Morgunblaðið - 09.11.1979, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979
Stefna Sjálfstæðisflokk&í efnahags- og atvinnumálum
Skattar lækkaðir
Hér fer á eftir í heild
stefnuskrá Sjálfstæðis-
flokksins í efnahags-
og atvinnumálum, sem
kynnt var á blaða-
mannafundi í gær:
Þjóðin er komin í ógöngur. Neyð-
arástand blasir við í efnahagsmál-
um, ef áfram er haldið á sömu braut.
Reynslan sýnir, að við verðbólguna
verður ekki ráðið á þann hátt sem
reynt hefur verið síðstliðin ár.
Alvarlegasta afleiðing óðaverðbólg-
unnar er, að dregið hefur mjög úr
vexti þjóðarframleiðslunnar tvö ár í
röð, og allt bendir til þess, að vöxtur
hennar muni stöðvast á næsta ári,
þrátt fyrir hagstæð skilyrði á flest-
um sviðum. Verðbólgan hefur þann-
ig stöðvað áratuga sókn þjóðarinnar
til bættra lífskjara. Framundan er
stöðnun og frekari efnahagsupp-
lausn. Að öllu óbreyttu verður ekki
nægjanleg atvinna fyrir ungt fólk á
næstu árum og hætta er á land-
flótta. Framtíð þjóðarinnar í land-
inu er þar með stefnt í hættu.
Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki una
við þetta og telur þjóðarnauðsyn að
brjóta verðbólguna á bak aftur og
beina að því loknu kröftunum til
öflugrar sóknar til bættra lífskjara í
anda frjálshyggju.
Sjálfstæðisflokkurinn vill leysa
framtak einstaklinganna úr læðingi,
losa um höft, draga úr ríkisumsvif-
um og skattlagningu. Hann vill efla
innlendan sparnað og tryggja að
fjárfesting landsmanna skili sér í
auknum þjóðartekjum. Flokkurinn
vill bæta afkomu atvinnuveganna og
auka framleiðni þeirra, og telur að
ein öruggasta og fljótvirkasta leiðin
til þess að tryggja vöxt þjóðarfram-
leiðslu og atvinnu á næstu árum sé
að auka virkjunarframkvæmdir og
útflutning iðnaðarvöru. Sú starf-
semi verður síðan undirstaða frek-
ari aukningar í öðrum greinum.
Traust efnahagslíf og vaxandi
þjóðarframleiðsla gera þjóðinni
auðveldara að mæta sameiginlegum
þörfum borgaranna og greiða götu
þeirra, sem bera skarðan hlut frá
borði á einhvern hátt.
Forsenda þess að hægt sé að hefja
sókn til bættra lífskjara er, að fyrst
takist að vinna bug á verðbólgunni.
Þetta er sú staðreynd, sem óhjá-
kvæmilegt er nú fyrir þjóðina að
horfast í augu við. Raunsæi þarf við
efnahagslegar ákvarðanir í öllum
greinum. Nema verður úr gildi í
heild sinni lög vinstri stjórnarinnar
um stjórn efnahagsmála og taka
upp í staðinn frjálslynda en styrka
efnahagsstefnu. Lækka þarf ríkis-
útgjöld verulega og koma verður á
ströngu aðhaldi í peningamálum.
Stöðva þarf víxlhækkanir kaup-
gjalds og verðlags. Ennfremur er
nauðsynlegt að stöðva gengissig
íslensku krónunnar.
Ráðstafanir gegn verðbólgunni
verða að vera mjög öflugar og
hefjast án tafar svo að unnt sé að
hefja framkvæmdir til að auka
þjóðarframleiðsluna strax og nauð-
synlegum undirbúningi er lokið.
Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubúinn
að takast á við þetta tvíþætta
verkefni þegar að kosningum lokn-
um, og er hér á eftir gerð grein fyrir
helztu aðgerðum, sem flokkurinn
telur nauðsynlegar.
