Morgunblaðið - 09.11.1979, Side 1
56 SÍÐUR
247. tbl. 66. árg.
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Siálfstæðisflokkurinn boðar;
Leiftursókn
gegn veróbólgu
Ríkisútgjöld lækkuð um 35 milljarða — Tekjutrygging til láglauna-
fólks — Gengissig stöðvað — Verðtryggðir bankareikningar
FORSENDA þess að hægt sé að hefja sókn til bættra
lífskjara er, að fyrst takist að vinna bug á verðbólgunni.
Þetta er sú staðreynd, sem óhjákvæmilegt er nú fyrir
þjóðina að horfast í augu við. Raunsæi þarf við
efnahagslegar ákvarðanir í öllum greinum. Nema
verður úr gildi í heild sinni lög vinstri stjórnarinnar um
stjórn efnahagsmála og taka upp í staðinn frjálslynda
en styrka efnahagsstefnu. Lækka þarf ríkisútgjöld
verulega og koma verður á ströngu aðhaldi í peninga-
málum. Stöðva þarf víxlhækkanir kaupgjalds og
verðlags. Ennfremur er nauðsynlegt að stöðva gengissig
krónunnar.
Ráðstafanir gegn verðbólgunni verða að vera mjög
öflugar og hefjast án tafar svo að unnt sé að hefja
framkvæmdir til að auka þjóðarframleiðsluna strax og
nauðsynlegum undirbúningi
Þetta er kjarninn í þeirri efna-
hagsstefnu, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn mun fylgja að kosningum
loknum, en á blaðamannafundi í
gær kynnti Geir Hallgrímsson
formaður flokksins þessa stefnu.
Er Sjálfstæðisflokkurinn fyrstur
stjórnmálaflokkanna til að gera
kjósendum ótvíræða grein fyrir
stefnu sinni og markmiðum að
kosningum loknum.
Til að markmiðunum verði náð
mun Sjálfstæðisflokkurinn starfa
samkvæmt áætlun, sem nefnd
hefur verið: Leiftursókn gegn
verðbólgu.
í þessari áætlun felst meðal
annars:
• Ríkisútgjöld á árinu 1980 verði
lækkuð um 35 milljarða króna frá
tillögum fyrrverandi ríkisstjórnar
um fjárlög 1980.
• Niðurgreiðslur verði lækkaðar
og hluta þeirra breytt í tekju-
tryggingu til láglaunafólks.
• Akvarðanir um vexti verði
færðar frá ríkisvaldinu til mark-
aðarins, banka, sparisjóða, fyrir-
tækja og einstaklinga.
• Samningar um kaup og kjör
verði frjálsir og gerðir á ábyrgð
launþega og vinnuveitenda.
• Gengissig íslensku krónunnar
verði stöðvað eftir að fiskverð
hefur verið ákveðið í byrjun næsta
árs og óhjákvæmilegar hækkanir
hafa gengið fram.
• Verðlag verði gefið frjálst und-
ir eftirliti, og samkeppni og fram-
boð vöru aukið jafnframt því sem
frjáls samtök neytenda verði
studd. Losað verði um þau inn-
flutnings- og gjaldeyrishöft sem
enn gilda svo sem á ferðamanna-
gjaldeyri og allir bankar fái rétt
til að versla með erlendan gjald-
eyri.
• Skattar vinstri stjórnarinnar
verði felldir niður.
er lokið.
• Nýtt átak í vegagerð verður
forgangsverkefni uppbyggingar-
starfsins í kjölfar allsherjaratlögu
gegn verðbólgunni.
• Komið verði smám saman á
jafnvægi milli framboðs og eftir-
spurnar eftir búvörum á innlend-
um markaði.
• Þegar verði hafinn undirbún-
ingur að einu nýju stórfyrirtæki á
sviði rafefnaiðnaðar og stefnt að
því, að framkvæmdir við það geti
hafist á kjörtímabilinu.
• Ráðist verði í tvær stórvirkjan-
ir á kjörtímabilinu til að auka
raforkuframleiðslu og hraðað
verði nýtingu jarðvarma og raf-
orku til húsahitunar og iðnaðar og
stefnt að því að íslendingar verði
sjálfum sér nógir í orkufram-
leiðslu fyrir aldamót.
Á bls. 14 og 15 er birt í heild
áætlun Sjálfstæðisflokksins og
á miðopnu er frásögn af
blaðamannafundi Geirs Hall-
grímssonar.
