Morgunblaðið - 06.11.1979, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979
33
Síðsumarnámskeið
Síðsumarnámskeið á Skál-
holtsskóla hófust hinn 14. ágúst,
en þá efndi fjölmiðlunarfulltrúi
Þjóðkirkjunnar, séra Bernharður
Guðmundsson, til þriggja daga
fræðslu fyrir presta og aðra
starfsmenn kirkjunnar um fjöl-
miðlun og önnur tjáskipti. Gestur
námskeiðisins var bandaríski
prófessorinn James Engel. Sam-
vist þessi var ótvírætt umtals-
verðasta nýlunda, sem boðið er
upp á í Skálholti á sumrinu, enda
er hér um að ræða fyrsta nám-
skeiðið af þessu tagi, sem hinn
nýskipaði fjölmiðlunarfulltrúi
stendur að. Mikið fagnaðarefni er
það, að slíkt skuli af stað fara á
Skálholtsskóla, ekki síst þegar svo
vel tekst til um framkvæmd alla
sem raun varð á. Sá bræðralags-
andi, sem einkenndi hópinn, er
saman kom af þessu tilefni, spáir
góðu um störf séra Bernharðar.
Þessa dagana, 23. til 26. ágúst,
gengst Haukur Guðlaugsson,
söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar
fyrir árlegu organleikaranám-
skeiði á Skálholti. Þetta er fimmta
námskeiðið, sem Haukur efnir til
á Skálholtsskóla, og eru þessu
sinni saman komnir meðlimir
kirkjukóra víðs vegar að af land-
inu, auk organleikara. Söngmála-
stjóri hefur nú þegar gengist fyrir
námsför um Evrópu fyrr á sumr-
inu, og einkennist Skálholtsnám-
skeiðið þessu sinni nokkuð af því
enda ýmsir staddir hér á skólan-
um, sem þátt tóku í ferðinni.
Organleikaranámskeiðin eru
hverju sinni hátíð fyrir Skálhylt-
inga og þykist ég raunar vita, að
þátttakendur allir skrifi undir það
orð, enda tekur sú sveit leiðbein-
enda, er Haukur Guðlaugsson hef-
ur safnað um sig, mörgum öðrum
fram á landi hér.Rétt er að geta
þess, að hlutur Hauks í sumar-
starfi á Skálholtsskóla hefur ekki
takmarkast við organleikaranám-
skeiðin ein, og á skólinn honum
mikið að þakka fyrir alla vinsemd
fyrr og síðar.
Nú víkur sögunni til þeirra
síðsumarnámskeiða, sem haldin
verða næstu daja og vikur. Dag-
ana 30. ágút til 2. september fer
fram fermingarbarnamót á vegum
presta úr Rangárvallaprófasts-
dæmi. Stjórnandi er séra Halldór
Gunnarsson. Fermingarbarnamót
hafa sem fyrr greinir átt sér stað
innan veggja Skálholtsskóla að
sumri til frá upphafi, og hafa
Rangæingar komið hér í þessu
skyni árum saman.
Dagana 6. til 9. september
stendur æskulýðsfulltrúi Þjóð-
kirkjunnar, séra Ingólfur Guð-
mundsson, að námskeiði um helgi-
leiki. Gestir mótsins og aðalleið-
beinendur verða Svíarnir Ingemar
og Birgitta Hellerstadt Thorm.
Æskulýðsfulltrúar undanfarinna
ára hafa veitt Ská! jltsskóla
ómetanlegt bráutargengi. Séra
Ingólfur er nýtekinn við embætti
þessu. Er honum beðið farsældar
og góðs vænst af samstarfi við
hann á komandi tíma.
Dagana 14. til 16. september er
áformað æskulýðsleiðtoganám-
skeið á vegum Æskulýðsnefndar
Árnesprófastsdæmis. Formaður
nefndarinnar er séra Tómas Guð-
mundsson. Sú hugmynd hefur
lengi vakað fyrir velunnurum
Skálholtsskóla, að stofnun þessi
ásamt söfnuðum eða héraðasam-
tökum stæði að námskeiðum fyrir
fólk, er starfa vildi að kirkjulegri
þjónustu heima fyrir. Umgetið
áform Æskulýðsnefndar Árnes-
prófastsdæmis er skref í þessa átt,
og er gott til að hyggja.
Síðsumarnámskeiðum í Skál-
holti lýkur dagana 20. til 23.
september með æskulýðsleiðtoga-
námskeiði undir stjórn æskulýðs-
fulltrúa Þjóðkirkjunnar. Þar er
fram haldið stefnu, er fylgt hefur
verið um hríð. Helst hún raunar í
hendur við þá hugmynd, er liggur
til grundvallar ráðagerð Æsku-
lýðsnefndar Árensþrófastsdæmis.