I. Leiftursókn
gegn verðbólgu
1. Ríkisútgjöld og ríkis-
fjárfesting lækki um 35
milljarða kr.
Brýnustu verkefnin í leiftursókn
gegn verðbólgu eru á sviði ríkis-
fjármála og peningamála. Allra
mikilvægast er að ríkisrekstrinum
verði án tafar komið í það horf, að
hann verði hallalaus á næsta ári án
þess að auka erlendar lántökur.
Jafnframt er það stefna Sjálfstæðis-
flokksins að afnema skatta vinstri
stjórnarinnar. Til þess að ná þessum
markmiðum ætlar Sjálfstæðisflokk-
urinn að beita sér fyrir eftirfarandi
ráðstöfunum:
• Til þess að afnema skatta vinstri
stjórnar, koma í veg fyrir auknar
erlendar lántökur og tryggja
hallalausan ríkisrekstur verði
ríkisútgjöld lækkuð til þjónustu,
millifærslu fjármagns og til fjár-
festingar um 35 milljarða króna
frá fjárlagafrumvarpi 1980 eða
sem svarar rúmlega 10% ríkis-
útgjalda.
• Niðurgreiðslur verði lækkaðar og
hluta þeirra breytt í tekjutrygg-
ingu til láglaunafólks.
• Sett verði lög er takmarki sjálf-
virkni ríkisútgjalda.
• Fjárveitingar til opinberrar
starfsemi verði óbundnar af fyrri
fjárveitingum þannig að öll verk-
efni komi til endurskoðunar frá
grunni við fjárlagagerð.
• Verklegar framkvæmdir og ýmis
opinber þjónustuverkefni verði
boðin út.
• Þjónustufyrirtæki ríkisins eins
og Póstur og sími og Rafmagns-
veitur ríkisins verði rekin án
halla.
2. Frjálsræði á fjár-
magnsmarkaði og
lægri vextir
Dregið verði úr sjálfvirkum útlán-
um og lán til atvinnuveganna færist
til viðskiptabanka í áföngum. Fjár-
bindingu og almennum útlánum
verði síðan beitt á sveiganlegan hátt
til þess að stjórna peningamagni í
umferð.
Ákvarðanir um vexti verði færðar
frá ríkisvaldinu til markaðarins,
einstakra banka, sparisjóða, fyrir-
tækja og einstaklinga. Almenningi
verði gert kleift að fjármagna ríkis-
framkvæmdir með skuidabréfa-
kaupum t.d. vegaframkvæmdir.
Jafnframt verði sparifjáreigendum
heimilað að leggja fé sitt inn á
verðtryggða bankareikninga. Þessi
stefna leiðir til vaxtalækkunar en
tryggir um leið hag sparifjáreigenda
og eykur innlendan sparnað.
3. Frjálsir kjara
samningar og
stöðvun gengissigs
Samningar um kaup og kjör verði
gerðir á ábyrgð launþega og vinnu-
veitenda. Jafnframt ætlar Sjálf-
stæðisflokkurinn að beita sér fyrir
eftirfarandi ráðstöfunum:
• Til þess að stuðla að því að
kjarasamningar taki nauðsynlegt
mið af horfum um atvinnuöryggi,
aukinni framleiðni atvinnuveg-
anna og breytingu á verðlagi
útflutningsafurða verði gengissig
íslensku krónunnar stöðvað eftir
að fiskverð hefur verið ákveðið í
byrjun næsta árs og óhjákvæmi-
legar hækkanir hafa gengið fram.
• Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðar-
ins jafni einvörðungu erlendar
verðsveiflur og fiskverðshækkan-
ir eigi sér ekki stað út á væntan-
legt gengissig.
• Núgildandi lagaákvæði um vísi-
tölubindingu launa hafa leitt til
óviðunandi víxlhækkana kaup-
gjalds og verðlags. Rétt er því að
fella þessi lagaákvæði úr gildi og
opna þannig leið til frjálsra
samninga um launakerfi er leiði
síður til slíkra víxlhækkana.
