Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 ,JVú er bágt til bjargar, blessuð rjúpanhvíta” Ingjaldur Tómasson: Framkvæmdastjóri Slysavarna- félags íslands, Hannes Þ. Haf- stein, skrifaði í Morgunblaðið 13. október grein um öryggismál skotveiðimanna, og koma þar fram ýmsar þarfar ábendingar um meðferð skotvopna og útbúnað allan. Þar er líka minnt á góða siðfræði, og „góða umgengni við land og lífríki". Daginn eftir að þessi grein birtist, er lesin tilkynning í út- varpið frá Borgfirðingum um al- gert rjúpnaveiðibann á mjög stór- um „hefðbundnum" veiðisvæðum, vegna þess að rjúpnastofninn hraðminnkar nú ár frá ári. Aftur á móti segja hinir ríkislaunuðu fuglafræðingar að engin fækkun sé í rjúpnastofninum, nú sé bara „lægð“ sem fljótlega breytist í „hæð“ og stofninn nái sér aftur. Ég vil byrja á því að óska Borgfirðingum af heilum hug til hamingju með þessa stórmerku og nauðsynlegu samþykkt til vernd- unar einni tegund íslensks lífríkis, það er rjúpnastofninum, og ég vona að helst allir bændur lands- ins sem eiga eða hafa ráð á rjúpnaveiðilöndum geri slíkt hið sama. í athyglisverðum sjónvarps- þætti var því haldið fram í fullri alvöru af einum forvígismanni sportdrápara, að bændur hefðu alls engan veiðirétt í löndum sínum umfram aðra landsmenn, jafnvel þótt þeir hefðu keypt eða erft þessi réttindi. Hvernig þætti þessum mönnum ef af þeim væru teknar bótalaust löglegar eignir þeirra? Ég held að bændur lands- ins þurfi nú að fara að gæta sín gegn þeim þettbýlisöflum sem álíta að allir landsmenn eigi allt landið, og allir eigi fullan rétt á að vaða um það að vild skjótandi og traðkandi það niður, eins og dæm- in sanna og víðsvegar blasir við. Ef bændur beita ekki samtaka mætti sínum gegn þessum árásum úr þéttbýlinu, þá verður áreiðan- lega ekki langt í það að yfirstétt- arsportlýður borgar og bæja leggi landið undir sig og útrými þar með bændastétt landsins. Ég vil benda ágætum fram- kvæmdastjóra Slysavarnafélags Islands á grein sem ég skrifaði í dagblaðið Tímann 10. júlí 79 með yfirskriftinni „Vígvöllur umferð- arinnar". í greininni er m.ö. áskorun til stjórnar Slysavarnafélagsins um að taka að sér forustu í björgunar- aðgerðum á hinni ógnvekjandi slysaöldu umferðarinnar, sem ráðamenn virðast alveg sofandi yfir. Ég vísa í greininni til stað- reynda um stórslys og dauðsföll götustríðsins. Það má með sanni segja að Bakkus hafi að mestu í sinni hendi stjórn umferðarinnar. Lögreglumaður sagði nýlega í sjónvarpi að síðan næturvínsalan var lengd, hafði lögreglan fengið mjög aukna næturvinnu við að „líta eftir" drukknum ökumönn- um. Ég vil nú í annað sinn skora á yfirvöld þessa lands og öll samtök er telja sig vinna að slysa- og áfengisvörnum, og alveg sérstak- lega stjórn Slysavarnafélags íslands, að vinna að því af alvöru og festu, að stórstríði götunnar ljúki að mestu. Þar hefir oft sannast, bæði í verkföllum og á H-daginn að þetta er hægt. Þótt ég viðurkenni nauðsyn eftirlits með sportveiðidrápurum, þá er það samt léttvægt móti hinu geigvænlega þjóðarböli umferðar- slysanna. Maður eða minkur Sportveiðimenn virðast hafa þá „hugsjón" að drepa sér til ánægju. Talað er um að rjúpnadráp í hreinu fjallalofti sé heilsubót. En