Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 13 Vilmundur Gylfason dómsmálaráðherra: dóm Reykjavíkur, verði lög þar um samþykkt á naesta Alþingi. Endurbætur á dómskerfi og opnun þess og breyting á meðferð skattsvikamála VILMUNDUR Gylíason dóms- málaráðherra ílutti ávarp við setningu aðalfundar Dómarafé- lags íslands í gærmorgun. Þar gat hann helztu mála, sem hann hefur unnið að síðan hann tók við embætti dómsmálaráðherra og sem hann hyggst þoka fram á við á starfstima sínum. Eftirfarandi kom m.a. fram í ræðu ráðherr- ans: Fulltrúi við dómsmála ráðuneytið, sem fjalli um almenningstengsi Við dómsmálaráðuneytið verði stofnuð ný staða, sem sjái um það verkefni, að taka á móti fyrirspurn- um og kvörtunum fólks varðandi dómstólakerfi, löggæzlu og fangels- ismál. Einnig á sá fulltrúi, sem stöðunni gegnir, að leiðbeina al- menningi um það, hvert hann geti snúið sér með vandamál á fyrr- greindum sviðum. Mál þetta er í undirbúningi og hefur fjármálaráð- herra fallizt á það fyrir sitt leyti, að fé verði veitt til þess að stofna þessa stöðu. Þessi staða verður stofnuð í tilraunaskyni, veitt til tveggja ára og er skyld hugmynd- inni um „umboðsmann Alþingis“. Meðferð neytendamála við héraðsdómstóla Tveimur mönnum hefur verið falið að semja frumvarp um hraða málsmeðferð neytendamála, sem verður fyrir Alþingi eins fljótt og kostur er á. Auknar upplýsingar um starf dómstóla og löggæzlu til fjöl- miðla og almennings Dómsmálaráðuneytið hefur nú ritað stærstu embættunum, sem með dóms- og löggæzlumál fara og óskað þess, að ákveðnum starfs- manni við hvert embætti verði falið það verkefni að greiða fyrir upplýs- ingagjöf til almennings og fjöl- miðla. Þessi starfsmaður á að hafa samband við fjölmiðla og hann á að útbúa skýrslur um gang mála, sem lagðar séu reglulega fram. aukinni vélvæðingu dómstólakerfis- ins og verða niðurstöður fyrirtækis- ins síðan notaðar sem grundvöllur að skipulagsbreytingum og fjár- lagatillögum. Dómsmálaráðuneytið vinnur nú að samningu erindisbréfs fyrir saksóknaraembættið, til að gera embættið virkara og frumkvæði þess aukið. Rannsókn og meðferð skattsvikamála 1. Að fela fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra að sjá svo um að vinnuhópur sem starfað hefur á vegum þessara ráðuneyta gangi frá frumvarpi til laga um að komið verði á fót sérstakri deild hjá rannsóknarlögreglu ríkisins, er annist einvörðungu rannsókn skattsvika og brota er tengjast þeim, t.d. bókhaldslagabrota og gj aldey rislagabrota; að sérstakri deild eða sérstökum starfsmanni við embætti ríkissak- sóknara verði falið að gefa út ákæru í þessum málum; Vilmundur Gylfason. að komið verði á fót sérstökum dómstóli — skattadómstóli — sem dæmi í slíkum málum og hafi sá dómstóll lögsögu fyrir landið allt í þessum málaflokki en hafi að öðru leyti samstarf við Sakdóm Reykja- víkur um almennt skrifstofuhald; að umrædd frumvörp verði frá- gengin nægilega snemma svo unnt verði að leggja þau fram í upphafi Alþingis að loknum kosningum. 2. Að fela fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra að leita eftir því við sama vinnuhóp að hann skili tillögum til ríkisstjórnarinnar um reglur er settar verði i lögum eða á annan hátt um hvernig birta skuli almenningi úrskurði skattsekta- nefndar og ríkisskattanefndar um skattalagabrot. 