Morgunblaðið - 06.11.1979, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979
OddKoirshólahúsin tvö scm Friðfinnur byKKÖi.
Mýksti
koddinn
hanns sonar míns sem oft er
kenndur við nafnið. Ég var aldrei
hrifinn af því að verzla þótt allt
gengi vel og ég skuldaði ekki neinum
neitt þegar ég hætti og sáttur skildi
ég við alla mína viðskiptamenn. Ég
seldi verzlunina syni mínum Finn-
boga, sem búinn var að vinna hjá
mér í mörg ár. Hann verzlar þar
ennþá og gengur ágætlega. Ég réðst
hins vega framkvæmdastjóri til
Einars Sigurðssonar frænda míns
til Hraðfrystistöðvar Vestmanna-
eyja og þar vann ég í 7 ár til sjötugs
en þá þótti mér orðið anzi erilsamt,
því að þarna unnu um 200 manns og
stöðin átti marga báta. Það var því í
mörgu að snúast.
Annars má segja að ég hafi oftast
lent þar sem í mörgu var að snúast í
margvíslegum störfum í Eyjum og
svo komu útúrdúrarnir eins og
Englandssiglingarnar á stríðsárun-
um. Ég var í siglingunum 1940 og
það gekk vel með Guðs hjálp.
Sumurin áður hafði ég lent í því að
reisa Þrídrangavitann í Eyjum, það
var skemmtilegt með góðum félög-
um og mikið öryggismál fyrir sjó-
menn að fá þann vita. Lengi vann ég
einnig hjá mestu athafnamönnum
Eyjanna. Ég vann hjá Gísla J.
Johnsen í mörg ár bæði til sjós og
lands og eins og fyrr getur hjá
Einari Sigurðssyni. I 6 ár vann ég
hjá Helga Benediktssyni."
Friður náttúrunnar
sálin og stórviðrið
„Nú hefur þú búið í Reykjavík
síðan um gos. Hvernig kanntu við
þig?“
„Mér finnst stórkostlegur munur
á veðursældinni hér og í Eyjum, en
þó á ég margar minningar tengdar
veðrinu. Aldrei er friður náttúrunn-
ar sál vorri eins undraverður og
eftir ægilegt stórviðri. Það er and-
stæðan sem lætur okkur finna fyrir
því. Það er mikil breyting þegar
kyrrðin nær valdi á öllu og lognið
færist yfir með sinn blessaða frið.
Það er mikill sannleikur fólginn í
þessu spakmæli: Stormur liðinnar
nætur hefur skrýtt þennan morgun
gullskikkju friðarins, því að aldrei
er veðrið mildara en eftir stórviðrið.
Ég stóð stundum við gluggann í
turninum á húsi mínu við Hólagötu
og horfði út yfir Heimaey, úteyjarn-
ar allt um kring og Eyjafjallajökul
og Heklu til norðurs. Þá kom mér í
hug það sem stendur í 125. sálmi:
Fjöll eru kring um Jerúsalem og
Drottinn er í kring um lýð sinn
héðan í frá og að eilífu.
Já, sannarlega hefur Guð haldið
verndarhendi sinni yfir Vestmanna-
eyjum, því á þeim hefur mörg þung
aldan brotnað í aldanna rás.“
Fjölbreytt útsýni
frá vegamótum
langrar ævi
„Hvernig finnst þér að búa á
höfuðborgarsvæðinu?"
„Fyrstu tvö árin fannst mér ég
alltaf vera á leiðinni heim, en síðan
fór þetta að venjast. Við hjónin
keyptum íbúð í fjölbýlishúsi við
Kleppsveg 4 og þar höfum við
kynnst ágætisfólki sem ávallt hefur
sýnt okkur góðvild og kærleika.
Vinnu fékk ég í Umbúðamiðstöðinni
skammt frá heimili mínu svo að
þetta er mjög hagstætt, en þar vinn
ég fjóra tíma á dag. Á vinnu-
staðnum ríkir mjög góður andi
meðal vinnufélaga og forráðamenn
fyrirtækisins eru einstakir sóma-
menn sem allir virða að verðleikum.
Skóli lífsins hefur verið minn
skóli, því að hin eiginlega skóla-
ganga eins og nú er sagt, er
fljótsögð þar sem ég var aðeins þrjá
vetur í barnaskóla. 14 ára hóf ég
róðra á áraskipi á vetrarvertíð og
það var framhaldsskólinn auk vél-
stjóranámskeiðs löngu síðar.“
„Ertu sáttur við þennan skóla
lífsins?"
„Það er fjölbreytt útsýni frá
vegamótum langrar ævi. Þegar -ég
lít til baka þykir mér vænt um að
mér var gefið þrek til að vinna þetta
hættulega kafarastarf fyrir mína
kæru heimabyggð og þá ekki síður
er ég þakklátur skaparanum fyrir
þá vernd sem hann hefur veitt mér.
Það hefur verið ánægjulegt að lifa
þetta mikla framfaratímabil í sögu
þjóðarinnar og að hafa fengið að
vera þátttakandi í því að litlu leyti.
