Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 1 7 Frá blaóamannaf undi Geirs Hallgrímssonar: Fólk verður að færa fórnir til þess að árangur náist Sjálfstæðisflokkurinn mun vernda láglaun og laun fólks með skerta starfsorku Frá blaðamannafundinum í gær. Frá vinstri: Birgir ísleifur Gunnarsson, Sigurður Hafstein, Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen. - Ljósm. Mbl.: Kristján. „.SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur lært af reynslunni. Stefna hans í dag er leiftursókn gegn verðbólgunni. í síðustu ríkisstjórn, sem flokkurinn átti aðild að, náðum við að vísu því marki að koma verðbólgunni úr 52% í 26%, en þá var þolinmæði launþega þorrin og launþega- foringjar Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks unnu skemmdarverk, sem eyði- lögðu þann árangur, sem náðist. Þrátt fyrir það, var kaupmáttur meiri þá en nú. Nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn, að ráðast gegn verðbólgunni með snöggum og fljótvirkum hætti. Árangurinn þarf að koma fljótt í ljós, annars fær almenningur ekki trú á þeim efnahags- ráðstöfunum, sem gera þarf.“ Á þessa leið mæltist Geir Hallgrímssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins á blaða- mannafundi, sem forystumenn flokksins boðuðu til í gær, þar sem kynnt var stefna flokksins í efnahags- og at- vinnumálum, „Leiftursókn gegn verð- bólgu, forsenda bættra lífskjara." • Formleg kosninga- barátta hafin Með þessum fundi hófst formleg kosn- ingabarátta Sjálfstæðisflokksins. Blaðamannafundinn sátu auk Geirs: Gunnar Thoroddsen, varaformaður, Sig- urður Hafstein, framkvæmdastjóri og Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Geir skýrði frá því í upphafi, að í gær hafi verið haldinn fundur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosn- ingarnar, þar sem stefnan hafi verið rædd í einstökum málaflokkum. Geir Hallgrímsson sagði: „Við teljum nauð- synlegt að undirstrika, að við sækjumst eftir kjörfylgi til þess að takast á við þann vanda, sem nú er í efnahagsmálum þjóðarinnar, vanda, sem er meiri en áður og miklu máli skiptir að verði leystur. í því sambandi eru þrjú meginviðfangs- efni. í fyrsta lagi, verður að hreisna til eftir viðskilnað vinstri stjórnarinnar og í öðru lagi verður að hafa forgöngu um leiftursókn gegn verðbólgu. Samhliða þessu tvennu verður í þriðja lagi að hefja undirbúning og gera ráðstafanir til að skapa skilyrði fyrir nýrri sókn til bættra lífskjara. Snúa þarf við blaði, auka þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur." Hinn 1. desember næstkomandi, mun allur launakostnaður í þjóðfélaginu hækka um 9 til 11% í kjölfar 13% hækkunar framfærsluvísitölu, sagði Geir Hallgrímsson, og í kjölfar þess kvað hann koma fiskvérðsákvörðun með við- líka hækkun. Loks sagði formaður Sjálf- stæðisflokksins, að fyrir lægju upplýs- ingar um, að fyrir ríkisstjórn lægju hækkunarbeiðnir, 28 talsins, sem ekki hafi hlotið afgreiðslu stjórnvalda, en verðhækkunartilefnin væru þegar komin fram. Geir kvað óhjákvæmilegt að horf- ast í augu við þessar hækkanir. Slík þróun myndi leiða til stöðvunar atvinnu- vega og þar með atvinnuleysis, ef ekkert væri að gert, eða áframhaldandi gengis- sigs eða gengislækkunar og óstöðvandi verðbólguþróunar í kjölfarið. • Stöðvun verðbólg- unnar með leiftursókn „Stöðvun verðbólgunnar með leiftur- sókn er því nauðsynleg," sagði Geir Hallgrímsson, „því að eins og kunnugt er, þá er verðbólguhraðinn nú frá ársbyrjun til ársloka 55% og vöxtur þjóðarframleiðslunnar hefur stöðvazt. í kjölfarið hlýtur að koma atvinnuleysi. Með leiftursókn leggjum við áherzlu á, að árangur verði snöggur og komi fljótt í ljós, því aðeins fæst almennur skilningur á aðgerðunum og almenningur mun snúast á sveif með þeim aðilum, sem þannig vinna. í síðustu ríkisstjórn undir forystu sjálfstæðismanna tókst að koma verðbólgunni niður í 26% í ársbyrjun 1977 eftir 2% árs starf, þrátt fyrir 25 til 35% rýrnun viðskiptakjara. Þá komu