Morgunblaðið - 06.11.1979, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979
41
fclk í
fréttum
Eldhúslyklaráðin m.m.?
+ Það virðast ekki vera neinir
fimmaura brandarar, sem þau
láta fjúka hér á milli sín
Bandarikjaforseti Jimmy Cart-
er og konan sem situr hér við
hlið hans. — Það er farið að
tala um það í fullri alvöru, að
Carter muni þurfa að ræða við
hana nokkru alvarlegri mál,
sem hann muni ekki flokka
undir neina brandarasmiði. —
Þetta er hugsanlega sú kona
sem, verður með eldhúslykla-
ráðin m.m. í Hvíta húsinu að
loknum forsetakosningunum i
Bandaríkjunum á næsta hausti,
frú Joan Kennedy, kona sena-
torsins Edwards Kennedy: Nú
er farið að ræða um hann sem
næsta forsetaefni flokks síns og
forsetans, Demokrataflokksins.
+ í BRETLANDI er genginn dómur í tveim skaðabótamálum,
sem höfðuð voru gegn sjúkrahúsum, vegna sjúklinga sem orðið
hafa fyrir varanlegum áföllum vegna mistaka í sjúkrahúsum. A
þessari mynd er annar þessara sjúklinga. Er um að ræða
kennslukonuna Elizabeth Shewan, sem nú er þritug að aldri. Hún
var 25 ára gömul er hún var flutt í Westminster-sjúkrahúsið í
London til uppskurðar við gallsteinum.
Missti heilsuna
á sjúkrahúsi
í Bretlandi
Á skurðstofu spítalans, urðu
þau mistök að tæki sem átti að
dæla súrefni til sjúklingsins
dældi í staðinn deyfilyfi. Við
það hlaut kennslukonan varan-
legan heilaskaða. Hún mun
þurfa að vera á hæli eða hjúkr-
unarheimili það sem hún á eftir
ólifað. -
Á myndinni er kennslukonan i fylgd föður síns. — í
dómsniðurstöðum i skaðabótamálinu sem farið var i við
Westminster-spítalann í London, segir m.a. að þessi mistök í
sjúkrahúsinu hafi haft i för með sér „að líf ungrar konu með
mikla hæfileika var lagt í rúst.“ Ekki var um að ræða bein mistök
hjúkrunarliðsins, heldur var súrefnistækið í ólagi. Kennslu-
konunni voru dæmd 262.500 sterlingspund í bætur, sem er um 213
milijónir ísl. krónur. í hinu skaðabótamálinu er um að ræða
karlmann, sem fékk dæmda aðeins lægri upphæð í skaðabætur.
Þar var spitalinn talinn bera ábyrgð á að maðurinn lamaðist i
sjúkrahúsinu. Hann hafði gert þar tilraun til sjálfsmorðs. Taldi
dómurinn hjúkrunarlið spitalans ekki hafa verið nógu vel á verði
gagnvart sjúklinunum.
Móðir henn-
ar heimtar
að hún sé
flutt úr landi
+ Mál þessarar ungu stúlku,
sem er 15 ára, hefur vakið
mikla athygli i Danmörku.
Móðir hennar, sem er brezk,
hefur krafist þess i danska
dómsmálaráðuneytinu, að dótt-
ir hennar verði flutt til Bret-
lands. Móðirin er nú gift kona i
Danmörku og dóttirin, sem
heitir Jane Devine kom til
hennar frá Bretlandi fyrir um
ári síðan til langdvalar hjá
móður sinni. — En mæðgurnar
virðast ekki eiga skap saman.
Móðirin sem hefur foreldrarétt-
inn yfir stúlkunni hefur krafist
þess að Jane verði flutt til
Bretlands. Útlendingaeftirlitið
i Kaupmannahöfn tilkynnti
stúlkunni að hún yrði að vera
farin úr landi 9. nóvember
næstkomandi.
Þegar málið var komið á
þetta stig greip ríkisumboðs-
maður inn í málið og þessi
brottvísunarkrafa var sett i
biðstöðu. Jane óskar eindregið
eftir því að fá að vera i
Danmorku. Að krofu ríkisum-
boðsmannsins verður mál henn-
ar tekið upp og það kannað
niður i kjolinn áður en nokkur
ákvörðun verður tekin og mið
tekið af heill og hamingju
stúlkunnar sem stundar nám í
skóla i bænum Herlev.
Svo einfalt,
svo vandað
og sómir sér hvar sem er.
SELKO fataskápar.
Þú kaupir þá í einingum fyrir hagstætt verð, setur þá
saman sjálfur og getur endalaust breytt eftir þörfum.
Komdu og líttu á SELKO fataskápana, þeir eru vandaðir,
vel hannaðir og heimilisprýði, hvernig sem á þá er litið.
/fTh, SIGURÐUR
IM^I ELÍASSON HF.
AUÐBREKKU 52,
KÓPAVOGI, SÍMI 41380
Nú þarftu ekki lengur aö hafa áhyggjur af
plötunum þínum. Groove Tube sér fyrir því.
Þú þværö plötuna meö sérlöguöum hreinsi-
vökva á meðan hún fer fyrstu snúningana og
þurrkar svo af henni meö mjúkum flauelis-
klút. Allt í einni lítilli flösku. Getur ekki veriö
ódýrara, einfaldara — né betra
Heildsölubirgöir.
LAUGAVEQI33 • SlM111508 STRANDGÖTU 3T ■ SlMI 53762