Samhæfing sundur-
leitra afla
Vetrarstarf Skálholtsskóla
hefst um mánaðamót septem-
ber—október, og verður skólasetn-
ing nánar auglýst síðar. Undir-
ritaður þakkar öllum þeim, er átt
hafa eða eiga munu hlut að
athafnasemi innan veggja skólans
á sumrinu. Sömu kveðjur eru
sendar gestum nær og fjær.
Skálholtsstaður hinn nýi rís
smám saman til þess hlutskiptis,
sem góðir menn ætluðu honum í
öndverðu: Þrátt fyrir ótalda örð-
ugleika eflist kirkjuleg menning-
armiðstöð í Skálholti. Sá árangur
er einvörðungu að þakka sameig-
inlegu átaki ótalinna aðila. er ár
frá ári hafa lagt af mörkum tíma,
fé og fyrihöfn, góðum málstað til
framdráttar. Sú hefur hingað til
verið gæfa Skálholtsstaðar og
Skálholtsskóla, að þar hafa runnið
saman margvíslegir straumar, er
allir hníga þó að einum ósi um
síðir. Slík skyldu raunar um aldur
einkenni þeirrar stofnunar, er
íslensk Þjóðkirkja, — kirkja al-
þjóðar, — hefur komið á fót og
leiðir nú á veg fram.
Skálholti, 25. ágúst 1979.
Heimir Steinsson.
Hann telur því að kenningin
um Guð sem þann dómara er
dæmir börn sín til helvítis, og
hlýtur þó sem alvitur og al-
skyggn að vita þeim fyrirfram
slík örlög búin, geti ekki verið
algóður. En sú eigind hans sé þó
æðst. Og hún komi skýrast fram
í andlátsorðum Krists:
„Faðir fyrirgef þeim, því að
þeir vita ekki hvað þeir gjöra".
Þau orð hljóta að afnema alla
fordæmingarkenningu og heivít-
iskenningu, sem boðar, „ævin-
legt kvalalíf í sambúð við illa
anda, endalausa angist og ör-
vænting án allrar vonar um
frelsun". En þessa lýsingu á
lífinu eftir dauðann var hvert
einasta barn á Islandi látið læra
utan að í „Kristilegum barna-
lærdómi", sem vissulega hafði þó
margt fagurt að flytja.
Hann telur einnig fáránlegt að
ímynda sér sérhvern grafarsvefn
til einhvers dómsdags öðruvísi
en þá sem líkingamál, þegar
sjálfur Kristur hafi sagt og það
meira að segja við glæpamann
og dauðadæmdan vesaling af
löglegum stjórnvöldum:
Sannlega segi ég þér: „í dag
skalt þú vera með mér í para-
dís.“
Varla verða fundin orð, sem
afnema betur báðar þessar
kenningar samkvæmt lífshug-
sjónum Krists og þá um leið
kirkju hans og kristnum dómi.
En sr. Páll er sannarlega
stórorður ekki síður en Jón
Vídalín. Þótt á annan hátt sé og
betri.
Það verður söfnuði hans í
Gaulverjabæ, en þar flutti hann
sérstaklega þennan boðskap síð-
ustu æviár sín og starfsár, til
ódauðlegs sóma og heiðurs, hve
víðsýni og frjálslyndi virðist þar
hafa ríkt.
Hygg ég enn og ætíð þann
söfnuð sérstakan með sinn
frjálsa kristindóm, í verki og
sannleika.
Sama má einnig segja um
biskup íslands þá, hr. Þórhall,
sem ekki einungis umbar öll
stóryrðin og frjálslyndið heldur
tók að ýmsu leyti, kannske öllu
leyti í sama streng.
Þó mun enginn hafa verið
þessum frumherja frjálshyggj-
unnar í Þjóðkirkju íslands
styrkari máttarsúia og dáða-
drengur en sr. Matthías
Jochumsson.
Þeir voru skólabræður, sannir
vinir og samherjar alla tíð.
Og Matthías lýsir sr. Páli á
þessa leið:
Hann var fríður sýnum og vel
á sig kominn, hvatlegur, snotur
og kurteis — fyndnari mann hef
ég ekki þekkt: — —
„Aðaleinkunnir sr. Páls“, held-
ur Matthías áfram, voru þeir
kostir, sem öllum fara best, en
öllum fremur klerkum og kenni-
mönnum:
Sannleiksást, hreinskilni og
einurð!
Nágrannaprestur okkar á
mínum bernskuslóðum sr.
