Morgunblaðið - 06.11.1979, Page 28

Morgunblaðið - 06.11.1979, Page 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 Heimir Steinsson: Undanfarin ár hefur Skál- holtsskóli haft „opið hús“ yfir sumarmánuðina. í þeim orðum felst það, að skólinn stendur til boða námskeiðum, fundahaldi og samvistum um félags- og menn- ingarmál af svo sundurleitu tagi sem til vinnst hverju sinni. Kirkjuleg fræðsla situr í fyrir- rúmi. En ýmsir aðilar skerast í leikinn. Öll þessi starfsemi fer fram í beinni eða óbeinni sam- vinnu milli skólayfirvalda og til 8. júní fór fram fyrsta snemm- sumarnámskeið ársins. Var þar um að ræða fermingarbarnamót á vegum presta úr Arnesprófasts- dæmi. Námskeið af þessu tagi eru orðin fastur liður á sumardagskrá Skálholtsskóla. Framkvæmd mála er algjörlega að þakka frumkvæði hlutaðeigandi sóknarpresta, en skólinn leggur til húsnæði og réttir hjálparhönd eftir þörfum og getu. Það samstarf milli Skál- holtsskóla og sunnlenskra presta, söngfólk úr ýmsum áttum til samveru í Skálholti. Setið var daglangt að söng og öðrum tón- listarflutningi í skóla og kirkju. Hér var á ferð enn eitt dæmið um sívaxandi iðkun tónmennta á Skálholtsstað, en jafnframt um afburði forystumannsins, Jónasar Ingimundarsonar, sem söngstjóra og kennara. Að kvöldi sunnudagsins 24. júní bar að garði í Skálholti hóp ,Norðursetumanna (Nordkalott- inga), og hófst með þeim hætti öðru sinni íslenskunámskeið og íslandskynning til handa gestum úr nyrstu héruðum Skandinavíu. Námskeið þetta stóð óslitið í Skálholti til 5. júlí, en var með ýmsum hætti fram haldið í Reykjavík næstu daga, og sneru Sumamámskeið á Skálholtsskóla 1979 þeirra samtaka eða stofnana, er hlut eiga að máli. Snemmsumarnám- skeið Á því sumri, sem nú tekur að halla, hefur athafnasemi innan veggja Skálholtsskóla einnig borið framangreind einkenni. Vetrar- starfi lauk endanlega með skóla- nefndarfundi 31. mái, en dagana 7. — raunar einnig margra presta af Reykjavíkursvæðinu, sem með þessum hætti hefur eflst um árabil, er hið mesta fagnaðarefni. Laugardaginn 9. júní' ar fundur Æskulýðsnefndar Árnesprófasts- dæmis haldinn á skólanum, en dagana 15.—17. júní stóð Kristi- legt félag heilbrigðisstétta að námskeiði fyrir eigin meðlimi og aðra áhugamenn um kirkjulega þjónustu við sjúkrabeð. Stjórn- andi námskeiðisins var Sigríður Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur, en gestur fundarins og aðalyf- irlesari var Leonora van Tonder, stjórnandi Evrópudeildar Al- þjóðasamtaka kristilegra heil- brigðisstétta (IHCF). Samvist þessi var fyrir margra hluta sakir merkur viðburður, en framan- greindur félagsskapur leitast sem kunnugt er við að axla þá byrði kristins manns, er síst skyldi vanrækt. Dagana 22. til 24. júní safnaðist nemendur heim að morgni mánu- dagsins 8. júlí. Undirritaður stýrði námskeiði þessu, en að því stóðu Menntamálaráðuneytið, Kennara- háskólinn, Norrænu félögin á Islandi og í Norðurnotni, Flugleið- ir og „Framnesfarar," en svo nefnist hópur íslendinga, er sótt hafa hliðstæð námskeið í Svíþjóð undanfarin sumur. Allmargir fyrirlesarar gistu Skálholtsskóla þessa daga, en aðalkennarar voru Aðalsteinn Davíðsson cand. mag. og Ingrid Westin, fyrrum sendi- kennari. Ferðir ýmsar voru farnar, þ.