Morgunblaðið - 06.11.1979, Síða 30
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979
Andri ísaksson:
Börn í þró-
unarlöndum
Indverskur vinnudrengur
Hinn 21. desember 1976 ákvað
allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna að lýsa yfir alþjóðaári
barnsins árið 1979. Var tilgang-
urinn sá að beina, með eftir-
minnilegum hætti, athygli ríkis-
stjórna, frjálsra samtaka og
almennings að sérstökum þörf-
um barna og fá sem flesta aðila
til þess að leggja meira af
mörkum börnum til handa en
ella yrði gert.
Barnaár Sameinuðu þjóðanna
er sem sagt alþjóðaár barnsins.
Okkur ber að hafa í huga börn
ailrar heimsbyggðarinnar en
ekki aðeins börn eigin þjóðar.
Barnaárið ber upp á 20 ára
afmæli alþjóðayfirlýsingar um
réttindi barnsins. Þá yfirlýsingu
. samþykkti allsherjarþingið hinn
20. nóvem'ber 1959. í yfirlýsing-
unni segir að öll börn skuli njóta
þeirra réttinda sem þar eru
tilgreind. Hér er um að ræða
helstu þætti mannréttinda. í 4.
gr. yfirlýsingarinnar segir m.a.
að barnið skuli eiga rétt á
tilhlýðilegri næringu, hvíld og
félagslegu öryggi. í 7. gr. er
fjallað um réttinn til skóla-
menntunar — öll börn skulu eiga
rétt á ókeypis skólagöngu og
kennslu í a.m.k. undirstöðuatrið-
um, svo sem lestri, skrift og
reikningi sem frekari menntun
byggist á.
Nú skulum við athuga nokkrar I
staðreyndir um það hvernig við
þessi réttindamál er í raun og
veru staðið gagnvart börnum
þróunarlandanna — en þau eru
meirihluti barna jarðarinnar.
Samkvæmt skýrslum Alþjóða
heilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO) þjást 9.4 milljónir barna
af alvarlegum skorti á eggja-
hvítuefnum og hitaeiningum,
þ.e. skorti sem veldur iðulega
alvarlegum vöntunarsjúkdómum
og getur leitt til dauða. Auk þess
þjást 89 milljónir barna af
slíkum skorti í minna mæli og
eiga við einhvers konar sjúkleika
að stríða þess vegna. Flest þeirra
98.4 milljóna barna sem hér um
ræðir búa í Asíu.
Þá kemur einnig fram í skýrsl-
um Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar að á hverju ári
verða milli 20.000 og 100.000
börn blind vegna skorts á
A-vítamíni og öðrum næringar-
efnum.
Lítum næst á misnotkun á
börnum sem ódýru vinnuafli.
Samkvæmt yfirliti sem Alþjóða
vinnumálastofnunin (ILO) hefur
gert vinna 42 milljónir barna
undir 15 ára aldri kauplaust baki
brotnu í ýmsum fyrirtækjum,
einkum litlum fjölskyldufyrir-
tækjum í landbúnaði og fleiri
atvinnugreinum. 10 milljónir í
viðbót fá einhverja hungurlús í
laun fyrir erfiði í verksmiðjum
og verkstæðum ýmiss konar.
Þessar tölur fela þó aðeins í sér
toppinn á ísjakanum. Miklu
fleiri börn vinna en hér kemur
fram. Sé um að ræða hjálp við
Hvers má
ég vænta?
Ár barnsins
1979
UMSJÓN:
*WrȒ HarAcraon kannari.
Guömundur Ingi Laltsaon skóia-
atjórl.
Halldór Ámaaon vlöakiptafraaö-
ingur.
Karl Holgaaon lögfraaMngur.
Slgurgair Þorgrlvnaaon aagn-
traaðinaml.
landbúnaðarstörf innan fjöl-
skyldunnar er slíkt í flestum
þjóðfélögum talið eðlilegt ef
börnin njóta jafnframt nægi-
Iegrar hvíldar og skólagöngu.
