Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 Kaupmáttur- inn og vinstri stjórnin LÍNURIT þetta sýnir þróun kaupmáttar tímakaups allra launþega landsins frá því er vinstri stjórnin kom til valda ok fram á þennan da«. Kaupmátturinn er settur 100 í september 1978 og nú í nóvember vantar 11.5% eða stiíí upp á að hann sé jafnhár oíí við upphaf stjórnarsamstarfs Framsóknarflokks, AlþýðubandalaKS ok Alþýðuflokks. Eins og sést af linuritinu sveiflazt hann upp og niður þetta tímabil. þótt heildarsveifian sé niður á við. Kaupmátturinn nær t.d. aldrei því hámarki allan valdaferii rikisstjórnarinnar. sem hann var í. þegar hún tók við völdum. Þess ber að geta, að kaupmátturinn var við upphaf stjórnarsamstarfs vinstri flokkanna 1.4% hærri en fyrst eftir gerð sólstöðusamninganna svokölluðu. sem undirritaðir voru rétt fyrir mánaðamótin júní-júlí 1977. Upplýsingarnar. sem linuritið er unnið eftir eru hinar sömu og lagðar voru af stjórn Alþýðusambands tsiands fyrir kjarámálaráðstefnu sambandsins, sem haldin var í októbermánuði. Morgunblaðið hefur þó reiknað dæmið þannig að við upphaf stjórnarsamstarfs vinstri flokkanna er kaupmátturinn settur 100. Gefur það betri mynd af þróun kaupmáttarins þetta ákveðna tímabil. / Utvarp — sjónvarp: Neituðu að mæta á blaðamannafundi Geirs GEIR Hallgrímsson. formaður Sjálfstaáiisflokksins gagnrýndi stjórn- endur útvarps og sjónvarps í lok blaðamannafundar síns í gær fyrir að neita að senda fréttamenn til fundarins. þar sem kynnt var stefna flokksins i efnahags- og atvinnumálum. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði, að fréttamenn frá útvarpi og sjónvarpi hefðu verið boðaðir á fundinn, en rétt áður en hann skyldi hefjast, hefði verið hringt og tilkynnt, að fréttamenn ríkisfjölmiðlanna myndu ekki sækja fundinh. Geir kvað þetta í hæsta máta undarlegt í ljósi þess, að daginn áður hefði Sighvatur Björgvinsson, fjármálaráðherra boðað til blaðamannafundar, sem fréttamenn ríkisfjölmiðlanna hefðu sótt og síðan tíundað, hvað ráðherrann hefði sagt mjög ítarlega. „Það er greinilegt," sagði Geir, „að sömu reglur gildá ekki fyrir alla hjá þessum fjölmiðlum." S O N D 1978 M J J 1979 KAUPMÁTTUR TAXTAKAUPS miðað við 100 í september 1978 Petta er auglýsing......

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.