Morgunblaðið - 06.11.1979, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979
35
Dagrún Kristjánsdóttir;
Hefur þú nokkurn tíma staðið
við gluggann þinn og horft út? Jú,
auðvitað, — svarar þú — oftar en
tölu verður á komið, það er aðeins
blindur maður sem kemst hjá því
að sjá það sem blasir við umhverf-
is heimili manns. Þetta má rétt
vera að vissu marki, en að sjá og
SJÁ, er ekki alveg það sama. Við
sjáum landslag, byggingar, bíla á
ferð og gangandi fólk, en oftast
gefum við þessu engan verulegan
gaum, þetta er hluti af okkar
daglega lífi, ekkert markvert —
nema ef við ber einhver óvenjuleg-
ur atburður — húsbruni, morð,
rán, slys — þá er eins og sálartetr-
ið rumski um stundarsakir, en
brátt fellur sama mókið yfir okkar
ósýnilegu verund og við íklæðumst
hinni efnislegu brynju að nýju. Ef
til vill hafa atburðir, sem þeir, er
nefndir voru, hrært aðeins við
öðrum og göfugri tilfinningum
augnablik, en hve lengi staldra
þær við? Víkja þær ekki alltof
fljótt fyrir þeirri áráttu flestra að
finnast lífið litlaust og leiðinlegt,
ef ekki berst jafn straumur af
fréttum hvaðanæva að úr heimin-
um? En fréttir eru sem kunnugt,
yfirgnæfandi um það sem ekki er
gott. Það verður alltaf einhver eða
einhverjir fyrir einhverskonar
hnjaski, meiru eða minna, —
andlega, líkamlega, efnislega og
þjóðfélagslega.
Við getum staðið við gluggann
okkar og þrátt fyrir ágæta líkam-
lega sjón, þá sjáum við alls ekki
neitt, jafnvel það sem blasir við
augum, — við erum þá með
hugann víðs fjarri því að skoða þá
dásamlegu náttúru, sem guð hefur
skapað og gefið okkur um stundar-
sakir. Við erum sennilega að
ígrunda hvaða ráðum við getum
beitt til að afla okkur sjálfum
meiri lífsþæginda. Okkur nægir
alls ekki að eiga íbúð, bíl, nægilegt
fjármagn til fæðis og fata, geta
farið til útlanda árlega, skemmt
okkur hressilega um helgar þegar
okkur langar til o.s.frv. Nei, þetta
er alls ekki „mannsæmandi líf“.
Við verðum að krækja í meiri völd,
meiri peninga, já tugi milljóna,
annars er líf okkar eyðilagt, — við
erum hreint ekki neitt ef við
getum ekki veitt okkur hvað eina
sem hugurinn girnist og setið í
hásæti úr gulli. Kapphlaupið um
hin efnislegu gæði, er búið að
steypa mannkyni í gl'ötun. Eigin-
girnin er svo takmarkalaus að
hroll hlýtur að setja að þeim sem
eitthvað hugsa og sjá lengra.
Hnefarétturinn er orðinn allsráð-
andi á heildina litið. Það er litið á
þá sem afglapa og utangarðsfólk,
sem hafa ekki fylgt straumnum,
en hver verður niðurstaðan að
lokum? Hver uppsker mest með
lífi sínu, — sá sem aðeins hugsar
um sjálfan sig, peninga og þæg-
indi, eða hinn sem býr við skarðan
við
hlut, efnislega og til viðbótar
gefur ríkulega af góðum sjóði
hjarta síns?
Við skulum enn líta út um
gluggann okkar. í þetta sinn
sjáum við ef til vill eitthvað sem
okkur hefur yfirsézt áður. Við
sjáum núna ekki aðeins hús,
landslag, bíla og fólk á ferð, okkur
óviðkomandi — heldur rennur upp
fyrir okkur fegurð landsins og hve
mikill sá máttur er sem hefur
skapað þetta meistaraverk og við-
heldur öllu lífi á jörðu og á. Við
hljótum að fyllast aðdáunar á
sköpunarverkinu ásamt því að fá
meðvitund um að þetta allt er ekki
til orðið aðeins „fyrir mig“ — það
er ekki bara „ég“ sem er til. í
örfárra skrefa fjarlægð er fólk
sem þú horfir á næstum eins og
hvern annan hlut, fjarlægðin eyk-
ur enn meir þá óljósu tilfinnningu
að það sé aðeins þú, sem lifir og
finnur til — aðeins þú sem þurfir
að fá hærra kaup, og skapa þér
meiri lífsþægindi og aðeins þú
eigir heimtingu á að fá að lifa
slysa- og óhappalausu lífi. En hver
ert þú sem dirfist að hugsa
þannig? Eigingirnin og ágirndin
má ekki ráða yfir okkur svo að við
tröðkum á öðrum, gerum þeim
órétt, gerum þeim lífið erfiðara en
þörf er. Við gleymum því í ákafan-
um að gera okkar eigið líf sem
auðveldast og skemmtilegast — að
líf annarra gæti orðið mun betra
og skemmtilegra fyrir okkar til-
stilli, aðeins ef að við tímdum að
sjá af, þó ekki væri nema nokkrum
tíma á dag til þess að hugsa til
annarrá með samúð og skilningi,
hvað þá ef meira væri gert. Þrátt
fyrir öll mannalæti og sýndar-
mennsku, þá er það enginn sem
ekki hefur þörf fyrir að njóta
góðra hugsana annarra, orða eða
gjörða.
