Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 25 Guðlaug Yngvarsdótt- ir—Minningarorð Fœdd 16. október 1923. Dáin 2. október 1979. Á þessu ári hefur verið höggvið stórt skarð í þá fjölskyldu er hart nær 50 ár bjó að Stíflu í Vestur- Landeyjum og gjarnan hefur verið kennd við þann bæ. Guðlaug Yngvarsdóttir var fædd að Stíflu í Vestur-Landeyj- um. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Einarsdóttir og Yngv- ar Sigurðsson er þar bjuggu. En þau létust fyrr á árinu. Þegar ég kynntist Guðlaugu Yngvarsdóttur var hún að hefja búskap með eftirlifandi manni sínum, Jakobi Tryggvasyni. Þau voru bæði ung og áttu lítið annað en lífsgleðina. Er hún einn af sterkustu horn- steinum lífsins og svo sannarlega þurfti Guðlaug á henni að halda í lífinu. Fyrst bjuggu þau í einu litlu súðarherbergi með 2 börn og Guðlaug matreiddi í félagi við tengdamóður sína og fjölskyldu hennar. Þá kom það henni til góða, hve hún var alin upp í stórri og barnmargri fjölskyldu sjálf, er hún hóf búskap inni á annarra heimili og þá sýndi hún hversu sterkri skaphöfn hún var gædd og aðlögunarhæfileikum. Því hvar sem hún fór miðlaði hún gleði meðal annarra. Þegar þriðja barn- ið var fætt, fór að þrengjast í litla súðarherberginu. En þá fréttu þau af litlu húsi er væri til sölu og ætti að víkja af lóðinni. Af þeim sökum var verði hússins stillt í hófi. Um húsnæðismálalán var þá ekki að ræða eða nokkra fyrirgreiðslu ungu fólki til handa. En með guðs hjálp og góðra manna tókst að klífa þrítugan hamarinn og kaup- in voru gerð, en þá vantaði tóðina. En hana fengu þau að lokum að Hófgerði 9 í Kópavogi og þar bjuggu þau æ síðan. Þegar þeim höfðu verið afhent skilríki upp á lóðina gengum við út eftir til þess að líta á staðinn. Þetta var að mestu óbyggt svæði og eyðilegt að manni fannst þá. Fjölskylda Ja- kobs var samhent í því að hjálpa honum við undirbúning grunnsins, allt varð að grafa með handafli og steypan var hrærð með skóflum. Mér er er það sérstaklega minn- isstætt, að 29,10 1949 var allt tilbúið og húsið flutt á lóðina. Þegar jólin gengu í garð, gátu þau svo glaðst í sínu eigin húsi. En nú nákvæmlega 30 árum eftir að húsið þeirra var flutt á grunninn kvaddi engill drottins dyra og bauð húsmóðurinni arminn í hinstu förina. Lífsferill fólks er misjafnlega veðrasamur, en það má segja um Guðlaugu að hún hafi oftast staðið í gjólunni. En lífsgleði hennar veitti sólargeislum inn í líf þeirra er hún umgekkst. Hún var alin upp í stórum systkinahópi þar sem hún varð að vera stóra systir í orðsins fyllstu merkingu. Nú hafði hún eignast hús og heimili og hamingjuríkir dagar blöstu við og börnin voru orðin fjögur. En þá var það einn fagran vordag þegar allt var að vakna af vetrardvala og sóleyjar og fíflar að spretta í varpa, að hinn mikli vágestur, hvítidauðinn, kvaddi dyra. I þetta sinn var hann ekki lítillátur og tvö börnin þurftu að meira eða minna leyti að vera undir læknishendi. í þessum miklu erfiðleikum kom best fram hjálpsemi Stífluhjónanna, for- eldra Guðlaugar, þau tóku þrjú börnin og það yngsta aðeins nokk- urra mánaða gamalt og ólu það upp til fullorðinsára, en hin tvö ólu þau upp að meira eða minna leyti. Fórða barnið var tveggja ára gamall drengur, sem þurfti að vera undir stöðugu eftirliti lækna. Hann tók Jónína móðursystir Guðlaugar og reyndist honum sem bezta móðir á meðan að hann dvaldi hjá henni, en það voru rúm tvö ár. Guðlaugu fannst sem hún gæti aldrei fullþakkað Jónínu og hennar fjölskyldu