kjarasamningarnir um mitt ár 1977 og ein af ástæðunum fyrir þeim samning- um, var, að launþegar höfðu misst þolinmæðina — þess vegna viljum við nú snögga og virka aðgerð gegn verðbólgu. Við náum ekki árangri í framtíðarupp- byggingu íslenzkra atvinnuvega og sókn til bættra lífskjara, nema við sigrumst á verðbólgunni." • Ætlar að afnema skatta vinstri stjórnar Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, kvað flokkinn myndu afnema skatta vinstri stjórnarinnar. Nettóskattaukning hennar hefði verið rúmlega 20 milljarðar króna, en þar að auki hefði hún tekið lán að upphæð 15 milljarðar króna. Afnám þessara skatta myndi leiða til þess að skera þyrfti niður ríkisútgjöld, sem næmu 35 milljörðum króna eða um 10% ríkisútgjalda. Þetta myndi Sjálfstæðisflokkurinn gera með því að lækka niðurgreiðslur og breyta hluta þeirra í tekjutryggingu fyrir hina lægstlaunuðu. Vinna þurfi fjárlagafrum- varpið að nýju frá grunni og flokkurinn myndi bjóða út verklegar framkvæmdir, svo sem eins og vegaframkvæmdir og hafnargerð. Þá nefndi hann og strand- ferðir og kvað nauðsynlegt, að ríkisfyr- irtæki yrðu rekin hallalaust, fyrirtæki á borð við Póst og síma og Rafmagnsveitur ríksins. Þá kvað hann flokkinn stefna að því að draga úr sjálfvirkum útgjöldum ríkissjóðs samkvæmt ákvæðum fjárlaga og sjálfvirkum útgjöldum í fjárfestinga- lánasjóði. Eðlilegast væri, að bankakerf- ið tæki við slíkri þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að ákvarð- anir um vexti verði færðar frá ríkisvald- inu til markaðarins, einstakra banka, sparisjóða, fyrirtækja og einstaklinga. Almenningi verði gert kleift að fjár- magna ríkisframkvæmdir með skulda- bréfakaupum, t.d. vegnaframkvæmdir. Jafnframt verði sparifjáreigendum heimilað að leggja fé sitt inn á verð- tryggða bankareikninga. „Þessi stefna leiðir tií vaxtalækkunar en tryggir um leið hag sparifjáreigenda og eykur inn- lendan sparnað," segir í stefnu flokksins. • Aðilar vinnumarkaðarins beri ábyrgð á samningum Formaður Sjálfstæðisflokksins kvað aðila vinnumarkaðarins verða að bera ábyrgð á gerðum kjarasamningum og þeir gætu ekki vænzt þess, að gengissig komi til. Sjálfstæðisflokkurinn ætli að afnema lögbundin ákvæði um kaup- gjaldsvísitölu og kvað hann aðila vinnu- markaðarins verða í samningum að leita leiða til þess að stöðva víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags. Samningar við opinbera starfsmenn væru nú lausir og hlytu þeir að vera gerðir samstíga almennum kjarasamningum. Opinberir starfsmenn ættu að hafa sambærileg launakjör og aðrir. Þeir væru starfs- menn alls almennings og gætu ekki ætlazt til betri launakjara en hann og almenningur gæti jafnframt ekki ætlazt til þess að hafa hærra kaupgjald en opinberir starfsmenn. „Ef þessi stefna okkar sjálfstæðismanna á að ná tilgangi sínum,“ sagði Geir Hallgrímsson, „verð- ur fólk að færa fórnir. Sjálfstæðisflokk- urinn ætlar að vernda láglaun og laun þeirra, sem hafa skerta starfsorku með tekjutryggingu, sem fjármagn fæst í vegna lækkaðrar niðurgreiðslu. Með tekjutryggingunni vildi Sjálfstæðis- flokkurinn aðstoða láglaunafólk á meðan hátekjufólk yrði að bera uppi landbúnað- arvöruverðshækkunina. Fólk með hærri tekjur yrði að bera þessar byrðar." Geir Hallgrímsson kvað Sjálfstæðis- flokkinn ætla að fella niður tekjuskatt af almennum launatekjum í kjölfar afnáms skatta vinstri stjórnarinnar. Hann nefndi sem dæmi, að hjón með 2 börn myndu ekki fá tekjuskatt, nema árslaun þeirra færu yfir 8 milljónir króna og kvað t.d. unnt að miða við að frítekju- mark barnlausra hjóna gæti orðið um 6 milljónir á ári. Hann tók þó fram, að ekki væri unnt að gera hvort tveggja í senn, afnema skatta vinstri stjórnarinn- ar og fella tekjuskatt niður, þó gæti komið til mála að víxla milli óbeinna skatta og rýmka tekjuskattsákvæði. Skattar yrðu lækkaðir í áföngum. Þá sagði formaður Sjálfstæðisflokks- ins, að markmið flokksins væri að afnema verðlagshöft og gjaldeyrishöft, aukið