Morgunblaðið - 06.11.1979, Page 40

Morgunblaðið - 06.11.1979, Page 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 MORödNc Mffinu GRANIGÖSLARI Það virðist sama hvað ég reyni — hann hreyfist ekki um tommu. Kvak — kvak! Hvað um mig og öll bornin? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Oft virðast spil svo einföld, að ekki þurfi um þau að hugsa heldur bara að taka slagi sína. Spilið í dag er einmitt í þessum hópi og ættu lesendur að byrgja spil austurs og vesturs og mynda sér skoðun um úrspilið. Gjafari suður en austur og vestur segja alltaf pass. Norður S. 1087643 H. KG7 T. D4 L. Á8 Vestur S. - H. 98542 T. Á052 L. K1074 Austur S. ÁK H. D6 T. 10873 L. G9653 Suður S. DG952 H. Á103 T. KG6 L. D2 Vestur spilar út hjartafjarka gegn fjórum spöðum. Þegar spil þetta kom fyrir var sagnhafi ánægður með útspilið. Ekki þurfti að leita að hjarta- drottningunni og í hugsunarleysi lét hann lágt frá blindum, drottn- ing og ás. Næsta slag fékk blindur á tíguldrottningu og næsta tígul tók vestur með ás. Hann spilaði þá hjarta, sem taka varð í blindum. Næsta slag fékk austur á tromp og hann spilaði laufi, drottning, kóngur og ás. Nú var sagnhafi strandaður í blindum, átti ekki innkomu til að láta lauf í tígulgos- ann og varð þvíað gefa slag á lauf ásamt tveim á spaða og á tígulás- inn. Einn niður. Að vísu var suður afskaplega óheppínn með leguna. En eins og svo oft kemur fyrir athugaði hann sinn gang ekki nægilega vel í upphafi. Sagnhafi hefði betur látið hjartagosann frá blindum í fyrsta slag. Hann fær þá slaginn heima og rekur út tígulásinn og eftir það verður sama hvað varnarspilar- arnir gera. Hjartatían verður ör- ugg innkoma á hendina og þá má láta laufáttuna í tígulinn . Og aðeins verða gefnir þrír slagir, tveir á tromp og á tígulásinn. í rétti á sumardekkjum? Með vetrarkomunni setja marg- ir ökumenn snjó- eða nagladekk undir bíla sína. Maður nokkur kom til Velvakanda og vildi fá úr því skorið hvort hann gæti verið í fullum rétti ef hann lenti í um- ferðaróhappi að vetrarlagi en hefði bifreið sína á sumardekkj- um. Velvakandi lagði þessa spurn- ingu fyrir umferðardeild lögregl- unnar í Reykjavík og bifreiða- tryggingadeild Sjóvá. Hjá lögreglunni fengust þau svör, að samkvæmt lögum bæri ökumanni skylda til að búa bifreið sína eins vel og kostur væri ef hálka væri á vegum. Viðmælandi þorði samt ekki að fullyrða um það hvort sumardekkin undir bílnum gætu rýrt rétt ökumanns- ins ef snjór eða hálka spillti færð. Hins vegar sagði hann, að ef enginn snjór væri á vegum hefðu dekkin að sjálfsögðu engin áhrif á réttinn. Hjá Sjóvá fengust þær upplýs- I Lausnargjald í Persíu Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku 106 fullan pólitískan hryðju- vcrkamann. Klukkan átta um morguninn lagði hann af stað áleiðis til hallarinnar. Aðstoð- armaður Sabet var með honum. Þegar Eileen vaknaði vissi hún, að hann var í herberginu. Hún sá útlínur hans í rökkrinu og tunglsljósið skein inn um gluggann. Hann stóð kyrr og horfði til hennar. Hún settist upp í rúminu og kveikti á náttlampanum. Hann mælti ekki orð af vör- um. Hann kom og stóð við rúmið. Svipbrigði urðu ekki merkt á andliti hans. Hún leit á hann og undarleg tilfinning streymdi um hana — séu þetta örlög mín þá látum svo vera... Hún hafði aidrei upplifað neitt jafn sterkt og á þessu augna- bliki. — Ef þú hefur skipt um skoðun, sagði Peters — skal ég fara. — Farðu eKki, sagði Eileen. Hann settist á rúmstokkinn og lagði hendurnar hægt á axlir henni. — Ég vil ekki neyða þig, sagði hann — Ég er enginn Resnais. Það var Eileen sem greip um andlit hans og færði hann að sér svo að varir þeirra mættust i kossi. Þessi stund var svo áköf og náin og svo einstök að Eileen hafði aldrei kynnzt neinu sem var í líkingu við þessa. Þau lágu þegjandi i rúminu, héldu þétt um nakta likami hvors annars, gátu ekki afborið þá tilhugsun að þurfa að slita sig frá hinu. Fyrir Peters hafði þetta verið sérstæð reynsla. Hann hafði aldrei notið konu áður sem hann hafði einnig einhverjar tilfinningar til. Eileen stóð Madeleine ekki á sporði, hvað snerti kúnstir í lciknum, en það var þó engu samaú að jafna hversu heit og langvinn ánægj- an varð. Hann þráði að haífa hana nærri sér. Hann þráði að hún héldi sér íast og sleppti sér aldrei. Hann herti takið um hana og fann ástriðurnar gagn- taka sig á ný. Hann vaknaði þcgar tekið var að birta af degi. — Ég verð að fara fljótlega, sagði hann — Er allt í lagi. — Já. Þú verður að fara gætilega. — Ég fer gætilega. Hann settist upp í rúminu. — Ég kem aftur eins fljótt og ég get. Þú reynir að sofna. Hann hailaði sér að henni og kyssti hana. — Þakka þér fyrir það sem þú hefur gefið mér, hvislaði hann. — Það sem við gáfum hvort öðru, sagði Eileen hljóðlega — Ég vildi óska þú þyrftir ekki að fara. — Ahmed fer snemma á fæt- ur, sagði Peters. — Ég vil ekki tefla í neina tvisýnu. Ekki núna. Þú gerir eins og ég segi. Ferð að sofa: Ég kem til þín siðar. Hún horfði á hann klæða sig og ganga að dyrunum. Hann sneri sér við þar og í dagskím- unni sá hún hann veifa sér. Svo lokuðust dyrnar og hún heyrði hann sneri lyklinum i skránni. Það var óhugsandi það sem hafði gerzt. Hún hafði verið kona, eiginkona og móðir. Gift Logan Field í sjö ár og átti ljúft og þægilegt líf með munaði og ferðalögum, viðskiptamálsverð- um og kvöldverðarboðum. Allt- af gætt þess að vera hvarvetna eins og klippt út úr tizkublaði. Aldrei öðruvisi i framkomu en svo að Logan gæti verið stoltur af henni. Frú Logan Field. Hver svo sem sú kona var þekkti Eileen hana ekki lengur og myndi væntanlega ekki mæta henni framar. — Þetta dregst von úr viti, sagði Madeleine fýlulega. — Við fáum skilabóð um að Fieid hafi iátið undan, en enga sönn- un! Hvernig vitum við hvort satt er? Hann leyfir okkur aldrei að nota senditækið. Hún og Kesnais sátu á úti- veitingastað í Nizza. Þau voru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.