Morgunblaðið - 06.11.1979, Side 47
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979
25
Guimar setti Evrópumet
Skúli dæmdur úr leik
ÍSLENSKU kraftlyftingamenn-
irnir sem þátt tóku i heimsmeist-
arakeppninni í kraftlyftingum
um helgina i Ohaio í Bandaríkj-
unum stóðu sig með mikilli prýði
þó ekki tækist þeim að komast á
verðlaunapallinn. Ein helsta von
okkar á mótinu, Skúli Óskarsson,
sem varð sér úti um silfurverð-
laun í siðustu keppni, varð fyrir
því óhappi að falla úr keppninni.
Skúli gerði ógilt í hnébeygju.
Hann byrjaði á 190 kg þyngd og
tókst að lyfta henni en beið ekki
eftir klappi frá dómurunum áður
en hann hóf lyftuna og var lyftan
þvi dæmd ógild. í annari tilraun
Skúla rifnuðu keppnisbuxur
hans, og um leið hlaut hann
slæman hnykk og lyftan mis-
tókst. Nú voru góð ráð dýr þvi
aðeins tvær mínútur voru í næstu
tilraun. Það tókst þó að bjarga
keppnisbuxunum og koma Skúla
i þær timanlega þó að naumt
stæði. En allt þetta hafði slæm
áhrif á kappann og i siðustu
tilrauninni mistókst honum að
lyfta 190 kg og var þar með úr
keppninni. Sannarlega leiðinlegt,
því að hann hafði búið sig vel
undir þessa keppni.
Skúli keppti í 75 kg flokki,
sigurvegari varð Bandaríkja-
maðurinn Mark Brigdes og var
hann í algjörum sérflokki, lyfti
samanlagt 830 kg. Var það 80 kg
meira en næsta manni tókst að
lyfta. Mark er heimsmethafi í
þessum flokki. Annar varð Kan-
adamaður, lyfti hann 750 kg.
Svíinn Backlund varð þriðji með
740 kg, bætti fyrri árangur sinn
um 15 kg.
Sverrir Hjaltason keppti í 82.5
kg flokki og varð sjötti af 14
keppendum. Sverrir bætti fyrri
Lyftlngar
• Skúla mistókst í hnébeyjunni á HM i lyftingum og var því dæmdur
úr leik. Ekki hans dagur greinilega.
árangur um 17,5 kg, lyfti 260 kg í
hnébeygju, 155 kg í bekkpressu og
300 kg í réttstöðulyftu. Bretinn
Russ Colins sigraði í þessum
flokki, lyfti 815 kg samanlagt.
Gunnar Steingrímsson keppti í
90 kg flokki og varð í fimmta sæti
af tíu keppendum. Gunnar lyfti
300 kg í hnébeygju, 180 kg á bekk
og gerði sér lítið fyrir og setti
Ísl.-Norðurl.- og Evrópumet í
réttstöðulyftu, fór upp með 330 kg.
Samtals setti Gunnar 5 íslands-
met á mótinu. Gunnar, sem er frá
Vestmannaeyjum, hefur sýnt
miklar framfarir í lyftingaíþrótt-
inni á undanförnum árum. Sigur-
vegari í þessum flokki varð Cam-
pel frá Bandaríkjunum, lyfti 870
%
Oskar Sigurpálsson keppti í 110
kg flokki og hafnaði í fimmta sæti.
Óskar lyfti 330 kg í hnébeygju, 175
kg á bekk og 315 í réttstöðulyftu,
samanlagt 820 kg. Sigurvegarinn í
flokknum lyfti 965 kg, var það
Bandaríkjamaðurinn Cook.
í yfirþungavikt stóð Arthur
Bogason sig með ágætum, lyfti
822,5 kg samanlagt sem er mesta
þyngd sem nokkur íslendingur
hefur lyft svo vitað sé í keppni.
Arthur hafnaði í fimmta sæti í
sínum þyngdarflokki. Sigurvegar-
inn í flokknum lyfti 1040 kg. Lars
Hedlund er sigraði hér heima á
NM-mótinu varð í þriðja sæti,
lyfti 962,5 kg.
íslenska liðið hafnaði í 9. sæti á
mótinu af 17 þátttökuþjóðum.
Fararstjóri íslenska liðsins og
formaður lyftingasambands
Islands, Ólafur Sigurgeirsson, var
dómari á mótinu. — þr.
