Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjórí Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiösla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Sími83033 Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakið. „Afrek” Sighvats Kjósendur hafa síðustu daga fengið nokkra innsýn í það, hvernig Alþýðuflokksmenn takast á við vandamálin í stjórnarráðinu. Sighvatur Björgvinsson hefur hlaupið í blöð af því tilefni að staða ríkissjóðs á hlaupareikningi í Seðlabanka fór í plús í einn dag! Með þessi tíðindi að bakhjarli lýsir fjármálaráðherra því digurbarkaiega yfir, að honum hafi með aðháldsaðgerðum í októbermánuði tekizt að bæta svo mjög stöðu ríkissjóðs. Þegar fylgzt er með þessum broslegu tilburðum fjármálaráðherrans verður mönnum ljósara hvers vegna Alþýðuflokknum hefur mistekizt svo gersamlega í ríkisstjórn síðustu 14 mánuði, þrátt fyrir kosningasigurinn mikla. Hin „nýja“ kynslóð Alþýðuflokksins telur bersýnilega, að vandamálin verði leyst með hlægilegum upphlaupum og gagnsæjum blekkingum á síðum blaðanna. Sighvatur hringdi í blöð og efndi til blaðamannafundar til að skýra frá „afreki" sínu í ríkisfjármálum. Þegar blaðamanna- fundurinn var haldinn var ríkissjóður aftur kominn í mínus! Daginn eftir að hann fór í plús var hann kominn í | milljarða mínus! Var þetta tilefni til blaðamannafundar og upphrópana? En hvernig tókst Sighvati að komast í plús í einn dag? Ein aðferðin var sú, að ríkissjóður lá á greiðslum fram yfir mánaðamót, greiddi ekki reikninga, sem honum bar. Telst þetta virkilega til afreka í fjármálastjórn? Talsmönnum Alþýðuflokksins er tamt að tala um „siðleysi“ annarra í stjórnmálabaráttunni. Ráðherrar Alþýðuflokksins ættu að temja sér þau vinnubrögð meðan þeir sitja í ráðuneytunum til að sjá um framkvæmd þingkosninga að gerast ekki sekir um „siðleysi“ af því tagi, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Botnlaust fen Ríkisstjórn Benedikts Gröndals hefur enn ekki tekið afstöðu til beiðna ýmissa opinberra fyrirtækja um hækkanir á þjónustu þeirra. Ætli forsætisráðherrann sé sömu skoðunar og Olafur Jóhannesson að öruggasta aðferðin til þess að koma í veg fyrir verðbólgu sé að sitja á hækkunarbeiðnum?! Hversu lengi þarf þjóðin að sitja uppi með slíka menn í forsætisráðherrastól? Nú bendir allt til að skortur verði á heitu vatni á Reykjavíkursvæðinu að ári vegna þess að Hitaveitan hefur ekki fengið nauðsynlegar leiðréttingar á verðlagi. Landsvirkun stefnir í milljarða halla á þessu ári af sömu sökum. Sementsverksmiðjan verður rekin með halla. Stórfelldur halli er á Strætisvögnum Reykjavíkur. Póstur og sími er rekinn með halla. Allur þessi hallarekstur og afleiðingar hans stafa af því, að í stjórnarráðinu hafa setið undanfarna mánuði menn, sem halda, að með því einu að sitja á verðhækkunum geti þeir dregið úr verðbólgunni. Hver verður afleiðingin? Hún verður sú, að þeir, sem við taka að kosningum loknum, taka við botnlausu feni. Þeir verða að rétta við hallarekstur allra þessara fyrirtækja. En það eru ekki aðeins væntanlegir stjórnendur lands og þjóðar, sem verða fyrir barðinu á þessu, heldur fyrst og fremst neytendur í landinu. Það er margsannað, að dráttur á verðhækkunum í óðaverðbólgu kallar á enn meiri hækkanir en ella hefði verið nauðsynlegt. Benedikt Gröndal ætti að hugsa sig vel um áður en hann heldur þessum blekkingaleik áfram. Alþýðubandalag og varnarlið Samtök herstöðvaandstæðinga krefjast þess, að Alþýðu- bandalagið lýsi því yfir fyrir kosningar, að það muni ekki taka þátt í myndun ríkisstjórnar eftir kosningar nema hún hafi brottför varnarliðsins á stefnuskrá sinni. Svavar Gestsson hefur í samtali við Morgunblaðið færzt undan því að gefa slíka afdráttarlausa yfirlýsingu. Þetta sýnir það eitt, að ráðherra- stólarnir eru hinum föllnu ráðherrum Alþýðubandalagsins svo kærir, að þeir eru tilbúnir til að fórna baráttumáli Sósíalista- flokks og Alþýðubandalags í þrjá áratugi fyrir þá. Umhugsun- arefni fyrir þetta unga vinstri sinnaða fólk, sem hefur haldið að Alþýðubandalagið væri að berjast fyrir hugsjónum. áalar. GRINDAVÍK UNIALLT LAND Sjálfstæðismaður var á ferö í Grindavík fyrir skömmu. Hann talaði við margt fólk og oftast minntust Grindvíkingar á hneykslið í skólamálum þar syðra, þegar Ragnar Arnalds gerði póli- tísku aðförina að grunnskól- anum. Kom mönnum saman um, að önnur eins „hug- kvæmni“ í embættaveiting- um