Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 Asgeir Þórhallsson: Blaðamaðurinn og trúin Ungur blaðamaður sem starf- ar sjálfstætt pikkaði á ritvél í kvistherbergi einn rigningardag. í loftinu var bókaþefur blandinn táfýlu. Blaðamaðurinn andvarp- aði, stóð upp og tautaði. „Hér húki ég aleinn yfir ritvél með fimmhundruð kall á tím- ann, í mesta lagi. Ég á ekki fyrir súrmjólk, skulda margra mán- aða húsaleigu og fóik er farið að gefa götóttum strigaskóm mínum hornauga. Ættingjarnir halda að ég sé drullusokkur sem nennir ekki að vinna. Verð ég að hætta að skrifa, það sem er mér kærast af öllu í heimi?" Barið var að dyrum. „Hver getur þetta verið? Rukkari frá skattinum, á nú að loka fyrir rafmagnið?" Aftur var bankað. Blaða- maðurinn fór fram á gang og opnaði rifu á hurðina. A stiga- palli stóð eldri maður með regn- votan hatt. „Góðan daginn. Má bjóða þér kristilegt rit.Það kostar aðeins þrjú hundruð krónur," sagði maðurinn og sýndi blað með mynd af fiskibáti utan á. „Á enga peninga." „Hér er bæklingur sem er ókeypis." Maðurinn rétti fram þunnt rit. „Ég hef nóg að lesa.“ Með útrétta hönd beindi hann ritinu að blaðamanninum, sem hrifsaði það til sín eftir örlítið hik. „Fyrirgefið ónæðið." Blaðamaðurinn skellti hurð- inni. „Aldrei friður. Alltaf uppá- þrengjandi fólk að elta mann. Hvaða blaðasnepill er þetta?" Blaðamaðurinn fletti ritinu sem var ein opna og hét Glæfra- för Jóns; utan á var mynd af dreng sem var í þann veginn að detta af fleka. Blaðamaðurinn leit út um gluggann og sá gamla manninn hjóla eftir Hjarðar- haganum með tösku á stýrinu. Rigningin helltist yfir hann. „Síðan ég man eftir mér hefur þessi maður gengið í hús og boðið rit, fólk skellir á hann. Hvaðan fær hann styrk?" Blaðamaðurinn strauk annan vangann hugsi, tók svo kipp og í einu vetfangi breiddi hann yfir ritvélina, stakk skrifblokk og blýant í vasann, smeygði sér í jakka, ermarnar trosnaðar, brá myndavél um hálsinn og hljóp út. Hann opnaði lás á hjóli sem stóð upp við húsvegg og hafði plastpoka verið smeygt yfir sæt; ið svo að það blotnaði ekki. I fjarska heyrðust hróp og köll frá börnum og er skólabjöllu var hringt. Á hjólinu brunaði blaða- maðurinn eftir Hjarðarhaganum svo að vatnsstrók lagði upp af afturdekkinu. Hann skimaði í allar áttir og sá gamla manninn á Fálkagötunni. Þeir hittust inni í porti að húsabaki. „Varst þú að dreifa kristi- legum ritum?" spyr blaðamaður- inn, móður. „Já. Það geri ég.“ „Þú verður að fyrirgefa, ég er arualaus og hef ekki efni á að kaupa neitt. En mig langar að tala við þig.“ „Jæja vinur. Viltu þá ekki koma inn fyrir á meðan." Þeir gengu upp tröppur og inn í fátæklega búna íbúð á annarri hæð þar sem kommóða var notuð sem eldhúsborð. Inni í íbúðinni stóð letrað á skilti „Bænahús". Maðurinn vísaði blaðamannin- um þangað inn. Veggirnir voru blámálaðir, stór mynd af Jesú hékk upp á vegg, þar var orgel, tveir gítarar og samanraðaðir rykugir stólar. Uppi á veggjum héngu biblíumyndir og spakmæli úr biblíunni. Blá rúlluglugga- tjöld voru fyrir gluggum og þar ríkti ró og friður.Þeir settust á sinn hvorn stólinn. „Hvað vildirðu tala við mig, væni?“ Þórður M. Jóhannesson með hjólið sitt og ruslapokann. „Hvað heitir þú?