er ekki hægt að njóta heilnæmra gönguferða í íslensku fjallalofti, nema skjótandi þær fáu rjúpur sem enn eru eftir. I Morgunblaðinu 18. október er heil opna um þessi rjúpnamál, rétt bænda o.fl. Þar heldur Ævar Petersen hjá Náttúrufræðistofnun íslands því fram að ástand rjúpnastofnsins sé „nokkuð þokkalegt" eða „líkt og áður var“ og að töluverður hluti þess sem drepið er „drepist hvort sem er“ í hörðum vetrum. Segja má að í þessum ummælum birtist ræfil- dómur hins opinbera stofnana- kerfis. Náttúrufræðistofnun hefir eflaust verið stofnsett í þeirri trú að hún sæi um framkvæmd nauð- synlegra verndunaraðgerða gagn- vart þeim fuglategundum sem eru nú augsýnilega að syngja sitt síðasta. ótrúlega léleg náttúruvernd Vesaldómur náttúruverndaryf- irvalda hefir um langan tíma verið öllum augliós. Minni á sjón- varpsþátt sem Omar Ragnarsson stjórnaði, þar sem kom skýlaust í ljós að verndun viðkvæms hálend- isgróðurs er alls ekki til. Allskon- ar tryllitæki innlendra og er- lendra eru óáreitt látin spóla upp viðkvæmum hálendisgróðri. Af- leiðingin verður uppblástur, eyði- mörk í stað gróins lands. Fram kom í fyrrnefndum sjónvarps- þætti framkvæmdastjóri Náttúru- verndarráðs. Hann viðurkenndi að þessi mál væru ekki í sem bestu lagi, þeir þyrftu bara meira fjár- rnagn". Þá yrði „allt í þessu fína“ með verndun náttúru þessa lands. Stór þjóðar- skaðvaldur Ég get ekki séð annað en hið óhóflega stofnanakerfi sé að verða eitt með stærri bölvöldum okkar þjóðar. Margar þessar stofnanir eru til orðnar vegna yngri kyn- slóðarinnar, sem er látin hírast á skólabekk langtímum saman, og þegar því lýkur, þarf að skapa stofnanir fyrir þetta lærða fólk, því það er auðvitað langt fyrir neðan virðingu þess að vinna skítverk, svo sem fiskvinnu, sjómennsku eða við iðnaðarstörf. Allir ættu þó að vita að þetta eru sannnefndar lífæðar þjóðarinnar. Þessi stofnanalýður er að verða einn mesti kröfuþrýstihópur, sem virðist aðeins hafa eitt kjörorð, sem hvern einasta dag er öskrað í fjölmiðla: „Fjármagn, fjármagn og meira fjármagn." Aldrei er minnst á það einu orði hver á að borga eða hvernig afla skuli fjár- magnsins „einhverjir" „hinir“ eiga bara að koma með það. Nýir leiðtogar þjóðarinnar þurfa að hafa hug til að létta að nokkru þessu þrúgandi stofnanafargi af þjóðinni. Fólkið sem losnar úr þessari stofnanaprisund, gæti fengið miklu skemmtilegri störf við hina lífrænu útflutningsfram- leiðslu, sem þarf að stórefla á næstu árum með bættri nýtingu, og við stóraukinn iðnað bæði stóran og smærri. Það myndi líka losna við þrúgandi stofnanaleiða, þegar það skynjar að það er að vinna að endurreisn þjóðarinnar, í stað þess að draga hana ofan í efnahagslegt svað, og þá kæmi kauphækkun af sjálfu sér með bættum þjóðarhag. Vorboðinn Ijúfi Á hinu síðast liðna óvenjukalda vori, leituðu margir farfuglar skjóls og ætis í húsagörðum Reykvíkinga, en langflest var þó heiðlóan. Stór hópur hélt sig langan tíma hér við háhýsin við Austurbrún. Ég fullyrði að engin mannleg hljómsveit jafnast á við dýrðarsöng lóunnar, sem ég naut í vor, mér til ógleymanlegrar ánægju. Þessi dýrðartónlist byrj- aði kl. 5 — 7 á morgnana og hélst langt fram á dag. Engin mannleg listsköpun