Elnkunnagjðlin
Keppt á hljólaskíðum
INGÓLFUR Jónsson varð
Reykjavíkurmeistari í keppni á
hjólaskiðum, en fyrsta keppnin i
þeirri íþróttagrein fór fram í
Mosfellsdal um heigina. Keppni
fer fram eigi ósvipað og um
skiðagöngu væri að ræða, en
gengið er 8 kílómetra.
Tími
Ingólfs var 25 minútur og 9
sekúndur. 5 menn kepptu, en
nokkrir forfölluðust af
óviðráðanlegum ástæðum, voru
það skiðamenn Ólafsfirðinga.
Annar varð Aðalsteinn Guð-
mundsson, tími hans var 28,38
minútur. Þriðji varð svo Páll
Guðbjörnsson á 31,18 mínútum,
en þess má geta, að Páil er ekki
nema 50 ára.
Það var einnig keppt í kvenna-
flokki, en fjórar dömur skráðu
sig. Rannveig Helgadóttir var
sigurvegari og systir hennar
Helga varð önnur. Þær Ástþórs-
dætur Hulda og Hlin urðu í 3.-4.
sæti, en kvenfólkið gekk 3 kiló-
metra.
Lið UMFN
Gunnar Þorvarðarson
Guðsteinn Ingimarsson
Brynjar Sigmundsson
Jónas Jóhannesson
Stefán Bjarkason
Július Valgeirsson
Sturla örlygsson
Ingimar Jónsson
Jón Matthíasson
Lið Fram.
3 Simon Ólafsson 3
2 Þorvaldur Geirsson 2
2 Björn Magnússon 1
2 Ómar Þráinsson 1
2 Björn Jónsson 1
2 Guðmundur Hallsteinsson 1
1 Þórir Einarsson 1
1 Hilmar Gunnarsson 1
l Ágúst Jónsson 1
Dómarar.
Sigurður Valur Halldórsson og
Jón Otti ólafsson — 3.
Atakalítill sigur Njarð-
víkinga gegn nýliðum Fram
NJARÐVÍK átti ekki í erfiðleik-
um með að sigra Fram, eina liðið
i úrvalsdeildinni enn án stiga, i
Njarðvikum á laugardag.
Njarðvíkingar sigruðu Fram
86—75 í úrvalsdeildinni i körfu-
knattleik. Viðureign Njarðvík-
inga og Framara var ekki viður-
eign mikilla tilþrifa. Sérstaklega
var leikurinn daufur framan af
og litið skorað — hittni beggja
liða ákaflega slæm, mikið um að
leikmenn tækju of mörg skref og
rangar sendingar margar.
Njarðvíkingar náðu þegar
undirtökunum en skorun var
mjög lág. Eftir 10 mínútna leik
var staðan 14—10 Njarðvík í vil.
Suðurnesjamenn náðu að auka
þann mun i niu stig, 19—10, en
þegar aðeins þrjár mínútur voru
til leikhlés skildu þrjú stig,
27—24. Þá hins vegar var engu
líkara en Suðurnesjamenn segðu
hingað og ekki lengra — loka-
kaflann skoruðu þeir 11 stig
gegn aðeins þremur Fram og
leiddu 38—27 í leikhléi.
Það var fyrst og fremst góður
leikur Gunnars Þorvarðarsonar,
sem tryggði Njarðvíkingum for-
ustu. Hann var drjúgur við að
skora í fyrri hálfleik — brást vart
UMFN—Fram
86—75
skot, ólíkt því sem var með suma
félaga hans. Þannig skoraði Ted
Bee ekki stig í fyrri hálfleik og var
undarlega mistækur en hann hef-
ur undanfarið átt við meiðsli að
stríða. Leikmenn Fram mættu
ákveðnir til síðari hálfleiks og
þegar sex mínútur voru liðnar af
síðari hálfleik skildu aðeins tvö
stig — 44—42. Þá tóku Suður-
nesjamenn á honum stóra sínum,
settu leikreyndari menn liðsins
inn á og skoruðu grimnit, 15 stig
gegn aðeins tveimur á næstu
þremur mínútum. Staðan breytt-
ist í 59—44. Á 13. mínútu fékk
John Johnson sína fimmtu villu
eftir að hafa áður fengið tækni-
víti. Hann var allt annað en
ánægður með úrskurð dómara og
hafði flest á hornum sér í leiknum.
Það var til að munda ljótt að sjá
til hans þegar Guðmundi Hall-
steinssyni hafði orðið á að missa
knöttinn og brjóta síðan á
Njarðvíking þannig að UMFN
fékk þrjú stig. John Johnson
grýtti knettinum rétt fyrir ofan
höfuð Guðmundar, sem var síðan
umsvifalaust tekinn útaf og
skammaður þar af félögum sínum.
