Morgunblaðið - 06.11.1979, Síða 20

Morgunblaðið - 06.11.1979, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 Nauðsynlegt að koma á verðtryggingu sparifjár Blaðinu barst í gær eftirfarandi bréf frá Kristjáni Oddssyni bankastjóra. Háttvirtu ritstjórar. í blaði yðar sunnudaginn 4. nóvember s.l. er opnugrein undir fyrirsögninni Skírteini eða fast- eign. Þar er rætt um verðbólg- una og þá erfiðleika, sem al- menningur hefur átt í við að verðtryggja fjármuni sína. Síðan er þessi spurning lögð fyrir nokkra aðila, sem sinna fast- eignasölu og sölu á verðtryggð- um spariskírteinum. „Hvort á almenningur að verð- tryggja sparifé sitt með því að kaupa verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs eða kaupa sér fast- eign?“ Því skal ekki móti mælt, að vérðbólgan undanfarin mörg ár hefur farið verst með sparifjár- eigendur í þessu þjóðfélagi og helzta ráð þeirra hefur verið að festa fjármuni sína í fasteign eða verðtryggðum spariskírtein- um, eftir að þau komu á markað- inn. En að mati bankamanna hefur nú orðið breyting á þessu, nú gefst mönnum tækifæri til að ávaxta fjármuni sína á fleiri vegu og því hefði ég álitið það sanngjarnt, að blaðið hefði einn- ig leitað til fulltrúa innláns- stofnana með svár við spurning- unni, sem hefði þá þurft að orðast á einhvern annan hátt t.d.. „Hvernig á almenningur að verðtryggja sparifé sitt? Kaupa verðtryggð spariskírteini ríkis- sjóðs, kaupa sér fasteign eða Kristján Oddsson leggja fé sitt inn á vaxtaauka- reikning í banka?" Eins og ég sagði hér að framan, hefur almenningur fram á þetta ár ekki haft aðra möguleika betri að verðtryggja fjármuni sína en á þann hátt, sem felst í spurningu blaðsins. En nú er að verða breyting á. Með lögum um stjórn efna- hagsmála o.fl. nr. 13/1979 er mörkuð sú stefna, að komið skuli á verðtryggingu sparifjár. Vaxtaákvarðanir á árunum 1979 og 1980 skuli við það miðaðar að verðtrygging sparifjár sé komið á í áföngum fyrir árslok 1980. í samræmi við þessi lög hækkuðu innlánsvextir 1. júní og 1. sept- ember sl. um samtals 7.5% og eru nú hæstu innlánsvextir 39.5%. Samkvæmt fyrrgreindum lögum munu vextir verða end- urskoðaðir aftur 1. desember n.k. í fréttatilkynningu Seðlabank- ans um vaxtahækkunina 1. sept- ember sl. segir svo m.a: „Þótt með framangreindri hækkun verðbótaþáttar sé búið að brúa tvo sjöundu hluta bilsins milli vaxtastigsins fyrir júní sl. og áætlaðs verðbólgustigs nú, eins og upphaflega var að stefnt, nægir þessi breyting þó ekki til þess að halda óbreyttum raun- vöxtum. Þessu veldur hin mikla aukning verðbólgustigsins til óvæntra utanaðkomandi hækk- ana á olíuverði. Er ekki óeðlilegt, að nokkuð hægi á í framsókninni til fullrar verðtryggingar við þessar aðstæður, enda von til þess, að hér sé að nokkru um tímabundin ytri verðbólgutilefni að tefla.“ Það sem skipti meginmáli er þó það, að nú er ákveðið í lögum þessa lands, að spariíé lands- manna skuli að fullu verðtryggt. Og sú verðtrygging skal nást í áföngum á næstu tólf mánuðum. Ég er sannarlega þeirrar skoð- unar, að sem flestir einstakl- ingar eigi þess kost að búa í eigin húsnæði. Mér finnst einnig eðlilegt og sjálfsagt, að ríkið gefi út og selji verðtryggð spariskírt- eini í einhverjum mæli til að afla fjár til hagkvæmra fram- kvæmda. En jafn fráleitt er að minni hyggju að almenningur sé nauðbeygður til að beina fjár- munum sínum eingöngu í þessa tvo farvegi til að varðveita verðgildi sparifjár síns vegna þess að annarra kosta hefur ekki verið völ. Þess vegna var nauð- synlegt að koma verðtryggingu sparifjár á. Og kostirnir við að eiga peninga verðtryggða í