allt það sem þau voru barninu hennar á þess- um þrengingartímum. Það mætti ætla að hin þungbæra sjúkdóms- reynsla hafi bugað sálarþrek Guð- laugar, en svo var ekki. Það var hún sem miðlaði gleði og trú á lífið meðal sjúklinganna og máske hefur það verið lífstrú hennar og glaða lund, sem flýtti fyrir batan- um. Tvö löng ár dvöldu þau á hælinu. En eftir svo langt veik- indastríð á sjúkrahúsi er enginn albata þegar hann er útskrifaður og það þarf langan tíma til þess að aðlagast hversdagslífinu. Börnin komu aftur en yngsta barnið, sem móðirin hafði saknað hvað mest og þráð að halda í faðmi sér, þýddist ekki móður sína og vildi aðeins fá ömmu, en þó að það væri sárt að skilja við það aftur, þá var velferð barnsins fyrir öllu. Tíminn þokaðist áfram og aftur var komið vor. En það var ekki eins bjart yfir Guðlaugu og Jakobi og fyrir einu ári er þau komu heim full af gleði og von. Nú átti Jakob að fara norður á Akureyri og gangast þar undir mikla lungnaaðgerð er Guðmund- ur Karl læknir var frægur fyrir. Það átti að „höggva" Jakob. Óttablandin von bærðist í hug- um þeirra, fyrirfram var ekki hægt að vita hvernig til tækist. Gleðin var líka því meiri þegar hann kom heim aftur að aðgerðin hafði heppnast. Guðlaug og Jakob voru mjög hamingjusöm og aldrei varð ég vör við að neinn skugga bæri þar á. Fáum árum síðar eignuðust þau dreng, sem var eins og hver önnur guðs gjöf. Þau nutu þess að fylgjast með öllum hans þroska, en þess höfðu þau farið á mis við með hin börnin. Þetta er líka elskulegur drengur, sem hefur verið foreldrum sínum til gleði og sóma. En það hafa öll börnin þeirra verið. En þau eru: Sigrún, fædd 19.11. 1942 gift og á 5 börn. Hún er húsmóðir. Ragnar, fæddur 14. 1. 1944, og á 4 börn. Hann er vélvirki. Tryggvi, fæddur 4.5.1949, og á tvö börn. Hann er múrari. Erlingur, fæddur 2.10.1950. Hann er brúarsmiður. Helgi, fæddur 14.10 1959. Hann er nemi. Guðlaug var góð og skilningsrík móðir, sem studdi börnin sín eftir mætti. Hún unni barnabörnunum og vakti með alúð og ástríki yfir heimili sonar síns, en konan hans hafði átt við langvarandi heilsu- leysi að stríða. Hjá Guðlaugu var annað heimili barnabarnanna og þau leituðu til ömmu með allt smátt sem stórt. Guðlaug var náttúrubarn, alin upp í sveit. Hún unni öllum dýrum og kannski hestum framar öðrum. í því sem öðru voru hjónin samhent. Hesta- mennsku höfðu þau stundað í áraraðir. Áttu góða hesta og hirtu þá sjálf. Fram undir það síðasta fór Guðlaug daglega í hesthúsið og klappaði og strauk hestinum sínum. Guðlaug fetaði í fótspor móður sinnar og vildi allra vanda leysa. Heimili þeirra hjóna var opið öllum, sem vildu líta inn og þeir voru margir, gestirnir, og hlýlegt viðmót sat alltaf í öndvegi. Aldrei var svo þröngt í litla húsinu þeirra að nokkrum væri úthýst. Þau áttu bæði margt ættmenna í nálægum byggðum og alltaf þótti sjálfsagt og best að gista hjá Laugu og Kobba. Það var ekki óalgeng sjón að sjá fólk sofandi í svefnpokum á stofu- gólfinu þegar hallaði að miðnætti. Guðlaug hafði eitthvað það við sig sem laðaði ungt fólk að heimilinu. Það var eins og það fyndi til öryggis í návist hennar og jafn- framt veitti hún því aðhald. Tengdaföður sinn var Guðlaug búin að hafa á heimilinu í 20 ár og það var mjög kært með þeim, hann var börnunum elskulegur afi og gætti þeirra er þau voru að vaxa úr grasi. Þarna voru allir sem einn maður, ungir og gamlir, og ég hygg að þarna hafi enginn þekkt kynslóðabilið. Þeir sem einu sinni hafa dvalið