Ekki beint hvetjandi til að byggja
upp ungan leikmann.
Nú en Johnson fór útaf á 13.
mínútu. Þá var staðan 65—51.
Staðan breyttist lítt þær mínútur
sem eftir voru. Njarðvíkingar
héldu sínum hlut örugglega —
leyfðu öllum leikmönnum að
reyna sig. Ekki bara í lok leiksins
þegar sigur þeirra var tryggður
heldur einnig í fyrri hálfleik.
Ákaflega jákvætt fyrir hina ungu
leikmenn liðsins — þessu er ekki
að heilsa hjá Fram. Einkennandi
fyrir liðið hvað hinir ungu leik-
menn eru taugaóstyrkir og treysta
sjálfum sér lítið. Liðið byggir bara
á þremur til fjórum leikmönnum.
Aðrir nánast statistar, jafnvel
landsliðsmenn.
Gunnar Þorvarðarson var að
öðrum Suðurnesjamönnum ólöst-
uðum bezti maður liðsins. Þá átti
Jónas Jóhannesson góðan leik,
skorar ekki mikið en geypisterkur
í vörninni. Guðsteinn Ingimarsson
stjórnar öllu spili liðsins, Brynjar
Sigmundsson drjúgur og Ted Bee
óx þegar á leikinn leið. Greinilegt
að hann er að ná sér af meiðslum.
Hjá Fram var Símon Ólafsson
yfirburðamaður. Hann var að vísu
mjög daufur í fyrri hálfleik —
skoraði þá ekki stig en í síðari
hálfleik var hann óstöðvandi og
skoraði þá hvorki meira né minna
en 26 stig. John Johnson skoraði
18 stig en mér er til efs að gildi
hans fyrir liðið sé í réttu hlutfalli
við stigafjöldann, sem hann skor-
ar. Þá var Þorvaldur Geirsson
sterkur, bæði í vörn og sókn. Aðrir
leikmenn höfðu lítil áhrif á gang
leiksins hjá Fram.
Stig UMFN skoruðu: Gunnar
Þorvarðarson 18, Brynjar Sig-
mundsson 15, Guðsteinn Ingi-
marsson 13, Ted Bee 11, Stefán
Bjarkason 8, Ingimar Jónsson og
Júlíus Valgeirsson 6, Jónas Jó-
hannesson 4, Sturla Örlygsson og
Jón Matthíasson 2. Allir leikmenn
UMFN skoruðu því stig. Hjá Fram
var Símon Ólafsson stigahæstur
með 26 stig, John Johnson skoraði
18, Þorvaldur Geirsson 17, Ómar
Þráinsson og Björn Jónsson 5 hvor
og Björn Magnússon 4 stig. Dóm-
arar voru Sigurður Valur Hall-
dórsson og Jón Otti Ólafsson.
H.Halls.
Gunnar Páll vann
Öskjuhlióarhlaupió
• Kristján
Guðmundar
vonast eftir
liða mest á
fyrir.
Ljósm. Mbi. Kristján..
Arason laumar knettinum laglega inn á Iínu til
Magnússonar, samvinna sem áhangendur FH eru að
í vetur, í leiknum gegn Dönum ytra. íslenska liðið kom
óvart í keppninni, reyndist sterkara en nokkurn óraði
GUNNAR Páll Jóakimsson ÍR
bar öruggan sigur úr býtum í
Öskjuhlíðarhlaupinu sem fram
fór á sunnudag. Alls tóku 16
karlar og tvær konur þátt í
hlaupinu sem er hið fyrsta nokk-
urra vetrarhlaupa víðavangs-
hlaupara. Hlaupnir voru tveir
hringir um Öskjuhlíðina eða alls
tæpir átta kilómetrar.
Gunnar Páll tók forystu í
hlaupinu í upphafi ásamt félaga
sinum úr ÍR, Ágústi Ásgeirssyni.
