Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 32
Sími á ritstjórn og skrifstofu 10100 JM«r0unt>Utdi& Sími á afgreióslu: 83033 JM«r0unblnt>it> Ungir flugmenn fórust í flugslysi TVEIR ungir flugmenn fórust í flugslysi í gær þegar tveggja sæta flugvél þeirra af gerðinni Bcllanca Citabria fórst við bæinn Sigmundarstaði í Þverárhlíð í Borgarfirði um kl. 4 í gærdag. Sjónarvottar voru að flugslysinu og virtist flugvélin Ienda á rafmagnslínunni að bænum. Slitnaði vírinn og vélin flaug áfram með hann fastan í vélinni en þegar vírinn strekktist í næsta rafmagnsstaur hrapaði vélin skyndilega um 100 metra frá bænum. Báðir mennirnir létust sam- stundis, en þeir hétu Haukur Jóhannesson, Lindarflot 28, Garðabæ, og Guðmundur Kvaran, Kleifarvegi 1 í Reykjavík. Þeir voru báðir um tvitugt. Flugvélina áttu þeir ásamt þremur öðrum og kom hún til landsins fyrir nokkrum dögum. Rannsóknarmenn frá Loftferðaeftirlitinu fóru strax á slysstaðinn í gær. Vél þeirra félaga hafði lent á Húsafelli ásamt annarri vél sem var í samfloti með þeim og Iögðu báðar vélarnar síðan upp áleiðis til Stykkishólms í góðu veðri. Fyrri vélin kom þangað á tilsettum tima, en Bellanca-vélin fórst á leiðinni þangað. Bellancavélin á slysstað við Sigmundarstaði í Borgarfirði í gær. Rafmagnsvírinn sem festist í vélinni og dróst með henni sést fyrir framan vélina. Umtalsverðar olíuhækk- anir á Rotterdammarkaði UNDANFARNA daga hafa orðið umtalsverðar hækkanir á olíu á Rotterdammarkaði. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér var skráð verð á benzíni 2. nóvember 363 dollarar hvert tonn en var 347 dollarar 26. október. Skráð verð á gasolíu var 352.20 dollarar hvert tonn en var 336 dollarar viku áður. Skráð verð á svartolíu var 163 dollarar hvert tonn og hafði hækkað úr 157 dollurum á einni viku. Þegar verðið var hæst í júní fór benzínverðið í 412 dollara, gasolíu- verðið í 395 dollara og svartolíu- verðið í 142 dollara. Það lækkaði niður undir 300 dollara á gasolíu og benzíni í sumar en hefur verið á hraðri uppleið aftur upp á síðkast- ið. Telja sérfræðingar að sam- dráttur í olíusölu Saudi-Araba og ástandið í íran valdi þessari hækkun fyrst og fremst og er því spáð að verðið eigi enn eftir að hækka á næstunni. Guðmundur Kvaran Haukur Jóhannesson. í gæzluvarðhald vegnagnmsum aðfld að mannsláti TVÍTUGUR maður hefur verið úrskurðaður í sjö daga gæzluvarðhald i sakadómi Reykjavikur á meðan rannsókn fer fram á hugsanlegri aðild hans að láti manns, sem fannst á víðavangi i Reykjavik fyrir rúmu ári. Rannsóknarlögregla rikisins annast rannsókn þessa máls. Umræddur maður var handtekinn í byrjun vikunnar vegna annars máls, sem var í rannsókn. Að kvöldi sama dags var hann settur í fanga- geymslur lögreglunnar í Reykjavík enda ölvaður. Er þangað kom fór hann að ræða við tvo rannsóknar- lögreglumenn, sem höfðu með mál hans að gera. Þar kom, að hann skýrði öðrum þeirra frá því alveg ótilkvaddur, að hann hefði fyrir rúmu ári orðið manni að bana og spurði lögreglumanninn hvort hann myndi ekki eftir því að maður hefði fundizt látinn á víðavangi og lýsti staðnum með nokkurri nákvæmni. Stóð heima, að