Þeim mun fleiri sem æviár mín
verða er ég sannfærðari um að Guð
er að verki í lífi mannanna og að
enginn smáfugl falli til jarðar án
hans vitundar, en það er staðföst
trú mín að framhaldslíf sé að
jarðlífi loknu. Mannlífið er misjafnt
og misjafnt það sem fyrir mönnum
vakir eins og skáldið segir, en vert
er hverjum manni að hafa í huga,
hvert sem hann stefnir, að mýksti
koddinn sem við sofum á er góð
samvizka."
-á.j.
Qli Valur Hansson:
Jólastjarna
— vinsœlt skammdegisblóm
Einn kunningi minn, sem upp
á síðkastið er farinn að sýna
inniblómum mikinn áhuga,
hringdi til mín fyrir nokkrum
dögum til að forvitnast um
plöntu, sem hann hafði komið
auga á er hann staðnæmdist við
blómabúðarglugga á ferð sinni
um borgina.
Ég bað manninn um lýsingu á
plöntunni og hún var í örstuttu
máli eftirfarandi: með meðalstór
dökkgræn blöð og áberandi
glæsilegum rauðum blóma-
kransi. Ég svaraði um hæl að
hér gæti ekki verið um annað að
ræða en jólastjörnu, enda væri
hennar tími þegar byrjaður.
Vinurinn vildi vissulega fá að
vita meira um plöntuna og varð
ég við þeirri ósk.
Eftir á að hyggja datt mér svo
í hug, að kannski léki ýmsum
fleiri hugur á einhverjum fróð-
leiksmolum um þetta stofublóm
sem án efa hlýtur ávallt að vekja
athygli þegar það stendur í
blómaskrúði.
Jólastjarnan tilheyrir ætt
mjólkurjurta, en ýmsar plöntur
innan hennar innihalda
mjólkurkvoðu.
Á latínu heitir plantan Euph-
orbia pulcherrima, en síðara
orðið táknar hin fegursta, sem
plantan að flestu leyti stendur
undir. Einnig hefur hún verið
nefnd Poinsettia á garðyrkju-
máli.
Jólastjarnan er náskyld kór-
alsprota, þyrnikórónu og ýmsum
öðrum stofublómum, en sum
þeirra líkjast oft fremur kaktus-
um en öðrum gróðri, og eru því
jafnan tekin fyrir að vera kakt-
usar.
Jólastjarna er í raun runni,
sem á heimaland í Mexico. Fyrir
nær tveim öldum, tóku þýski
náttúrufræðingurinn Alexander
von Humbolt og franski grasa-
fræðingurinn Bomplan sér ferð á
hendur til landa Mið- og Suður-
Ameríku þar sem þeir dvöldu í 5
ár við náttúrurannsóknir.
Meðal þess fjölbreytta gróð-
urs, sem þeir félagar rákust á á
ferðum sínum, var jólastjarna,
en víða í Mexico myndaði hún
allt að 5 m háa buska.
Þeim félögum tókst að senda
örlítinn plöntuanga til heima-
lands Humbolts, en hann varð
vísirinn að fyrstu jólastjörnu-
ræktun í Evrópu.
Þegar árið 1833 var farið að
örla á umtalsverðri jólastjörnu-
ræktun í Berlín, og smám saman
þokaðist hún til annarra landa.
Eftir því sem best er vitað,
mun planta Humbolts vera fyrir
hendi enn þann dag í dag sem
þurrkað eintak á hinu þekkta
grasasafni í Berlín-Dahlem.
Sem stofublóm náði jóla-
stjarnan ekki þeirri hröðu út-
breiðslu sem vænst hafði verið.
Megin ástæðan var léleg ending
hennar við þau skilyrði sem
almennt ríktu á heimilum, en
þar skorti fullnægan hita. Lengi
framan af var hún heldur ekki
ræktuð sem heitið gat sem
pottaplanta, heldur fyrst og
fremst til afskurðar, kannski
sökum þess að framleiðendur
réðu illa við vöxtinn.
Þeir sem stunduðu blómarækt
töldu sig þó eygja, að plantan
byði upp á möguleika, ef með
ráðum væri unnt að bæta hana.
Um síðir hófust kynbætur í
þessu skyni sem smám saman
báru það jíkulegan ávöxt, að nú
er svo komið að jólastjarnan
skipar hvarvetna orðið eitt
æðsta sæti sem haust- og jólab-
lóm. Hvað þetta snertir sækir
hún stöðugt á í útbreiðslu. Hlut-
ur kynbóta í þessum efnum er sá
að tekist hefur að framleiða
afbrigði sem búin eru þeim
eftirfarandi kostum að vera auð-
veld í ræktun, þétt vexti og lág,
og að endast vel. Hér kemur og
það til, að jólastjarnan er háð
daglengd um blómun, en um það
atriði var flest á huldu lengi vel
framan af. Var ræktunarmönn-
un því næsta ókunnugt um,
hvernig bregðast skyldi við með
ræktunina. Jólastjarnan er
þéttgreinótt með stakstæðum
sporöskjulega blöðum, sem oft-
ast eru með smáskerðingum, líkt
og á blöðum sumra eikarteg-
unda. Æðastrengir eru áberandi.