• Viðræður um endurnýjun kjara-
samninga við alla opinbera
starfsmenn fari fram samhliða
kjarasamningaviðræðum á al-
mennum vinnumarkaði, og tryggt
verði að niðurstöðurnar verði
innan þeirra marka, sem atvinnu-
vegunum eru sett með aðgerðum
þessum.
• I því skyni að gera fólki með
lágar tekjur og skerta starfsorku
auðveldara að komast í gegnum
tímabil stundarerfiðleika vegna
leiftursóknar gegn verðbólgu
verði byrðar þeirra tekjuhærri
þyngdar. Þetta verði gert með því
að breyta niðurgreiðslum að
hluta í tekjutryggingu fyrir fólk
með lágar tekjur og skerta starfs-
orku.
4. Verðmeiri mynt
Samtímis sókn gegn verðbólgunni
verði verðgildi myntar hundraðfald-
að með því að skera tvö núll af
henni.
II. Leið til bættra
lífskjara
1. Aukið athafnafrelsi
Frelsi einstaklinga og fyrirtækja
til sjálfstæðra ákvarðana á eigin
ábyrgð verði stóraukið á öllum
sviðum efnahagslífsins, og almenn-
ar reglur komi í stað einstakra
ákvarðana stjórnvalda. Verðlag
verði gefið frjálst undir eftirliti, og
samkeppni og framboð vöru aukið
jafnframt því sem frjáls samtök
neytenda verði studd. Losað verði
um þau innflutnings- og gjaldeyr-
ishöft sem enn gilda svo sem á
ferðamannagjaldeyri og allir bankar
fái rétt til að verzla með erlendan
gjaldeyri. Almennt verði tekin upp
sú meginregla að fella úr gildi hvers
konar boð og bönn á sviðum efna-
hagslífsins, sem ekki verður ótví-
rætt sýnt fram á, að séu nauðsynleg.
Sjálfstæðisflokkurinn vill þannig
nýta kosti frjálsra viðskipta og
markaðskerfis og fá heilbrigðu
framtaki og þekkingu einkaaðila
nýtt svigrúm.
2. Lækkun skatta
Skattar vinstri stjórnarinnar
verði felldir niður. Skattar verði
síðan lækkaðir í áföngum, almennar
launatekjur verði tekjuskattsfrjáls-
ar og tryggja verður að allir lands-
menn taki á sig þann skerf, sem
þeim ber. Skattkerfinu verði breytt,
þannig að það dragi sem minnst úr
athafnasemi, sparnaðar- og fram-
kvæmdavilja einstaklinga, og það
geri kleift að koma á fót og efla
traust atvinnufyrirtæki. Eignarað-
ild almennings að fyrirtækjum verði
auðvelduð með skattareglum. Virð-
isaukaskattur verði tekinn upp í
stað söluskatts. Jafnframt verði
skattlagning á einstakar neysluvör-
ur jöfnuð og niðurgreiðslur lækkað-
ar, þannig að hver einstaklingur geti
án óeðlilegrar íhlutunar valið þá
samsetningu neyslu, sem hann telur
sér hagkvæmasta.
3. Ákveðin verkaskipting
Verkaskipting ríkis, sveitarfélaga
og einkaaðila, svo og skipting tekju-
stofna milli ríkis og sveitarfélaga
verði ákveðin með það fyrir augum
að dreifa valdi, koma á hreinni
verkaskiptingu og færa ábyrgð á
ákvörðunum um útgjöld til þeirra,
sem teknanna afla eða hafa á annan
hátt bezta aðstöðu og mesta hvatn-
ingu til þess að taka skynsamlegar
og hagkvæmar ákvarðanir. M.a.
færist bygging og rekstur grunn-
skóla, og heimila fyrir yngstu og
elztu íbúana alfarið til sveitarfélaga
og samtaka íbúanna. Starfræksla