á Vífilsstaðahæli búa við ótta- blandið frelsi og stöðugar áhyggj- ur af lasleika og kvefi. Þegar Guðlaug fann til lasleika fyrir einu ári síðan, var hún strax drifin inn á hælið og sett í einangrun. En það var ástæðu- laust. Þarna var kvalafulli vágest- urinn á ferð. Var nú ekki nóg komið, spyrjum við, þurfti þetta nú að bætast ofan á. En Guðlaug sýndi enn sem fyrr óbilandi kjark og lífstrú. í heilt ár barðist hún hetjulegri baráttu, kvartaði aldrei og eftir hverja meðferð læknanna stóð hún upp tvíefld. Fyrst virtist hún ætla að sigra og við glöddumst öll með henni. En endalokin voru nær en við uggðum. Og hún lést í faðmi eiginmanns síns að kvöldi 29.10. 1979. Blessuð sé minning hennar. Hulda Pétursdóttir. Útkoti. Kjalarnesi. Þegar mér barst sú fregn að hún Lauga væri dáin, settist ég hljóð niður, ég átti ekki von á þessu svona fljótt þó að við vissum að hverju dró. Við hjónin vorum þar heima daginn áður og þá var hún klædd og kát eins og hún átti vanda til. En kallið kom fyrr en nokkurn varði og hún var dáin. Guðlaug Ingvarsdóttir var fædd 16. október 1923 að Stíflu í Vest- ur-Landeyjum. Ólst hun upp í stórum systkinahópi en þau voru 11 talsins. Foreldrar hennar voru Ingvar Sigurðsson og Hólmfríður Einarsdóttir og bjuggu þau lengst af á Stíflu. Lauga átti oft við vanheilsu að stríða og dvaldi m.a. á Vífilstöðum árin 1951—1953. Einnig var maður hennar á Vífilstöðum á þessum tíma og getur maður þá gert sér í hugarlund þá erfiðu reynslu er þau hafa orðið fyrir. Tvö börnin þeirra veiktust einnig og heimilið leystist upp á meðan. Eftir að hún kemur heim er maður hennar mikið sjúkur og berst hún þá við að halda heimil- inu saman, til þess að geta haft börnin hjá sér. Þá var ekki veitt sú aðstoð í veikindum fólks, sem við höfum í dag. Þá undraðist ég oft þann styrk og æðruleysi sem kom þar fram. Lauga, eins og við vinir hennar kölluðum hana, var sönn mann- eskja sem átti bæði hlýju og skilning fyrir aðra. Ég minnist oft, þegar elsta barn mitt, sem var oft mikið veikt fyrstu árin, hinna mörgu ferða þeirra hjóna heim til okkar og þá hjálpsemi sem þótti sjálfsögð í okkar garð. Enda var Lauga sérstakt nafn í munni barna minna. Það var eins og ósýnilegur þráður lægi milli okkar. Við þurft- um ekki nema hugsa hvor til annarrar, þá hringdi hin. Það er svo ótalmargs að minn- ast, sem verður ekki rakið hér, en við geymum í huga okkar. Undanfarin 14 ár starfaði hún í Lækjarteig 2. Eftirlifandi maður hennar er Jakob Tryggvason. Börnin eru 5, en þau eru: Sigrún, f. 19. 11. ’42, Ragnar, f. 14. 1. ’44, Tryggvi, f. 4. 5. ’49, Erlingur f. 2. 10. '50 og Helgi, f. 14. 10. ’59. # Eg bið algóðan guð að veita þeim styrk í þessari raun, og halda verndarhendi sinni yfir þeim. Far þú í friði, friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigga. Argerð 1980 komin! Beztu kaup sem þú gerir! Nettasta tækið frá - CR0WN - 1) Stereo-útvarpstœki meö lang-, miö- og FM-stereo bylgju. 2) Magnari 36 wött. Sem sagt nóg fyrir flesta. 3) Plötuspilari alveg ný gerö. Beltisdrifinn. Fyrir stórar og litlar plötur. 3 snúninga og 45 snúninga. Vökvalyfta. 4) Segulband mjög vandaö, bæöi fyrir venjulegar spólur og eins krómdíoxíöspólur, þannig aö ekki er heyranlegur munur á plötu og upptöku. 5) Tveir mjög vandaðir hátalarar fylgja! í stuttu málí: Tæki með öllu! Verö: 272.550- Staðgreiösluverö: 261.770.- Greiðslukjor: Ca. 130.000 - út og rest má deila á allt aö 5 mánuöi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.