Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 11 Leikiist eftir BOLLA GÚSTAFSSON vandamáli, sem yfirskyggir allt annað um þessar mundir. Þannig hugsar höfundur ekki um afdrif verksins, eins og eigingjörnum listamönnum er tamt, virðist ekki hafa sjónarmið sígildrar listar í huga. En Örn er ekki ókunnur leikhúsi eða möguleikum sviðsins og þá þekkingu notfærir hann sér á kunnáttusamlegan hátt. Honum fatast ekki, fyrr en í lokin, þegar boðskapurinn er orðinn svo fyrir- ferðarmikill og logandi, að hann kaffærir einnig hið „sjálfstæða listform", leiklistina. Þá ganga leikararnir fram úr skugganum og bera fram kunnar ásakanir á íslenskt samfélag eða stjórnvöld; sbr. „undir yfirskyni viðskipta- frelsis selur íslenska ríkið börnum sínum eitur með þrjú þúsund prósent álagningu." Ég minnist þess frá bernskudög- um, að sagt var um ágæta mat- reiðslukonu, að hún væri svo fær í sinni grein, að hún gæti búið til átján kjötrétti úr einum ýsuhaus. Mér kemur þessi öfgafulla sam- líking í hug, þegar vikið er að þætti Þórunnar Sigurðardóttur leik- stjóra. Hún hefur unnið það þrek- virki, að gera þessa sýningu að áhrifaríkri leiklist. Getur engum dulist sú alúð, sem hún hefur lagt við verkið. Skiptingar á atriðum, er gerast á forsviði og þeirra, sem gerast í stofunni á aðalsviði, eru hárnákvæmar og valda aldrei truflun. Hér nýtur leikstjóri einnig öryggis ljósameistarans, Ingvars B. Björnssonar. Hann beitir og ljósum af mikilli leikni í takt við ærandi tónlist og í samræmi við lát- bragðsleik handan tjaldsins í upp- hafi og einnig síðar í stuttum og snöggum myndslitrum, sem koma eiga fram í huga Maríu í æðisköst- um hennar. Leikstjórinn hefur alla þræði í öruggum höndum, svo engum leikaranna verður fóta- skortur í þeirri mögnuðu baráttu, sem er linnulaus frá upphafi leiks- ins til enda. Leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar er sannfærandi, steypumótin, tákn „æðibunusam- félagsins íslenska","eins og rámitii um gömlu, vanræktu bárujárns- húsin við öngstrætið þar sem „úrhrökin" leita skjóls við ösku tunnurnar. Aðalhlutverk eru í höndum Svanhildar Jóhannesdótt- ur og Sunnu Borg. Svanhildur leikur Maríu í strætinu, stúlku, sem orðið hefur fyrir geigvænlegu áfalli, er hratt henni út í gegndar- lausa óreglu fjarri heimahögum. Af mikilli innlifun túlkar Svan- hildur lánleysi hennar, sturlun, þrjósku og örvæntingu. Hæst ber samleik hennar og Sunnu Borg, sem leikur hina forhertu Önnu, sem tekur Maríu að sér í strætinu. Liggur við að reisn og glæsileikur leikkonunnar beri hlutverk sigr- aðrar utangarðsmanneskju ofur- liði. Með ögun verður því forðað, en hún leikur á þeim mörkum til enda, svo sársauki dapurlegra örlaga verður magnaður, verkinu til ávinnings. Guðbjörg Guðmunds- dóttir leikur Maríu sem ungling í föðurhúsum. Guðbjörg er ung og óreynd leikkona, reyndar vart af barnsaldri, svo að sú hugsun hvarflar að manni, hvort henni sé ekki ætlað of mikið að taka þátt í þeim ógnþrungnu og miskunnar- lausu átökum, sem fram koma í samleik hennar og Theódórs Júlí- ussonar í hlutverki bróðurins. En Guðbjörg skilar hlutverki sínu með öryggi og á þann veg, að þráðurinn milli hennar og Svanhildar, sem lýsir Maríu fimm árum síðar, er nógu sterkur. Theodór nær