Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÖVEMBER 1979 30 Möl, kuldi og ÍBK dugðu ei til sigurs • Þorsteinn Ólafsson á enga möguleika á að verja glæsilega auka- spyrnu miðherja Brno, Kroupa. Ljósm. Kristján. EKKI vinnur ÍBK UEFA-bikarinn þetta árið. Kannski næsta ár. Þrátt íyrir vasklega framgönKu gegn tékkneska liðinu Zbrojovka Brno á Melavellinum í gærkvöldi, varð fljótlega ljóst, að 2—0 sigur ÍBK var ekki möguleiki. Margir áhorfenda reiknuðu greinilega með því að leikmenn tékkneska liðsins yrðu eins og þorskur á þurru er þeir kæmu á mölina. en eins og góðu liði sæmir, voru þeir á hinn bóginn fljótir að laga sig að aðstæðum. Lék liðið oft vel saman og ef Þorsteinn ólafsson hefði ekki verið í stuði, hcfði sigurinn getað orðið stærri en 2—1. Lið ÍBK fékk ekki nema tvö marktækifæri i leiknum og tókst að nýta annað. Staðan í hálfleik var 1—0 Tékkum í hag. ÍBK — Zbrojovka Því skyldi lið eins og Zbrojovka Brno ekki laga sig að mölinni og kuldanum alveg eins og Dynamó Kiev og pólska liðið, hvað það nú hét, sem ÍBV lék gegn á síðasta keppnistímabili. Tékkneska liðið náði fljótlega góðum tökum á leiknum og var greinilegt, að um mjög sterkt lið er að ræða. Fram- an af voru þeir fljótari í boltann, skiluðu honum vel frá sér, héldu knettinum niðri. Tékkarnir léku skynsamlega eins og vænta mátti af þrautþjálfuðu atvinnumanna- liði og jafnvel þegar liðið var í stórsókn, gættu 2—3 varnarmenn Ragnars Margeirssonar, sem oft- ast var fremsti maður ÍBK. Engin áhætta var tekin. Útherjar liðsins hlupu eins og norðan-rok þegar svo bar undir og miðherjinn Kroupa er geysilega sterkur og „teknískur" leikmaður. Arangur IBK gegn liði þessu er sérstaklega góður, en við ofurefli var að etja. Þorsteinn var þrívegis búinn að verja meistaralega áður en fyrsta markið var skorað. Það kom á 24. mínútu, en brotið var á einum Tékkanna um 12 sentimetra utan vítateigs. Þrír Keflvíkingar stilltu sér upp í vegg, en ekki hefði veitt af einum í viðbót, því að Kroupa gerði sér lítið fyrir og sendi knöttinn með firnaföstu snún- ingsskoti fram hjá veggnum og innan á hliðarnetið, án þess að Þorsteinn ætti möguleika á því að verja þrátt fyrir góða tilburði. Leikmenn IBK áttu ekkert um- talsvert færi eða skot í fyrri hálfleik, en ef á heildina er litið, voru skotin þrjú sem Þorsteinn varði, markið og eitt skot frá Kroupa rétt fram hjá, einu mark- tilraunir Tékkanna. Þeir þurftu heldur ekkert að vera að æsa sig, með 3—1 sigur úr fyrri leiknum í nesti. • Það vakti kátinu þegar þessi köttur labbaði inn í mark Brno meðan leikurinn stóð sem hæst. Var hann að sögn á músaveiðum. Hvarf hann af vettvangi jafn skyndilega og hann birtist, tékkneski markvörðurinn frétti meira að segja ekkert af honum. Ljósm. Emiiia. ÍBK fékk annað af tveimur dauðafærum sínum strax í upp- hafi síðari hálfleiks. Steinar fór þá í návígi á miðjum vallarhelm- ingi Tékkanna. Hann hafði betur og brunaði í átt að markinu með sópara Tékkanna blásandi eins og hval á hælunum. Skot hans var gott, en markvörður Brno varði meistaralega. Um tíma virtist leikmönnum ÍBK fjölga um helm- ing, en það stóð ekki lengi, Tékk- arnir náðu aftur betri tökum á leiknum og á 65. mínútu bættu þeir öðru marki við og var þá sú litla von sem ÍBK hafði rokin út í veður og vind. Það var Kotasek sem skoraði með þrumuskoti frá vítapunkti í kjölfar