Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 Opið tiús veröur í kvöld föstudaginn 9. nóv. að Háaleitisbraut 68 og hefst kl. 18.30. 1. Erindi: Einar Hannesson hjá veiðimálastof- uninni. 2. Kvikmyndasýning. 3. Happdrætti. Hús- og skemmtinefnd S.V.F.R. S HJÁ OKKUR PÓSTSENDUM GEÍSÍP H Ferðatöskur handtöskur URVALIÐ ER Latur maður Petrosjan Tigran Petrosjan. Það bar mikið á konu einni á skákstaðnum í Ríó. Hún var stöðugt að spyrja hina ýmsu spekinga,sem þarna gengu um sali, hvernig staðan væri hjá eiginmanni sínum. Hún virtist kunna ýmislegt fyrir sér í skákfræðum og skildi augsýnilega flóknustu útskýringar Anderssons sem og annarra. Yfirleitt var staðan góð, en maðurinn var friðsamur og samdi oftast jafntefli. Þetta átti hún erfitt með að sætta sig við. En Tigran Petrosjan er latur og berst aðeins þegar á hann er ráðist eða andstæðingurinn er af lakara taginu. Skák T. Petrosjan L. Bronstein (Sovétríkin) (Argentína) Grílnfelds vörn 1. d4 - RÍ6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - d5, 4. Rf3 - Bg7, 5. Db3 — dxc4,6. Dxc4 — 0-0,7. e4 — c6. Þessi leikur hefur falliö í ónáð. Algengara er 7. .. .Bg4 eða 7... .Ra6. 8. Be2 - b5, 9. Db3 - Da5, 10. Bd2 - b4,11. Ra4 — Rxe4,12. Bxb4 - Dc7, 13. 0-0 - Ra6, 14. Bxa6! Hvítur vill engan tíma missa. Hrókarnir hvítu taka sér nú stöðu á e- og c-línu og þrýsta á stöðu svarts. 14. .. .Bxa6,15. Hf-el - Rd6,16. Ha-cl - Ha-b8, 17. Dc3 - Rf5. Svartur reynir að sækja að eina veikleika hvíts, peðinu á d4, en hvítur verst því auðveldlega. 18. Rc5 — Bc8, 19. b3. Yfirlætislaus leikur. Svartur á í mestu erfiðleikum með að finna skynsamlega leiki, t.d. strandar 19... .Hd8 á 20. Ba5 19. .. .Dd8, 20. Hc-dl — Dd5, 21. Ra4! Hvítur hyggst hrekja svörtu drottn- inguna af sínum góða reit á d5. 21... .Bf6, 22. Bc5 - Ha8, 23. Dcl - h5, 24. Re5 - Rh4? Feigðarflan. Nauðsyn- legt var 24. .. .Bb7. 25. f3 — Rf5? Svartur varð að reyna 25. ... .Bb7. Nú er svartur glataður. 26. Rc3 — Dd8, 27. eftir Guðmund Sigurjónsson Rxc6 — Dc7, 28. Rxe7+! og svartur gafst upp, því að hann verður tveimur peðum undir eftir 28. .. .Rxe7, 29. Bxe7 — Bxe7, 30. Rd5 - Dxcl, 31. Rxe7+. Lokastaðan. Endataflstækni Anderssons er við brugðið. Það kom því að góðum notum fyrir Timman að hafa aðstoðarmann, sem er sérfræðingur í endatöflum, þegar hann fékk eftirfarandi biðstöðu. Timman (hvítt) — Velimirovic (svart) Hvítur hefur betra tafl, en getur hann unnið skákina? í einu mesta verki, sem skrifað hefur verið um endatöfl og er eftir Cheron eru 12 síður um endatafl sem þetta. Andersson og Timman fundu biðstöðuna í bókinni og var hún talin unn- in. Gallinn var bara sá, að leikjaröðin í bókinni var tveimur leikjum of löng! í skák gildir nefnilega sú regla að krefjast má jafnteflis, ef peði hefur ekki verið leikið eða maður drepinn í 50 leiki. Nú hófust þeir handa um að endurbæta leikjaröðina og um síðir tókst þeim að stytta leiðina að markinu og nú átti það aðeins að taka 46 leiki til að knýja Velimirovic til upp- gjafar. Það tók hins vegar aðeins 41 leik, því að Velimiro- vic fann ekki bestu vörnina. Verslunarhúsnæöi Höfum í einkasölu verslunarhúsnæði í Síðumúla um 200 ferm. Uppl. ekki í síma, bara á skrifstofunni. Samningar og fasteignir, Austurstræti 10. Höfum einnig opið á laugardög- um frá kl. 8—18.40. Spariö tíma og fyrirhöfn og látiö okkur þrífa bílinn meöan þér bíöiö. Bón- og Þvottastöðin Sigtúni 3 L\ u. Vc-oc t f~\. ~y/\<txccðicrtx Saga ungs drengs sem elst upp á kreppuárunum í fátækra- og jaðarhverfum Reykjavíkur. Lýst er af mikilli nærfærni hvernig heimurinn verður til í vitund barns, og foreldra hans og umhverfi sér lesandi bæði með næmum augum barnsins og yfirveguðum skilningi sögumanns á fullprðins aldri. Bókpienntaviðburður ársins, l l _ fw I Mál og Laugavegi 18,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.