“ „Ég er fæddur í Eyrarsveit á Snæfellsnesi og heiti Þórður M. Jóhannesson." „Hvað starfar þú?“ „Ég er götusópari hjá bænum hálfan daginn, held götunum hreinum hér á Melunum; tíni upp fjúkandi rusl, sígarettu- umbúðir, sígarettustubba, ísbox, flöskutappa, brotnar flöskur, vettlinga af krökkum og núorðið krónupeninga, því að enginn nennir að beygja sig eftir þeim. En svo starfa ég fyrir Kristilegt sjómannastarf. Einnig^'hef ég samkomur hér, klukkan sjö á kvöldin og fjögur á sunnudögum, ef einhver kemur til að hlusta." „Hvað er kristilegt sjómanna- starf?" „Við förum með kristileg rit um borð í skip og báta. Stundum förum við með biblíur þangað sem þeirra er þörf. Svo förum við í hús og á vinnustaði, ég hef farið út á land. Biblíutextar hafa verið festir upp á staura. Konur útbúa jólapakka til þeirra sem komast ekki í land um jólin. Við færum sjómönnum Guðs orð, sem gefur þeim styrk til að berjast á móti ógnum hafsins." „Er borgað fyrir?“ „Allt er þetta gert í sjálfboða- vinnu." „Já, já. Eru sjómenn þakklátir fyrir þetta starf ?“ „Fólk sýnir þakklæti sitt með vingjarnlegum orðum. Sjómenn bjóða mér stundum veitingar. Sumir styrkja með fégjöfum." „Hvar hefur Kristilegt sjó- mannastarf aðsetur?" „Við vorum að fá nýtt húsnæði á Bárugötu 15. Sjómenn geta komið og fengið lesefni og upp- lýsingar." „Hvað gerir fólk þegar þú bankar upp?“ „Yfirleitt er það kurteist og vinsamlegt. Þó kemur fyrir að hurðinni er skellt, þá er vissara að vera ekki með nefið á milli." „Hvaða rit er það sem þú ert að bjóða?" „Vinur sjómannsins, sem kost- ar þrjú hundruð krónur og Rödd í óbyggð." „Færðu prósentur af sölunni?" „Nei. Ég geri það fyrir ánægj- una.“ „Já. Telur þú þetta starf gera gagn?“ „Guð gefur fólki þrek til að ganga í gegnum erfiðleika. Drykkjusjúkir viðurkenna að þeir geta ekki hætt að drekka án aðstoðar Guðs.“ „Hvað hefurðu lesið Biblíuna oft?“ „Ég held ég hafi lesið hana einu sinni á ári, síðan ég varð trúaður, fjörtíu ár eru síðan það varð.“ „Hvernig tókstu trú?“ „Fór að lesa Biblíu sem móðir mín gaf mér og sá að ég lifði ekki rétt; ég hætti að gera það sem ég vissi að var rangt. Stundum fer maður líka í útlend skip. Hér er Jóhannesar- guðspjall á rússnesku." Hann sýndi blaðamanninum rit þar sem stafirnir virtust ýmist á hvolfi eða öfugir. „Árið 1975 fór ég til Brússel í Belgíu til að sjá Billy Graham predika, þar var hann í nokkurs konar krossferð. Tugþúsundir manna, frá áttatíu löndum, voru þar saman komnar, ungt fólk í meirihluta.“ „Hefur þig aldrei langað til að læra til prests?" „Allir sem trúa á Krist eru prestar." „Mundi þér finnast verra að predika peninganna vegna?" „Ég vil ekki fá borgað fyrir að dreifa orði Guðs, ég geri það fyrir ánægjuna." „Er einhver lífsspeki sem þú lifir eftir?" „Náttúrulega lífsspeki Bibl- íunnar, en henni má lýsa með fáum orðum, svo að jafnvel börn skilja. Jesús sagði. Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.