Morgunblaðið - 06.11.1979, Side 24
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979
Frá 12. þinKÍ Landssambands islenskra verslunarmanna i Stykkishólmi um helgina. Björn
bórhallsson formaóur i ræðustól.
Félögin segi nú þegar
upp gildandi samningum
BJÖRN Þórhailsson var endurkjörinn formaður Landssambands islenskra verslunarmanna á tólfta
þingi sambandsins scm haldið var um hclgina i Stykkishólmi. Meðstjórnendur voru kosnir þeir
Hannes Þ. Sijíurðsson, Guðmundur Gunnlaugsson, Ása Ilelgadóttir. Soffia Johnson. Böðvar
Pétursson. Ilólmfríður Ólafsdóttir. Guðmundur Jónsson. Gunnar Kristmundsson. Grétar Hannesson
og Guðrún Eg)?ertsdóttir.
Á þinginu var samþykkt svo-
hljóðandi kjaramálaályktun.
Þingið beinir því til aðildarfé-
laganna, að þau segi nú þegar
upp gildandi samningum.
Þingið tekur undir þá megin-
stefnu, sem mótuð var á kjara-
málaráðstefnu ASI 19. október
sl.
Þingið leggur megináherslu á
það, að trygging kaupmáttar og
atvinnuöryggi eru höfuðkröfur
launþega við næstu samninga-
gerð.
Kaupmáttur launa hefur rýrn-
að verulega frá því sem um var
samið í samningunum í júní
1977. Rýrnunin er vegna inn-
lendra og erlendra verðhækk-
ana, en ekki síst vegna stjórn-
valdaákvarðana.
Þingið mótmælir þeirri rök-
semdarfærslu að verðbólgan
stafi af vísitöluhækkunum
launa. Það áréttar þá skoðun
sína, að vísitöluhækkun launa sé
eina tæki launþegans til þess að
tryggja kaupmátt launa sinna í
óðaverðbólgu.
Haustið 1977 jókst mjög mis-
ræmi milli samninga verslunar-
manna og annarra, sem vinna
sambærileg störf. Nokkur ár-
angur náðist til jöfnunar með
kjaradómi í maí 1979. Þingið
tekur undir bókun fulltrúa versl-
unarmanna í kjaradómi varð-
andi þá staðreynd, að afgreiðslu-
fólk nýtur mun lakari kjara en
aðrir, sem vinna sambærileg
störf. í komandi samningum
verður áhersla lögð á leiðrétt-
ingu á kjörum þessa fólks.
Þingið áréttar, að í fjölmörg-
um veigamiklum kjaraatriðum
standa verslunarmenn langt að
baki öðrum, sem vinna sambæri-
leg störf. Má þar m.a. nefna
persónuuppbætur og sérstakar
orlofsgreiðslur. Mötuneyti og
niðurgreitt fæði jafnast eitt á
við u.þ.b. 10% af launum af-
greiðslufólks í 5. launaflokki.
Nauðsynlegt er að kanna,
hvort æskilegt sé eða mögulegt
að koma á hvetjandi launakerf-
um við verslunar- og skrifstofu-
störf.
Síðast en ekki síst leggur
þingið áherslu á þá meginkröfu,
að launataxtar sem samið er um
fyrir dagvinnu nægi til þess að
meðalfjölskylda geti lifað af
dagvinnutekjunum einum.
Alþýðubandalagið í Reykjavík:
Karlmenn í þremur
efetu sætum listans
Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur birt framboðslista sinn vegna
alþingiskosninganna í desember og er skipan sex efstu sæta listans í
samræmi við úrslit forvals flokksins. Tólf efstu sæti framboðslistans
skipa:
1. Svavar Gestsson fyrrverandi
ráðherra.
2. Guðmundur J. Guðmundsson
formaður Verkamannasam-
bands íslands.
3. Ólafur Ragnar Grímsson próf-
essor.
4. Guðrún Helgadóttir borgar-
fulltrúi.
5. Guðrún Hallgrímsdóttir
matvælafræðingur.
6. Sigurður Magnússon rafvéla-
virki.
7. Adda Bára Sigfúsdóttir borg-
arfulltrúi.
8. Guðjón Jónsson formaður
Málm- og skipasmíðasam-
bandsins.
9. Ester Jónsdóttir varafor-
maður Sóknar.
10. Bragi Guðbrandsson félags-
fræðingur.