Það er skilningsleysið í garð
annarra sem er eins og veggur
milli fólks og við reynum að
viðhalda þessum vegg til þess að
vera ekki neydd til að taka þátt í
erfiðleikum annarra. Við viljum
helst ekkert af þeim vita, því að
flestir kjósa að vera vinur þegar
allt leikur í lyndi, en hverfa svo
hljóðlega, þegar syrtir í álinn.
Sjáum við nokkuð rangt við þetta?
Heitir það ekki aðeins að „vilja
ekki blanda sér í málefni," — sem
„mér koma ekki við“. Jú, þetta
lítur vel út og sýnir að engin
hnýsni á sér stað, en velvild,
samúð og skilningur, er ekki það
sama og afskiptaleysi eða forvitni
um hagi náungans. Við eigum
engu síður finna til með okkur
alókunnugu fólki, sem ratar í
erfiðleika.
Samúðin er efalaust sú tilfinn-
ing, sem lyftir einstaklingnum
hæst, sem sýnir bezt þroska hans
á lífsbrautinni. Sá sem er samúð-
arfullur í garð annarra beitir
aldrei hnefaréttinum, hann lætur
heldur ranglætið ganga yfir sjálf-
an sig, en að beita aðra ranglæti.
Hann reynir að greiða úr erfið-
leikum, frekar en að auka þá, sé
það á hans valdi. Það er fáum
gefið að geta elskað náungann eins
og sjálfan sig, en spor í áttina er,
að skilja náungann og finna til
með honum, eins og hver og einn
finnur til með sjálfum sér, ef
ranglega er að honum vegið.
Heimurinn þarf ekki að vera
fullur illsku og óhæfuverka, hat-
urs og ágirndar, — það er ekkert
það til, sem ekki er betra að taka á
af mildi, en hörku. Það er enginn
meiri fyrir það að brynja sig með
reiði og ósveigjanleika í garð
annarra. Þvert á móti, það er
sama og leiðin niður, — en
sáttfýsi og fyrirgefning er sókn í
brattann og um leið vegurinn til
samúðar og kærleika.
Dagrún Kristjánsdóttir.
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
1*
AL'GLVSINGA-
SÍMINN ER:
22480
Lífið og
Frískandi og gott
á fímm sekúnaum.
Það er Fountain.
Engin venjuleg kaffívél
Fountain drykkjavélin er
engin venjuleg kaffivél, því að þú
getur valið um sex kafFitegundir,
fjórar tetegundir, þrjár súkkulaði-
tegundir, sjö súputegundir og fjóra
ávaxtadrykki.
Þú getur fengið vél með tveim,
fjórum eða sex fyllingum í einu,
með eða án sjálfsala.
Fimm sekúndur
Það tekur þig aðeins fimm
sekúndur að fá frískan og góðan
drykk úr Fountain.
Fountain hentar alls staðar
Fountain hentar vel fyrir
fyrirtæki, stór eða smá, söluskála
og heimili.
Einning eru fáanlegar 24volta
vélar fyrir skip, báta og langferða-
bíla.
Ath! Ókeypis hiáefni
l.sept.-l.des.
Kaupir þú Fountain nú, færðu
fyrstu fyllingamar ókeypis.
Síðan er hráefninu ekið til þín, án
endurgjalds, hálfsmánaðarlega eða
eftir samkomulagi.
Ég óska eftir að fá senda Fountain drykkjavél
fyrir:
□ 2 fyllingar □ 4 fyllingar D 6 fyllingar
- gegn póstkröfu.
□ Ég óska eftir að fá senda mynd- og verðlista.
□ Ég óska eftir að fá sölumann í heimsókn.
Nafn
Heimili
Simi