Þá má benda á rótleysi barna
sem eru flóttamenn. Flótta-
mannahjálp Sameinuðu þjóð-
anna (UNHCR) telur að í heim-
inum séu nú um 10 milljónir
flóttamanna. Af þeim eru 80% í
þróunarlöndum Þriðja heimsins.
Um helmingur allra flótta-
manna eru börn og eiga þau
vegna öryggisleysis og skorts á
þroskandi verkefnum oft við að
etja sálræn vandkvæði sem örð-
ugt er að uppræta nema aðstæð-
ur gerbreytist.
Lítum nú á menntun og skóla-
göngu. Talið er að í heiminum
séu um 550 milljónir manna
ólæsar og óskrifandi. Ætla má
að hartnær helmingur þessa
fjölda séu börn og unglingar 15
ára og yngri. Með hverju árinu
sem líður missa tugmilljónir
barna og ungmenna af þeim
tækifærum til menntunar,
starfsöryggis, sköpunar og
lífsfyllingar sem eiga sér það að
skilyrði að menn kunni að lesa
og draga til stafs. Hér á sér stað
mikil sóun hæfileika og þung-
bært mannfélagslegt ranglæti.
Því er nokkuð misskipt. Sem
dæmi um umfang vandans hefur
hér verið gerð tafla um hundr-
aðshluta ólæsra í nokkrum lönd-
um. Taflan gefur til kynna að
ólæsi er mun algengara meðal
stúlkna en pilta og að þess gætir
hlutfallslega mest í Afríku.
Hér hafa verið tekin dæmi af
því hvernig tekst í raun-og veru
að standa við rétt barna til
næringar, hvíldar, félagslegs ör-
yggis og skólamenntunar í
þróunarlöndunum. En hvað þá
um réttinn til tilfinningalegrar
hlýju af hálfu foreldra? Og hvað
um réttinn til gleði sem sumir
fræðimenn vilja telja til grund-
vallarmannréttinda? Til að at-
huga þessi mál skulum við velta
lítillega fyrir okkur hvað fátækt
táknar.
Islendingar vita fæstir af eig-
in athugun, hvað þá af eigin
raun, hvað fátækt er. Nokkur
fátækt var hér framan af öld-
inni, þó yfirleitt ekki svo mikil
að fólk fylltist örvæntingu.
Sjálfsbjargarviðleitnin hélst
sem ríkjandi afstaða þeirra sem
bjuggu við kröpp kjör. Með
samstilltu átaki verkafólks og
bættum skilyrðum tókst að út-
rýma fátækt nokkurn veginn. Á
íslandi ríkir nú tiltölulega mikil
og almenn velmegun.
Raunveruleg bláfátækt eða
örbirgð er stríð. stríð til að lifa
af. Þetta stríð felur í sér ertda-
lausan kvíða, vonleysi, vanlíðan,
sjúkdóma og leiðindi. í slíkri
styrjöld geta ógnarlegir atburðir
gerst. Það getur t.d. komið fyrir
að foreldrar limlesti barn sem
þeim þykir þó vænt um — í
þeirri von að fjölskyldan geti
þann veg dregið fram lífið á
ölmusu.
Fyrir fólk sem býr við þau
skilyrði að eiga yfir höfði sér
örbirgð er hyldýpisgjá milli
hungraðrar, sjúkrar og alls-
lausrar fjölskyldu annars vegar
og heilbrigðrar fjölskyldu sem á
nokkurn veginn í sig og á hins
vegar. Fyrir örbjarga fólk er lítil
samfélagsleg fjarlægð milli heil-
brigðrar, „fátækrar" fjölskyldu
og yfirstéttar landsins. Sú fjar-
lægð skiptir litlu máli. Þetta
virðist fólk sem alltaf hefur
getað etið nægju sína eiga erfitt
með að skilja, enda ekki hægt að
sýna fram á rök þessa viðhorfs
með talnareikningi.