á m. að Skaftafelli í Öræfum. Þótt í litlu sé, gerir námskeið sem þetta norræna sam- vinnu blæbrigðaríkari en ella. Þeim aðilum, er við sögu þess komu, er þakkað og árnað heilla. Samtímis Norðursetunámskeiði var heimsókn fjölmenns kennara- hóps frá Osló. Hlýddu gestir þessir á fyrirlestur um Skál- holtsskóla og — stað að kvöldi miðvikudagsins 27. júlí. Fyrirles- ari var Jörundur Ákason, kennari við Skálholtsskóla. Hátíð á miðju sumri Með brottför Norðursetumanna lauk snemmsumarnámskeiðum á Skálhoitsskóla. Varð nú hlé á námskeiðahaldi um hríð, en að settust á skólanum kærkomnir sumargestir, tóniistarmenn undir forystu þeirra Helgu Ingólfsdótt- ur og Manuelu Wiesler. Tónleika þeirra í Skálholtskirkju, er þetta fólk stóð að, hefur sem löngum endranær verið vinsamlega getið í fjölmiðlum. Verður framtak þetta þó seint of miklu lofi borið. Meðan á á sumarhléi stóð, fór fram Skálholtshátíð sunnudaginn 22. júlí, auk heimsóknar Norrænn- ar Prestastefnu hinn 1. ágúst. Við þetta tækifæri sem og fjölmörg önnur áþekk þágu gestir að vanda beina í matsal Skálholtsskóla (raunar hátt á þriðja hundrað manns í síðara tilvikinu). Yfir sumarmánuðina stendur Svein- björn Finnsson, Skálholtsráðs- maður, fyrir þeim mötuneytis- rekstri. Er þar ætíð unnið gott starf en á stundum afrek, svo takmarkaður sem húsakostur skólans og allur aðbúnaður er. Sr. Páll Sigurðsson í Gaulverjabæ: Sú bylting, sem varð í boðskap og framgöngu íslenzku þjóð- kirkjunnar í upphafi þessarar aldar og raunar síðustu áratugi hinnar 19. var víðtæk og áhrifarík. Aldafornum fjötrum æva- fornra erfikenninga frá kirkju- þingum löngu liðinna alda, sem höfðu skyggt á persónu og frjálsa kenningu Krists um hinn góða föður á himnum var með vorstormum vaxandi frelsis svipt af boðskap kirkjunnar. Þar voru að verki predikarar og skáld, sem ættu vissulega ekki að gleymast, þótt aðrir vindar aðvífandi lægða hafi vik- ið þeim vorblæ til hliðar um stund. Þeir, sem héldust í hendur sem vormenn í framlínu þessa frelsishers andans á íslands strönd voru sr. Matthías Joch- umsson, skáld frá Skógum og sr. Páll Sigurðsson síðast prestur í Gaulverjabæ í Flóa. Samherjar voru margir bæði leynt og ljóst. Og síðar komu menn undir merki frelsisins sem ekki munu gleymast. Má þar nefna Harald Níelsson, prófess- or og Einar Kvaran rithöfund fremsta í flokki. En vissulega höfðu Valdimar Briem og Þor- steinn Erlingsson, hvor á sinn hátt sungið þarna sólskin í bæinn. En með hliðsjón af því, að nú eru 140 ár frá fæðingu sr. Páls í Gaulverjabæ, langar mig til að horfa um stund á höfðingja þessara byltingar í boðun kristn- innar á Islandi. Og vel mætti minna á það um leið, að aldrei hefur andi Krists orðið slíkur í verki sem nú síðustu 50 ár, síðan fjötrarnir tóku að falla. Ekki þarf annað en að benda á þann mun, sem núverandi lög- gjöf, tryggingar, sjúkrahús, hæli og „heimili" samfélagsins skapa flestum minnimáttar. Það er varla unnt að finna fegri gróður á akri kærleiks- kenninga en þann, sem birtist í framkvæmdum og sigrum gegn sjúkdómum, umkomuleysi ekkna og munaðarleysingja, fatlaðra og vangefinna, geðsjúkra og alkohólista, félagsstofnunum kirkjunnar og kirkjubyggingum aldrei meiri og fegri en nú. Þar er sjón sögu ríkari. En allt ber þetta vott um þann kraft, sem er vorblær frá anda Krists, þegar hjúpi fordæmingar og myrkri helvítisógnanna var svipt brætt í sólgeislum frá brosi hins himneska föður, sem Krist- ur sagði um: „Hann lætur sína sól renna uppyfir vonda og góða og rigna yfir bæði réttláta og rangláta". Og þá gleymdist ekki heldur sú virðing og elska fyrir hverri einustu mannssál, sem blikaði yfir brám hans er hann sagði: „Þér eruð ljós heimsins", við sína fávísu en góðu drengi. En víkjum nú að frumherja þessar- ar frjálshyggju sr. Páli Sigurðs- syni, sem vissulega hefur brotið þarna braut yfir urð og klungur andstöðu og skilningsleysis. Og aðstaðan var ekki annað en lítil sveitakirkja á flatneskjunni í Flóanum. Engin blöð, útvarp né aðrir fjölmiðlar nútímans gátu létt honum leið. Eina ráðið var að haldast í hendur við aðra vormenn kirkj- unnar eins og getið er um í upphafi þessara orða. Og það var helzt með vinarbréfum, sem bár- ust með hægð lestagangsins um landið. Þar gnæfði skáldið, skólabróðir hans Matthías Joch- umsson hæst. Mér finnst það ekki út í bláinn, að sr. Páll var upprunn- inn á slóðum Ingimundar góða, fæddur að Bakka í Vatnsdal í Húnavatnssýslu hinn 16. júlí 1839. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Stefánsdóttir frá Hofi í Vatnsdal, sem dó frá honum fimm ára gömlum, og maður hennar Sigurður Jónsson frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, bóndi á Bakka. Hann varð kandidat í guð- fræði frá prestaskólanum í Austurstræti í Reykjavík tutt- ugu og fjögra ára að aldri og varð svo barnakennari til að byrja með austur á Litla- Hrauni, sem þá mun hafa verið sýslumannssetur og síðar við fyrsta, elzta og þá eina barna- skóla á íslandi, barnaskóla Eyr- arbakka. En þá var Eyrarbakki höfn og lægi helztu menning- arstrauma og menntafleyja, sem bárust á bylgjum úthafsins og á vængjum vorgyðjunnar til íslands hvert ár. Söngur, íþróttir, leiklist og skáldskapur átti vissulega vermireit í „Húsinu" á Eyrar- bakka öðrum stöðum fremur. Sr. Páll mun hafa verið lið- tækur vel á öllum þessum svið- um ágætustu mennta og skrifaði eina fyrstu skáldsögu nútíma rithöfunda. Hún heitir Aðal- steinn og braut honum leið til umtals eða frægðar sökum þess, hve hann var skammaður fyrir hana. En betra er illt umtal en algjör þögn. Og sagan braut honum og lífsskoðun hans braut að hjörtum fólksins í landinu. Vissulega mætti skrifa heila og merkilega bók um sr. Pál Sigurðsson og áhrif hans á andlegt líf þjóðarinnar, og það væri verðugt verkefni guðfræð- inga í nútíð eða framtíð. En hér verður aðeins að minna á nokkrar setningar úr fræðirit- um hans, sem eru aðallega tvö: Helgidagapredikanir og Páskaræða. En það skal gert til að sýna og sanna lífsskoðun hans og að heiti þessarar smá- greinar á 140 ára afmælinu hafi við rök að styðjast. Hann er sannarlega stórorður og ekki myrkur í máli, þegar hann ræðst að nátt-tröllum aldafornra kirkjuþinga og kreddum guðfræðinnar, sem að skoðun hans skyggja á sjálfan Krist, Meistarann mikla, boð- bera kærleikans. Uppfræðing, frelsi voru kjör- orð sr. Páls þar og raunar alls staðar lítur hann á trúarviðhorf bæði einstaklings og þjóðar sem vaxtarafl og vermireit til að móta þá orku, sem sigrar heim- inn, heimsku, eigingirni, grimmd og fordæmingu. Skorti slíkt afl sannfæringar á sigur hins góða, sem á guðs- hugsjón Krists þeim góða, himn- eska föður, sem vinnur með vorblæ heilags anda elskunnar og geislum og döggvum jafnt yfir vonda og góða, dugir að hans dæmi engin stjórnarbót pólitískra umsvifa. Frelsið er honum sem gim- steinn með marga blikfleti, þar sem guðdómsgeislinn, sem Matthías talar um þarf að end- urspeglast í þeim öllum. Því verða fordæmingarkenn- ing kirkjunnar og upprisa holds- ins og það fræðamoð, sem hann telur þeim tengt honum mestur þyrnir í augum. Þar er ein setning hans líkt og yfirskrift, er hann skrifar: „Mig varðar ekkert um dog- matiskan heilaspuna, heldur um praktiskan sannleika". Og hann bætir við: „Eg hygg, þótt ófagurt sé, að trúarbragðakennslan í landinu sé óhæf. Ég er sannfærður um, að fyrir höndum er andleg bylt- ing. Og hún mun frelsa Þjóðina. Það þarf að snúa því upp sem nú snýr niður í þjóðlífi voru“. Frumherji frjálshygg ju í Þjóðkirkju íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.