Morgunblaðið - 06.11.1979, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 06.11.1979, Qupperneq 34
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 + Systir mín, MARGRÉT EBENEZERSDÓTTIR, frá Flateyri, lézt í Elli- og hjúkrunarheimili Grund, þann 3. nóvember 1979. Fyrir hönd vandamanna, Sturla Ebenezersson. Hjartkær faöir minn, tengdafaöir og afi okkar, JOHN MAURITZ LANGELYTH, varð bráökvaddur í Kaupmannahöfn, 4. nóvember sl. Sigrún Langelyth, Vignir B. Árnason, Helga Vignisdóttir, Arnar B. Vignisson. t Móöir okkar, HÓLMFRÍÖUR HALLDÓRSDÓTTIR, fyrrum prófastsfrú, andaöist í Landspítalanum 4. nóvember. Halldór Jósepsson, Kristjana Jósepsdóttir, Skafti Jósepsson, Jón Jósepsson, Pétur Jósepsson, Ása G. Egilsson. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi, ÓLAFUR RAGNAR JÓNSSON, Brekastíg 12, Vestmannaeyjum, andaöist aö heimili sínu sunnudaginn 4. nóvember. Jónína Pétursdóttir, El(n Ólafsdóttir, Guöbjartur Guömundsson, Helga Ólafsdóttir, Sigmund Jóhannsson. barnabörn og barnabarnabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Fáskrúösfiröi andaöist aö Elliheimilinu Grund 2. nóvember. Haukur Vilhjálmsson, Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir, Stefán Vilhjálmsson, Guömundur Vilhjálmsson, Gréta Vilhjálmsdóttir, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaöur minn og faöir minn HENRY C. HACKERT Laufásveg 26, andaöist í Landsspítalanurh 29. október. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey. En þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Krabbameinsfélagiö. Aöalheiöur Eövarðsdóttir Signey Hackert. + Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma INGILEIF SIGURÐARDÓTTIR Merkurgötu 2. Hf. veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju miövikudaginn 7 nó- vember Kl. 14.00. Kristinn Torfason, Sigurbjörg Vigfúsdóttir, Sigurbjörn Torfason, Alda Finnbogadóttir, Gísli Torfason, Birna Loftsdóttir, börn og barnabörn. + Utför móður okkar, ömmu og tengdamoöur, GUORUNARJÓHANNESDÓTTUR, frá Sandvík, Vesturgötu 77, Akranesi, fer fram frá Akraneskirkju miövikudaginn 6. nóvember 1979 kl. 1 30 e h. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu látið Sjúkrahús Akraness njóta þess. Tómas Jónsson Jóhanna Jónsdóttir Steinunn Jónsdóttir Aöalheiður Jónsdóttir Valgeröur Jónsdóttir Ársæll Jónsson Sigrún Stefánsdóttir Guöborg Elíasdóttir Alfreö Sturluson Guöbjörn Sumarliöason Margrét Ágústsdóttir Anna Kristín Þórarinsdóttir Minning: Aðalsteinn Sigurðs- son múrarameistari Fæddur 14. september 1917 Dáinn 28. október 1979. „Ég hef augu min til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.„ Sálm. 121,1-2. Hjálpin var komin. Löngu sjúk- dómsstríði frænda míns lauk sunnudaginn 28. okt. s.l. Þá var hreint veður, og skömmu síðar þakti snjóföl jörðina. Dauðinn kom sem vinur og upphaf nýs lífs. Sjúklingurinn var æðrulaus allt til enda. Góðir liðsmenn höfðu létt honum baráttuna eins og unnt var. Eiginkona, uppkomin börn, aðrir ástvinir og hjúkrunarlið, allir höfðu lagt sitt af mörkum. Oft birti til, og þær stundir blessum við nú í minningunni. Drottinn gaf og Drottinn tók. Lofað veri nafn Drottins. Aðalsteinn Sigurðsson fæddist í Reykjavík 14. sept. 1917, sonur hjónana Olafíu Jónsdóttur og Sig- urðar Sigurðssonar, er bæði voru ættuð úr Rangárþingi. Ólst hann upp í hópi 6 systkina, og