Sama gildir um blaðstilka, sem
oft eru rauðleitir. Þessi einkenni
gera plöntuna að ljómandi snot-
urri blaðplöntu. Blóm jólastjörn-
unnar, sem útaf fyrir sig eru
mjög athyglisverð, eru smá,
gulgræn og frekar óveruleg, þau
sitja á enda greinanna og eru
umlukin stórum óreglulega lög-
uðum, skærrauðum háblöðum
sem mynda tilkomumikla
stjörnu, en það eru háblöð þessi
sem flestir ætla að séu blóm
plöntunnar.
Ætlunarverk háblaðanna
ásamt hunangskirtlum sem
plantan ber er að vera sem
auglýsingaskilti eða aðdráttar-
afl fyrir þau skordýr sem eiga að
aðstoða við tímgun plöntunnar.
Auk þess að vera með rauð
háblöð, eru einnig til afbrigði
með bleikum og hvítum blöðum.
Eðlilegur blómgunartími jóla:
stjörnunnar er í skammdeginu. í
heimalandinu, Mexico, er hún
t.d. í fullu blómskrúði um jólal-
eytið, en þá varpa tíguleg háblöð
hennar ljóma á umhverfið.
Margir sem hafa brugðið sér í
jólafrí til Kanaríeyja munu og
hafa veitt því eftirtekt, að á
þeim tíma er jólastjarnana þar
einnig í blóma, enda er hún
algengur garðrunni þar suður
frá.
Jólastjarnan fer þegar að und-
irbúa blómmyndun sína þegar
daglengd er komin niður undir
12 klst. og blómgast um 10
vikum síðar. Hún er því skamm-
degisjurt og ágætt dæmi um
mikilvægi áhrif daglengdar á
blómgun.
Framleiðendur notfæra sér
þessa þekkingu sem daglengd-
arrannsóknir hafa leitt í ljós, og
haga störfum sínum á hliðstæð-
an hátt og með Chrysanthemum,
þ.e. myrkva plönturnar í allt að
14 kls. hvern sólarhring, þegar
þær hafa náð ákveðnum vaxtar-
þroska.
Með þessum brögðum er ekk-
ert því til fyrirstöðu að hafa
jólastjörnu blómstrandi á hvaða
tíma árs sem er. Hins vegar
binda framleiðendur venjuléga
blómgunarskeiðið við tímabilið
frá því í september og fram að
áramótum. Myrkvun til stýr-
ingar á blómgun tryggir einnig
að verulegu leyti, að plöntur
verði lágar og þéttvaxnar. Endr-
um og eins kemur þó fyrir að á
þetta skorti, en þá er vandamál-
ið leyst með ýmsum efnasam-
böndum, svonefndum vaxtar-
tregðuefnum, sem plöntur eru
ýmist úðaðar eða vökvaðar með,
en þau gera plöntustönglana
styttri og þar með alla plöntuna
þéttari. Að baki hverrar jóla-
stjörnu sem framleidd er í
gróðrarstöð liggur þannig heil-
mikið starf, sem byggir á niður-
stöðum margslunginna og ára-
langra rannsókna, en á því sviði
hefur mest kveðið að Banda-
ríkjamönnum og Norðmönnum,
og þó einkum þeim síðarnefndu.
Jólastjarna sem fengin hefur
verið þarf að standa á björtum
og hlýjum stað án dragsúgs.
Hagkvæmasta hitastigið er á
bilinu 18—22°, Lægri hita en 15°
þola þær ekki. Vökva þarf með
gætni. Ef mold er að staðaldri
rök, geta blöðin fallið. Þó þolir
hún hún ekki ofþornun, því þá
skrælna blöðin. Skyldi slíkt
henda, má prófa björgunarað-
gerð sem fólgin er í því að koma
plöntunni fyrir í fötu með 25—
30° heitu vatni í eina klst. Er
æskilegast að vatnið nái alveg
upp undir sjálf háblöðin.
Ánnars er ráðlegast að vökva
ætíð með ylvolgu vatni, og gefa
daufa áburðarlausn á 10 daga
fresti til að koma í veg fyrir að
plantan svelti, en þá gulna og
falla neðstu laufblöðin fljótlega,
eins og einnig á sér stað standi
jólastjarnan á of svölum stað.
Takist vel með umhirðu á
jólastjörnu heldur litur háblað-
anna sér vel langt fram á vetur.
Þegar dagar fara að lengjast má
klippa plöntuna eitthvað niður,
allt eftir stærð og síðan rækta
hana áfram sem blaðplöntu. Að
lokum mætti svo prófa að
myrkva hana í skáp í 30—40
daga. Daglegt myrkur þarf að
vera frá kl. 18—8 að morgni.
Ýmsir kynnu að hafa gaman af
því að reyna þetta og tækist
máski að rækta fram tilkomu-
mikla, já glæsilega inniplöntu,
sem lífgar upp í skammdeginu
innan um annan gróður og
húsgögn, hvort heldur er á
heimilum eða í öðrum húsakynn-
um þar sem manneskjur dvelja.