frelsi í verðlagningu myndi leiða til lægra vöruverðs og flokkurinn vildi einnig selja ýmis ríkisfyrirtæki og nota andvirði þeirra til þess að aðstoða við stofnun nýrra fyrirtækja og atvinnu- möguleika. Hann kvað flokkinn vilja gera átak í vegaframkvæmdum, vega- gerð væri að mati flokksins forgangs- verkefni, sem stuðla myndi að bættri byggðaþróun. Stuðlað yrði að auknum iðnaði og stóriðju, auk þess sem stórátak yrði gert í virkjunarmálum. • Sparnaður um 35 milljarða Geir Hallgrímsson var spurður að því, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn vildi skera niður ríkisútgjöld um 35 milljarða króna. Geir nefndi í fyrsta lagi lækkun niðurgreiðslna, dregið yrði jafnframt úr framlögum úr ríkissjóði til fjárfest- ingarlánasjóða, takmörkuð yrði sjálf- virkni í framlögum ríkisins samkvæmt fjárlögum og í því sambandi yrði að endurskoða fjárlagagerðina frá grunni, fara yrði yfir hana lið fyrir lið. Þá nefndi hann að sjálfstæðismenn vildu bjóða út verklegar framkvæmdir og þjónustu, sem ríkið hefði haft á hendi. Hann kvað 10% niðurskurð ekki nást fram, nema farið yrði yfir alla liði fjárlaga. Þó lagði hann á það áherzlu, að heilbrigðisþjón- ustan yrði jafnvirk og verið hefði. „Við höfum þá trú,“ sagði Geir, „að unnt sé að spara á því sviði án þess að skerða þjónustuna, en allt þetta verður þó að ræða mjög ítarlega, hvern einasta þátt.“ I sambandi við sparnað í heilbrigðis- kerfinu kvað Geir unnt að efla heimilis- lækningar og þjónustu utan sjúkrahús- anna, göngudeildir og ennfremur mætti spara í rekstri sjúkrahúsa. Þá kvað hann möguleika á að skapa skilyrði fyrir sjálfseignarstofnanir og mannúðarsam- tök til þess að þær gætu rekið eigin stofnanir. Minnti hann í því sambandi á að sjómannasamtökin hefðu rekið slíka stofnun um langt árabil. Einnig væri unnt að hugsa sér breytingar á rekstr- arfyrirkomulagi sjúkrahúsanna. Hann kvað Sjálfstæðisflokkinn ekki myndu vilja bjóða út heilbrigðisþjónustuna, nema í litlum mæli, sem lítið dæmi nefndi hann t.d. þvott fyrir sjúkrahúsin. • Niðurgreiðslur — blekking Blaðamenn spurðu Geir Hallgrímsson nánar um breytingar á kaupgjaldsvísi- tölu og kvað hann flokkinn vilja afnema lögbundin ákvæði um hana. Hann kvað eilíft fikt stjórnvalda með niðurgreiðslur í sambandi við kaupgjaldsvísitölu aðeins vera til þess að blekkja launþega. Stjórnvöld hefðu undanfarið notfært sér það, að vægi landbúnaðarvara væri miklum mun meira í grundvelli vísitöl- unnar, en í almennri neyzlu landsmanna á þessum vörutegundum. Því væru niður- greiðslur á landbúnaðarvörur aðeins ein leið ríkisstjórnar til þess að rýra verð- bætur launþega. Þetta sýndi aðeins, hve ótrygg og óvirk þéssi vísitölutenging launa væri launþegum. Hann kvað nauðsynlegt að vigta saman ákvarðanir varðandi tekjutryggingu láglaunafólks og þeirra, sem byggju við skerta starfs- orku og sagði hann að í þeim efnum kæmu vissulega til greina samráð við aðila vinnumarkaðarins. Hann kvaðst sannfærður um, að fólk vildi reyna slíkar breytingar. Þeir, sem hefðu meiri tekjur, hlytu að vilja færa fórnir um skamman tíma í þeirri von að sjá einhvern árangur. Menn vildu þetta, fremur en hjakka ávallt í sama farinu og þurfa að ganga frá því vísu að vísitölubætur þeirra séu skertar á 3ja mánaða fresti. Hvar er skiptingin milli láglauna og hálauna? — var spurt. Geir nefndi sem dæmi viðmiðun síðustu ríkisstjórnar 210 til 220 þúsund króna mánaðarlaun, en hann tók fram að slík viðmiðun yrði að fara eftir framfærsluskyldu viðkomandi og fjölskyldustærð. En hann tók fram, að hvort miðað yrði við þessa upphæð eða ekki ylti á aðilum vinnumarkaðarins. Þá var spurt um það hvaða fyrirtæki í eigu ríkisins yrðu föl, ef Sjálfstæðis- flokkurinn kæmist til valda. Geir nefndi sem dæmi Ferðaskrifstofu ríkisins, Bif- reiðaeftirlit ríkisins, Siglósíld, Lands- smiðjuna, hlutabréf ríkisins í Slippstöð- inni, Þormóð ramma í Siglufirði og Álafoss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.