Fylgdust þeir að lengst af, en er
um einn kílómetri var eftir tók
Gunnar mikinn sprett sem færði
honum öruggan sigur. Thelma
Björnsdóttir sigraði í kvenna-
flokki. en auk hennar hljóp
í
Hanna Friðgeirsdóttir ÍR
kvennaflokki. Úrslitin urðu ann-
ars sem hér segir:
Karlar:
1. Gunnar P. Jóakimsson lR
2. Ágúst Ásgeirsson ÍR
3. Ágúst Gunnarsson UBK
4. Jóhann Sveinsson UBK
5. Jóhann Heiðar ÍR
6. Guðmundur Gislason Á
7. Gunnar Kristjánsson Á
8. Einar Sigurðsson UBK
9. Leiknir Jónsson Á
10. Óskar Guðmundsson FH
11. Sigurjón Andrésson IR
12. Þórarinn Sveinsson HSK
13. Ársæll Benediktsson ÍR
14. Guðmundur Ólalsson IR
15. Kristján Magnússon Á
16. Kristinn Hjaltalin Á
Konur:
1. Thelma Björnsdóttir UBK
2. Hanna Friðgeirsdóttir ÍR
min.
25:25,2
25:47,2
26:45,6
26:52,8
27:48,0
27:57,8
28:11,2
28:12,0
28:25,8
29:00.0
29:24,4
30:55,2
31:14,2
31:23,4
32:34,6
34:33,0
min.
16:07,6
18:16,8
Allir í
eyðimörkina!
SAUDI-Arabar áttu lið á HM
unglinga i handknattleik eins og
fram kom og var lið þeirra meðal
þeirra sem Island lagði að velli í
keppninni. Olíuprinsarnir eru al-
gerir byrjendur í íþróttinni eins
og úrslit í leikjum þeirra bera
með sér. En þeir ætla sér stóran
hlut i framtiðinni, handboltinn
fellur í góðan jarðveg þarna
suður á eyðimörkunum.
Arabarnir eiga næga peninga og
seðlarnir eiga að vera stökkpallur-
inn að heimsmælikvarða í hand-
bolta. í Arabíu eru nú 20 félög sem
stunda handknattleik og á HM
unglinga í Danmörku var gert
opið standandi tilboð. Arabarnir
buðu þá suður með sér 40 leik-
mönnum úr 8 efstu liðum keppn-
innar (þ.á m. íslandi) og eiga tveir
að leika með hverju félagi. Hver
sem vill getur farið og kjörin, sem
í boði eru, eru ekkert minna en
æðisgengin. Skattfrjálsar tekjur,
einkabifreið (ekki af smærri gerð-
inni), einbýlishöll auk urmul
fríðinda. Bara fyrir það að leika
handbolta og stuðla að kennslu
íþróttarinnar í Arabíu.
Ekki er vitað um undirtektir á
þessu stigi, en eins og að framan
greinir, fengu menn næði til að
hugsa sig um. Talið er að a.m.k.
einhverjir dönsku leikmannanna
hafi haft áhuga á að reyna sig, en
hvort einhverjir íslendingar hafi
áhuga er ekki vitað. Öruggt má
telja að austantjaldspiltarnir fari
hvergi þó þeir hefðu kannski á því
áhuga.
gg.
Islenska liðið átti enn betra skilið
HM unglinga i handknattleik
er nýlokið og Island hafnaði þar í
7. sæti eins og fram hefur komið.
Það er sannarlega stórgóður ár-
angur, en leitt til þess hins vegar
að vita, að ísland hafði betra liði
á að skipa en sum liðanna sem
Iéku um efri sæti.
Þetta kann að hljóða remb-
ingslega, en undirritaður sá þrjá
siðustu leiki íslenska liðsins i
Danmörku og fullyrðir, að með
heppni hefðu þeir allir getað
unnist. Fyrst var leikurinn gegn
Dönum. Danir voru logandi
hræddir fyrri leikinn og til
marks um það má benda á, að
leikmenn og þjálfari liðsins lágu
yfir myndspólum af íslenska lið-
inu i samtals átta kiukkustundir.
Og þegar islenska liðið hitaði
upp fyrir leikinn, stóð Michael-
sen þjálfari í dyragættinni og
starði á leikmenn liðsins allt þar
til upphitun var lokið og leikur-
inn átti að hefjast. Leikurinn
æxlaðist siðan þannig, að hann
var í járnum allt fram yfir
fertugustu minútu, en þá meidd-
ist Andrés Kristjánsson illa og
var borinn burt, rakleiðis á
sjúkrahús. Leikurinn tafðist við
þetta í tíu mínútur og voru
lslendingar ekki samir eftir það,
enda hafði Andrés átt stórleik.
Þrátt fyrir að fslendingar misstu
að nokkru leyti móðinn, var
aðeins eins marks munur Dönum
i hag rétt fyrir leikslok, en tvö
hraðupphlaup Dana gerðu út um
leikinn. í heiidina séð, var lítill
munur á liðunum, ef nokkuð var,
þá lék ísland skipulegri hand-
knattleik, Danir byggðu mikið á
einstaklingsframtaki tveggja
geysisterkra leikmanna.
