Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 + Eiglnmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi ODDUR KRISTJÁNSSON, byggingameiatari andaöist á heimili sínu Rauðalæk 49, aöfararnótt 8. nóv. Guöbjörg Guömundsdóttir, Guömundur Oddsson, Jórunn Jónsdóttir, Siguröur K. Oddsson, Herdís Tómasdóttir. og barnabörn. t Móöir mín, VALGEROUR SÓLEY ÁGÚSTSDÓTTIR Ásvallagötu 27 lést aö heimili sínu 1. nóvember s.l. Útförin hefur þegar fariö fram. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Jón Sigurjónsson. Eiginkona mín, ELINBORG JÓNSDÓTTIR, Munkaþverórstræti 38, Akureyri, sem andaöist 31. okt. s.l. veröur jarösungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 10. nóvember kl. 13.30. Blóm afþökkuö, en þeir sem vildu minnast hennar láti líknarstofn- anir njóta þess. Siguröur Sölvason. Móöir okkar, FRIOGERDUR AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Fjaröarstræti 2, ísafiröi veröur jarösungin frá ísafjaröarkirkju laugardaginn 10. nóvember kl. 14.00. Bríet Theódórsdóttir Baröi Theódórsson. + Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar og tengdamóöur KATRÍNAR 1. BJARNADÓTTUR, Skaftahlíö 14 Ragnar Guömundsson, Guömundur Ragnarsson Dúfa Einarsdóttir Ragnar Ragnarsson Eygló Gunnarsdóttir Margrét Ragnarsdóttir Pétur G. Pétursson + Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, BENEDIKTS FRIDRIKSSONAR fré Broddanesi Ingibjörg Benediktsdóttir, Torfi Benediktsson, Tryggvi Benediktsson, Sigríöur Kjartansdóttir, Svala Noröberg, örn Jónsson og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og útför HELGAJÓNSSONAR Ménageröi 7, Grindavík Guöfinna Hjélmarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför SVANLAUGAR U.J. JÓNSDÓTTUR, Smyrlahrauni 7, Hafnarfiröi Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakotsspítala. Oddur Halldórsson, Haildór örn Oddsson, Rafn Oddsson, Ásta Eyjólfsdóttir, Þorlékur Oddsson, Jóna Birna Haröardóttir og barnabörn. Sigmundur Sigmunds- son skipstjóri-Minning Fæddur 1. júní 1890. Dáinn 4. sept. 1979. Hinn 13. sept. s.l. var til grafar borinn einn af vormönnum íslenzkrar farmannastéttar Sig- mundur Sigmundsson skipstjóri. Sigmundur fæddist í Hafnar- firði 1. júní 1890, sonur hjónanna Sigmundar Jónssonar skipstjóra frá Hóli á Álftanesi og konu hans Guðrúnar Welding Bjarnadóttur úr Hafnarfirði. Vegir ungra manna í þá daga lágu ekki til langskólasetu, heldur til vinnu og sjálfsbjargar, og fór Sigmundur að hætti ungra manna strax að stunda sjómennsku. Árið 1902 byrjar hann þá 12 ára gamall, sinn sjómannsferil á fiski- kútterum frá Hafnarfirði. Far- mannaprófi lýkur hann frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1912, og er eftir það stýrimaður á fiskikútterum og flutningaskipum til 1918, er hann verður fastráðinn stýrimaður hjá Eimskipafélagi íslands. Ríkissjóður íslands hafði fest kaup á eimskipinu BORG vegna styrjaldarflutninga 1917 og var það í flutningum á mesta hættusvæðinu frá Islandi til Skandinavíu og Bretlands. Var erfitt að fá skipsmenn til Þeirra siglinga, enda lærðir menn þá ekki á hverju strái. Sigmundi mun hafa boðist starf 