi í þessu. Þetta er fjórði báturinn minn, sá fyrsti var seglbátur." „En hvers vegna ertu að gera upp gamla skútu?" „Þetta er eina leiðin fyrir mig, þar fyrir utan er þetta svo fallegt fley. Mér finnst þessar plastskútur ekkert fallegri. Þessi er orðin fjörutíu og þriggja ára gömul og stendur enn fyrir sínu. I vetur skóf ég dekkið; svo er ég búinn að slá í hana alla. Ríkir karlar mundu fá sér menn í vinnu en þá mundu þeir líka tapa ánægjunni. Þetta er mitt brennivín." „Hvenær verður sett á flot?“ „Maður gerir engar áætlanir, þetta verður að hafa sinn gang; þróast af sjálfu sér. Tími er til kominn að bleyta í henni, hún fer illa á því að standa á þurru þar sem sólin skín á viðinn. Ætli hún skríði ekki á flot í sumar." Blaðamaðurinn sneri sér að Jóni, sem var að máta planka við skrokkinn. „Hvers vegna hefur þessi skúta staðið hér uppi í mörg ár?“ „Hún varð fyrir tjóni vorið sextíu og níu, var dregin hingað og tekin upp í febrúar sjötíu. Að viðgerð lokinni kom upp misklíð á milli tryggingafélagsins og eigenda, síðan hefur skútan staðið hér.“ „Er hún ekki fúin?“ „Nei, ekki til fúi í þessu. í byrðingnum er pitspane sem er feitt eins og hestakjöt og lekur úr því harpexið." „Er þetta sams konar viður og þú ert að setja þarna í?“ „Nei. Pitspane fæst ekki hér. Þetta er filipseyja-mahogny. Það er ágætt." „Þið notið ekki furu?“ „Förum ekki að lækka á henni standardinn," sagði Gunnar. „Jón, er þetta ekki of gamalt til að gera það upp?“ Stormsvalan á Sker ja- firðinum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.