kemst í hálfkvisti við listsköpun Guðs í ríki náttúrunn- ar, samanber ummæli Krists um liljur vallarins. „Ég segi yður að jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra." Er það mögulegt að stór hluti nútímafólks sjái hvorki né heyri dásemdir náttúrunnar, sem alls staðar blasa við. Það er ekki að sjá að fólk meti mikils hina miklu fegurð bæði í einstaklings- og almenningsgörðum hér. Al- menningsgarðar eru oftast nær mannlausir, jafnvel á blíðviðris- dögum. Landauðn mófugla Allir sem farið hafa um landið, hljóta að taka eftir hinni miklu fækkun mófugla frá því sem var fyrir nokkrum áratugum. Menn á miðjum aldri og eldri muna hina miklu flota heiðlóunnar, sem þöktu túnin á hverju hausti. Öll árin sem ég hefi dvalið á Austur- brún 4, hafa lóuhópar haldið sig hér í kring nokkurn tíma hvert haust, en stöðugt farið fækkandi, þar til í fyrrahaust að ég sá aðeins 4 — 5 lóur, og nú í haust hefir engin sést. Ég fór í sumar bæði um Borgarfjörð og austur fyrir fjall og gat ég hvergi séð lóu né nokkurn mófugl annan. En nær alls staðar sást ótölulegur grúi svartbaks og einnig hrafn víða. Hvað varð um lóuna sem heim- sótti okkur svo eftirminnilega í vor? óska eftir svari fuglafræð- inga. Engu er líkara en bæði fuglafræðingar og yfirvöld hafi fengið ofurást á mikilvirkustu ránfuglum landsins, sem eru svartþakur og örn. Það er þó bót í máli hve fár örninn er, og hann á stöðugt erfiðara með fæðuöflun, með öðru vegna þess að margar fuglategundir eru nær útdauðar, og deyja út að fullu verði ekki verndunaraðgerðir hafnar hið bráðasta með öðru með stórfækk- un svartbaks og helst alútrým- ingar minks. Væri ekki athugandi fyrir sportveiðimenn að beina byssum sínum að svartbak og mink, frekar en verða að eltast við þær fáu rjúpur sem enn eru eftir. Stórauka þarf verðlaun fyrir að skjóta þessa mestu meinvætti íslensk fuglalífs, svo þessar veiðar gæfu ekki minna í aðra hönd en rjúpnadrápið. Svartbakskjöt er gott til manneld- is, og líka tilvalið minka- og refafóður. Eflaust má líka nýta fiðrið. Þegar ég er að skrifa þessa grein heyri ég tilkynningu í út- varpi um fund Fuglaverndunarfél. íslands í Norræna húsinu. Þar er skýrt tekið fram að aðalmál fund- arins sé friðun og aukning arn- arstofnsins, og mér heyrðist að talað yrði um að ala erni á friðlýstum svæðum til augnayndis fyrir erlent og innlent sumarfría- og ferðafólk. Mér datt í hug hvort mál fundarins númer 2 yrði alfrið- un minks og svartbaks!; Hvað skyldi hin obinbera fuglavernd (sem vægast sagt ber ekki nafn með rentu) vera búin að eyða miklu fé í arnarrassa. Mér er í fersku minni þegar flugvél var send með matvæli handa örnum, sem annars myndu „geispa gol- unni“ af fæðuskorti. Segja má að hin svokallaða fugla- og dýra- vernd sé á kafi í arnarrössum og ólöglegum gæludýrum sem „betri" borgarar ala við brjóst sitt, meðan milljónir barna líða ótrúlegar þjáningar og hungurdauða víðs- vegar um heim. Og svo þykjast þessir hundaalendur bara vera ágætlega kristnir. En þetta er kannski bara allt saman ágætt, að friða verstu ránfuglana með algeru aðgerðar- leysi, meðan margar okkar yndis- legustu fuglategundir eru að deyja út, og stórauka ólöglegt hunda- hald meðan börn svelta til