11 Ólöf Ríkharðsdóttir fulltrúi.
12. Kjartan Ragnarsson leikari.
Flugleiðir á heim-
leið með pílagríma
SÍÐARI törn í pilagrímaflugi Flugleiða, þ.e. heimflutningur pílagrímanna
hefst nú í vikunni og verður fyrsta ferðin farin frá Jeddah í Saudi-Arabíu
til Oran í Alsír mánudaginn 5. nóvember. Alls verða 26 ferðir milli
staðanna og áætlað að flytja 6500 pílagrima á þeirri leið. DC-8 þota
Flugleiða verður i þessum flutningum og með henni fjórar áhafnir.
Alsírska flugfélagið sem hefir þotuna á leigu hefir nýtt hana til
áætlunarflugs að undanförnu, þ.e. i þvi hléi sem er meðan á sjálfri
trúarhátiðinni stendur.
Þá hefjast heimflutningar
pílagríma frá Jeddah til Indonesiu
miðvikudaginn 7. nóvember og er
áætlað að þeim ljúki 3. desember.
DC-10 þota Flugleiða er notuð til
þessara flutninga. Rúmlega níu þús-
und indonesiskir pílagrímar verða
fluttir til Surabaya í 24 ferðum.
Á fluginu suður eftir verður milli-
lent í Dubay, en þar, eins og í
Jeddah, Oran og Surabaya eru
starfsmenn Flugleiða staðsettir
meðan á pílagrímaflutningunum
stendur.
Alls taka um 130 starfsmenn
Flugleiða þátt í pílagrímafluginu að
þessu sinni.
Meðan á pílagrímafluginu stendur
annast DC-8 þotur félagsins áætlun-
arflugið yfir Norður-Atlantshaf er
sá flugkostur nægjanlegur til þess
að sinna áætluninni þann tíma.
• •
01 og gosdrykkir:
Kjartan Jóhannsson um loðnuveiðarnar:
__________________ Glerið heldur velli
Ákvörðun sem tekin er en dósirnar vík j a
af okkur og okkur einum
„Mér finnst að þeir, sem tala um
það, að ég hafi farið eingöngu
eftir sameinuðu áliti norskra og
islenzkra fiskifræðinga varðandi
loðnuveiðarnar, en hafi ekki tek-
ið mark á bráðabirgðaskýrslu
Hjálmars Vilhjálmssonar, verði
nú að læra einfalda samlagn-
ingu“, sagði Kjartan Jóhannsson
sjávarútvegsráðherra, er Mbl.
leitaði í gær álits hans á þeirri
gagnrýni, sem fram hefur komið
á ákvörðun hans varðandi loðnu-
veiðarnar.
„Það er þegar búið að veiða 525
þúsund tonn“, sagði Kjartan. „Það
er talað um að taka frá allt að 200
þúsund tonn til hrognatöku, þann-
ig að þá erum við komnir með 725
þúsund tonn, sem eru 75 þúsund
tonn fram yfir þau 650 þúsund,
sem í sameiginlega álitinu var
talað um. Þar til viðbótar leyfi ég
loðnuveiðar til 10. nóvember og
væntanlega veiðist eitthvað fram
að þeim degi. Þannig er þegar í
þessu gert ráð fyrir að fara um
það bil 100.000 tonn fram yfir
650.000 tonnin og þá áhættu tek ég
út frá bráðabirgðaniðurstöðum
Hjálmars um að ýmislegt bendi til
að loðnustofninn sé eitthvað
stærri, en menn reiknuðu með.
Auk þess tek ég fram, að um og
upp úr áramótum verði litið á
þessi mál aftur og þá tekin
ákvörðun að nýju um eitthvað
frekari veiðar, ef rannsóknir Haf-
rannsóknastofnunarinnar gefa til-
efni til þeirra.
Það er því alveg ljóst, að hér er
um ákvörðun að ræða, sem er
tekin af okkur og okkur einum á
grundvelli beztu vitneskju, sem
fyrir liggur. Norðmenn hafa engin
afskipti haft af þessari ákvarð-
anatöku. Það er okkar réttur og
skylda að ákveða heildarveiði-
magnið úr loðnustofninum. Það er
stjórnvaldsákvörðun. Sameigin-
legar rannsóknir íslendinga og
Norðmanna eiga sér margra ára
sögu og hvað sem út úr þeim
kemur, þá hlýtur ráðherra að
meta málið í heild.