banka fram yfir að binda þá í fasteignum eða verðtryggðum spariskírteinum eru líka aug- ljósir. Það er kostnaðarsamt að reka fasteign, það þarf að halda henni við, fasteignagjöld og fast- eignaskattar eru háir, og svo eru óþægindi við að standa í að leigja hana. Þá getur orðið tímafrekt og kostnaðarsamt að selja fasteignina og losa þannig fjármagnið, ef á þarf að halda. Spariskírteini ríkissjóðs eru bundin í fimm ár a.m.k. og þarf því að leita til verðbréfamarkað- arins, ef þarf að losa þau fyrir innlausnartíma. Og verðbréfamarkaðurinn á íslandi er ekki mjög þróaður enn sem komið er eins og flestir vita. Peningar í banka eru aftur á móti lengst bundnir í tólf mán- uði (vaxtaaukareikningar með 12 mánaða uppsagnarfresti). Að þeim tíma liðnum eru þeir laus- ir, ef menn þurfa að nota þá. Engin fyrirhöfn. Aðeins að koma í bankann og fá þá afhenta. Og þegar fullri verðtryggingu verð- ur náð eftir rúmlega eitt ár, í desember 1980, þá þurfa menn aðeins að leggja fé inn á þriggja mánaða vaxtaaukareikning til að fá sömu vexti og gildandi verðbólgustig verður. Og kost- irnir eru vissulega fleiri. Sparifé almennings í bönkum er skatt- frjálst, ef viðkomandi skuldar ekki meir en sem nemur Hús- næðismálastjórnarláni. Auk þess er þjóðhagslegt að sparifé landsmanna sé sem mest varð- veitt í innlánsstofnunum, þær veita fjármagninu út í atvinnu- lífið og tryggja atvinnufyrir- tækjum rekstrarfé og fólkinu í landinu þar með atvinnu. Virðingarfyllst, Kristján Oddsson bankastjóri Verzlunarbanka íslands hf. Jón G. Sólnes fyrrv. alþingismaður: Hvers vegna ekki profkjör um lista Jóns G. Sólness og félaga hans? Mér er það mjög á móti skapi að þurfa að standa í ritdeilum við þá miklu heiðurskonu frú Svanhildi Björgvinsdóttur, sem nú skipar sæti formanns kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. En grein í Mbl. í gær með ofangreindu heiti og ummæli frú Svanhildar í þeirri grein eru þess eðlis, að ekki verður hjá því komist að koma á framfæri nokkrum at- hugasemdum af minni hálfu. I umræddri blaðagrein er skil- merkilega skýrt frá ályktun sem samþykkt var á fundi kjördæmis- ráðs hinn 31. okt. sl. Hins vegar er alveg forðast að geta þess, að þrátt fyrir gífurlegan áróður núverandi forystumanna kjördæmisráðs og framboðslista þess, þá var umrædd ályktun alls ekki samþykkt ein- róma eða samhljóða. Um þessa ályktun fór fram leynileg atkvæða- greiðsla í kjördæmisráði og var ályktunin samþykkt með 44 atkv. gegn 2 en 3 sátu hjá. Ég vil í þessu sambandi benda á og leggja á það ríka áherslu að það er á allra vitorði sem fylgjast með í þessum málum, að bak við mótatkvæðin og hjásetuatkvæðin er verulega stór hluti kjósenda Sjáifstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Með þessa staðreynd fyrir augum er ekki óeðlilegt að sú skoðun komi upp í huga þeirra stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins í þessu kjördæmi, sem í reynd bera fyrst og fremst gengi og velferð flokksins fyrir brjósti, hvort ekki sé vafasamt, að meira sé ekki sagt, að sá meirihluti, sem fékkst á umræddum fundi kjördæmisráðs, sé hæfur til þess að taka jafn örlagaríka ákvörðun um málefni flokksins eins og gert er í fyrrgreindri samþykkt. Þá er rétt að benda á í sambandi við undirbúning framboðs flokksins hér í sambandi við væntanlegar alþingiskosningar, að það er í fyrsta skipti sem fram kemur með skipu- legum hætti ósk frá fjölmennum hópi ágætra flokksbundinna og stuðningsmanna flokksins um að viðhaft verði prófkjör að þessu sinni. í hópi þeirra á fimmta hundrað aðila sem undirrituðu lista um ósk um prófkjör voru margir eldheitir