“ Blaðamaðurinn var hugsi er hann hjólaði heim á leið. Með regnblautt hár reif hann yfir- breiðsluna af ritvélinni, settist niður og vildi skrifa en hikaði við. Eftir stundakorn spennti hann greipar, lokaði augunum og sagði. „Góði Guð. Gefðu mér styrk til að halda þessu áfram. Hjálpaðu mér að þola hungur og ávítur móður minnar. Vísaðu mér leið í gegnum harmsjó hörmunganna.". Smitsjúkdómalyf V Amínósykrungar Inngangur. Uppgötvun peni- cillíns og sá glæsilegi árangur, sem hægt var að ná með réttri notkun þess, hleypti af stað ákafri leit að nýjum fúkalyfjum, sem var framkvæmd um allan heim. Árið 1943 tókst Selman A. Waksman og samverkamönnum að vinna annað fúkalyfið, sem hafði mikla þýðingu, úr jarð- vegssveppi, er á latínu heitir Streptomyces griseus. Þessu fúkalyfi var gefið nafnið strept- ómycín og er fyrsta lyfið í flokki, sem eftir efnafræðilegri bygg-, ingu er kallaður amínóglykósíð- ar (á íslenzku mætti kalla hann amínósykrunga). Streptómycín og önnur lyf úr þessum flokki hafa gagnleg áhrif á gram-nei- kvæða sýkla og vöktu því mikla athygli, þar eð penicillín verkar einkum á gram-jákvæða sýkla. Streptómycín hefur gagnleg áhrif á berklasýkil, sem penicill- ín hefur engin áhrif á og einn mikilvægur munur til viðbótar á streptómycíni og penicillíni er sá, að streptómycín er miklu eitraðra en penicillín og þess vegna verður að nota það með ýtrustu varúð. Fyrir uppgötvun streptómycíns, sem var fyrsta gagnlega lyfið gegn berklum,' hlaut Waksman Nóbelsverðlaun árið 1952. Auk streptómycíns tilheyra þessum flokki fúkalyfin gentamycín, kanamycín, neómy- cín, spektínórtjycín og tobramy- cín. Verkunarsvið og verkunarmáti Þessi fúkalyf eru virk gegn mörgum tegundum sýkla. Þau eru einkum virk -gegn berkla- sýklum, en einnig gegn gulum klasasýklum. Lyfin verka sýkla- drepandi, en hafa þann ókost, að sýklar verða mjög auðveldlega mótstöðúgir gegn þeim, sem er skýringin á því, að þau eru gjarnan notuð blönduð öðrum fúkalyfjum, einkum ef langvar- andi meðferð er nauðsynleg. Slík blönduð meðferð er notuð meðal annars gegn berklum og blóð- eitrun. Amínósykrungar nýtast illa eða alls ekki, ef þeir eru gefnir í inntöku. Þess vegna eru þeir alltaf notaðir sem stungu- lyf, nema ef þeir eiga að verka á þarmasýkla. Þeir eru ennfremur notaðir í smyrsli til þess að bera á húð, slímhúð og sár, sem ígerð hefur hlaupið í. Algengast er að nota neómycín í lyfjaform, sem notuð eru útvortis. Lyfin dreifast hratt um líkam- ann. Þau fara í gegnum fylgju og skilja að nokkru leyti út með móðurmjólk og geta þess vegna haft skaðleg áhrif á fóstur og kornabörn. Utskilnaður er þó að mestu leyti í þvagi og í minni mæli í galli. Ef starfsemi nýrna er skert, er þess vegna hætta á samsöfnun lyfjanna í líkaman- um svo að hætta er á eitrun, ef skammtur er ekki minnkaður. Hætta er þeim mun meiri sem bilið milli þess magns, sem drepur sýkla og þess magns, sem hefur eiturverkun, er mjög lítið. Lyfin má ekki nota handa sjúklingum, sem hafa ofnæmi gegn þeim og ekki má gefa tvö lyf úr þessum flokki samtímis. Sjúklingar, sem hafa skerta nýrnastarfsemi, eiga að fá minni skammta en þeir, sem hafa eðlilega nýrnastarfsemi. Hjáverkanir ' amínósykrunga Af hugsanlegum hjáverkunum amínósykrunga skal nefna sköddun á þeirri heilataug, sem liggur til innra æyra, en hún getur leitt til jafnvægistruflana og jafnvel skerðingar á heyrn. Ennfremur hækkun á líkams- hita („drug fever“) og sköddun á nýrum, beinmerg, taugaþráðum og húð. Ofnæmisviðbrigði