Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 15 og bönn felld úr gildi Tvær nýjar s t órv ir k j anir — stóriðja heilbrigðisstofnana verði hér tekin til sérstakrar athugunar og þar verði fleiri aðilum en hinu opinbera búin betri skilyrði til að reka slíkar stofnanir. Atvinnufyrirtækjum í eigu ríkis- ins verði breytt í hlutafélög og hlutaféð selt starfsmönnum, al- menningi eða sveitarfélögum að hluta eða í heild. Söluandvirði þeirra verði varið til að aðstoða við að koma á fót nýjum atvinnufyrir- tækjum með hlutafjárframlögum og til framkvæmda. 4. Aukinn sparnaður, hag kvæmari fjárfesting Dregið verði úr opinberri íhlutun í starfsemi fjármagnsmarkaðarins, hann verði efldur og aðstæður á hverjum tíma fái að hafa eðlileg áhrif til jafnvægis milli framboðs og eftirspurnar. Unnið verði að því að koma á skipulegum verðbréfa- og peningamarkaði hér á landi. Starfsemi ríkisbankanna og opin- berra fjárfestingalánasjóða verði endurskoðuð með það fyrir augum að styrkja stjórnun þeirra, auka aðhald, koma á eðlilegri verkaskipt- ingu og tryggja, að fé sé ráðstafað til þjóðhagslega arðvænlegrar fjár- festingar og rekstrar. Öllum at- vinnugreinum verði gert jafn hátt undir höfði við lánveitingar og eðlilegt tillit sé tekið til félagslegra þarfa. Fjár til starfsemi fjárfest- ingalánasjóða atvinnuveganna verði fyrst og fremst aflað á innlendum fjármagnsmarkaði og af eigin fé þeirra, en dregið úr framlögum frá ríkissjóði. 5. Traust búseta og bættar samgöngur um land allt Greiðar og hagkvæmar samgöngur eru ein af undirstöðum öflugs at- vinnulífs til sjávar og sveita. Sjálf- stæðisflokkurinn vill hefja nýtt átak í vegagerð og telur það vera for- gangsverkefni uppbyggingarstarfs- ins í kjölfar allherjaratlögu gegn verðbólgunni. Annars vegar verði byggðakjarnar landsins tengdir með sem öruggustum hætti. Hins vegar verði hafist handa svo fljótt sem aðstæður leyfa við að leggja aðal- vegi landsins bundnu slitlagi. Þetta ásamt markvissri atvinnuþróun er mikilvægasti þátturinn í árang- ursríkri byggðastefnu. m 6. Bændur verði sjálfstæð- ir atvinnurekendur Framleiðsla búvöru skal taka mið af þjóðhagslegu gildi hennar þegar til lengri tíma er litið og þörfum þjóðarinnar fyrir afurðir landbún- aðarins. Komið verði smám saman á jafnvægi milli framboðs og eftir- spurnar eftir búvörum á innlendum markaði. Jafnframt verði gerðar ráðstafanir til að auka framleiðni í landbúnaði og auka verðmæti og fjölbreytni framleiðslunnar, þannig að framleiðsla fyrir innlendan markað á vel reknum búum skili arði. Bændum verði sköpuð skilyrði til þess að vera sjálfstæðir atvinnu- rekendur, sem taki eigin ákvarðanir um framleiðslu sína í samræmi við kostnað aðfanga og eftirspurn neyt- enda. Um leið verði stefnt að samkeppni fyrirtækja, sem vinna úr landbúnaðarvörum, um gæði og vöruval svo og meiri hagkvæmni í rekstri þeirra. 7. Fiskvernd, betri nýting sjávarfangs Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir íslenskt efnahagslíf og telur að hann sé og verði einn af hyrn- ingarsteinum íslensks þjóðfélags. Þau markmið sem flokkurinn vill nú leggja áherslu á eru þríþætt: í fyrsta lagi að vinna að endur- reisn ofveiddra fiskstofna og fullri nýtingu vannýttra stofna í íslenzkri fiskiveiðilögsögu. I öðru lagi að tryggja varanlegan hámarksafrakstur hinna ýmsu fisk- stofna og annarra sjávardýra með samræmdum líffræðilegum og efna- hagslegum aðgerðum, þannig að sem mest samræmi verði milli afrakst- ursgetu stofnanna og afkastagetu fiskiskipastólsins. I þriðja lagi að bæta nýtingu og framleiðni fiskiðnaðar og stuðla að meiri verðmætasköpun alls sjávar- fangs og fjölga með þeim hætti störfum í sjávarútvegi. 8. Iðnvæðing Iðnaður mun á næstu árum gegna stórauknu hlutverki í atvinnulífi þjóðarinnar. Innlendum iðnaði verði sköpuð skilyrði til að auka fram- leiðni sína og fara inn á nýjar brautir, svo að hann styrkist og geti greitt há laun, bæði í samkeppni við innflutning og á erlendum markaði. Gerðar verði ráðstafanir til þess að hann njóti jafnrar aðstöðu og starfsskilyrða og aðrar innlendar atvinnugreinar og erlend iðnfyrir- tæki. Hraðað verði á næsta kjör- tímabili áframhaldandi uppbygg- ingu þeirra stóriðjufyrirtækja, sem fyrir eru hér á landi, og þegar verði hafinn undirbúningur að einu nýju stórfyrirtæki á sviði rafefnaiðnaðar og stefnt að því, að framkvæmdir við það geti hafist á kjörtímabilinu. Stefnt verði að því að almenningur eignist hlutafé í því og einnig þeim stóriðjufyrirtækjum, sem fyrir eru í landinu, en að öðru leyti ráðist samstarf við erlenda aðila á þessu sviði af því, sem hagkvæmt er talið á hverjum tíma. 9. Stórátak til að nýta innlendar orkulindir í óbeisluðum orkulindum landsins eru fólgin gífurleg verðmæti. Orku- lindir þessar eyðast ekki, þótt þær séu hagnýttar, beldur endurnýjast sífellt. Sjálfstæðisflokkurinn telur bæði eðlilegt og nauðsynlegt að nýta þessar auðlindir til að byggja upp atvinnulíf og bæta lífskjör þjóðar- innar. Skipulag orkumála verði við það miðað, að frumkvæði sveitarfé- laga, einstaklinga og fyrirtækja þeirra fái notið sín á þessu sviði. Hraðað verði nýtingu jarðvarma og raforku til húshitunar og iðnaðar og stefnt að því að íslendingar verði sjálfum sér nógir í orkuframleiðslu fyrir aldamót. Ennfremur verði á kjörtímabilinu ráðist í tvær stór- virkjanir vegna uppbyggingar stór- iðju auk minni framkvæmda til að auka raforkuvinnsluna á næstunni. Annars vegar verði án tafar ráðist í stækkun Búrfellsvirkjunar um 100MW og tilheyrandi miðlun í Þjórsá þannig að hægt sé að ráðast sem allra fyrst í stækkun þeirra stóriðjufyrirtækja, sem fyrir eru í landinu. Hins vegar verði ráðist í nýja stórvirkjun, sem tekin yrði í notkun á árinu 1985, og myndi mæta vexti innlendá orkumarkaðarins og sjá nýju stóriðjufyrirtæki fyrir orku. Haldið verði áfram af fullum krafti rannsóknum á orkulindum - landsins, og gengið verði frá frum- hönnun og umhverfiskönnun á öll- um hagkvæmustu virkjunarkostum í fallvötnum landsins. Stefna Sjálfstæðisflokks í efnahags- og atvinnumálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.