hornspyrnu frá hægri. Eins og þegar fyrra markið var skorað, átti Þorsteinn enga möguleika á því að verja, 2—0 fyrir Zbrojovka Brno. Keflvíkingar lögðu ekki árar í bát og reyndu hvað þeir gátu. Barátta þeirra uppskar mark á 85. mínútu. Tekið var langt innkast frá hægri, vel fyrir markið, þar sem Steinar skallaði aftur fyrir sig á kollinn á Einari Ásbirni Ólafssyni sem skallaði laglega í netið af stuttu færi. Markvörður Tékkanna kastaði sér með miklum tilþrifum og lenti harkalega á grjótinu. Hans vegna vona menn að hann hafi fengið svampbuxurn- ar sem hann ætlaði sér. Haft var eftir hinum sænska dómara leiksins fyrir leikinn, að það yrði að segjast eins og er, að Melavöllurinn væri betri heldur en aðstaða öll á Grænlandi. Húrra. Af malarleik að vera, var þetta líklega með því besta sem hægt er að bjóða upp á. En það er allt önnur íþrótt en sú knatt- spyrna sem leikin er á grasi um sumar. Var í gærkvöldi undir- strikað, að knattspyrna er sumar- íþrótt. Lið ÍBK á á margan hátt Gengi ítala upp og ofan ÚRSLIT þriggja Evrópuleikja voru ekkl í upptalningu Mbl. í gær af óviöráðanlegum ástæðum, en hér skal bætt úr. Vestur-þýska liöið og UEFA-meistarinn Borus- sia Mönchengladbach vann Inter Milanó óvænt 3—2 í Míla'nó í fyrrakvöld og vann því samanlagt 4—3. Nickel skoraöi tvívegis fyrir BMG og Ringels eitt. Altobelli skoraði bæði mörk Inter, en staöan í hálfleik var 1 — 1. Perugia tapaði mjög óvænt á heimavelli sínum fyrir Aris Salo- nika frá Grikklandi í UEFA- keppninni. Yfirleitt tapar Perugia alls ekki, hvað þá á heimavelli. Luis, Smerzildis og Zindros skor- uðu mörk Aris, sem vann saman- lagt 4—1. Juvóntus er eina ítalska liðið sem slapp óskrámað úr umferö- inni, en liðið vann Beroe frá Búlgaríu auöveldlega 3—0, sam- anlagt 3—1. Scirea skoraði í fyrri hálfleik fyrir Juventus og þeir Causio og Verza bættu mörkum við í síðari hálfleik. hrós skilið fyrir frammistöðuna. Samanlögð markatalan var 5—2 í tveimur leikjum og er það meira en viðunandi þegar litið er á þann mun sem er, eða á að vera, milli knattspyrnunnar á íslandi og í Tékkóslóvakíu. Tékkar eru núver- andi Evrópumeistarar í knatt- spyrnu landsliða, verja þann titil á Ítalíu næsta sumar. Þorsteinn Ólafsson var öryggið í eigin pers- ónu í gærkvöldi, varði nokkrum sinnum snilldarlega og greip ör- ugglega inn í. Sigurður Björg- vinsson og Gísli Eyjólfsson voru sterkir miðverðir og á miðjunni átti Ólafur Júlíusson góða spretti. Ef hann hefði skilað knettinum betur hefði kannski eitthvað stórt komið út úr því. Steinar var duglegur og fylginn sér frammi og Ragnar Margeirsson sýndi takta sem lofa góðu. Hann reynist eflaust einhverju atvinnumanna- liði góð kaup áður en langt um líður, hann virðist hafa alla burði til þess að ná langt á þeim fiskimiðum. Þátttöku íslenskra félagsliða í keppnunum þremur í Evrópu er þá lokið. Valur, ÍBK og í A léku 8 leiki samanlagt, einn sigur, sjö töp. Markatalan samanlögð var 5—18. Af þessum fimm mörkum skoruðu leikmenn ÍBK fjögur mörk. í STUTTU MÁLI: UEFA-keppnin í knattspyrnu. Mela- völlur. ÍBK — Zbrojovka Brno 1—2 (0—1) MARK ÍBK: Einar Ásbjörn Ólafsson (85. mín.). MÖRK Brno: Kroupa (24.) og Kota- sek (65. mín.). ÁMINNINGAR: engar. ÁHORFENDUR: 1706. KK. Stúdentar voru Vals- mönnum engin hindrun VALSMENN halda striki sínu í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. í