Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 5 TVÖ GÓÐ SNIÐ FRÁ....... afc&jsjyR&íSæs Austurstræti 22. Simi frá skiptiborði 85055. Muniö klæðskeraþjónustuna Leiðrétting í FRÉTT blaðsins s.l. laugardag um kartöfluuppskeru og fleira misritaðist nafn viðmælanda, Eð- valds B. Malmquists, yfirmats- manns garðávaxta. Eðvald er starfsmaður landbúnaðarráðu- neytisins. Athugasemd tryggingaráðherra MAGNÚS H. Magnússon, heil- brigðis- og tryggingaráðherra kom að máli við blaðið i gær vegna ummæla Matthiasar Bjarn- asonar, fv. ráðherra. um bætur almannatrygginga. Magnús sagði, að þann tíma, sem hann hefði gegnt embætti trygg- ingaráðherra, hefðu bætur al- mannatrygginga ætíð hækkað frá sama degi og laun láglaunafólks hefðu hækkað. Hefði þetta verið óbreytt frá því sem tíðkaðist í tíð ríkisstjórnar Geirs Hallgrímsson- ar. Ráðstefna um áhrif sérfræð- inga á ákvarð- anir stjómvalda BANDALAG háskóla- manna efnir til ráöstefnu um áhrif sérfræðinga á ákvarðanir stjórnvalda á Hótel Loftleiðum 9. og 10. nóvember. Erindi á ráðstefnunni flytja Jón Jónsson forstjóri hafrannsókna- stofnunar, dr. Jónas Bjarnason dósent, Ólafur Björnsson útgerð- armaður, Davíð Scheving Thor- steinsson formaður Félags íslenskra iðnrekenda, Þórður Friðjónsson hagfræðingur, Hörð- ur Jónsson framkvæmdastjóri, Haraldur Asgeirsson forstjóri Rannsóknastofnunar Byggingar- iðnaðarins, Karl Ragnars verk- fræðingur, Jóhann Már Maríusson verkfræðingur, Tryggvi Sigur- bjarnarson verkfræðingur, dr. Stefán Aðalsteinsson búfjárfræð- ingur, Jón Viðar Jónsson búfjár- fræðingur, Stefán Jasonarson bóndi í Vorsabæ, Eysteinn Jóns- son fyrrv. ráðherra, Jón Sigurðs- son framkvæmdastjóri íslenska járnblendifélagsins, Helgi Bergs, bankastjóri og Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Auk þess munu verða umræður og vinnuhópar verða starfandi og munu skila áliti í lok ráðstefnunn- ar. Fjölvaútgáfan gefur út í ár fjölbreytt bókaúrval. Stærsta bókin og jafnframt mesta verk, sem Fjölvi hefur fengist við fram til þessa, er Nútíma-listasaga. Þetta er meira en 500 bls. bók í mjög stóru broti og með nærri 400 iitmyndum í fullum litum. Hér cru raktar allar hinar ein- kennilegu hreyfingar i listum á siðustu árum, svo sem popp, skeytilist. gerningalist og ótal margt fleira. Kápumynd verður hið fræaga Matlandslag cftir Erró. Allt útlit er fyrir að þetta verði stærsta og dýrasta bókin á jólamarkaðnum í ár. Miðað við Kvenréttindafélag Islands:___________ Kvenfram- bjóðendur allra flokka áfundi KVENRÉTTINDAFÉLAG íslands efnir til fundar á Hótel Borg laugardaginn 10. þ.m. kl. 13.30 með frambjóðendum til Alþing- iskosninganna 2. og 3. desember. Fundur þessi er í beinu fram- haldi af auglýsingaherferð fé- lagsins, þar sem konur voru hvattar til að gefa kost á sér í prófkjör og skipa sér á fram- boðslista stjórnmálaflokkanna. Fundurinn verður með eins konar eldhúsdagsumræðusniði og fær hver stjórnmálaflokkur 40 mín. til umráða, en alls verða þrjár umferðir. Kaffihlé verður eftir 2. umræðu og almennar fyrirspurnir í fundarlok, ef tími vinnst til. Flokkarnir ráða hversu marga frambjóðendur þeir senda sem ræðumenn og frá Alþýðubanda- lagi koma: Bjarnfríður Leósdótt- ir, Elsa Kristinsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir og Guðrún Helgadóttir. Frá Alþýðuflokkn- um verða: Ásthildur Olafsdóttir, Guðrún Helga Jónsdóttir, Jó- hanna Sigurðardóttir, Kristín Guðmundsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Framsóknar- flokkurinn sendir Dagbjörtu Höskuldsdóttur, Sigrúnu Magn- úsdóttur, Sigrúnu Sturludóttur, Unni Stefánsdóttur, Valgerði Sverrisdóttur og Þrúði Helga- dóttur og ræðumenn Sjálfstæðis- fiokksins verða: Arndís Björns- dóttir, Björg Einarsdóttir, Elín Pálmadóttir, Erna Ragnarsdótt- ir, Inga Jóna Þórðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Sal- óme Þorkelsdóttir. Sólveig Ólafsdóttir, formaður KRFÍ, setur fundinn, Lilja Ólafs- dóttir verður fundarstjóri og Guðrún Gísladóttir ritari. Fund- urinn er öllum opinn. núverandi gengi mun hún kosta innan við 30 þús. krónur. Veraldarsaga 6. bindi segir frá hruni rómverska lýðveldisins. Þar er rakin hin félagslega barátta Grakkusarbræðra, deilur Marúsar og Súllu, átök Pompeiusar og Sesars, morðið á Sesari og deilur Antóníusar og Oktavíanusar. Það spillir ekki fyrir, að hin fagra drottning með stóra nefið, Kleó- patra, er ein af höfuðpersónum í þessum harmleik. Frásögnin af hruni rómverska lýðveldisins gæti verið góð hugvekja til íslendinga, eins og þjóðfélagsástandið nú er orðið. Um þessar tvær bækur Nú- tíma-listasöguna og Veraldarsög- una gætir nokkurrar óvissu. Lokið verður við prentun þeirra hjá hinu fræga Monador-fyrirtæki í Ver- ónu á Italíu í byrjun nóv. og er á þvi tæpasta að þær komist hingað tímanlega fyrir jól, sem yrði reiðarslag fyrir Fjölvaútgáfuna. En Fjölvi hefur nú ráðið í sína þjónustu sérstaklega öruggan vörubílstjóra, sem mun aka hrað- fari með þennan dýrmæta farm norður yfir Múndíufjöll, til að koma fjársjóðunum örugglega á fyrsta skip til íslands. Verður fylgst með því af spenningi, n .ort það kapphlaup við tímann tekst. (Fréttatilkynning). M I.I,VSIN(, \SIMINN i 22480 JH o rcunlilnöi í> Nútíma-listasaga Fjölva ein dýrasta bók á jólamarkaði Ekið hraðfari með upplagið norður Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.