Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 29
/ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 29 Stór hluti starfs- ins að kynna félagsstörf og félagsmálakennslu Reynir Karlsson æskulýðs- fulltrúi. Á skólastjórafundinum að Núpi hélt æskulýðsfulltrúi ríkisins, Reynir Karlsson, stutt erindi og kynnti gögn er lúta að starf- semi æskulýðsfulltrúa. Tíð- indam. Mbl. rétt náði í Reyni áður en hann hvarf á braut: „Þetta er stór hluti starfs míns sem æskulýðsfulltrúi að kynna félagsstörf og félagsmála- kennslu í grunnskólum. Einnig hefur það verið stórt verkefni að samræma félagsmál skólanna og félaga í héruðum. Annars hefur vettvangurinn verið í tengslum við ungmennafélögin og þar virðist áhuginn brennandi og námskeið hafa verið haldin í félagsmálastörfum með sjö þús- und manns. Nú hefur það gerst, að gert er ráð fyrir félagsmála- kennslu í námsskrá skólanna. Hefur starf æskulýðsfulltrúa því mjög beinst að þeirri nýjung og námsgögn verið í smíðum. „Ég vil nefna möppuna, sem hefur að geyma alls kyns leikrit og þætti og send var út í skólana í fyrra og eins nýja útgáfu af Leiðbein- ingum fyrir byrjendur í félags- störfum. Sú útgáfa er bæði endurskoðuð og hefur að geyma nýtt efni að stórum hluta.“ Hvernig finnst þér viðleitni þinni svona almennt tekið? „Yfirleitt mjög vel og sérstak- lega í dreifbýlinu. Ég held að það sé orðinn heilmikill skilningur að þjálfa menn til félagsstarfa og ala þannig ef til vill upp hæfa forystumenn í héraði." Hvað heldurðu um þær nýju reglur að sameina skóla og sveitarfélög um húsnæði til fél- ags og tómstundastarfa? „Þetta finnst mér mjög athyglisvert og getur jafnvel gert fámennum sveitarfélögum kleift að koma sér upp viðunandi húsnæði sem ella hefði verið útilokað.“ „Þetta eru kannski ráðstafanir í þeim anda sem hefur mótast í þínu starfi og byggist á að sameina félagsstarfið í skólum og héraði? „Það má ef til vill orða það þannig, og þetta er þegar orðinn reynd í fámennum byggðarlög- um.“ Eitthvað nýtt á döfinni? „Já, það er ætlunin að hefja mikið kynningarstarf í haust og vera með myndarlega fræðslu- fundi í skólum víðs vegar um landið. Það virðist vera ágætur hljómgrunnur í þessa veru og vænti ég aukins afraksturs af þessu starfi," sagði Reynir að lokum. hann að vinna við vegalagningu og brúargerð yfir sandana. Hann stóð meðan stætt var. En fyrir 4 árum fór heilsan að bila og síðustu árin varð hann að dvelja á sjúkra- húsinu Sólvangi í Hafnarfirði, þar sem hann naut frámunalega góðr- ar umönnunar, en hann lézt 11.1. 1979. Hólmfríður, kona hans, var einnig harðdugleg og það má segja, að hún hafi einnig staðið meðan stætt var. Það eru ekki mörg ár síðan hún stóð í matar- verkum og barnagæzlu fyrir dæt- ur sínar. Hún lézt 24.8.1979, eftir stutta legu á Sólvangi. • Blessuð sé minning þessara hjóna. Hulda Pétursdóttir, tJtkoti, Kjalarnesi. Kvikmynda- sýning Germaníu FÉLAGIÐ Germanía hefur kvikmyndasýningu á morgun, laugardag, í Nýja Bíói kl. 2 síðd. Verða að þessu sinni sýndar myndir úr mynd- aflokknum „Ævintýri Trencks". Aðgangseyrir er enginn að kvikmyndasýning- um Germaníu. „í neðra og efra’’, Þættir að austan eftir Armann Halldórsson „í neðra og efra — þættir að austan“ nefnist ný bók eftir Ármann Halldórsson. Á kápusíðu segir, að höfundur sé Austfirðingur að ætt og uppruna. „Hann er löngu þjóð- kunnur maður fyrir ritstörf sín, en margvíslegt efni hefur birst eftir hann í blöðum og tímarit- um, auk þess sem hann er þekktur fyrir flutning