3. Að fela dómsmálaráðherra að undirbúa með viðræðum við rann- sóknarlögreglustjóra ríkisins og embættismenn í dómsmálaráðu- neytinu, að unnt sé að taka tillit til þess við gerð næstu fjárlaga, að sérstök deild hjá rannsóknarlög- reglu ríkisins er annisLeinvörðungu rannsókn skattsvika geti tekið til starfa þegar á næsta ári, svo og skattadómstóll í tengslum við Saka- Breytt réttarfar i fógetarétti Til eru drög að frumvarpi um breytt réttarfar i fógetarétti. Drög- in hafa verið til athugunar hjá réttarfarsnefnd og hefur dóms- málaráðherra óskað eftir því, að hún afgreiði þau í frumvarpsformi. Verðtrygging dómkrafna I samræmi við nýja stefnu um verðtryggingu fjárskuldbindinga er nauðsynlegt að semja frumvarp til laga um verðtryggingu dómkrafna. Dómsmálaráðherra hefur nú falið tveimur lögmönnum að gera drög að frumvarpi til laga um málið. Löggjöf um friðhelgi einkalífs Nauðsyn löggjafar um friðhelgi einkalífs hefur borið á góma hér- lendis og erlendis eru miklar um- ræður um það mál. Víða hafa verið sett lög um þetta efni; upp á síðkastið m.a. í Bandaríkjunum. Tveimur lögfræðingum úr hópi dómara og fréttamanna hefur verið falið að gera drög að lagafrum- varpi. Nýtt lagasafn Dómsmálaráðuneytið hefur nú ákveðið að koma útgáfu Lagasafns- ins á fastari grundvöll með því að fela Lagastofnun Háskóla íslands að annast hana framvegis. Frumvarp um Lögréttu Prófessor í réttarfari hefur verið falið að yfirfara frumvarpið á nýjan leik um nýtt dómsstig, „Lög- réttu, og „hefla“ það til. Niðurstöð- urnar verða svo lagðar fyrir rétt- arfarsnefnd og að afgreiðslu henn- ar lokinni verður frumvarp um Lögréttu væntanlega lagt fyrir Al- þingi á nýjan leik. Tæknibúnaður dómstóla Dómsmálaráðuneytið hefur nú ákveðið að leita eftir því að ráðgjaf- arfyrirtæki á sviði rekstrartækni til þess að huga að skipulagningu og Ný flugvél fyrir Siglufjörd BIRGIR Sumarliðason hjá Arnar- flugi hafði samband við Mbl. og bað um að komið yrði á framfæri skýringu á því hvers vegna dag- blöðin hefðu ekki komið til Siglu- fjarðar um síðustu helgi, en ófært var um helgina og því var gripið til þess ráðs að senda blöðin með vél til Sauðárkróks s.l. mánudag til þess að koma þeim á bíl til Siglufjarðar á þriðjudeginum en það kvað Birgir hafa verið einu öruggu ferðina eins og á stóð. „Það hafði mikið safnast saman af farangri," sagði Birgir „og þar ■sem við fáum viðbótarvélar ekki fyrr en síðar í mánuðinum þá er þetta svolítið erfitt um sinn, en við gerum eins vel og við getum. Á næstu tveimur vikum fáum við tvær nýjar flugvélar og mun önnur þeirra, Twin Otter, sjá um flug til Siglufjarðar." Verö frá 272.550 til 521.980 Útvarp, segulband, plötuspilari, magnari og tveir hátalarar. Sem sagt allt í einu tæki. Framtíöar fyrirkomulag! BEZTll KAUP I HLJOMTÆKJUM! 10.000 I — sem sagt Crown á 5. hvert heimili, Einfaldlega vegna þess aö Crown eru langbestu kaupin. HVERNIG ER ÞETTA HÆGT? 1) Við pöntum mikið magn beint frá framleiöanda. 2) Varan er sérstaklega framleidd fyrir ísland. 3) Varan kemur í fullum gámum beint frá Japan. 4) CROWN veröur á 30% lægra veröi. 5) CROWN er þar af leiðandi beztu kaupin. ^ ....S>ii Verslióisérverslun meó LITASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI I lcxaitc, 29800 \ BUOIN Skipholti19 sOOOt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.