Bjarni Símonarson á Brjánslæk,
eitt af ljósum Guðs kristni á
íslandi að auðmýkt og góðvild,
tók að sér að búa „Helgidaga-
predikanir" sr. Páls undir prent-
un.
Líklega get ég aldrei fullþakk-
að, að þaðan barst hún með
gamalli konu inn á æskuheimili
mitt og fór þar leynt, falin undir
rúmdýnum og á kistubotninum,
þar sem Jónsbók var lesin á
sunnudögum, Péturshugvekjur
og passíusálmar flutt á hverju
kvöldi frá fyrsta vetrardegi til
hvítasunnu, þótt passíusálmarn-
ir væru takmarkaðir við föstuna
fiT flutnings.
En Guð fer sínar eigin leiðir
að okkar hjörtum og hugsun.
Það er til að greiða brot af
þeirri þakkarskuld að ég skrifa
þessi orð til íslendinga á 140 ára
afmæli sr. Páls í Gaulverjabæ.
Kona sr. Páls var sýslumanns-
dóttir Margrethe Andrea Þórð-
ardóttir úr Reykjavík. Þau áttu
fjölda barna, sem mörg voru enn
mjög ung, þegar hann varð fyrir
því slysi, er dró hann til dauða í
blóma lífs, 48 ára að aldri 23. júlí
1887.
Af þessum hjónum er margt
merkisfólk komið. Þótt þekkt-
astur væri Árni Pálsson pró-
fessor í Reykjavík.
Reykjavík, 1. júlí 1979
Arelíus Níelsson.
Ný bók eftir
Auði Haralds:
„Hvunndags-
hetjan”
IÐUNN hefur sent frá sér bókina
Hvunndagshetjan, þrjár öruggar
aðferðir til að eignast óskilgetin
börn. Höfundur er Auður Haralds
og er þetta fyrsta bók hennar .
Bókin er reynslusaga og segir
höfundur nú að hún sé ógift og
móðir þriggja barna og hafi und-
anfarin ár „átt mjög annríkt við
að svara þeirri spurningu, hvernig
ég hafi farið að þessu.“
Hvunndagshetjan skiptist í
þrjá mislanga hluta og þrettán
kafla. Bókin er 295 bls. að stærð.
Prisma prentaði.
Auóur Haralds
HVUNNDACS
Ragnar Árnason, hagfræðingur:
Um forsendur reiknilík-
ana á sviði sjávarútvegs
Nýlega barst mér í hendur grein
eftir Má Elísson fiskimálastjóra,
sem birt var í Mbl. 29. júní sl.
Tilefni greinar Más eru
viðtöl, sem Mbl. átti við mig og tvo
aðra fyrirlesara á ráðstefnu
reiknifræðistofu Raunvísinda-
stofnunar Háskóla Islands um
reiknilíkön á sviði fiskifræði. I
viðtölum þessum var leitast við að
gera nokkra grein fyrir þremur
reiknilíkönum, sem viðmælendur
Mbl. höfðu hannað í því skyni að
finna hagkvæmustu sókn í ýmsa
botnfiskstofna, og helstu niður-
stöðum þeirra. Bendir Már rétti-
lega á það, að allmjög hafi á skort,
að forsendur reikninganna hafi
komið fram í viðtölum þessum.
Sérstaklega óskar Már eftir út-
skýringu á þeirri fullyrðingu, sem
fram kom í einu viðtalinu, að unnt
væri að ná um 700 þús. lesta
botnfiskafla með 36 þús. rúmlesta
fiskiskiptastól. Enda þótt nokkuð
sé liðið, frá því að Már óskaði
skýringa, þykir mér rétt að freista
þess að varpa nokkru ljósi á þetta
atriði, enda ekki ótrúlegt að það
hafi valdið fleirum en Má heila-
brotum.
Þess er fyrst að geta, að hér er
um að ræða þrjú mismunandi
líkön af íslenskum botnfiskveið-
um. Tvö þeirra, þ.e. líkan mitt og
Þorkels Helgasonar, hafa verið
nokkur ár í smíðum og eru, eins og
kunnugir munu eflaust staðfesta,
mun fullkomnari að allri gerð og
nákvæmari en hið þriðja. Þessi
líkön gefa ekki tilefni til að ætla,
að 700 þús. lesta botnfiskafla sé
unnt að taka með 36 þús. rúmlesta
fiskiskipaflota. Fullyrðingar þess
efnis komu og ekki fram í viðtöl-
um Mhl. við okkur og þvi ástæðu-
laust að fella alla viðmælendur
Mbl. og þar með líkön þeirra undir
einn hatt að þessu leyti, eins og
Már gerir.