Út af Jiugmyndum um það að
Jan Mayen nefndin verði kölluð
saman til fundar vegna þessarar
ákvörðunar, þá tel ég þær tilefn-
islausa viðurkenningu á því, að
þetta sé eitthvað, sem við þurfum
að ræða við erlenda aðila. Jan
Mayen nefndin á að eiga í viðræð-
um við útlendinga og ég tel ótækt
að gefa undir fótinn með það að
ákvörðun veiðimagns úr loðnu-
stofninum sé mál sem við þurfum
að bera undir aðrar þjóðir".
Á FUNDI Kaupmannasamtaka íslands fyrir skömmu
kom fram ósk til gosdrykkjaframleiðenda um að þeir
tækju upp nýjar umbúðir á gosdrykkjum og öli, þ.e.
aðrar umbúðir en gler. Var rætt um það á fundinum að
gler hækkaði m.a. vöruverð úti á landi þar sem dýrt
væri að flytja vöruna í glerumbúðum.
Mbl. innti talsmann kaupmanna
að því hvort ákveðnar hugmyndir
lægju að baki þessari ósk en hann
kvað það ekki vera og reyndar
lægi það ljóst fyrir að helzta
pakkningin sem kæmi til greina,
dósir, væri á undanhaldi víða um
hinn vestræna heim.
Örn Hjaltalín hjá Agli Skalla-
grímssyni kvað ekkert vera á
könnunni í þessum efnum, því t.d.
í Bandaríkjunum og Danmörku
væri verið að banna notkun dósa
undir öl og gosdrykki. „Við miðum
við að nota sama gler aftur og
aftur, þróunin er í þá átt.“
Björgunarsveitin Albert á æfingu:
Fluglínutækjaæfingmeð nýjum tækjum
' -......................................,
.....
ALBERT, björgunarsveit Slysavarnarfélags íslands á Seltjarnarnesi
var meö björgunaraefingu um helgina á norðanverðu Nesinu, þar sem
þessar meðfylgjandí myndir voru teknar. Að sögn Jónatans
GUðjónssonar í Albert voru þeir að æfa meöferö á nýjum
fluglínutækjum sem þeir fengu nýlega, sérstaklega var lögð áherzla á
þjálfun yngri félaga sveitarinnar sem ekki hafa hlotið fullnaðarþjálfun
f meðferö slíkra tækja.
Skotiö rfður af úr nýrri fluglínu-
byssu f átt aö gúmbjörgunar-
bátnum fyrir utan.
LJósmynd Mbl. ÓI.K.M.
„Æfingin fór þannig fram, aö
menn æföu sig í aö skjóta úr
fluglínubyssu út í gúmbjörgunarbát
sem var úti á sjónum. Þá var
strengd lína yfir í bátinn og æfö
meöferð á björgunarstólnum, þ.e.
menn fluttir í stólnum á milli. Þá
æföum viö nokkuö meðferö gúmí-
báta meö nýjum félögum," sagði
Jónatan Guöjónsson ennfremur.
Jónatan sagði, aö nú væru
starfandi 22 félagar í sveitinni, þ.e.
paö væri sá fjöldi sem tæki virkan
þátt í starfinu. Starfiö væri mjög
fjölbreytt. „Viö hittumst alltaf á
hverju fimmtudagskvöldi í húsnæöi
sveitarinnar og fer þá ýmist fram
ýmiss konar vinna, eða haldnar eru
minniháttar æfingar. Síöan væri
eitthvaö að gera hjá félögunum um
nánast hverja einustu helgi. Þá
væri fariö í gegnum ýmis þau atriöi
sem nauösynleg eru hverjum góö-
um björgunarsveitarmanni. „Það er
ýmist aö viö erum annan daginn
um helgar eöa báðar,“ sagöi Jóna-
tan ennfremur.
Aöspuröur um hvort eitt svið
skipaöi hærri sess enn annaö í
starfinu sagöi Jónatan þaö ekki
vera. Þeir reyndu aö vera á sem
breiðustum grundvelli. Innan vé-
banda sveitarinnar væru menn sem
sérhæföu sig f köfun, skyndihjálp
og sjúkraflutningum, fjallamennsku
og björgunaraðgerðum á sjó svo
eitthvaö sé nefnt.
Tilvalið þótti að leyfa yngstu
kynalóðinni að vera með og er
einn atrákanna kominn í björg-
unarstólinn.