í útvarpi. Hann var um árabil kennari við héraðsskólann að Eiðum, en er nú safvörður við Héraðsskjala- safn Austfirðinga á Egils- stöðum." Bókin hefur að geyma frá- sagnir að austan, af Borgarfirði eystra og Úthéraði. Lengsti þátturinn er um Njarðvíkur- skriður. „Síðan kóma sjö þættir, endurminningar um atvik og kringumstæður í „neðra og efra“, þ.e. Borgarfirði og Héraði, en þessi kristinfræðilegu hugtök voru fyrr og eru stundum enn notuð um byggðir á Héraði og á Austfjörðum, Hérað í efra, firð- ir í neðra“. Víkurútgáfan gefur bókina út. □ Fleetwood Vart þait aö kynna Ellen fyrir Islendingum ollu lengur. Viö viljum aðeins vekja athygli á þessari nýju sendingu af Nightout sem viö vorum aö fá og hvetja þig til að tryggja þér eintak áður en hún selst upp eins og allar hinar. Án nokkurs efa ei rusk plata aisins Bæði vegna þess að þrjú ár eru siöan síðasta plata Fleetwood Mac kom út og sló öll met og ekki síður vegna þess að Tusk á eftir að standa um ókomin ár sem eitt af sannkölluöum meistarastykkjum rokk-tónlistarinnar. Tvær plötur fyrir aðeins kr. 12.900,- Betri fjárfestingu gerir þú ekki. S □ Joe Jackson: l'amtheMan lii ■ 111 ■■uf Já, Joe Jackson er maöunnn sem vei t ei aö veita athygli. En ásamt Police er hann nu og hin frábæra hljómsveit hans talinn enn ein sönnun þess hve rokk-tónlistin hefur tekist vel , að endurnýja sig og sameina kraft melodíu og ''v önnur skemmtilegheit í eitt og hið sama. □ Ellen Foley Country/ Soft rokk □ Ýmsir: Bandet Together □ (Frábær countryplata með Villie Nelson, Johnny Cash, Charlie Daniels, David Allan Coe o.fl.) □ Johnny Cash: Silver □ Willie Nelson: Stardust □ Grystal Gale: Miss the Missisippi □ Joan Armatradinq: Steppin — Out □ Ry Cooder: Bob til you drop rokkpiötur □ Blondie: Eat to the Beat □ Cheap Trick: Dream Police □ Eagles: The Long Run □ Jethro Tull: Stamwatch? □ Santana: Marathon □ Foreigner: Head James □ Mike Oldfield: Exposed □ Tim Currey: Elkie Brooks □ Only Ones: Special View □ Joe Jackson, Police, Squeese o.fl. live: Propaganda □ Frank Zappa: Joes Ganage Act. 1. □ Boomtown Rats: Art of Surfacing □ Led Zeppelin: In throught the Out door. JACKSON □ Police. Regatte de Blanc Platan sem undanfarnar vikur hefur setiö í efsta sæti breska vinsældar- listans. Platan sem á eftir aö gleöja alla unnendur rokk-tónlistar á íslandi og gera Police heimsfræga hér sem annars staðar. Platan sem á eftir að fá lögreglukórinn til að endurskoða efnisskrá sína. Já hvernig væri kíkja inn í einhverja af þrem verslunum okkar, aö Laugavegi 66, Austur- stræti 22 eöa Glæsibæ og kynna sér allar góöu plöturnar sem viö bjóöum upp á. Þær eru ekki eins dýrar og þú heldur. Einnig bjóðum við upp á allar gerðir af TDK og Ampex kass- ettum. Ýmislegt vinsælt □ Frantiqve: Frantiqve □ (Hrikalega góö diskóplata inniheldur m.a. „Strut your Funky Stuff'.) □ Þú og ég: Ljúfa líf □ Boney M: Oceans of Fantasy □ Ýmsir góðir: Disco Hanet □ Haraldur í Skrýplalandi □ Glámur og Skrámur: í Sjöunda himni □ Brunaliðiö: Útkall □ Bjarki Tryggvason: Einn á f srð □ Supertramp: Breakfast in America □ Bob Dylan: Slow Train Coming □ Shadows: String og Hits □ Bob Marley & the Wailers: Survival Krossaöu viö þær plötur er hugurinn girnist, við sendum samdægurs í póstkröfu. — Tvær plötur ókeypis buröargjald. Fjórar plötur ókeypis buröargjald og 10% afsléttur. Að hika er sama og tapa. Nafn Heimilisfang Heildsöludreifing sfeoinor hf sími 85742.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.