Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 Rafmagnsveita Reykjavíkur: Sótt um breyt- ingu á töxtum en ekki hækkun „RAFMAGNSVEITA Reykja- víkur sótti ekki um hækkun að þessu sinni heldur var sótt um heimild til að breyta töxtum innbyrðis en ekkert svar hefur borizt frá stjórnvöldum,“ Sólskins- listinn vill meiri sól UNGT fólk, aðallega úr Kópa- vogi, hefur lagt fram lista til alþingiskosninganna og nefna aðstandendur listans hann Sólskinslistann. Báðu þeir um listabókstafinn Q og fengu hann, en aðalbaráttumál list- ans er meira og stöðugra sólskin á landi voru, og í tilefni af listabókstafnum munu þeir krefjast meiri mjólkurnotkunar hjá lands- mönnum. sagði Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsveitustjóri í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðalsteinn sagði að sú breyt- ing, sem sótt var um, hefði verið í réttlætisátt að mati stjórnenda fyrirtækisins. Sam- kvæmt henni á heimilistaxti að hækka um 3,6%, taxti órofinn- ar rafhitunar hækkaði um 4,8% en aftur á móti lækka ljósa- taxti, smávélataxti og vinnslu- ljósataxti um 5,1%. Tekjur Rafmagnsveitunnar munu ekkert aukast við þessar breytingar ef heimilaðar verða. Breytingar þessar hafa verið samþykktar einróma í stjórn veitustofnana og borgarráði. Aðspurður um fjárhagsstöðu fyrirtækisins sagði Aðalsteinn, að hún væri betri en ráð hefði verið fyrir gert og lægju til þess ýmsar ástæður, t.d. meiri sölu- aukning en áætlað var og betri innheimta. Alþýðleg bók um tækni Setberg hefur nýlega sent á markað bókina „Svona er tækn- in“. Þetta er bók um bila, skip, flugvélar, heimilistæki, verkfæri, hljóðfæri, útvarp, sjónvarp, myndavélar o.fl. í fréttatilkynningu frá útgáf- unni segir m.a.: „Hvers vegna flýtur þungt járnskip? Hvernig kemst bíllinn úr stað? Hvernig flýgur stór flugvél? Hvað lætur þvottavél þvo og ryksugu sjúga? Hvérnig verka útvarp, sjónvarp og sími og önnur furðutæki sem við notum daglega? Bókin „Svona er tæknin" veitir með skemmtilegum og skýrum teikningum og skipulega fram settu máli svör við þessum spurn- ingum og fjölmörgum öðrum sem varða heim tækninnar. Ræðismaður íReykjavík Á fundi ríkisráðs í Reykjavík í dag féllst forseti íslands á tillögu Benedikts Gröndal, forsætis- og utanríkisráðherra, um að veita Anthony S. Kochanek jr. viður- kenningu til þess að vera ræðis- maður Bandaríkja N-Ameríku í Reykjavík. Börn og unglingar hafa mikinn áhuga á öllu er varðar tæknina í kringum þau, og þekking þeirra sem eldri eru dugir ekki alltaf til að veita viðunandi svör við spurn- ingum þeirra. Og þá kemur þessi bók að góðu haldi, bæði fyrir unga og aldna, ekki síður en „svona erum við“, bók sama höfundar um furður mannslíkamans, sem notið hefur verðskuldaðra vinsælda hér á landi síðan hún birtist í íslenskri þýðingu." Bókin „Svona er tæknin" er tæpar eitt hundruð blaðsíður í stóru broti en til skýringar efninu eru yfir 300 litmyndir. Þýðandi er Örnólfur Thorlacius. Romanishin efstur á skákmótinu í Tilburg Tilburg, Hollandi, 8. nóv. — Reuter. SOV ÉTMAðURINN Oleg Rom- anishin hefur tekið forystu í hinu geysisterka alþjóða skák- móti í Tilburg, en 6. umferðin var tefld hér í kvöld. Romanishin vann Smyslov í 33 leikjum. Heimsmeistarinn Karpov gerði jafntefli við Hu- bner og Sax gerði jafntefli við Portisch. Sosonko vann Bent Larsen, jafnvel þótt sá fyrr- nefndi væri svo kvefaður að tefla varð skákina á hóteli hans en ekki í Ráðhúsinu, þar sem aðrar skákir fóru fram. Skákir Kavaleks og Timmans og Spasskys og Horts enduðu með jafntefli. í dag er frí og teflir Sosonko þá skákir sínar gegn Portisch og Romanishin, sem fresta varð. Staðan í mótinu er þessi: 1. Romanishin 4 v. og biðskák, 2. -3. Karpov og Sax 4 v., 4.-5. Spassky og Larsen 3'/2 v., 6. Hbner 3 v., 7. Kavalek 2 V2 v., 8. Sosonko 2 v. og tvær biðskákir. 9. Portisch 2 v. og ein biðskák. 