var hann næstyngstur þeirra. Sjöunda barnið, stúlka að nafni Unnur, lést aðeins fárra vikna. Hin systkinin, sem upp komust, eru: Margrét, Guðjón, Ingibjörg, Guðrún Soffía, sem andaðist í blóma lífs, og Sigríður. Kjör fjölskyldunnar voru tíðum fremur kröpp. Sigurður, fjöl- skyldufaðirinn, vann hörðum höndum við að framfleyta hópn- um sínum. Með hjálp dugmikillar konu sinnar tókst honum það furðu vel. Dugnaður og heiðarleiki voru þær eigindir, sem mestu máli skiptu. Verkamannslaunin hefðu hrokkið skammt, ef ekki hefðu komið til sparsemi og nýtni. Tímabundin sveitadvöl elstu barn- anna létti líka undir. Systkinin lærðu snemma gildi samhjálpar og eindrægni, sem þau hafa reynd- ar búið að æ síðan. Er Aðalsteinn óx úr grasi tóku við ýmiss konar störf. Um tíma vann hann í verslun og þótti þar vel liðtækur. Ungur að aldri tók hann að vinna með bróður sínum, Guðjóni, sem þá var orðinn út- lærður múrari. Hóf Aðalsteinn brátt nám í múraraiðn og varð þannig fyrsti lærlingur föður míns. Sveinsprófi lauk Aðalsteinn 1942. Gegndi hann ýmsum trúnað- arstörfum bæði í Múrarafélagi Reykjavíkur og síðar í Múrara- meistarafélagi Reykjavíkur, enda var hann vel metinn innan stéttar sinnar og fyrir störf sín. Einnig var hann meðlimur í Oddfellow- reglunni. Aðalsteinn var traustur maður og góður félagi. Jafnlyndi hans og góðsemi var við brugðið. í hugann flýgur minning úr einni afmælisveislu hjá ættfólk- inu. Lítill drengur var sestur hjá Alla frænda, sem spjallaði við hann eins og fullorðinn mann og sagði honum ýmsar sögur. Sá litli varð allt í einu svo undrafullorð- inn. Röddin breikkaði og hann. virtist hækka í sæti sínu. Æ síðan leit hann á Alla frænda sinn sem sérstakan vin og jafningja. Einnig sé ég þessa tvo fyrir mér í Surtshelli í Hallmundarhrauni, þar sem hinn eldri og reyndari leiddi þann litla við hönd sér og leiðbeindi honum í köldu hellis- myrkrinu. Varð sú ferð að minnis- verðu ævintýri fyrir drenginn, þar sem hlýja og ástúð afabróðurins myndaði umgjörð um þessa ný- stárlegu lífsreynslu. Þannig var Aðalsteini sú list lagin að koma til móts við hvern aldursflokk á réttan hátt. Gæfa verður ekki mæld í árum. Ekki heldur í auðlegð eða frægð. Hugtakið er oft umdeilt. Samt held ég að óumdeilanlega hafi Allir frændi minn verið gæfu- maður. Hans styrka stoð í lífinu var eiginkonan, Helga Bjarg- mundsdóttir, og saman hafa þau notið sérstaks barnaláns. Börn þeirra 4 völdu sér snemma heil- næm hugðarefni svo sem útilíf og fjallaferðir. Dugnaður og ábyrgð- artilfinning hafa einkennt þau öll. Dæturnar Sólveig og Ólafía eru báðar giftar og eiga börn, sem veitt hafa afa og ömmu ánægju- stundir. Er Sólveig lærð fóstra, en Ólafía sjúkraliði. Tvíburarnir Ævar og Örvar eru báðir í iðnn- ámi, annar í trésmíði en hinn í múrverki. Þeir eru ókvæntir og búa í foreldrahúsum. Aldraðir foreldrar Aðalsteins voru um margra ára skeið á heimili hans og Helgu. Áttu þau þar góð elliár og nutu umhyggju eins og best varð á kosið. Ilugur okkar, ástvina Aðal- steins, er fullur þakklætis, er leiðirnar skilja nú um sinn. Við blessum minningu góðs drengs og biðjum honum velfarnaðar og góðra verkalauna. „Þin náðin. Drottinn. nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér, í þinni birtu hún brosir öll. í biáma sé ég lífsins fjöll.