Bauðst
til að fara
New York, 8. nóvembcr. AP.
REZA Pahlevi fyrrum íranskeisari
hefur boðizt til að fara frá Banda-
ríkjunum ef það mætti verða til að
greiða fyrir frelsun gíslanna í
bandaríska sendiráðinu í Teheran,
að sögn The New York Times, en
fjölskylda hans og læknar hafa
þvertekið fyrir að hann verði flutt-
ur úr stað að sinni.
Blaðið hefur það eftir nánum
aðstoðarmanni keisarans, að hann
geri sér vonir um að læknar leyfi
honum að fara úr sjúkrahúsinu og
úr landi eftir þrjár vikur.
Tilraun PLO
Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins er hafin. Hún hófst i gær með blaðamannafundi, þar sem kynnt var
stefna flokksins í efnahags- og atvinnumálum, „Leiftursókn gegn verðbóigu“. Á myndinni eru frá vinstri:
Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður framkvæmdastjórnar flokksins, Sigurður Hafstein, framkvæmda-
stjóri, Geir Hallgrimsson, formaður og Gunnar Thoroddsen, varaformaður. — Ljósm. Mbl.: Kristján.
leiddu í dag bandingja í kringum
bygginguna, sýnilega til að hafa ofan
af fyrir mannfjölda, sem safnazt
hafði saman og hrópaði vígorð og
kröfur um að íranskeisari yrði
framseldur og Carter forseti líflát-
inn. Maðurinn var með bundið fyrir
augun og er hann sagður vera um
fertugt, en nánari lýsingar á honum
hafa ekki fengizt.
Kröfur um að írönskum náms-
mönnum í Bandaríkjunum verði
vísað úr landi gerast æ háværari og
hefur víða verið efnt til mótmælaað-
gerða til að leggja áherzlu á þær, en
bandaríska dómsmálaráðuneytið
hefur kveðið upp úr með að ekkert
verði af slíkum aðgerðum. Þá hafa
ýmsir krafizt þess, að Bandaríkja-
stjórn láti til skarar skríða og frelsi
gíslana með áhlaupi, en hernaðar-
sérfræðingar eru yfiríeitt þeirrar
skoðunar að slíkt komi ekki til
greina, þó ekki væri nema af þeirri
ástæðu að aðstæður útiloki slíka
lausn. Er bent á að t.d. „Entebbe-
aðferðin" sé ómöguleg þar sem
Teheran sé inni í miðju landi og
sendiráðið sé í þéttbýli, þar sem ekki
sé hægt að gera áhlaup án þess að
stofna lífi fjölda manns í bráða
hættu.
8. nóvember. AP.
TEHERAN-útvarpið tilkynnti i
kvöld að tilraunir PLO til að semja
um frelsun 60 bandariskra gísla og
40 af öðru þjóðerni í bandaríska
sendiráðinu í Teheran hefðu farið
út um þúfur. Haft er eftir háttsett-
um öryggismálafulltrúa i Líbanon.
að PLO hafi komið í veg fyrir að
sveit fjörutíu írana gerði áhlaup á
sendiráðið tveimur sólarhringum
eftir að byltingarmenn náðu því á
sitt vald. Segir þessi heimilda-
maður. að sveitin sé nú í stofufang-
elsi í flóttamannabúðum. sem Á1
Fatah-samtökin stjórni í Suður-
Libanon.
Ramsey Clark, sérlegur fulltrúi
Carters Bandaríkjaforseta í máii
þessu, hefur i dag verið í sambandi
við PLO-mennina i Teheran, en
ráðgert er að þeir hitti hann að
máli í Tyrklandi á morgun og geri
honum grein fyrir viðræðum sinum
við valdhafana i tran.
Fregnin um milligöngu PLO kom
mjög á óvart og yfirlýsing Banda-
ríkjastjórnar í dag um að aðstoð
samtakanna væri vel þegin og
afstaða þeirra bæri vott um
„ábyrga afstöðu“ hefur ekki siður
vakið athygli, en fram að þessu
hefur Bandaríkjastjórn aftekið að
hafa samneyti við PLO.
Ekki er vitað af hvaða þjóðerni
þeir gíslar í sendiráðinu eru, sem
ekki eru bandarískir, eða hvernig
stendur á veru þeirra þar, en talið er
að meirihluti þeirra sé frá Evrópu.
Byltingarmennirnir í sendiráðinu
út um þúfur