stuðningsmenn flokksins, Nokkrar at- hugasemdir útaf grein með þess- ari fyrirsögn í Morgunblaðinu sem um margra ára bil hafa verið máttarstólpar flokksins á svo mörg- um sviðum. Hvernig er svo brugðist við óskum þessara aðila i fyrsta skipti sem þeir með skipulegum, ákveðnum hætti bera fram óskir um prófkjör? Óskum þessara aðila er gersamlega hafnað og að mínum dómi og fjölmargra annarra með óvenjulega harðsvíruðum og óviðurkvæmilegum hætti. Og nú skal það koma fram sem fullyrðing mín, að þó að eitt þúsund nöfn hefðu verið á umræddum listum, hefði óskum um prófkjör samt verið hafnað. Af hverju kunna menn að spyrja? Svarið er, að núverandi forysta kjördæmisráðsins var búin að ákvarða stefnuna í þessu'máli, sem einfaldlega fólst í því að Jón G. Sólnes skyldi undir engum kring- umstæðum fá að halda því sæti sem hann hefur skipað á lista flokksins að undanförnu. Þetta er sannleikur- inn í málinu — bláköld staðreynd. Þegar slíkar staðreyndir liggja fyrir og ég hefi hér verið að lýsa, eru menn þá undrandi yfir því að einhverjum hitni í hamsi og láti sér detta í hug að nota sér af heimild um framboð á vegum flokksins sem beinlínis er lögheimiluð. 41. gr. laga um kosningar til Alþingis er svohljóðandi: „Nú eru fleiri en einn listi boðnir fram fyrir sama stjórnmálaflokk í kjördæmi, og skal þá merkja þá: A, AA, B, BB, C, CC, o.s.frv. Listi, sem boðinn er fram utan flokka, er merktur bókstaf í áframhaldandi stafrófsröð á eftir flokkslistum." Ákvæði framangreindrar laga- greinar, sem hefur verið í kosn- ingalögum síðan núverandi kjör- dæmaskipan tók gildi, eru alveg skýlaus. Þessi ákvæði eru beinlínis til þess að vernda rétt stuðnings- manna eins stjórnmálaflokks til þess að standa að sjálfstæðu fram- boði á vegum flokksins ef svo ber undir, þannig að þó sé tryggt með sérstakri merkingu listans að hlut- aðeigandi stjórnmáiaflokkur njóti að fullu þeirra atkvæða — sem slíkur listi kann að fá í kosningum. Framboð okkar stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra er byggt á ákvæðum framangreindrar laga- greinar eins og greinilega er tekið fram í bréfi mínu til formanns kjördæmisráðs og birt var í um- ræddri grein í Mbl. en ég vil hér með ítreka eftirfarandi ummæli sem þar standa: „Tilgangur þeirra, sem standa að þessu framboði, er ekki sá að gera tilraun til þess að sundra flokknum innan þessa kjördæmis, heldur aðeins tryggja það, að öll atkvæði flokksins í þessu kjördæmi komi flokknum til góða.“ Ég treysti því að framangreind ummæli taki af öll tvímæli um það, að fyrir okkur, sem stöndum að sérframboði, sé tilgangurinn sá að flokkurinn geti náð í þessum kosn- ingum öllum þeim styrkleik sem hann hugsanlega á og getur fengið. Það er sveit vaskra manna, sem stuðla að gengi lista kjördæmisráðs og við sem vinnum að sérlistanum höfum fullan hug á því að láta ekki okkar hlut eftir liggja. Samanlagðir kraftar þessara aðila eiga því örugg- lega að geta skilað flokknum hinum bésta árangri. Frá mínum bæjar- dyrum séð, mætti með réttu nefna baráttu þá sem framundan er nokk- urs konar lögverndað prófkjör stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks- ins í þessu kjördæmi. Mér skilst að í samþykkt kjör- dæmisráðs á fundinum 31. okt. sl. sem, eins og ég hefi skýrt hér að framan, var hvorki gerð einróma eða samhljóða, sé ætlunin að skjóta sér á bak við viðbótarákvæði sem sett var við 27. gr. kosningalaga á árinu 1968. Þessi ákvæði voru sett inn í lögin af sérstöku tilefni sem ég fullyrði að ekki er fyrir hendi í Norðurlandskjördæmi eystra nú. Að ætla sér að vísa á burtu og útiloka þátttöku og áhrif