Eftir leikinn voru Danir léttir á
sér. „Við unnum þrátt fyrir að
þessi og/eða hinn var meiddur" og
fleira í þessum dúr sást í dönsku
blöðunum. Þegar leikur Dana og
Rússa nálgaðist, fóru Danir að
búa almenning undir tapið. „Þessi
er meiddur," hinn getur ekki
leikið" o.s.frv. Svo töpuðu Danir
auðvitað fyrir Rússum, enda voru
birnirnir með langbesta liðið á
mótinu. En þjálfari rússneska
liðsins sagði samt sem áður, að
erfiðasti leikur sinna manna hefði
verið gegn íslandi. Danir töluðu
mikið um hina sterku og „brutale"
íslendinga eftir leik Islands og
Dana. Það væri ekki úr vegi að
spyrja hver var grófur og hver
ekki þegar athugað er, að fleiri
Danir voru reknir af leikvelli en
íslendingar. Staðreyndin var sú,
að bæði liðin tóku hressilega á, en
að Danir hafi verið einhverjir
saklausir englar er út í hött.
Síðan kom leikurinn gegn Ung-
verjum. Hann tapaðist 14—17.
Það var grátlegt. Nálægt miðjum
síðari hálfleik hafði ísland 4 mörk
yfir og stefndi í öruggan sigur
gegn flatneskjulegu liði Ungverja.
En ,þá hljóp allt í baklás og
Ungverjar sigu fram úr, án þess
að leika betur en þeir gerðu fyrr í
leiknum. Jóhann Ingi þjálfari
taldi skýringarnar vera sálfræði-
legs eðlis og eiga rætur að rekja til
tapsins gegn Dönum. Á það skal
ekki lagður dómur, en hitt er víst,
að íslenska liðið var heilum gæða-
flokki betra en það ungverska
meðan vel gekk. Samt var liðið
fjarri sínu besta í leiknum.
Liðið sannaði síðan að það var
engin tilviljun að Vestur-Þjóð-
verjar voru lagðir að velli, þegar
ísland mætti Austur-Þjóðverjum í
keppni um 7.-8. sætið. Eftir
jafnan fyrri hálfleik lék islenska
liðið það þýska 9undur og saman,
vann að lokum með þriggja marka
mun, en náði mest sjö marka
forystu í leiknum.
Viðbúið er að íslenska liðið hefði
gert enn betur í keppninni, ef liðið
hefði leikið fleiri æfingaleiki við
öflug lið. Sjálfir sögðu íslensku
strákarnir, að þá hefði skort
einmitt slíka þjálfun, en ef frá er
talinn leikur liðsins gegn Tékkum
á Selfossi, lék íslenska unglinga-
landsliðið einungis æfingaleiki við
íslenska A-landsliðið og félagslið.
í þessu sambandi má geta þess, að
lið Vestur-Þjóðverja lék 10—12
landsleiki áður en í keppnina kom.
Mjög mikilsvert atriði í sam-
bandi við frammistöðu íslenska
liðsins eru sumaræfingarnar, en
unglingalandsliðshópurinn æfði
markvisst saman í allt sumar, auk
þess sem flest félagsliðin íslensku
æfðu í sumar, en það er nýlunda
hérlendis. Þetta hafði það í för
með sér, að líkamleg þjálfun
leikmanna liðsins var í góðu lagi.
Var einkum merkilegt að fylgjast
með liðinu í síðasta leik HM á
fimmtudaginn gegn Austur-
Þjóðverjum. Þar keyrði íslenska
liðið á fullum krafti frá fyrstu
mínútu til hinnar síðustu. Var
erfitt að trúa því að leikurinn væri
sá áttundi á tíu dögum. Austur-
Þjóðverjarnir sprungu gersamlega
og áttu ekkert svar við líkamlegu
úthaldi íslensku piltafina.
Um þetta sagði Theodór Guð-
finnsson: „Um tíma í leiknum var
ég að niðurlotum kominn og slag-
aði áfram eins og draugur. Síðan
komst ég yfir þreytuna, þar kom
sumarþjálfunin í ljós, ég hef
aldrei veriö í jafn góðri þjálfun
áður.“ Það virðist óhjákvæmilegt
annað en að íslensk lið undirbúi
sig meira eða minna allt árið, eí
takast á að halda í við þá bestu í
íþróttinni. Það er greinilegt aé
Islendingar standa vel að vígi
varðandi framtíðina, þarna er á
ferðinni góður kjarni að komandi
landsliði. Sagði Jóhann Ingi, að
margir þessara leikmanna myndu
knýja fast’ á landsliðssæti strax í
vetur og ekki væri ætlunin að
halda þeim fyrir utan það.