þeim tökum, sem hægt er að ná á erfiðu hlutverki, sem dregið er fremur daufum dráttum af höfundi, ekki síst, þegar fram í sækir. Foreldra Maríu leika Þráinn Karlsson og Sigurveig Jönsdóttir. Þráinn leikur hér erfiðismann, sem stendur spyrjandi og ráðþrota á barmi þeirrar gjár, sem nefnt er kyn- slóðabil. Af nærfærni lýsir hann því, hvernig skilningsskortur og hlýjar tilfinningar vega salt í þessum roskna manni. Móðirin er taugasjúklingur og á valdi sterkra, róandi lyfja, sem draga hana að lokum til dauða. Lýsing Sigurveig- ar á þessari rugluðu manneskju er sannfærandi og hófsamleg. Líkt er um leik hennar í hlutverki deildar- hjúkrunarkonu, sem er fulltrúi þeirra, sem reyna „að tjasla fólki saman líkamlega, og reyna að húrra það upp andlega." Tekst Sigurveigu mætavel að túlka þreytu og vondepurð hjúkrunar- fólks, sem horfir á eftir tauga- og geðsjúklingum út í samfélag, sem ekki er tilbúið að veita þeim þá uppörvun og þá vináttu, sem það er í þörf fyrir. Viðar Eggertsson leikur Pétur, ungan mann, sem María kynnist á geðveikrahælinu. Slær Viðar á rétta strengi, nær að sýna barnslega viðkvæmni hans og síðar óhug við óvænta árekstra og vonbrigðin, sem hrekja hann ráð- þrota frá Maríu. Leikur Gests Jónassonar í hlutverki rónans er afbragðsgóður. Allt látbragð og svipbrigðin lýstu þessum lang- drukkna lánleysingja á þann veg, að hvergi er of langt gengið. Vandlæting Kristjönu Jónsdóttur í hlutverki kerlingar, sem verður sífellt fyrir ónæði, er ósvikin. Hún tilheyrði glugganum eins og nauð- synlegur dráttur í leikmyndinni. Bjarni Steingrímsson leikur fjögur lítil hlutverk og gefur ekkert þeirra tækifæri til átaka, en öll leysir hann þau vel af hendi. Augljóst er, að leikstjóri og leikendur hafa lagt hart að sér til þess að þessi sýning L.A. verði sem best úr garði gerð. Það er ekki of djúpt í árinni tekið að segja, að hún sé vönduð. Það er vel, ekki síst vegna þess að félaginu hefur verið boðið með hana til Svíþjóðar á norrænt mót landshlutaleikhúsa, sem haldið verður í Örebro 3.-8. desember. Er ekki að efa, að þar mun hún vekja verðuga athygli. Oft er að því vikið, að ungum höfundum, sem mikið er niðri fyrir, sé nauðsynlegt að láta gamminn geysa. Þá sé við því að búast, að í kjölfar fylgi vandaðri verk, þegar þeir eru komnir úr röstinni. Erni Bjarnasyni liggur mikið á hjarta og hann skortir hvorki einlægni né löngun til þess að vekja samfélag okkar. Ég vona, að hann láti ekki hér við sitja, haldi áfram, en sniðgangi þá helst ekki veigamik- inn þátt bókmennta í næstu leikrit- um. Óska ég honum velfarnaðar í glímunni. Guðbjörg Guðmundsdóttir (Maria sem ung stúlka) og Theódór Júliusson (bróðir Mariu). LKIASSI Það er klárt mál að Van Gils fatnaðurinn írá Belgíu er l.klassi,enda viðurkennt nafn í bransanum heimshorna á milli. Nú bjóðum við bráðfallegan fatnað frá þessu ágæta fyrirtæki. Fyrst skal nefna ,,peysufötin" en þau eru sett saman úr jakka og flannelsbuxum með prjónuðu vesti auk bindis og trefils í stíl, eftir vali. Einnig mikið úrval af fötum, stökum jökkum, frökkum og ullarblússum. KOMDU OG SKOÐAÐU NÝJU * LÍNUNA FRÁ VAN GILS, HÚN ER 1. KLASSI. BANKASTRÆTI 7. SÍMI 29122. AÐALSTRÆTI 4.SÍMI 15005.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.