fjölmargra ágætra og traustra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins hér í kjördæm- inu í væntanlegum Alþingiskosning- um, til fulltingis fyrir flokkinn: í fyrsta lagi með tilvísun til ákvæða kosningalaga, sem sett eru vegna tilefnis sem enga hliðstæðu á í þessu kjördæmi nú. I öðru lagi með samþykkt kjör- dæmisráðs, sem hvorki er einróma né samhljóða og ekkert liggur fyrir um að njóti stuðnings meirihluta stuðningsmanna flokksins í kjör- dæminu. Tel ég slikt ofríki og gjörræði á jafn örlagaríkum tímum og nú ganga yfir, að ég trúi því ekki að jafn reyndir og skynsamir aðilar og valist hafa til forystu í æðstu stjórn flokksins svo og í kjördæmisráði, sjái ekki að sér og dragi slíkar samþykktir til baka meðan tími er til. Til þess að auðvelda aðilum ákvarðanatöku, vil ég í allri vin- semd benda þeim á að taka sér í hönd hina frábæru bók Ármanns heitins Sveinssonar, „MANN- GILDI". Hvernig væri t.d. að byrja á bls. 33 og lesa með athygli grein sem nefnist: „Stóraukið flokksræði“ Alvarleg atlaga að svigrúmi ein- staklinganna í stjórnmálaflokkun- um“. Jón G. Sólnes. Þær ábendingar og athuganir sem koma fram í ofangreindri grein, hafa kannski aldrei átt meira erindi til sjálfstæðismanna hvar á landinu sem þeir eru, en einmitt nú. Ot af ummælum formanns kjör- dæmisráðs, að erfitt hafi verið fyrir formann kjörnefndar að ná af mér tali, vil ég taka það fram, að eftir fund kjördæmisráðs 20. okt. sl. lá alveg ljóst fyrir mér að hverju stefndi um afstöðu meirihluta kjör- dæmisráðs og kjörnefndar gagnvart mér persónulega. Ég hefi gert grein fyrir þessum málum áður hér í Mbl. og hefi engu við það að bæta. Lái svo mér hver sem vill, þó að ég hafi verið viðræðutregur við formann kjörnefndar og aðra um það, með hvaða hætti pólitísk aftaka mín skyldi fara fram. Fyrir fjarveru minni á fundi kjördæmisráðs 31. okt. sl. voru fullgildar ástæður sem ég gerði grein fyrir í bréfi mínu s.d. til formanns kjördæmisráðs. Spurningar formanns kjördæmis- ráðs um það, af hverju ég hafi ekki komið á fund kjördæmisráðs til þess að óska eftir leyfi ráðsins til þess að bera fram lista í nafni flokksins og hvers vegna ekki hafi farið fram prófkjör um val á þeim lista sem ég og fleiri ágætir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins standa að kunna að þykja góðar (sbr. í mæltu máli „þetta var góð spurning") — mér finnst það nú ekki, en það er annað mál. Ég ætla aðeins að svara síðari spurningu formannsins með annarri spurningu. Er formaður kjördæmisráðs að gefa í skyn, að kjördæmisráð hefði verið fáanlegt að standa fyrir slíku prófkjöri? Eða átti kannski með þeim hætti að afla viðbótarupplýsinga fyrir kosn- ingaskrifstofu kjördæmisráðsins, en mér skilst að uppistaðan í starfi þeirrar skrifstofu undanfarið hafi verið að notast við þær upplýsingar sem fengust við tilkomu þeirra lista, sem innihéldu nöfn á fimmta hundrað stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins og upphaflega ósk- uðu eftir prófkjöri. Það er gott fyrir þá, sem unnu að því að safna þeim undirskriftum, að vita að starf þeirra virðist vera metið að ein- hverju, þó með öðrum hætti sé en upphaflega var til ætlast. Ég vil ljúka þessum línum með því að láta í ljós þá einlægu ósk mína og von að þrátt fyrir þann skoðanaágreining sem kann að vera á milli einstakra aðila, þá takist okkur öllum velunnurum Sjálfstæð- isflokksins að vinna flokknum mikið og gott gagn íhöndfarandi kosning- um. Formann kjördæmisráðs kveð ég með virðingu og mikilli vinsemd. Akureyri, 3. nóv. 1979. Jón G. Sólnes.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.