gærkvöldi sigraöi Valur lið stúdenta í íþróttahúsi Kennaraháskólans, 95—82. Öruggur sigur og þaö fór aldrei á milli mála hvort liðið var sterkara. Valsmenn höfðu ávallt undirtökin, mun betur skipulagðir, bæöi í vörn og sókn. Sterk liðsheild — þaö er aðall Vals. Hitt er svo, aö leikur stúdenta og Vals var ekki leikur mikilla tilþrifa, til þess voru mistök beggja liða of mörg — þó sór í lagi stúdenta. Torfi Magnússon skoraöi fyrstu körfu leiksins og þegar 10 mínútur • Svo sem sjá má, eru búningar Valsmanna orðnir æði skrautleK- ir. Fer nú hver að verða síðastur að panta auglýsingar á bún- ingana þeirra, auðum blettum fer óðum fækkandi. Trent Smock og Tim Dwyer berjast um knöttinn, aðrir fylgjast með. Ljósm. Kristján. voru liönar af fyrri hálfleik höföu Valsmenn náð 12 stiga forustu, 25—13, og skömmu síðar skildu 16 stig, 29—13. Stúdentar náðu að minnka muninn fyrir leikhlé í níu stig — 47—38 var staöan í leikhléi. Valsmenn héldu forystunni örugg- lega í síðari hálfleik. Að vísu náöu stúdentar að minnka muninn í fimm stig, 61 — 56, en þrátt fyrir það virtust Valsmenn aldrei eiga á hættu að missa forystuna. Þeir juku hana svo jafnt og þétt og lokatölur urðu 95—82. Eins og svo oft áður var Tim Dwyer kjölfestan í liði Vals, geypi- sterkur og yfirvegaöur leikmaður. En hann er aö sama skapi skapmikill og furðulegt hvað hann sleppur oft við villur. Engu líkara en dómarar beinlínis hiki við þegar hann hvessir sjónum á þá — svo virtist að minnsta kosti í gærkvöldi, þegar einum stúd- entanna varð á að brjóta á Dwyer. Hann brást hinn versti við og ógnaði honum meö boltanum. Báðir dómar- arnir brugöust hart við og sneru sér að honum, annar kom hlaupandi, en svo var engu líkara en allur móður rynni af þeim. Þeir stóðu ekki lengur uppréttir, líkast þeir lyppuðust niður og svo hélt leikurinn áfram. Nóg um það — sigur Vals var sigur liðsheild- arinnar. Þeir voru öruggir í skotum, Torfi Magnússon, Kristján Ágústsson og Þórir Magnússon. Stúdentar höfðu einnig sína sterku menn, en liðið einfaldlega vann ekki sem heild og því fór sem fór. Trent Smock iðinn við að skora og einnig þeir Jón Héðinsson, Bjarni Gunnar og Gísli Gíslason. Þá voru innáskipt- ingar einnig nokkuö furðulegar hjá stúdentum, þeir Bjarni Gunnar og Jón ekki með þegar leiö að lokum. Komu inn á þegar 2 mínútur voru eftir — þá var leikurinn líka tapaöur. Rétt um fimmtíu áhorfendur fylg- dust með viðureign liðanna í Haga- skóla og þeir Kristbjörn Albertsson og Guöbrandur Sigurðsson dæmdu leikinn. Stig Vals skoruóu: Tim Dwyer 31, Torfi Magnússon 20, Kristján Ág- ústsson 19, Þórir Magnússon 14, Ríkharður Hrafnkelason 6, Óskar Baldursson, Jóhannes Magnússon og Siguróur Hjörleifsson 2, Jón Oddsson 1 stig. Stig ÍS: Trent Smock 29, Jón Hóóinsson 18, Bjarni Gunnar 17, Gísli Gíslason 10, Gunn- ar Halldórsson 7, Ólafur Thor- oddsen 3, Albert Guómundsson 4. H.Halls. LIÐ ÍS: Bjarni Gunnar Sveinsson 3, Guóni Kolbeinsson 1, Jón Björgvinsson 1, Gunnar Halldórsson 1, Albert Guómundsson 1, Jón Óskarsson 1, Jón Hóðinsson 3, Ólafur Thoroddsen 1, Gíslí Gíslason 2. LIÐ VALS: Þórir Magnússon 2, Jóhannes Magnússon 1, Ríkharóur Hrafnkelsson 2, Kristján Agústsson 3, Sigurður Hjörleifsson 1, Torfi Magnússon 3, Jón Oddsson 1, Óskar Baldursson 1, Jón Steingrímsson 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.