bana, næstum við dyr okkar. Ný kvikmynd um stjóm- mál á íslandi ’76—’79 Vilhjálmur Knudsen hefur gert nýja kvikmynd um stjórnmála- og efnahagsástandið hérlendis, sem hann nefnir Þrælaeyjan. Undirbún- ingur að gerð myndarinnar hófst árið 1974, en taka ekki fyrr en 1976 og lauk hcnni i október i ár. Myndin cr nú tiibúin til sýningar og fara þær fram á Kvikmyndavinnustofu Ósvalds Knudsen kl. 16, 18, 20 og 22, en þar hafa síðan sumarið 1975 verið sýndar árlega ýmsar kvikmyndir þeirra feðga. Um hina nýju kvikmynd segir Vilhjálmur Knudsen svo. Kvikmyndin hefst 1976 er sam- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins situr að völdum á íslandi. Mikil átök hafa verið á vinnumarkaðnum og kaup- máttur launa heldur áfram að rýrna þrátt fyrir batnandi hag þjóðarbúsins. Harkalegar deilur rísa milli kjördæma og landshluta um fjármagn til alls kyns fram- kvæmda. Inn í þetta blandast síðan deilur um ýmsar stór- framkvæmdir ríkisins, svo sem Borgarfjarðarbrúna og virkjunina við Kröflu. Það liggur fyrir að Karvel Pálmason hyggst leita samvinnu við Alþýðuflokkinn og neitar Al- þýðubandalagið áframhaldandi samvinnu við Samtökin um kjör í fjárveitinganefnd og fá þá Sam- tökin engan fulltrúa í nefndina. Samkvæmt gerðu samkomulagi við Breta eiga veiðiheimildir þeirra að falla niður 1. des. næstkomandi (1976). Mikið er rætt um aðstöðumun iðnaðarins og annarra atvinnugreina. Það er t.d. í hæsta máta óeðlilegt að greiða þurfi háa tolla af tækjum til iðnaðar meðan útlendingar geta flutt sömu tæki með sér hingað án nokkurra álaga. Sýnd eru viðbrögð stjórnarand- stæðinga við stefnuræðu forsætis- ráðherra, Geirs Hallgrímssonar, og gerð er grein fyrir störfum fjárveitinganefndar og afgreiðslu fjárlaga. Sagt er frá stofnun og markmiðum hinna ýmsu stjórn- málaflokka, þingflokkarnir sýndir að störfum og þingmenn sýndir á tali. Sagt er frá þjóðfundinum 1851 og þingdeildirnar sýndar að störfum og gerð er grein fyrir skiptingu þeirra. Sagt er frá þeim fullyrðingum stjórnarandstæð- inga 1977 að ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokks- ins geti ekki staðið að þeim kjarasamningum sem framundan voru þá um vorið, og kröfur þeirra um að hún segði af sér. Sagt er frá launahækkunum þingmanna þegar neyðarástand Unnið að kvikmyndun á Austur- veili ríkir í efnahagsmálum, yfirvinnu- banni, sem lyktaði með samning- um sem gerðu ráð fyrir að launa- fólki yrði tryggður kaupmáttur launa á við það sem bezt hafði áður gerzt. Ríkisstjórnin grípur síðan inn í kjarasamningana í ársbyrjun 1978 með sérstökum lögum og fyrir kosningar 1978 segir Sjálfstæðisflokkurinn að ekki sé unnt að tryggja meiri kaupmátt ráðstöfunartekna, að óbreyttum afla og viðskiptakjör- um. Stjórnarandstöðuflokkarnir Alþýðubandalagið og Alþýðu- flokkurinn sem gengu til kosninga undir kjörorðinu: „Samningana í gildi“, vinna stórfelldan sigur i byggðakosningunum 28. maí 1978 og Alþingiskosningunum 25. júní 1978. Framsóknarflokkurinn, sem tapað hefur stórfelldu fylgi og er nú minnsti flokkur þingsins, myndar stjórn undir forsæti Olafs Jóhannessonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Aðrir flokkar í stjórn eru Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.