í öðru lagi er rétt að undirstrika
það, að þessi þrjú reiknilíkön
leitast öll við að finna það, sem
nefna má hagkvæmustu veiðisókn,
í umrædda fiskistofna. Veiðisókn
merkir hér nánast þá dánartíðni
fiskistofna, sem rekja má til
fiskveiða. Veiðisókn í þessari
merkingu er ekki það sama og
stærð botnfiskveiðiflotans.
Ástæðan er m.a. sú, að einungis
hluti þeirrar efnahagsstarfsemi,
sem fram fer í fiskiskipi felst
beinlínis í því að draga fisk úr sjó.
Stór og vaxandi hluti nútíma
útgerðar er fiskvinnsla. Um borð í
fiskiskipunum eiga sér stað fyrstu
stig fiskvinnslunnar; blóðgun,
slæging, þvottur, röðun í kassa eða
stíur, ísing o.s.frv. Sé heildarveiði-
sókn í þorsk, ýsu, ufsa og karfa
minnkuð í þeim mæli, sem hag-
kvæmast virðist (vegið meðaltal
slíkrar veiðisóknarminnkunar er
u.þ.b. 45% skv. því líkani, sem ég
styðst við) mun heildarafli þess-
ara tegunda vaxa og fiskvinnslu-
þáttur útgerðarinnar því aukast.
Með því að afli á skip vex, er þess
einnig að vænta, að frátafir frá
veiðum, vegna tíðari landana og
lengri löndunartíma, aukist. Að
þessum atriðum athuguðum má
ljóst vera, að því fer fjarri, að
stærð veiðiflota muni minnka að
sama skapi og veiðisókn. sam-
kvæmt hagkvæmni fiskveiði-
stefnu.
Að því er ég kemst næst er
fullyrðing Einars Júlíussonar þess
efnis, að 700 þús. lesta botnfisk-
afla megi ná með 36 þús. brl.
fiskiskipastól hins vegar reist é
þeirri forsendu, að veiðisókn og
fiskiskipastóll breytist hlutfalls-
lega. Slík forsenda fær skv. ofan-
greindu ekki staðist. Raunar
benda bráðabirgðaathuganir mín-
ar til þess, að ekki sé einu sinni
unnt að ná 600 þús. lesta botnfisk-
afla með 42. þús. brl. skipastól
miðað við sömu samsetningu flot-
ans og aflameðferð og nú er.
Efasemdir Más Elíassonar um
þetta atriði virðast því fylli'ega á
rökum reistar.
Ofangreindar vangaveltur fela
einnig í sér mikilsverðar ábend-
ingar um þróun í gerð botnfisk-
veiðiflotans, sem vænta má í
kjölfar hagkvæmrar fiskveiði-
stefnu. Þar sem afli á skip mun,
eins og áður segir, aukast, er þess
að vænta að meiri áhersla verði
lögð á fiskvinnsluþátt útgerðar-
innar; stærri áhafnir og aukin
vélbúnað við aðgerðarstörf o.þ.h.
Vegna meiri gnægðar fiskjar á
miðunum verður á hinn bóginn
minni þörf fyrir veiðigetu fiski-
skipa. Það verður því unnt að!
komast af með minna vélarafl,
með tilheyrandi olíusparnaði,
smærri veiðarfæri og fábrotnari
fiskileitartæki. Öfugt við það, sem
stundum hefur verið fullyrt, mun
hagkvæm fiskveiðistefna því ekki
hafa í för með sér stöðvun fjár-
festinga í botnfiskveiðiflotanum
heldur annars konar fjárfestingar.
Forsendur margþættra reikni-
líkana er torvelt að útskýra í
blaðagreinum hvað þá hraðsoðn-
um viðtölum. Það er þó ekki þar
með sagt, að slík upplýsingamiðl-
un eigi ekki erindi í dagblöð. Það
er hins vegar mikilvægt, að þeim
lesendum, sem það kjósa, sé gef-
inn kostur á að gaumgæfa for-
sendur niðurstaðna. Þessum les-
endum er hér með bent á, að
allýtarleg lýsing á forsendum og
gerð þess líkans, sem niðurstöður
mínar byggjast á, mun birtast í
Fjármálatíðindum á þessu ári.
Vancouver, 15. ágúst 1979.
Nýkomnir
frá Wosana
Þægilegu inniskórnir úr
Velour meö innleggi.
Teg 352
Stœröir 36—31
Verö 7.530.-
Litir Brúnt/hvítt
Rautt
Blátt/Grátt
Stæröir 36—42
Verö 6.060.-
Litir Vínrautt
Brúnt
Póstsendum samdæg-
urs.
Egilsgötu 3, sími 18519
Erum einnig aö
Barónsstíg 18
sími 23566.