Hér verður því varpað fram
sem tilgátu að þau börn í
þróunarlöndunum sem eru nægi-
lega lánsöm til þess að búa ekki
við örbirgð muni að jafnaði
njóta a.m.k. álíka mikillar til-
finningalegrar hlýju af hálfu
foreldra sinna og líklega meiri
gleði en börn okkar sem búum
við efnalega velmegun. Efnahag
okkar er haldið uppi með
lífsþægindakapphlaupi sem
dregur hug okkar og orku um of
frá börnunum og sálrænni og
félagslegri velferð þeirra. E.t.v.
má segja að við séum „ofþróuð“
eða einhæf í samfélagsrekstri
okkar. — Áðurgreind tilgáta er
studd mörgum rökum og athug-
unum mætustu manna, m.a. ým-
issa sem kunnugir eru Afríku, en
hér er ekki rúm til að rökstyðja
málið nánar.
Hvað er þá til bragðs? Hvern-
ig geta menn eflt velfarnað og
hag barna í þróunarlöndunum?
Það er ljóst að staða barna í
þróunarlöndunum batnar ekki
að neinu marki nema þar verði
verulegar efnahags- og félags-
legar framfarir. Þær framfarir
hljóta að verða að mestu verk
þjóða Þriðja heimsins sjálfra.
En alein getur engin þjóð staðið.
Eitt af þvi sem verður að koma
utanlands frá að einhverju leyti
er fjármagn á hagstæðum lána-
kjörum, ætlað til þarfra þróun-
arverkefna. Annað er þekking
sem miðlað er í því skyni að
aðrir geti eflt hana og margfald-
að heima fyrir.
Það er á þessum sviðum sem
við íslendingar getum lagt okkar
lóð, þótt létt sé, á vogarskálarn-
ar til að sýna börnum í þróunar-
löndunum ofurlítinn stuðning í
verki. Við veitum nú sáralitlu fé
til þróunarverkefna í Þriðja
heiminum, hlutur hvers okkar er
þar miklu minni en í nágranna-
löndum, t.d. á Norðurlöndum. Og
lítið er um að ungt fólk fari
héðan og neyti hæfni sinnar við
kennslu og önnur störf í þróun-
arlöndunum. Á báðum þessum
sviðum þarf að gera bragarbót.
Annað er okkur ekki sæmandi.
Andri ísaksson
prófessor,
ritari íslensku UNESCO-
nefndarinnar.
HUNDRAÐSHLUTI ÖLÆSRA í NOKKRUM LÖNDUM
Hiðað er við 15 ára unglinga og skipt eftir kynjum
Hundraðshluti (%)
] Land Ar Piltar Stúlkur Alls I
I Alsír Alls (1 bæjum) (í sveitum) 1971 58,2 (42,0) (66,5) 87,4 (74,2) (94,0) 73,6 | (58,8) 1 (81,1) ■;
I Togo Alls (1 bæjum) (1 sveitum) 1970 73,1 92,9 84,1
I Zambía Alls (1 bæjum) (1 sveitum) 1969 39,0 65,5 52,7 1
I Haiti Alls (1 bæjum) (1 sveitum) 1971 71,3 81,6 76,7 ]
1 Brasilía Alls (1 bæjum) (í sveitum) 1970 30,6 (15,8) (50,2) 36,9 (24,0) (57,3) 33,8 I (20,0) B (53,6) •
1 Kólumbía Alls (1 bæjum) (1 sveitum) 197? 18,0 ( 9,0) (32,8) 20,2 (13,0) (36,8) 19,2 1 (11.2) S (34,7) |
1 Indland Alls (1 bæjum) (í sveitum) 1971 53,2 (27,9) (60,4) 81,1 (55,1) (87,5) 66,6 (40,1) i (73,6) |
■ Filippseyjar Alls (1 bæjum) (1 sveitum) 1970 15,7 ( 6,0) (19,8) 19,1 ( 8,2) (22,8) 17,4 i «:?!
