Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 27 Hátíðleg afhending forseta- merkja skáta SÍÐASTLIÐINN laugardag, 3. nóv., fór fram í Bessastaða- kirkju afhending forseta- merkis í 15. sinn. Er þetta árlegur viðburður, sem fer nú fram í fyrsta sinn að hausti. Forsetamerkið er æðsti áfangi í skátun, sem er ætlaður dróttskátum. Tekur það að jafnaði 2 ár að ná þesu marki með því að inna af hendi mikið samfellt skátastarf. Að þessu sinni voru 32 dróttskátar á aldrinum 15—18 ára mættir á Bessastöðum og gengu til kirkju. Forseti íslands, Kristján Eld- járn, sem er verndari skáta- hreyfingarinnar á íslandi, ávarpaði skátana og fjölmarga gesti úr röðum foringja skáta- félaga og stjórn Bandalags íslenskra skáta. Síðan voru forsetamerki af- hent og hafa nú alls 493 dróttskátar lokið þessum áfanga. Flestir þeirra hafa ver- ið á Akureyri, úr skátafélagi Akureyrar og kvenskátafélag- inu Valkyrjunni. Nú voru líka skátar frá Skátafélaginu Garð- búum í Reykjavík og Skátafé- laginu Kópum, Kópavogi. Þorsteinn Pétursson, ritari Bandalags íslenskra skáta, ávarpaði skátana og gat þess, að hann hefði staðið í þeirra spor- um fyrir 15 árum við fyrstu afhendingu forsetamerkis. Úr hópi dróttskáta flutti Halla Kristín Tuliníus ávarp og hvatti alla til að starfa áfram sem best að viðgangi skáta- starfs. Athöfnin var mjög hátíðleg og eftirminnileg öllum við- stöddum. Frásagnir af rannsóknum á dulhæfni mannsins BÓKIN „Himinn, jörð og hugur rnanns" eftir Peter Andreas og Gordon Adams er komin út í islenzkri þýðingu Ólafs H. Ein- arssonar. Undirtitill er: „Ævin- týralegar frásagnir af rannsókn- um á dulhæfni mannsins.“ A kápusíðu segir m.a.: „í stuttu máli bregða höfundar upp lýsingu á rannsóknum dulsálfræðilegra fyrirbæra og gera síðan grein fyrir þekkingu nútímans á ein- stökum þáttum þeirra, eins og t.d. hugsanaflutningi, skyggni og spá- dómsgáfu. Þá ræða höfundar um sálarrannsóknir og þann andbyr, sem þær hafa sætt af mörgum. Þeir reka mjög athyglisverð fyrir- bæri á sviði miðilsstarfa. Greint er frá örlögum landkönnuðarins Fawcetts höfuðsmanns og hvernig forntunga Egypta var endurupp- götvuð. Um sálarrannsóknir ræða höfundar með hliðsjón af því sem þeir telja að þær geti haft ef rétt er að þeim staðið, fyrir áskapaða og ómótstæðilega viðleitni manns- ins til þess að gera sem fyllsta grein fyrir stöðu sinni í alheimin- um“. Útgefandi bókarinnar er Víkur- útgáfan. AI’OI.VSINCASIMINN KR: 22480 WflVgíWihla&it) Ritari óskast Laus staöa ritara, 100% starf. Góö vélritun- arkunnátta skilyröi. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist stofnuninni fyrir 16. nóv. n.k. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri. ^ ■ Felagsmalastofnun Reykjavikurborgar j Vonarstræti 4 — Sími 25500 Skápahandföng Skúffuhandföng Nýjar geröir nýkomnar Segulsmellur Hilluberar Flísa-, urval Nýborg h.f. býöur yöur aö velja úr yfir 100 tegundum af gólf- og veggflísum, auk korkflísa og vinyifiísa. Nýborg C§D BYGGINGAVORUR ARMÚLA 23 SIMI 86755 Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga 1979 hefst í Reykjavík laugardaginn 10. nóvember. Kosiö veröur í Miöbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22 og sunnudaga kl. 14 —18. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. in ^ »V GEÍSÍPf Ný bók fyrir nútíma fólk Næring og heilsa eftir Dr. Jón Óttar Ragnarsson Sjálfsögö bók á nútíma heimili. Nauösynleg til sjálfs- menntunar. Helgafell. --------1 Kökur yðar og brauð verða bragðbetri og fallegri ef bezta tegund af lyftidufti er notuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.