hefði ekki þekkzt á íslandi í seinni tíö — og er þá mikið sagt. Aðkomumaður gekk með félaga sínum í fiskverkunar- hús og hitti þar fyrir margt fólk. Bar allt að sama brunni: Allir töluðu um Grindavíkur- hneykslið. Sama sagan end- urtók sig á bryggjunum. Og oft hefur verið reynt að rægja Grindavík, sagði heimamað- ur, og jafnvel reynt að koma ómenningarorði á okkur. En það hefur ekki tekizt. Nú síðast gerir svo menntamála- ráöherra atlögu aö grunn- skólanum okkar og heldur, aö hann geti fariö með okkur eins og tuskur. Við skiljum ekki hvað þeir hampa honum fyrir norðan. Aðkomumaður ætlaði eitt- hvað að malda í móinn, en komst ekki upp með moö- reyk. Það þýðir ekki fyrir neinn að reyna að bera blak af Ragnari Arnalds hér, sagði þá sjómaður, sem stóð á dekkinu á síldarbáti og hafði ekki við að losa — en gaf sér þó tíma til að líta upp og koma að þessari athuga- semd. Nei, þetta var aðför að DWDVIUINN Sunnudagur 30. septembcr 1(79 skólanum okkar, sagði prúð- búinn gestur þarna á bryggj- unni, augsýnilega heimamað- ur, og kom ekki annað til mála en hann tæki þátt í umræðunum. Þeir hafa reynt að svívirða Grindavík eins og þeir hafa getað þessir an- skotar, en við tökum á móti, hélt hann áfram. En sjó- maðurinn sagði. Nú er nóg komið af svo góðu — og nú veröur kosið um Grindavík um allt land. En þeir geta svo átt Ragnar Arnalds fyrir okk- ur. Það er meiri völlurinn á ykkur, sagöi aðkomumaður. Á okkur? sagði sá prúðbúni. Ekki meiri en efni standa til. Ég er nú sjálfstæðismaöur eins og þið, sagði aðkomu- maður, og bætti við, að embættishneyksli og glap- ræði gleymdust fljótt í íslenzkri pólitík. Ónei, það gleymist ekkert, sagöi sá prúðbúni. En sjómaðurinn lagði enn á það áherzlu, að nú yrði kosið um Grindavík um allt land. Þegar sá prúðbúni var farinn af bryggjunni, sagði aðkomumaður við félaga sinn: Þeir eru harðir þessir sjálfstæðismenn hér í Grindavík. Harðir sjálfstæð- ismenn , endurtók félagi hans vandræðalega, maðurinn sem þú varst að tala við og kallar ekki allt ömmu sína í sambandi við Ragnar Arn- alds og Grindavík — er alþýðubandalagsmaður. Hvorki Grindvíkingar né aörir hafa gleymt aöför Ragn- ars Arnalds að grunnskóla þessa kraftmikla útgerðar- bæjar, en sízt af öllu þessari setningu menntamálaráð- herrans fyrrverandi, ef marka má viðbrögð þar syðra og víðar: 55 Það er varla verra, þó hann hafi stundað lögreglustörf í sumar- leyfum, enda viröist þaö vera góöur undir- búningur fyrir starf, þegar skólastjóra- staöa í Grindavík á í hlut. ■■ Nýjar tengingar á Vesturlands- veg opnaðar í dag: Léttir á umferðar- öngþveiti við Elliðaár í DAG verða formlega teknar í notkun nýjar tenKÍngar við Vesturlandsveg á mótum Reykjanesbrautar/Elliðavogsvejíar og einnig ný tenging við Höfðahverfið. A sama tima verður lokað núverandi tengingu af Vesturlandsvegi á Breiðhöfða og af Elliðavogsvegi inn á Miklubraut. Búið er að setja upp umferðarljós á gatnamótum Vesturlandsvcgar og Suðurlandsvegar. teiknaðar eru inn á veglna, sýna bezt afstöðu þeirra og hvernig nota ber þá. Gatnamálastjóri Reykjavíkur- borgar, Ingi Ú. Magnússon, sagði á blaðamannafundi í dag, að með opnun þessara tenginga yrði lokað hættulegum tengingum, sem nokkur slys og eitt banaslys hefðu orðið á fyrir skemmstu. Með opnun hring- tengingarinnar af Reykjanesbraut inn á Vesturlandsveg myndi einnig leysast að mestu sá umferðarþungi, sem skapast hefur á mestu annatím- um vegna umferðar úr Breiðholti til miðborgar Reykjavíkur. Nýja tengingin við Höfðahverfi er hringtenging inn á Rafstöðvarveg, undir Vesturlandsveg og inn á Bíldshöfða á gatnamótum Sævar- höfða. Með opnun tengingarinnar í dag verður Breiðhöfðatengingunni lokað, sem oft hefur skapað mikla umferðarerfiðleika á Vesturlands- vegi. Um leið verða teknar í notkun aðrar tengibrautir við Vesturlands- veg af Vesturlandsvegi, sem auð- velda munu dreifingu umferðar á þessu svæði. Umferðarljósin á gatnamótum Vesturlands- og Suðurlandsvegar eru af nýrri, fulkominni gerð og verða að hluta til umferðarstýrð, þ.e. umferðarþungi ræður að hluta tímaskiptingu ljósanna. Það kom einnig fram á fundi gatnamálastjóra, að með þessari breytingu telja yfirmenn gatnamála í Reykjavíkurborg, að hægt verði að taka á móti þeirri umferðaraukn- ingu, sem væntanleg tenging Reykjanesbrautar við Keflavíkurveg hefur í för með sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.