1 Tyrkland Alls (1 bæjum) (í sveitum) 1975 22,8 56,9 39,7 1
1 Júgóslavía Alls (1 bæjum) (1 sveitum) 1971 8,1 ( 3,4) (11,2) 24,3 (11,6) (32,8) 16,5 '■ ( 7,7) 1 (22,3) |
1 Heimlld: UNESCO Statistioál Yearbook 1977.
1 (Tölur mlðast 1 10 árum). ; við nýjustu fáanlegar upplýsingar frá s. ,1. I
„Áhugafólk um Reyk3avík,,:
Þéttingu byggðar í
Reykjavík mótmælt
Sigurjóni Péturssyni forseta borg-
arstjórnar Reykjavikur var afhent
svohljóðandi bréf frá samtökum
„Áhugafólks um Reykjavík“ um
leið og forsvarsmenn samtakanna
afhentu honum undirskriftir 8700
Reykvikinga þar sem mótmælt er
tillögum Þróunarstofnunar Reykja-
víkurborgar um „Þéttingu byggð-
ar“, eins og það hefur verið kallað,
á nokkrum tilteknum svæðum í
höfuðborginni:
Borgarstjórn Reykjavíkur,
hr. forseti
Sigurjón Pétursson.
Fyrir hönd hreyfingarinnar
„Áhugafólk um Reykjavík," leyfum
við undirrituð okkur hér með, að
senda yður, hr. forseti borgarstjórn-
ar, hjálagða undirskriftalista, þar
sem mótmælt er tillögum Þróunar-
stofnunar Reykjavíkurborgar um
„þéttingu byggðar," eins og það
hefur verið kallað, á nokkrum til-
teknum svæðum í höfuðborginni.
Þróunarstofnun Reykjavíkurborg-
ar kynnti þessar tillögur sínar í
ágústmánuði sl. og var það vel.
Þegar um meiriháttar breytingar á
skipulagi er að ræða, ber að kynna
þær og leita álits borgarbúa á þeim.
Verður að ætla, að tilgangurinn með
þeirri málsmeðferð sé sá, að kynnast
viðhorfum borgarbúa til fyrirhug-
aðra breytinga, og taka þá eitthvert
tillit til afstöðu borgarbúa við loka-
afgreiðslu slíkra tillagna.
Við, sem myndum þessa hreyfingu
„Áhugafólks um Reykjavík," höfum
afundanförnum vikum leitað álits
samborgara okkar á tillögum Þróun-
arstofnunar, og beðið þá, sem and-
vígir eru þeim fyrirætlunum í skipu-
lagsmálum, að skrifa undir hjálagt
mótmælaskjal. Niðurstaðan er sú, að
um 8.700 manns hafa undirritað
mótmælin til þess að leggja áherzlu
á kröfuna um að fallið verði frá
þessum hugmyndum.
Tekið skal fram, að undirskrifta-
söfnun þessi er að öllu leyti óháð
pólitískum flokkum og hér er ein-
göngu um að ræða áhugafólk fyrir
umhverfisvernd og nauðsyn útivist-
arsvæða og náttúruverndar. Yfir-
gnæfandi meirihluti þeirra, sem
undirrita mótmælaskjalið, er
Reykvíkingar, en einnig er þar að
finna fólk úr öðrum byggðarlögum
sem telja sér málið skylt þar sem um
höfðuborg landsmanna er að ræða.
Við teljum, að aldrei hafi jafn
fjölmennur hópur andmælt fyrir-
huguðum breytingum á skipulagi
borgarinnar og hér er um að ræða,
og væntum þess eindregið, að hæst-
virt borgarstjórn Reykjavíkur taki
fyllsta mið af þessum mótmælum
við lokaafgreiðslu málsins.
Virðingarfyllst,
F.h. „Ahugafólks um Reykjavík"
Árni B. Eiríksson,
Herdís Tryggvadóttir.