1. stýrimanns strax, og sýnir það trú þáverandi fram- kvæmdastjóra, Emils Nielsens, til Sigmundar, að fela honum starfið. Sigmundur varð frá því 1. stýri- maður hjá félaginu til 1941 er hann var ráðinn fastur skipstjóri hjá félaginu, þar til hann hætti skipstjórn vegn aldurs, og endaði hann skipstjóraferil sinn með því að sækja nýjan Reykjafoss til Ítalíu, þar sem hann var keyptur og sigla honum til íslands. Sig- mundur sigldi í tveimur heims- styrjöldum, og þurfti mikla karl- mennsku til. I síðari heimsstyrj- öldinni sigldi hann m/s Selfossi sem var vélarvana, og þurfti því oft að ferðast einskipa um hið hættulega haf. Einnig fór Sig- mundur með Selfoss gamla nokkr- ar leiguferðir fyrir ameríska her- inn með birgðir til Grænlands- stöðva þeirra, en allt voru þetta vandasamar ferðir sem þurftu bæði aðgæslu og áræðis góðra sjómanna á gangtregum skipum, og öllu var skilað heilu í höfn, sem mikil gæfa góðra manna. Sigmundur kvæntist 5. júlí 1915 Magneu Sigríði Sigurðardóttur Friðrikssonar og konu hans Oddnýar Eiríksdóttur. Magnea var fædd 5. apríl 1890 og lést 18. ágúst 1951, og varð þeim tveggja barna auðið, Sigurðar sem var f. 19. nóv. 1911 og d. 17. nóv. .1977, hann var blaðamaður fyrr á ævinni, en hin síðari ár fulltrúi hjá hagstofu Reykjavíkur, kvænt- ur Rakel Sigríði Gísladóttur; Guð- rúnar Öldu Guðfinnu, f. 10. apríl 1916, gift Arngrími Sigurjónssyni skrifstofumanni í Reykjavík. Sig- mundur kvæntist aftur 30. maí 1953 eftirlifandi konu sinni Ragnheiði Dórotheu, f. 15. jan. 1909, Evertsdóttur Björnssonar frá Staðarhóli í Saurbæ, Dala- sýslu og konu hans Kristínar Guðmundsdóttur frá Kirkjubóli í Dýrafirði. Undirritaður kynntist Sigmundi fyrst er ég óharðnaður unglingur á fermingaraldri réðst sem háseti á Brúarfoss gamla í byrjun kreppuára, og var hann þar 1. stýrimaður. Sigmundur var ein- stakt snyrtimenni með sjálfan sig jafnt og skip sitt, æðrulaus við öll störf jafnt í blíðu sem stríðu, en slíkt er aðalsmerki góðra sjó- manna. Aldrei heyrði ég Sigmund á þriggja ára samveru lasta nokk- urn mann, og fljótur var hann að fyrirgefa yfirsjónir ungmenna, sem oft vill verða hált á lífsbraut- inni meðal þroska er ekki náð. Slík framkoma er aðeins göfugra og góðra manna. Eftir að ég fluttist til Húsavíkur aftur annaðist ég afgreiðslu Eimskipafélagsins, og urðu þá kynni okkar endurnýjuð, hans sem skipstjóra og mín sem afgreiðslumanns, og kom þá aftur fram æðruleysi og snyrtimennska í allri hans umgengni, hann var fæddur „gentleman". Þeim fækkar nú óðum þeim aldamótamönnum sem settu svip á siglingar gömlu farþegaskip- anna og unnu þar með brautryðj- endastörf við endurheimtingu verzlunar og siglinga í íslenzkar hendur, og er að þeim mikil eftirsjón. Flestir komu þessir menn af heimilum fátækra en gæfuríkra fiskimanna, en unnu sig Fædd 31. maí 1941. Dáin 31. okt. 1979. Hvf var þessi beður búinn barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til min!