10. —11. Timman og Hort 2 v. 12. Smyslov 1V2 v. Ljósm. Mbl. Sigurgeir. Um þessar mundir er unnið að því að helluleggja á sérstakan hátt Bárugötuna í miðbæ Vestmannaeyja og verður hún að mestu göngugata. Er gatan lögð samkvæmt verðlaunateikningu í skipulagssamkeppni sem efnt var til fyrir nokkrum árum. Ríkisbúskapurinn 1979: 12 milljarða neikvæð sveifla frá fjárlögum STAÐA ríkisfjármála stefnir i um 12 milljarða króna verri stöðu um næstu áramót, en fjár- lög ársins 1979 gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu um þjóðhagsáætlun, sem ólafur Jó- hannesson, fyrrverandi forsætis- ráðherra lagði fyrir Alþingi í siðasta mánuði. Þar er gert ráð fyrir, að hallinn á ríkissjóði verði 5V4 milljarður, en fjárlög ríkisins höfðu gert ráð fyrir 6,7 milljarða króna tekjuafgangi. Segir í skýrslunni: „Lítið má út af bera Rekinn gúmmíbjörgun- arbátur fannst skammt frá bænum Sandhólum á Tjörnesi í fyrradag og var hann talsvert skemmdur. Ekki er vitað hvaðan þessi bátur er kominn, en hann er fjögurra manna. Björg- unarsveit Slysavarnafé- lagsins á Húsavík hefur bátinn nú til athugunar, en auðséð var, að báturinn Afmælishátíð KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Þróttur heldur afmælishátið í tilefni 30 ára afmælis félagsins í nýja veitingahúsinu, Artúni, laugardaginn 17. nóv. n.k. kl. 19.30. Aðgöngumiðar seldir í Litnum, Siðumúla, Kron, Dunhaga og Klausturhólum við Laugaveg. Stjórn Þróttar. svo hallinn á rikissjóði verði ekki meiri en hér er áætlað.“ • Endurskoðuð tekjuáætlun fjár- laga 1979 bendir til 231'/2 millj- arðs króna innheimtra tekna á árinu öllu, en 237 milljarða út- gjöldum. Þetta þýðir 5 '/2 milljarð í rekstrarhalla ríkissjóðs. • Fjárlög ársins 1979 gerðu hins vegar ráð fyrir 6,7 milljarða króna tekjuafgangi á árinu 1979. • Sveiflan frá ráðgerðum niður- stöðum fjárlaga og boðuðum niðurstöðum í þjóðhagsáætlun hafði velkst nokkurn tíma og einskis báts er saknað. BÓKAUPPBOÐ verður n.k. laug- ardag á vegum Guðmundar Ax- elssonar í Klausturhólum og fer uppboðið fram að Klausturhólum. Á uppboðinu eru 200 bókatitlar og má þar nefna Ásmundar sögu ÚTGÁFUFÉLAGIÐ ÚR hefur nýlega gefið út barnabókina SKOTTULÖNGU eftir Hauk Matthiasson. Er bókin einkum ætluð börnum á aldrinum 4—9 ára, en boðskapur hennar höfðar ekki síður til foreldra. í bókinni eru þrjátíu myndir, af músum, maðki, ketti og krökkum, gerðar af Temmu Bell listmálara. Aðalpersónan er Skottlöng sem í fyrsta kafla kynnist ánamaðkin- um Ána. Skotta og Áni ánamaðk- ur kynnast ýmsum eftir því sem á líður söguna. Bókin er 96 bls. að stærð, sett og fyrrverandi forsætisráðherra um rekstrarafkomu ríkissjóðs á þessu ári er 12,2 milljarðar króna. Boðaður sparnaður núverandi fjármálaráðherra, Sighvats Björgvinssonar, um V2 milljarð króna, breytir þessari niðurstöðu, þannig að sveiflan verður 11,7 milljarðar. • Þegar rætt er um þessa tæplega 12 milljarða sveiflu og 5'/2 millj- arðs króna halla á ríkissjóði, verður að hafa í huga, að vinstri stjórnin jók skattheimtu um 20 milljarða og jók erlendar skuldir ] um 20 milljarða einnig. Þrátt fyrir þetta tókst ekki að halda jöfnuði í 1 ríkisfjármálunum á árinu 1979. 1 • Loks ber að benda á, að þessi halli segir ekki alla söguna. Fjöldi ríkisfyrirtækja og stofnana á við rekstrar- og greiðsluerfiðleika að etja og skiptir fjárvöntun í ríkis- geiranum umfram þetta mörgum miiljörðum króna. kappabana, Stockholmiæ 1722; Snorra Sturluson. Þá má nefna Antiqvitates Americanæ, Hafniæ 1837, og Herrauds och Bosa Saga, Upsaliæ 1666. prentuð í Prentstofu Guðjóns Ó, bundin af Félagsbókbandinu. Um- brot annaðist Erna Sörensen og ljósmyndunina Prentþjónustan h/f. Gúmmíbjörgun- arbátur á reki Bókauppboð Klausturhóla Skotflöng—ný bamabók eftir Hauk Matthíasson Myndir eftir Temmu Bell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.