í skjölum lögreglunn- ar var frá því skýrt, að á þessum stað hefði maður fundizt látinn. Daginn eftir var maðurinn tekinn til yfirheyrslu og dró hann þá sögu sína til baka, og kvaðst hafa sagt þessa sögu til þess að stríða lög- reglumanninum. Hefur hann við síðari skýrslutöku og fyrir dómi alfarið neitað því að sú saga, sem hann sagði lögreglumönnunum, hefði við rök að styðjast. Að sögn Þóris Oddssonar, vara- rannsóknarlögreglustjóra, þótti ekki annað fært stöðu málsins vegna en gera kröfu um gæzluvarðhald yfir manninum í sjö daga á meðan könnun færi fram á sannleiksgildi þessarar frásagnar hans. Sagði Þór- ir, að krafan um gæzluvarðhald væri aðallega byggð á tveimur atriðum, þ.e. annars vegar hugsanlegri aðild gæzluvarðhaldsfangans að láti mannsins og hins vegar á 149. grein hegningarlaganna, sem fjallar um rangan uppljóstur. Metsala • • hjá Ogra SKUTTOGARINN Ögri seldi í gær 228 tonn af góðum fiski í Þýzkalandi, 113 milljónir króna fengust fyrir aflann, meðalverð 495 krónur. Er þetta hæsta með- alverð, sem togari hefur fengið fyrir afla í Þýzkalandi og hæsta heildarverð reiknað í islenzkum krónum. Ufsi og karfi var uppi- staðan i aflanum. Geir Hallgrímsson á blaóamannaf undi í gær: S jálfstæóLsflokkur hef- ur lært af reynslunni — og boðar nú leiftursókn gegn verðbólgu í stað hægfara aðlögunar Sjálfstæðisflokkurinn hefur lært af reynslunni, sagði Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, á blaðamanna- fundi er hann efndi til í gær, er stefna Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og atvinnu- málum var kynnt. Geir Hallgrímsson sagði, að nú vildi flokkurinn ráðast gegn verð- bólgunni með snöggum og fljótvirkum hætti í stað hægfara aðlögunar, er reynd var í síðustu ríkisstjórn flokksins 1974— 1978. Á blaðamannafundi formanns Sjálfstæð- isflokksins, sem ítarlega er skýrt frá á miðsíðu blaðsins í dag, kom fram, að markmið Sjálfstæðisflokksins nú væru að- allega þessi: • Að hreinsa til eftir vinstri stjórn • Að hafa forgöngu um leiftursókn gegn verðbólgu. • Að snúa við blaði, auka þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur. A blaðamannafundinum var Geir Hallgrímsson spurður, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að spara þá 35 milljarða, sem heitið er í stefnuyfirlýsingunni. Hann nefndi eftirfarandi þætti ríkisútgjalda: • Lækka niðurgreiðslur og breyta hluta þeirra í tekjutryggingu fyrir láglaunafólk. • Vinna fjárlagafrumvarpið upp frá grunni. • Bjóða út verklegar framkvæmdir, svo sem vegagerð og hafnargerð. • Draga úr sjálfvirkum útgjöldum samkvæmt ákvæð- um fjárlaga. • Draga úr sjálfvirkum útgjöldum í fjárfestingar- lánasjóði. • Ríkisfyrirtæki verði rekin halialaus. Geir Hallgrímsson gaf m.a. eftirfarandi yfirlýsingar um skattamál: • Sjálfstæðisflokkur mun afnema skattaálögur vinstri stjórnar. • Tekjuskattur af almcnnum launatekjum verður felldur niður. Hjón með tvö börn fá ekki tekjuskatt nema árslaun þeirra fari yfir 8 milljónir. • Skattar yrðu lækkaðir i áföngum. Sjá ítarlega frásögn af blaðamannafundi Geirs Hallgrimssonar á miðsíðu Morgunblaðsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.