“ (E.H. Kvaran) Auður Guðjónsdóttir. RAGNAR LOVDAL — KVEÐJUORÐ Það var gaman að fylgjast með Ragnari Lövdal byggingameistara á hans yngri árum, er hans naut - við í fullu fjöri. Þegar hvert húsið af öðru reis upp hjá honum í Norðurmýrinni, og með meiri hraða en nú er almennt á bygg- ingarframkvæmdum. Þó var ekki tækninni fyrir að fara, því það var erfiðleikum bundið að fá steypu- hrærivélar. Á þeim árum var meira treyst á ráðdeild og hyggindi til að koma verkinu áfram en að geta gengið í einhvern sjóð, verkframkvæmdun- um til uppbyggingar. Ragnar var einn þeirra manna, sem kunnu að fara vel með í byggingum. Hann valdi sér góða menn og lét aldrei standa á byggingarefni, en á þeim árum seinkaði það oft fram- kvæmdum að efnið var ekki til. En fleiri vildu byggja í Norður- mýrinni en Ragnar Lövdal og því gekk á lóðirnar þar. Hann fékk þó enn eina lóðina og var hún þeirra stærst; á horninu á Njálsgötu og Snorrabraut. Þar byggði Ragnar og bjó þar þangað til honum leiddist lóðarleysið og leitaði hann þá fanga í Kópavogi. Þar fékk hann stórt land á einhverjum fallegasta staðnum við Digranes- veg. Byggði hann þar stílfagurt einbýlishús, miðað við þann tíma, og bjó þar síðan til dauðadags. En landið stendur enn óskipulagt, með öllum þeim fögru hússtæðum, sem þar mætti koma fyrir. Það stóð ekki á Ragnari að skipuleggja landið, heldur á bæjaryfirvöldum, því þegar hann fékk landið, sá Ragnar möguleika þess og hvernig nýta mátti byggingarefnið frá einu húsi til annars eftir því sem + Faöir okkar, stjúpfaðir, tengdafaöir og afi EYJÓLFUR JÚLÍUS FINNBOGASON bifreiðastjóri, Bergþórugötu 41, andaöist í Borgarsjúkrahúsinu 4. nóvember. Aóstandendur. + Móöir mín, tengdamóöir og amma, SALOME ÞORLEIFSDÓTTIR NAGEL, veröur jarösungin frá Dómkirkjunnl, fimmtudaginn 8. nóvember kl. 13‘30 Pétur Eiríksson, Helga Bahr Eiríksson, Kristín Pétursdóttir, Signý Pétursóttir, Laila Pétursdóttir. verkinu miðaði. En landið og lóðirnar eru til, og bíða þeirra sem eftir lifa. Nú um langan tíma hafði Ragn- ar tekið sér frí frá byggingarstörf- um. Ef til vill var það vegna þeirra tíðu slysa, sem hentu hann. Alltaf hafði Ragnar risið upp aftur, endurbættur, að svo miklu leyti, sem séð varð, og hélt áfram að vera síungur og auðugur í anda til annarra starfa, eftir því sem þau féllu til, og þá oft í samstarfi við konu sína, Huldu Lövdal, sem studdi hánn jafnan með ráðum og dáð til starfa. Ég minnist þess, er ég eitt sinn hitti Ragnar fyrir fáum árum uppi á Kópavogshálsi, austan við gjána, sem þá var verið að sprengja. Hann var þá með nýja myndavél í höndunum, og beindi henni að landi því er nú er undir kirkju- garðinum í Fossvogi. Spurði ég hann í léttum tón, hvort hann ætlaði að fara að mynda leg- staðinn? Hann jánkaði því, og sagði um leið: „Hann er svo fallegur vanginn þarna.“ En í sams konar veðri og þarna var, logni og sólskini, var hann svo jarðaður, 10 árum síðar, á sama stað og hann tók nyndina af forðum. Dauðinn kemur trúuðum manni ekki á óvart. Svo var það einnig með Ragnar Lövdal, hann vissi að hverju stefndi í þrautum sínum, og gekk óhræddur til móts við endalokin. Kona hans vakti yfir honum og veitti honum stuðning 8—10 tíma á dag, síðustu dægrin. Hann hvílir nú í guðs friði í nýjum heimkynnum. Ég votta eiginkonu hans og börnum og fjölskyldum þeirra samúð mína. Tómas Tómasson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.