“ Kristur tók þig heim til sin. Þú ert blessuð hans i hðndum, hólpin sál með Ijóssins ðndum. Björn Haildórsson frá Laufási. I dag verður til moldar borin frænka mín, Halldóra Friðriks- dóttir. Hún lézt í Rio de Janeiro hinn 31. okt. s.l. Halldóra fæddist í Reykjavík 31. maí 1941. Hún var dóttir hjónanna Friðriks A. Jóns- sonar og Guðrúnar Ögmundsdótt- ur, sem eru bæði látin. Heimiii hennar var fyrst í Hafnarfirði og síðan í Garða- stræti 11 í Reykjavík. Þaðan eru mínar fyrstu minningar um Hall- dóru. Friðrik faðir hennar rak eigið fyrirtæki og var umsvifa- mikill kaupsýslumaður. Þau hjón- með kjarki og áræði til siglingar- fræðslu við knöpp kjör og afneitun lífsgæða til að ná settu marki og á því minning þeirra að vera hjart- fólgin íslenskri þjóð. Ég þekki ættingja Sigmundar, sem þótti mjög vænt um þennan góða frænda sinn, og minnast hans mjög hvað gott hafi verið að hitta hann þegar hann kom af hafi, oft færandi gjafir, og hlýtt viðmót. Sakna þeir nú góðs frænda og vinar, og vil ég senda þeim mínar einlægar samúðar- kveðjur, og nánustu ættingjum bið ég guðs blessunar með minningar um góðan og farsælan dreng. in voru samhent og gestrisni og glaðværð í hávegum höfð á þeirra gestkvæma heimili. Halldóra út- skrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 1958. Hún dvaldi eitt ár á vegum American Field Service í Bandaríkjunum auk þess sem hún var um tíma í einkaskól- um í Englandi og Frakklandi. Eftir skólanám var hún um skeið flugfreyja hjá Loftleiðum og starfaði síðar við fyrirtæki föður síns. Árið 1966 fluttist hún til Bandaríkjanna, þar sem hún starfaði sem flugfreyja hjá flug- félaginu Pan Am, en hún lézt í starfi hjá sama félagi. Hún giftist árið 1967 Hans Petter Poulsen, skipamiðlara af norskum ættum, og bjuggu þau sér glæsilegt heimili á Long Island og síðar í Connecticut. Þar ríkti sama gestrisni og hjálpsemi og á bernskuheimili hennar. Halldóra og Petten slitu samvistum eftir 10 ára hjónaband. Hann fylgir henni hér til grafar í dag og vinir hans þakka honum prýðileg og ánægju- leg kynni. Erill í starfi; fjölmörg áhuga- mál í frístundum. Þetta voru einkenni Halldóru. Hún kapp- kostaði að vera tíður gestur á heimalandi sínu þótt rætur hefðu festst utanlands. Guðbjörg systir hennar og fyrrverandi flugfreyja er gift og búsett í New York og milli þeirra systra var tíður sam- gangur eins og við var að búast. En hér voru tengsl sem hún vildi varðveita. Bræður hennar Jón Friðriksson læknir og Ögmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Friðrik A. Jónsson h.f., efldu eftir megni samskipti fjölskyldunnar. Samtíðarmenn kveðja hina eldri með virðingu og þökk, en það er alltaf örðugura að sætta sig við að sjá á bak ungum samtímamönnum og vinum. Þau okkar, sem áttum þess kost að gleðjast við endur- fundi, þótti vænt um þegar við vissum að hún og Sigurður Fjeldsted hugðust byggja upp sína framtíð saman. Kaliið kom snöggt en minningin um elskulega vin- konu og frænku lifir áfram. Ég og fjölskylda mín biðjum Guð að styrkja okkur öll í sorg okkar. Guðrún Gyða Sveinsdóttir. Lokað í dag föstudaginn 9. nóv. vegna jarðarfarar Hall- dóru Friöriksdóttur. Friörik A. Jónsson h/f. Gellir h/f. Brædraborgarstíg 1. Vernharður Bjarnason. HaUdóra Friðriksdótt- ir—Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.