Piltarnir láta vel af Jóhanni
Inga sem þjálfara, honum tókst að
magna upp framúrskarandi sam-
stöðu innan hópsins og lofaði ekki
of miklu eins og hefur hent suma.
Þessi glæsilegu úrslit eru því ekki
síður sigur fyrir Jóhann Inga en
landsliðið. 7. sætið á HM er
hörkuárangur og notalegt að
hugsa til þess að liðið átti enn
betra skilið.
KK.
• Gunnar Páll Jóakimsson (t.v.) sigraði félaga sinn Ágúst Ásgeirsson
í Öskjuhliðarhlaupinu um helgina.
Ekkert óvænt í
þýsku deildinni
BORUSSIA Dortmund sigraði
Schalke 0-4 í vestur-þýsku deild-
arkeppninni og heldur því
tveggja stiga forystu. Schalke
átti möguleika á því að sauma að
efstu liðinum, en liðið er við topp
deildarinnar, en allt kom fyrir
ekki. Berkemeier skoraði fyrir
Schalke á 13. mínútu leiksins, en
tvö mörk á tveimur mínútum
tryggðu Dortmund sigur. mörkin
skoruðu þeir Geyer og Votava á
20. og 21. mínútu. Úrslit leikja í
deildarkeppninni um helgina
voru þessi:
Bochum — Kaiserslautern 0—0
Werder Bremen —
Bayern Munchen 1—4
FC Köln — Hertha 2—2
Frankfurt — Duisburg 6—0
Stuttgart — Brunswich 2—0
Dússeldorf — Bayer
Leverkusen 1—1
Dortmund — Schalke 04 2—1
1860 Munchen — HSV 0—2
Bayer Uerdringen
Mönchengladbach 0—1
HSV var ekki í nokkrum vand-
ræðum með að sigra 1860 Múnch-
en þó að á útivelli væri, Kevin
Keegan og Ivan Buljan skoruðu
mörk liðsins hvort í sínum hálf-
leik.
Eintrakt Frankfurt hafði ekki
hug á að dragast aftur úr efstu
liðunum og sigraði í því skyni
Duisburg með 6 mörkum gegn
engu, þrjú mörk í hvorum hálfleik.
Brend Hölzenbein (2), Cha Kun
Bum, Nickel, Karger og Körbel
skoruðu mörk liðsins.
Þá kom stórsigur Bayern
Múnchen á -útivelli gegn Werder
Bremen nokkuð á óvart. Dieter
Höness skoraði tvívegis og þeir
Niedermayer og Rummenigge sitt
hvort markið, en eina mark Brem-
en skoraði Dressel.
Köln lenti í hinu mesta basli
með botnliðið Hertha Berlín. Það
stefndi að vísu lengst af í sigur
Kölnar, Engels og Starck skoruðu
fyrir Köln og staðan var 2—1
þegar nokkrar mínútur voru til
leiksloka, en þá skoraði skyndilega
Holger Bruck jöfnunarmark
Herthu, en fyrra mark liðsins
skoraði Bruck einnig. Staðan í
deildinni er nú þessi:
Borussia Dortmund
liamburger SV
Eintracht Frankfurt
FC Schalke 04
Bayern Múnchen
Borussia Monchengib.
FC Köln
Vfb Stuttgart
FC Kaiserslauter
Vfl Bochum
Bayer Leverkusen
Fortuna DUsseldorf
Bayer tirdingen
Msv Duisburs
Werder Bremen
1860 MUnchen
Hertha Bsc Berlin
Eintracht Brunswick
11 8 1 2 24:13 17
11 632 23:11 15
11 704 24:14 14
11 5 3 3 20:12 13
11 53 3 19:13 13
11 533 23:18 13
11 4 4 3 19:18 12
11 5 24 19:18 12
11 4 34 19:14 11
11 4 34 14:11 11
11 3 5 3 14:20 11
11 4 25 25:26 10
11 4 25 12:16 10
11 4 25 14:22 10
11 3 25 13:24 8
11 2 36 9:18 7
11 2 3 6 10:20 7
11 1 22 8:24 4