erju nú sjaldgæf, en við staðbimdna verkun getur komið fram exem. Sýkladrepandi verkun amínó- sykrunga eykst, ef samtímis er gefið penicillín eða cefalóspórín, en minnkar við samtíma notkun tetracyklínlyfja, klóramfeníkóls ogpolymyxíns. Helztu lyf úr flokki amínósykrunga, sem fá- anleg eru hér á landi Streptómycín (stungulyf). gentamycín (garamycínR, stungulyf og augndropar), kana- mycín (kantrexR, stungulyf), neómycín í mörgum lyfjaform- um til útvortis notkunar, spekt- ínómycín (trobicinR, stungulyf). Klóramfeníkól Árið 1974 var þriðja fúkalyfið uppgötvað og vakti það þegar geysilega athygli vegna þess, að það hafði áhrif á miklu fleiri sýkla en penicillín og streptómy- cín. Klóramfeníkól er hið fyrsta af svokölluðum „breiðspektruð- um“ fúkalyfjum og hefur áhrif á gram-jákvæða og gram-nei- kvæða sýkla, rikketsía (örverur, sem líta má á, sem millistig á milli lítilla sýkla og stórra veira) og stórar veirur. Lyfið var upp- haflega unnið úr gerjunarvökva geislasveppsins Streptomyces venezuelae (en hann hafði verið einangraður úr jarðvegssýni frá Venezúela), en er nú alltaf fram- leitt með samtengingu. Þar sem þetta lyf getur haft mjög alvarlegar hjáverkanir, er notagildi þess nú mjög takmark- að. í stórum dráttum verkar það á sömu örverur og tetracyklín þó með þeirri undantekningu, að klóramfeníkól er virkara en þau gegn taugaveiki og taugaveiki- bróður og þess vegna er það notað við lyfjameðferð á þessum sjúkdómum. Auk þess er það notað ásamt öðrum lyfjum við meðferð á heilahimnubólgu. Að öðru leyti er aðeins talið forsvar- anlegt að nota klóramfeníkól í formi augndropa gegn bólgum í- bandhimnu auga, þar sem sú notkun veldur ekki þeim hjá- verkunum, sem notkun þess í formi taflna, hylkja, mixtúru eða stungulyfs geta valdið. Klóramfeníkól verkar sýkla- hemjandi. Lyfið má aldrei nota handa nýfæddum eða fyrirborn- um börnum og gjalda skal var- hug við notkun þess, þegar lifr- ar- eða nýrnastarfsemi er skert. Alvarlegasta hjáverkun klóram- feníkóls er truflun á starfsemi beinmergs, sem lýsir sér sem minnkun á myndun hvítra blóð- korna og blóðplatna. Auk þess getur upptaka járns í rauð blóð- korn gengið úr skorðum, en það' getur valdið blóðleysi. Hjá ný- og fyrirbðrnum þörnum getur komið í ljós svokallað „grey baby syndrome", sem lýsir sér sem uppsala, þaninn magi, andnauð, fjólublár húðlitur og lost (sjokk). Orsök þessa er, að lifur korna- barna getur ekki breytt klóram- feníkóli þannig, að það skilji aftur út úr líkamanum, heldur safnast það 'saman og veldur áðurlýstri eitrun. í fáum tilvik- um geta komið í ljós útbrot eða slímhimnubólga í munni eða þörmum. Klóramfeníkól dregur úr verk-’ un penicillínssambanda, en eyk- ur verkun díkúmarólsambanda (blóðþynningarlyfja), tólbúta- míðs, klórprópamíðs (bæði notuð gegn sykursýki í inntöku) og fenytóíns (lyf gegn niðurfalls- sýki). Þarmaflóran breytist og leiðir það til minnkaðrar fram- leiðslu á K-vítamíni, en það getur haft áhrif á blóðstorknun. Helztu klóramfeníkóllyf, sem eru á markaði hérlendis Chloramex11 (hylki, saft), chloromycetinR (augnsmyrsli), enteromycetinR (hylkL stungulyf), novomycetinR (hylki).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.